Morgunblaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019
N
ýlega skilaði Ríkisendurskoðun
(RE) skýrslu um Íslandspóst
((ÍSP) til Alþingis. Í skýrslunni
var fjallað um ýmislegt sem Ís-
landspóstur hefur verið ásak-
aður um. Mál sem þarfnast nánari skoðunar.
Í frétt Fréttablaðsins frá 6. febrúar 2019
kemur fram að „RE bauð (ÍSP) að fyrra bragði
að vinna stjórnsýsluúttekt á fyrirtækinu, meðal
annars til að slá á óréttmætar ásakanir“. Þetta
er mjög áhugavert tilboð því hvað ef um rétt-
mætar ásakanir er að ræða? Þarna er RE, sem
er okkar stofnun, að bjóðast til þess að verja
aðila sem hún á að hafa eftirlit með. Stofnun
sem á að gefa okkur upplýsingar og afstöðu um
þær upplýsingar en í lögum um RE segir í
greininni um stjórnsýsluúttekt: „Við mat á
frammistöðu skal meðal annars líta til þess
hvort starfsemi sé í samræmi við fjárheimildir, þá löggjöf
sem gildir um hana og góða og viðurkennda starfshætti.“
Í eigendastefnu ríkisins kemur fram að „fjárfestingar
og fjárhagsleg áhætta sem tekin er í rekstri félagsins skal
miða að því að reksturinn verði fjárhagslega stöðugur til
skemmri og lengri tíma litið“ og að „félagið skal kynna eig-
anda fyrirætlanir um meiriháttar fjárfestingar og meiri-
háttar lántökur, ásamt aðgerðum sem fela í sér starfsemi
á nýju sviði, stofnun nýrra félaga og skuldbindandi lang-
tímasamninga sem ekki teljast eðlilegur hluti af daglegum
rekstri félagsins“. Þessi atriði eru mikilvæg af því að eins
og kemur fram í skýrslu RE gat rekstur ekki staðið undir
þeim fjárfestingaráætlunum sem farið var út í.
Það er einnig mikill efi um að eiganda hafi ver-
ið tilkynnt um þessar meiri háttar fjárfest-
ingar skilmerkilega og tímanlega.
Í skýrslu RE kemur fram að „önnur starf-
semi félagsins sem er í samkeppni er ekki látin
bera neina hlutdeild í sameiginlegum föstum
kostnaði jafnvel þótt samkeppnisreksturinn
nýti sér sömu framleiðsluþættina“. Þetta þýðir
að rekstur ÍSP sem er í samkeppni við aðra að-
ila er ekki með neinn kostnað vegna húsnæðis,
launa eða annars. Sá kostnaður virðist vera
látinn falla á einkaréttinn, sem leiðir til hærri
gjaldskrár fyrir þann hluta. Neytendur borga
sem sagt niður samkeppnisrekstur ÍSP í gegn-
um gjaldskrá einkarekstrarins. Sem dæmi
virðast útgjöld vegna einkarekstrar einungis
lækka um tæpar 200 milljónir þó útburðar-
dögum hafi verið fækkað um helming á milli áranna 2017
og 2018.
Þetta eru fá dæmi sem þarfnast skoðunar en það sem
mér finnst áhugaverðast er að ég þurfi að lesa þetta á milli
línanna. Að ég þurfi að fá ábendingar frá öðrum um þetta
ósamræmi en ekki bara beint frá RE. Afstöðuleysi RE í
svona málum finnst mér vera alvarlegt og er eitt af mörg-
um dæmum um það hvernig kerfið ver sjálft sig, innan frá,
með afstöðuleysi í svona málum þar sem augljóst er að
þörf er á frekari rannsóknum. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Kerfið ver sjálft sig
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
LagningSunda-brautar
hefur lengi verið í
umræðunni, en er
ein af þessum
framkvæmdum sem alltaf
virðast jafn fjarlægar óháð því
hvað tímanum líður.
