Morgunblaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Varnarliðsþyrla fórst hjá Hvammi undir Eyjafjöllum 10. júlí 1969, eða fyrir hálfri öld. Einn úr áhöfninni lést, annar slasaðist talsvert og sá þriðji slapp ómeiddur. Flugmaður- inn sem slapp ómeiddur sagði í við- tali við Morgunblaðið að þeir hefðu verið í 50 feta hæð og ætlað að lenda þegar þyrl- an lét skyndilega ekki að stjórn og steyptist til jarð- ar. Nokkrir sjónarvottar urðu að slysinu, þeirra á meðal Bjarni Bjarnason, nú forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur, Logi Már Ein- arsson, Magnús Sigurjónsson, bóndi í Hvammi, og Hugi, sonur hans og Sigríðar Jónsdóttur (Lóu), hús- freyju á bænum. Bjarni var 13 ára og var í sveit í Hvammi eins og þeir Magnús Ásgeirsson og Logi Már. Bjarni man þennan dag mjög vel. Flaug á öðrum hreyflinum „Við vorum niðri á leirunum að stinga sniddu. Hún var borin upp í brekkurnar til að laga flög eftir nautin,“ sagði Bjarni. Auk hans voru þar þeir Magnús bóndi, Hugi og Logi Már. Þeir notuðu dráttarvél með kerru til að flytja snidduna. „Við heyrðum flugvélarhljóð úr austri og sáum strax að það var eitt- hvað að. Flugvélin flaug mjög lágt, kannski í þriggja símastaura hæð. Þegar hún nálgast sjáum við að það detta úr henni svartar flyksur. Vélin fór mjög nálægt og það var dautt á öðrum hreyflinum.“ Flugvélin var af gerðinni C-47, sem var herútgáfan af Douglas DC-3. Stór og mikill hermaður stóð í dyrunum og henti út kössum til að létta vélina. Þeim félögum fannst þeir horfast í augu við hann. Vélin flaug áfram til vesturs og lenti á Hellu, að sögn Morgunblaðsins. Fé- lagarnir flýttu sér að kassanum sem lenti næst þeim og skoðuðu hann. „Þetta var mjög vandaður kross- viðarkassi og vel skrúfaður saman. Við tókum þá kassa sem voru næst okkur og stöfluðum þeim saman á leirunum. Við ákváðum að fylgja fluglínunni og tína upp kassana,“ sagði Bjarni. Kassaslóðin lá austur í land Núps. Þar var einn úti í á. „Ég óð út í og var að bisa við kassann þegar við heyrðum sérkennilegt hljóð. Fljótlega áttuðum við okkur á því að þetta var þyrla sem kom skríðandi úr vestri og flaug mjög lágt.“ Þyrlan lenti hjá þeim. Hún hafði verið send til að hirða upp farminn sem kastað var úr flugvél- inni. Fleiri menn voru þá komnir þarna að. „Okkur var sagt að þetta væri búnaður til að endurnýja ratsjár- stöðina á Stokksnesi,“ sagði Bjarni. Íslendingarnir töluðu ekki mikla ensku en gátu komið varnarliðs- mönnum í skilning um að fleiri kass- ar væru í Hvammi. Hvammsmenn fóru svo heim á traktornum og þyrl- an kom á eftir. Þyrlan skall til jarðar „Ég hljóp fremstur og sá að þyrl- an tók einn hring yfir okkur og svo annan. Þá lagðist hún á hliðina og hrapaði eins og steinn,“ sagði Bjarni. „Spaðarnir komu fyrst niður og brotin þeyttust í allar áttir. Þyrlan skall á hægri hliðina þar sem farm- dyrnar voru. Um leið og þyrlan lenti skaust annar flugmannanna út um Varnarliðsþyrlan lagðist á hlið- ina og hrapaði eins og steinn  Einn fórst þegar þyrla hrapaði undir Eyjafjöllum fyrir hálfri öld  Nokkrir sjónarvottar að slysinu Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Þyrluslys í Hvammi Einn úr áhöfninni fórst í kjölfar þess að þyrlan skall niður. Annar flugmannanna komst út en tveir bændur björguðu hinum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Gestrisni Til vinstri er Sveinn Ísleifsson, lögregluvarðstjóri í Rangár- vallasýslu, og heldur á pípu. Fremst hægra megin er flugmaðurinn sem slapp ómeiddur og húsfreyjan Sigríður Jónsdóttir, Lóa, stendur lengst til hægri. Ekki tókst að nafngreina aðra sem eru á myndinni. Bjarni Bjarnason m. Lítil og létt loftpressa. Kemur með fjórum stútum sem passa á dekk, bolta, vindsængur og fleira. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu Verð 16.900 kr. (án rafhlöðu) M12 Inflator Alvöru loftpressa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.