Morgunblaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 Landtaka á Gelgjutanga Villa slæddist inn í fréttagrein um Sundabraut á bls. 14 í blaðinu í gær, sem nauðsynlegt er að leið- rétta. Þar stóð að Reykjavík- urborg hefði útilokað ódýrasta kostinn, landtöku í Geldinganesi. Hér átti auðvitað að standa Gelg- jutangi. TR vissi ekki af mistökum í lögum Óljóst orðalag var í grein um höfn- un Hæstaréttar að taka fyrir mál Sigríðar Sæland Jónsdóttur gegn Tryggingastofnun. Sagði í frétt- inni að „þrátt fyrir mistökin skerti TR greiðslur lífeyrisþega“. Vert er að taka fram að Tryggingastofnun hafði ekki vitneskju að mistök hefðu orðið við lagasetningu. LEIÐRÉTT Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, ásamt Þjóðminjasafni Íslands, Minjastofnun Íslands, Byggðasafni Skagfirðinga og Rannsóknamiðstöð ferðamála, stendur nú fyrir rann- sókn á viðhorfi fólks til torfhúsa. Hafa spurningalistar verið sendir út vegna rannsóknarinnar. Sigríður Sigurðardóttir, kennari við ferða- máladeild Háskólans á Hólum, sem stýrir rannsókninni, segir mikla þörf vera á rannsókn sem þessari en henni er m.a. ætlað að leiða í ljós hver afstaða almennings er gagnvart torfhúsum og hvernig og hvort hægt er að nýta þau með öðrum hætti en nú er gert, til dæmis í ferðaþjónustu. „Við getum ekki teiknað upp framtíð fyrir torfhúsin nema þekkja þau og það gerum við raunverulega ekki nema með því að vita hvað al- menningur í landinu vill,“ segir Sig- ríður. Torfhús komi almenningi við „Þetta er stórt mál og mikils virði fyrir okkur öll að þekkja það hvort Íslendingar vilji halda í þennan menningararf og vita hvort fólk sé sammála um þetta því það er nú skattfé sem fer í viðhaldið á þessum húsum,“ segir hún. Aðspurð svarar Sigríður því játandi að almenningur hafi skoðun á torfbæjum. Segist hún vita til þess að talsvert margir hafi neikvætt viðhorf til torfhúsa og vilji ekki sjá þau en öðrum finnist sjálf- sagt að varðveita þau en hafi litla skoðun á því hvernig eigi að nýta þau. Mikilvægt sé að komast að því hvaða viðhorf sé ríkjandi. Sigríður leggur áherslu á að ís- lensku torfhúsin séu háð ákveðinni þekkingu, bæði í viðhaldi og bygg- ingu, sem sé nánast eingöngu til staðar hjá elstu kynslóð landsins. „Það eru raunverulega alltof fáir sem kunna þetta og enn færri sem geta nýtt sér það í vinnu,“ segir hún. „Ef við skipuleggjum okkur ekki með einhverjum hætti, til að koma í veg fyrir að handverkið hverfi og að húsin séu þá til staðar til þess að endurnýja þau, erum við í vondum málum gagnvart þessum arfi okkar.“ Sigríður segir Þjóðminjasafnið hafa sent út spurningalista sér- staklega til Íslendinga af eldri kyn- slóðinni en sá listi er almenningi einnig opinn. Hún segir að annar spurningalisti hafi verið gerður eingöngu fyrir er- lenda gesti landsins en sú könnun fer fram í gegnum Rannsóknar- miðstöð ferðamála. Tala torfhúsa ekki þekkt „Það er mjög forvitnilegt að vita hvert viðhorf erlendra ferðamanna er til þessara húsa. Við höfum aldrei spurt þá hvað þeim finnst,“ segir Sigríður. Hún bendir á að ferðaþjón- ustuaðilar séu þegar farnir að gefa torfbæjum auga og vilji bjóða ferða- mönnum að upplifa þá og skoða. Sigríður segir jafnframt að Minja- stofnun Íslands sjái um að safna upplýsingum um torfhúsin, staðsetn- ingu þeirra og ástand en allsherjar- úttekt á torfhúsum hefur aldrei verið gerð. „Við þekkjum ekki tölu þeirra og vitum ekki nákvæmlega hvar þau eru eða hvernig væri hægt að nýta þau,“ segir Sigríður og bætir við að fjölmörg torfhús sé til að mynda að finna á Suðurlandi sem fáir viti um nema heimamenn. Segir hún að upp- lýsingar um þessi óskráðu