Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 28

Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 28
28 FRÉTTIRTækni og vísindi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Þegar Neil Armstrong steig fyrstu skref mannsins á tunglinu fyrir hálfri öld varð hann á svipstundu stærsta stjarna í sögu beinna sjónvarps- útsendinga. Opinberlega segir að á sjötta hundrað milljóna manna hafi setið við sjónvarpstæki sín og fylgst með er Armstrong stökk úr stiga Eagle-tunglfarsins niður á yfirborð svonefnds Friðarhafs á tunglinu 21. júlí 1969 í leiðangri Apolló ellefta. Að sögn frönsku fréttastofunnar AFP var fjöldi þeirra sem með fylgd- ust vantalinn. Sérfræðingar telja að talan 700 milljónir hafi verið nærri lagi, eða fimmtungur mannkynsins á þeim tíma. Apolló 11 var skotið á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni á Canaveral-höfða í Flórída 16. júlí 1969. Þremur dögum seinna kom geimfarið á braut um tunglið og síðan lenti tunglferjan á yfirborði þess fimm dögum eftir geimskot. 24. júlí sneru geimfararnir til baka til jarðar- innar. Tunglferjan var nefnd Örninn eftir skallaerninum, þjóðartákni Bandaríkjanna. Stjórnfarið var nefnt Kólumbía, sem er kvenkynsnafn Bandaríkjanna í ljóðum og söngvum. Hin fleygu orð Armstrongs er hann steig á tunglið, „Lítið skref fyr- ir mann, risastökk fyrir mannkynið“, bárust um gjörvalla heimsbyggðina. Var það hápunktur 31 klukkustundar beinnar sjónvarpssendingar NASA og helstu sjónvarpsstöðva Bandaríkj- anna úr geimnum. Átti útsendingin úr geimnum sér enga líka. Fyrstu skref Armstrongs á tunglinu sáu áhorfendur úr öllum heimshornum nema í Kína og Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra í austanverðri Evrópu. Daglegt líf úti um allar jarð- ir stöðvaðist á þessu augnabliki. Í stjórnstöð leiðangursins í Houston í Texas fylgdust 3.500 blaðamenn með framvindu leiðangursins. Heima á Raufarhöfn náði höfundur þessarar greinar slitróttum geisla frá Kana- stöðinni svonefndu á Heiðarfjalli og hlustaði agndofa á beina útsendingu frá lendingunni. „Örninn er lentur“ var meðal þess sem barst yfir Þistil- fjörðinn í gegnum brak og bresti hins veikburða útvarpsgeisla. Fyrstu fjórir dagar tunglfarar- innar gengu samkvæmt áætlun en tuttugu mínútum fyrir lendingu varð andrúmsloftið í ferjunni spennu- þrungið vegna skyndilegra vanda- mála. Slitnaði sambandið við stjórn- stöðina í Houston og í miðju aðflugi ferjunnar niður á yfirborðið með þá Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin innanborðs gall skyndilega í aðvör- unarbjöllum. Tveimur stundum áður hafði ferjan losað sig frá móður- farinu, Kólumbíu, þar sem þriðji áhafnarmaðurinn, Michael Collins, beið. Armstrong var órótt. „Segið okkur frá því hvað viðvörunin varð- aði,“ bað hann í talstöðinni til stjórn- stöðvarinnar. Svarað var að öll kerfi störfuðu eðlilega en tölva ferjunnar hefði yfirfyllst. Gígar tunglsins liðu hratt hjá er Örninn nálgaðist yfir- borðið. Allt of hratt að mati Arm- strong, sem taldi að farið myndi yfir- skjóta lendingarstaðinn um nokkra kílómetra. Aftengdi hann sjálfvirkan stýribúnað ferjunnar og hóf að leita að nýjum lendingarstað út um glugga sinn en það reyndist torsótt. „Býsna grýtt urð þetta,“ sagði hann við Aldr- in. Aldrin las fyrir hann hraða og flug- hæð úr tölvunni og sagði lækkunina ganga vel. Á sama tíma gekk hratt á eldsneyti Arnarins. Frá Houston bárust í sífellu upplýsingar um sek- úndur sem eftir voru til „Bingo elds- neytis“, en á þeim tíma yrði ferjan að geta lent á innan við 20 sekúndum, ellegar hætta við lendingu. Reyndi á alla flugmannsfærni Armstrongs á þessum sekúndum og slík var ein- beitingin að hann mælti ekki orð af munni. Lenti hann Erninum og drap á vélum hans og tilkynnti: „Houston, Friðarhaf hér. Örninn er lentur.“ „Meðtekið hér á jörðu niðri. Hér er hópur manna að blána upp, en við er- um að ná andanum aftur. Takk kær- lega,“ svaraði tengiliður geimfaranna í Houston. Eldflaugaséní nasista Sagan sýnir að 400.000 manns komu að Apolló-áætluninni með ein- um eða öðrum hætti. Framlag tveggja þeirra gnæfir yfir allt annað. Árið 1961 fól John F. Kennedy Bandaríkjaforseti varaforseta sínum, Lyndon Johnson, að sjá til þess að Bandaríkin sigruðu Sovétmenn í geimkapphlaupinu. „Við erum í hern- Risastökk út í óvissuna  Hálf öld er um þessar mundir frá því að Bandaríkjamenn sendu fyrsta mannaða geimfarið til tungls- ins, Apolló ellefta  Var tunglferðum hætt þremur árum seinna, 1972, en nú hefur bandaríska geim- ferðastofnunin NASA ákveðið að snúa aftur til tunglsins og lenda þar mönnuðu geimfari, líklega 2024. AFP Buzz Aldrin við vísindatilraunir á tunglinu 20. júlí 1969. Alls stigu 12 menn fæti á tunglið á árunum 1969 til 1972. Apollo 11. Lent á tunglinu: 20 júlí, 1969 Gengið á tunglinu Heimild : NASA Saturn V eldflaug Notuð í ferð Apollo 11. „Örninn” Apollo 12. 19. nóvember 1969 Charles Conrad Jr.* Richard Gordon Jr. Alan Bean* 10 dagar, 4 stundir, 36 mínútur Apollo 14. 5. febrúar 1971 Alan Shepard Jr.* Stuart Roosa Edgar Mitchell* 9 dagar, 1 mínúta, 58 sekúndur Apollo 15. 30. júlí 1971 David Scott* James Irwin* AlfredWorden 12 dagar, 7 stundir, 12 mín. Menn lenda á tunglinu Apollo 16. 20. apríl 1972 John Young* Thomas Mattingly Charles Duke Jr.* 11 dagar, 1 klukkustund 51 mínúta Apollo 17. 11. desember 1972 Eugene Cernan* Ronald Evans Harrison Schmitt* 12 dagar, 13 stundir, 52 mínútur Stjórn- klefi Þjón- ustuklefi Tungl- ferja Áhöfn: Michael Collins Edwin Aldrin Jr.* Geimferðin: 8 dagar, 3 stundir, 18 mínútur Neil Armstrong Fyrsti maðurinn sem gekk á tunglinu „Þetta er lítið skref fyrir mann, risastökk fyrir mannkynið” 1 2 3 4 5 6 Elds- neytistankur Hreyfill Skotstaður: Canaveralhöfði Bandaríkjunum Loftnet Útgöngu- lúga Hæðar- stjórn- kerfi Mynd tekin í júlí 1969 af bandaríska geimfaranum Neil Armstrong. Mynd: NASA Hreyfill *gengu á tunglinu PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.