Morgunblaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 Er stærsti framleiðandi sportveiðarfæra til lax- silungs- og sjóveiða. Flugustangir og fluguhjól í úrvali. Gott úrval af fylgihlutum til veiða stólar, töskur, pilkar til sjóveiða, spúnabox margar stærðir, veiðihnífar og flattningshnífar. Abulon nylon línur. Gott úrval af kaststanga- settum, fyrir veiðimenn á öllum aldri, og úrval af „Combo“ stöng og hjól til silungsveiða, lax veiða og strandveiða. Flugustanga sett stöng hjól og lína uppsett. Kaststangir, flugustangir, kast- hjól, fluguhjól, gott úrval á slóðum til sjóveiða. Lokuð kasthjól. Úrval af flugustöngum, tvíhendur og hjól. Balance Lippa, mjög góður til silungsveiða „Original“ Fireline ofurlína, gerfi- maðkur sem hefur reynst sérstaklega vel, fjölbreitt gerfibeita fyrir sjóveiði og vatnaveiða, Berkley flattnings- hnífar í úrvali og úrval fylgihluta fyrir veiðimenn. Flugnanet, regnslár, tjaldhælar, og úrval af ferðavörum Helstu Útsölustaðir eru: Veiðivon Mörkinni Vesturröst Laugavegi Veiðiportið Granda Veiðiflugur Langholtsvegi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Kassinn Ólafsvík Söluskáli ÓK Ólafsvík Skipavík Stykkishólmi Smáalind Patreksfirði Vélvikinn Bolungarvík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki SR-Bygginavöruverslun Siglufirði Útivist og Veiði Hornið Akureyri Veiðiríkið Akureyri Hlað Húsavík Ollasjoppa Vopnafirði Veiðiflugan Reyðarfirði Krían Eskifirði Þjónustustöðvar N1 um allt land.Dreifing: I. Guðmundsson ehf. Nethyl 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com. Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum „Betri sportvöruverslunum landsins“ Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Rannsókn yfirvalda í Lúxemborg á stjórnendum og starfsmönnum Kaup- þings banka hf. og Kaupthing Bank Luxembourg S.A. vegna kaupa Lind- sor Holding á skuldabréfum í Kaup- þingi skömmu fyrir fall bankans árið 2008 er að ljúka. Þetta staðfestir fjöl- miðlafulltrúi rannsóknardómarans í Lúxemborg við Morgunblaðið. Að sögn embættisins mun rann- sóknardómarinn, Ernest Nilles, bráð- lega skila málinu til ríkissaksóknara, sem tekur ákvörðun um hvort gefin verður út ákæra í málinu og þá gegn hverjum. Rannsóknardómarar sjá um rann- sókn sakamála í Lúxemborg og hafa þeir það hlutverk að leggja fyrir lög- reglu hvernig rannsókn sé fram- kvæmd og hvað eigi að reyna að upp- lýsa. Rannsóknargögn eru síðan send aftur til dómarans frá lögreglu. Rann- sóknardómarinn í Lindsor-málinu var meðal þriggja manna sem lögreglu- yfirvöld í Lúxemborg sendu til Íslands við lok árs 2016 til að yfirheyra Íslend- inga í tengslum við málið. Áratugar löng rannsókn á enda Lindsor-málið hefur verið til rann- sóknar hérlendis og erlendis í yfir ára- tug. Að sögn Ólafs Þór Haukssonar héraðssaksóknara var byrjað að skoða Lindsor-málið árið 2009 á Íslandi. Samskipti milli Fjármálaeftirlitsins á Íslandi og Fjármálaeftirlitsins í Lúx- emborg, CSSF, „kveikir á málinu úti,“ að sögn Ólafs. Í ljósi reglna um tvö- falda refsingu var verkaskipting ákveðin á fundi milli landanna tveggja. „Við tókum þann hluta sem var kall- aður Marple-málið og fórum með það fyrir dóm og þeir tóku Lindsor- legginn vegna þess að ráðstafanir í því voru flestar gerðar úti í Lúxemborg,“ segir Ólafur. Rannsókn málsins snýr að kaupum félagsins Lindsor Holding Corpora- tion, sem er skráð á eyjunni Tortóla, einni af Bresku Jómfrúareyjum, á skuldabréfum Kaupþings með láni frá bankanum sjálfum en sama dag keypti Kaupthing í Lúxemborg skuldabréf af m.a. starfsmönnum bankans. Lindsor fékk 171 milljónar evra peningamarkaðslán frá Kaupþingi