Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Það gerist ekki á hverjum degi að 78
íbúðir í Vesturbænum í Reykjavík
komi á markaðinn á einu bretti.
Þetta mun gerast í haust þegar Bú-
seti auglýsir lausar til umsóknar
íbúðir á Keilugranda 1-11.
„Við gerum ráð fyrir að afhenda
fyrstu íbúðirnar næsta vor og að all-
ar 78 íbúðirnar verði afhentar fyrir
sumarlok 2020,“ segir Bjarni Þór
Þórólfsson, framkvæmdastjóri Bú-
seta, í samtali við Morgunblaðið.
Jarðvegsframkvæmdir hófust á
lóðinni í mars 2018 og vegfarendur
um Eiðisgrandann hafa getað fylgst
með hverjum og einum áfanga
verksins síðan. Að sögn Bjarna er
framkvæmd verksins heldur á und-
an upphaflegri áætlun sem kemur
m.a. til af góðri tíð á seinni hluta síð-
asta árs. Byggingaverktaki er Al-
verk og arkitektar verkefniins eru
A2F arkitektar
Vinnsla kynningarefnis stendur
yfir þessa dagana hjá Búseta og
Bjarni segir að gert sé ráð fyrir að
sala íbúða hefjist í september. Fljót-
lega verði hægt að skrá sig á póst-
lista.
„Við höfum fundið fyrir miklum
áhuga á íbúðunum og hefur verið
aukning í nýskráningum félags-
manna byggð á áhuganum fyrir
þessu verkefni,“ segir Bjarni. Fé-
lagsmenn Búseta greiða ákveðna
upphæð fyrir búseturétt og síðan
mánaðarlega leigu. Verð búseturétt-
anna og mánaðarlega búsetugjaldið
liggur ekki fyrir og einmitt þessa
dagana er verið að vinna í þessum
skilgreiningum, að sögn Bjarna.
Hann segir að
um sé að ræða
fjögur tveggja til
fimm hæða hús
sem þykja
skemmtilega
hönnuð og vel
staðsett enda á
einstakri lóð í
Vesturbænum.
Íbúðirnar séu
vandaðar og af
fjölbreyttum stærðum og gerðum,
allt frá tæplega 40 fermetra smá-
íbúðum upp í 125 fm 4-5 herbergja
íbúðir. Margar íbúðanna eru með
fallegu útsýni til sjávar. „Þegar sala
fer af stað geta félagsmenn sótt um
þá íbúð sem þeim líst best á. Fé-
lagsnúmerið ræður hver fær út-
hlutað, því lægra númer því betra.
Kaup á búseturétti er valkostur fyr-
ir þá sem vilja öryggi og festu en
vilja ekki endilega kaupa fasteign.
Þegar þú átt búseturétt þarftu ekki
að hafa áhyggjur af ytra viðhaldi og
öðru sem fylgir því að eiga og reka
fasteign en þú sérð um eignina innan
dyra,“ segir Bjarni Þór. Hann bætir
við að í verkefni Búseta við Keilu-
granda sé gætt að áherslum samtím-
ans í hönnun hvað varðar reiðhjól og
rafhleðslur fyrir bíla.
Bygging íbúðanna er dæmi um þá
stefnu Reykjavíkurborgar að þétta
byggð og dæmi um framkvæmd sem
vel hefur tekist. Á lóðinni við Keilu-
granda, sem er rétt norðan við KR-
völlinn, stóð áður vöruskemma SÍF.,
sem voru sölusamtök salfisk-
framleiðenda. Sú bygging var rifin
árið 2017 enda hafi hún lokið hlut-
verki sínu sem geymsla fyrir saltfisk
og síðar almenn vörugeymsla.
Morgunblaðið hefur fylgst náið
með framkvæmdinni enda er hún að
mörgu leyti óvenjuleg. Jarðvegs-
rannsóknir voru gerðar á lóðinni.
Þær leiddu í ljós að langt var niður á
fast. Að auki reyndist jarðvegur
mengaður enda gamlir sorphaugar á
svæðinu. Í stað þess að fjarlægja
jarðveginn var sú ákvörðun tekin að
byggingar yrðu grundaðar á for-
steyptum súlum sem reknar voru
niður á fast. Um var að ræða u.þ.b.
240 forsteyptar súlur sem voru
reknar að meðaltali átta metra niður
á klöpp. Ístak sá um framkvæmdina.
Jafnframt samdi Reykjavíkur-
borg við Búseta um frágang á lóð-
inni og að búa hana leiktækjum, en
hluti hennar telst borgarland. Þarna
á að vera lýðheilsureitur, alls 860
fermetrar. Búseti tekur að sér að
annast rekstur og viðhald svæðisins
næstu 25 árin. Fær Búseti greiddar
tæpar 40 milljónir fyrir frágang og
rekstur borgarlandsins.
Stór íbúðakjarni rís í Vesturbænum
Í haust koma 78 Búsetaíbúðir við Keilugranda á markað Fyrstu íbúðirnar afhentar næsta vor
Morgunblaðið/sisi
Í byggingu Búsetuhúsin, séð frá Keilugranda. Stærsta húsið er við sjóinn, fimm hæða bygging
við Eiðisgranda, en lægri húsin eru við Keilugranda. Byggingarverktaki á svæðinu er Alverk.
Mynd/A2F arkitektar
Tilbúin Svona munu Búsetahúsin líta út fullkláruð. Stefnt er að því að afhenda fyrstu íbúðirnar
næsta vor. Alls verða íbúðirnar 78 talsins. Á svæðinu verður lýðheilsureitur, 860 fermetrar.
Bjarni Þór
Þórólfsson
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
Hlustaðu
á hjartað þitt
Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði
– sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan
okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Beltone Trust
™