torfhús verði m.a. fengnar í gegnum fyrr- nefnda spurningalista, þar sem beðið er um upplýsingar um þau torfhús sem viðkomandi þekkir, og í gegnum vettvangsrannsóknir. „Við erum bara að safna öllum mögulegum upplýsingum sem við getum fengið,“ segir hún. Morgunblaðið/Jónas Erlendssson Torfbær Rannsókn stendur nú yfir á viðhorfum fólks til torfhúsa og spurningalistar þess efnis hafa verið sendir út. Alltof fáir sem kunna enn að viðhalda torfhúsum  Mikilvægt að vita hvaða viðhorf til torfhúsa sé ríkjandi Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 LAXDAL SUMARSALAN NÚ ENN MEIRI AFSLÁTTUR 40%-70% GÆÐAFATNAÐUR SEM ENDIST, VELKOMIN LAXDAL ER Í LEIÐINNI Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Buxur á útsölu 40- 50% afsláttur Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Útsalan er hafin Str. 38-58 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum „Það er komin mikil spenna í alla,“ segir Hjalti Stefán Kristjánsson, starfsmaður Eistnaflugs, en tónlist- arhátíðin hófst í gærkvöldi í Nes- kaupstað. Eistnaflug hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein stærsta þungarokkshátíð landsins og segir Hjalti Stefán að mikið af spenn- andi hljómsveitum muni stíga á stokk á hátíðinni. Þannig átti rjóm- inn af íslensku harðkjarnasenunni sviðið í gær og mátti þar hlýða á hljómsveitir á borð við Xgaddavírx, Grit Teeth og Great Grief. Hjalti Stefán segir að eitt af því sem geri Eistnaflug sérstakt sé að „í gegnum tíðina hefur þetta verið dýpsti suðupotturinn og merkilega stór nöfn komið hingað austur, lengst frá höfuðstaðnum“, segir Hjalti og bætir við að hátíðin hafi reynst góður stökkpallur fyrir hljómsveitir þar sem umboðsmenn og fleiri mæti iðulega. „Þá er þetta bara veisla fyrir gest- ina, því sveitirnar gera alltaf allar sitt besta. Það er sama hversu vel þú spilar eða hefur spilað, þegar þú ert á Eistnaflugi gerirðu alltaf aðeins betur.“ sgs@mbl.is Gera alltaf aðeins betur á Eistnaflugi  Mikið um dýrðir á rokkhátíðinni í ár Ljósmynd/Ásgeir Helgi Þrastarson Eistnaflug Auðn var meðal þeirra hljómsveita sem spiluðu í fyrra. Kona hefur verið dæmd til fjög- urra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar í Héraðsdómi Norð- urlands eystra fyrir að hafa „not- fært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar“ sem er á níræðisaldri og haft upp úr því 30 milljónir króna, að því er segir í dómi. Var konunni gefið að sök að hafa svikið peninga af frænku sinni þeg- ar henni var veitt 30 milljóna króna lán í reiðufé sem hún fékk afhent af aldraðri frænku sinni í útibúi Arion banka á Akureyri, þar sem hún mátti vita að hún gæti ekki greitt upphæðina til baka. Taldi brotaþoli að hún væri að aðstoða konuna við fasteignakaup þar til hún gæti fengið lán í banka og endurgreitt lánið. Konan gekk hins vegar rakleiðis í útibú Lands- bankans á Akureyri og geymdi peningana í bankahólfi bankans. Fór hún síðan að nota peningana til bíla- og tölvukaupa. Við yfirheyrslu og fyrir dómi bar konan því við að hún hefði talið að um gjöf hefði verið að ræða. Héraðsdómur taldi ekki mögu- legt að staðhæfa um ásetning kon- unnar og að ekki hefði tekist að sanna að hún hefði ekki talið að um gjöf hefði verið að ræða. Á grund- velli þessa var ekki hægt að dæma konuna fyrir fjársvik. Hins vegar hefði hún gerst brot- leg þegar hún nýtti sér bágindi annars, einfeldni eða fákunnáttu. Slíkt getur varðað allt að tveggja ára fangelsisdóm. Auk fjögurra mánaða skilorðs- bundins dóms var konunni gert að greiða 1,2 milljónir í sakarkostnað. Notfærði sér einfeldni aldinnar frænku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.