þann 6. október 2008. Að mati Fjár- málaeftirlitsins var Lindsor í reynd í eigu Kaupþings. Þann sama dag, 6. október 2008, keypti Lindsor skuldabréf útgefin af Kaupþingi að upphæð 84 milljónir evra og 95,1 milljón dala ásamt skuldabréfum útgefnum af Kaupþingi í japönskum jenum og krónum á 15,2 milljónir evra. Kaupthing bank í Lúxemborg var seljandi skuldabréf- anna en bankinn hafði keypt skulda- bréf sama dag m.a. af fjórum starfs- mönnum bankans og félaginu Marple Holdings S.A., sem var skráð á Skúla Þorvaldsson. „Það er mat Fjármálaeftirlitsins að Lindsor hafi hugsanlega verið notað til að koma peningum frá Kaupþingi til tengdra aðila í þeim tilgangi að losa þá við skuldabréf útgefin af Kaup- þingi, þar sem ljóst var að staða bank- ans var orðin grafalvarleg, ásamt því að halda Kaupthing Luxembourg rekstrarhæfu,“ segir í vísun Fjár- málaeftirlitsins til embættis sérstaks saksóknara frá árinu 2010, sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Rannsókn sérstaks saksóknara hér heima sneri að umboðssvikum, þar sem talið var að með þessum gerningi hefði bankanum verið stefnt í stór- fellda hættu. Þremur dögum eftir að Lindsor keypti skuldabréfin, 9. október 2008, tók íslenska ríkið yfir Kaupþing banka. Hinn 31. október kom lán Lindsor til greiðslu en félagið greiddi það ekki enda átti það nánast ekkert annað en nær verðlaus skuldabréf í Kaupþingi. Samkvæmt verðmati sóttu úr Kaupthing banka í Lúxemborg 17. desember 2008, var verðmæti eigna- safns Lindsor búið að lækka um 94% á rúmum tveimur mánuðum. Skjalafals skoðað í Lúxemborg Skoðunarnefnd skilanefndar Kaup- þings sendi árið 2009 ábendingu til sérstaks saksóknara vegna gruns um mögulega refsiábyrgð er varðaði skjalafals stjórnenda og starfsmanna Kaupþings í tengslum við kaupin á skuldabréfunum. „Skoðunarnefnd skilanefndar vill benda Sérstökum saksóknara á hugsanlega refsiábyrgð stjórnenda bankans þar sem pappírar varðandi yfirtöku KB [Kaupþing] á Lindsor, ákvörðun eiganda Lindsor um að taka lán hjá KB EUR 171m og fleiri papp- írarar virðast ekki undirritaðir fyrr en í desember 2008 af meðal annars Hreiðari Má Sigurðssyni, en hann hætti hjá bankanum 21. október 2008. Umræddir pappírar eru allir dagsettir 24. september 2008. Ekki hefur fund- ist samþykki lánanefndar KB fyrir umræddri lánveitingu,“ segir í bréfi skilanefndarinnar til sérstaks sak- sóknara. Í vísun Fjármálaeftirlitsins til sérstaks saksóknara segir að „í Lúxemborg snertir hugsanlegt skjala- fals þá Magnús Guðmundsson [...] Eggert Hilmarsson [...] Doriane Ros- signol [...] og Andra Sigurðsson“. Fjármálaeftirlitið vísaði nöfnum þeirra og aðild til Fjármálaeftirlitsins í Lúxemborg. Ákvörðunar um ákæru brátt að vænta  Rannsókn yfirvalda í Lúxemborg á stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings í Lindsor-málinu að ljúka  Ríkissaksóknari í Lúxemborg tekur við málinu  Rannsókn málsins hófst hérlendis árið 2009 Lindsor-fl éttan 6. október 2008 6. október 2008 Kaupþing Banki hf. lánar Lindsor Holding Corp., skráð á Tortóla, 171 milljón evra. Tortóla Ísland Lúxemborg 9. október 2008 Íslenska ríkið tekur yfi r Kaupþing banka hf. Gjalddagi lánsins til Lindsor rennur upp en félagið getur ekki greitt lánið til baka. 31. október 2008 Neyðarlög sett á Alþingi kl. 23:18. Kaupþing fær 500 milljóna evra neyðarlán frá Seðlabanka Íslands. Lánsféð kemur samdægurs inn á evru-reikning Lindsor hjá Kaup thing í Lúxemborg. Kaupthing í Lúxemborg kaupir skuldabréf af m.a fjórum starfsmönnum og Marple holding. Lindsor kaupir skuldabréfi n svo af Kaupthing í Lúxemborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.