Hugmyndir um Sundabraut
komu fyrst fram í aðalskipu-
lagi árið 1975. Óhætt er að
segja að þörfin fyrir þessa
samgöngubót hafi aukist veru-
lega síðan þá. Hún myndi létta
verulega á þegar umferðin er
hvað þyngst í höfuðborginni.
Nú er komin fram ný
skýrsla starfshóps, sem starf-
aði undir forustu Hreins Har-
aldssonar, fyrrverandi vega-
málastjóra, og hefur verið
fjallað um hana í fréttaskýr-
ingum í Morgunblaðinu und-
anfarna daga.
Niðurstaða skýrsluhöfunda
er sú að nú sé um tvo kosti að
ræða, annars vegar jarðgöng
yfir í Gufunes og hins vegar
lágbrú, sem þveri hafnar-
svæðið við Kleppsvík. Báðir
þessir kostir myndu hafa
veruleg áhrif á hafnarstarf-
semina á svæðinu eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær,
lágbrúin til frambúðar, en
göng meðan á framkvæmdum
stæði.
Þriðji kosturinn og sá ódýr-
asti, landtaka á Gelgjutanga,
er ekki lengur á borðinu.
Reykjavíkurborg hefur úti-
lokað hann með ákvörðun um
að reisa þar rúmlega 300 íbúð-
ir og hamrar á að því verði
haldið til streitu eins og sést í
skýrslunni.
„Uppbygging
Vogabyggðar er
nú í fullum gangi
og þótt enn hafi
ekki verið byggt
fyrir áætlaða legu
Sundabrautar skv. leið III
(Geldinganes) er alveg ljóst að
sveitarfélagið mun ekki fallast
á að Sundabraut fari þar um
enda ekki í samræmi við Að-
alskipulag Reykjavíkur og
hefur það verið ítrekað í vinnu
viðræðuhópsins,“ segir þar.
Vegagerðin hefur viljað
taka þennan þriðja kost á þeim
forsendum að sú leið, innri
leiðin, sé 12 til 15 milljörðum
króna ódýrari en næstódýrasti
kosturinn. Ítrekaður þrýst-
ingur Vegagerðarinnar og
bréfaskriftir hafa engin áhrif
borið. Gildir þar einu þótt
Vegagerðin hafi bent á að í
vegalögum kveði á um að óski
sveitarfélag að þjóðvegur liggi
annars staðar en Vegagerðin
telji ákjósanlegast sé henni
heimilt að láta hlutaðeigandi
sveitarfélag borga mismuninn.
Þann reikning neitar borgin
að greiða.
Virðingarleysi þeirra, sem
fara með völdin í borginni, fyr-
ir peningum skattborgaranna
er þekkt. Nægir að nefna
braggann í Nauthólsvíkinni til
vitnis um það. Það kemur því
kannski ekki á óvart að ódýr-
asti kosturinn sé útilokaður
með þessum hætti. Eðlilegasti
og hagkvæmasti kosturinn
væri þó að fara hina svoköll-
uðu innri leið. Það er nóg kom-
ið af bruðláráttu borgarinnar.
Hvergi stendur að hafa skuli
það sem dýrara reynist.
Það er nóg komið
af bruðláráttu
borgarinnar}
Lagning Sundabrautar
Ímugustur meiri-hlutans í
Reykjavík á bíl-
stjórum birtist
daglega líkt og
hann viti ekki að í
því mengi er þorri kjósenda í
borginni.
Nýjasta hugmyndin er að
blóðmjólka bílastæðin með því
að lengja gjaldskyldu í borg-
inni og taka upp gjaldskyldu á
sunnudögum. Myndi þá þurfa
að greiða fyrir bílastæði fram á
kvöld, en nú linnir gjaldskyldu
klukkan 18 virka daga.
Ein af ástæðunum fyrir
þessu er að notkun bílastæða-
húsa borgarinnar hrynur á
kvöldin og það mun vera ótækt.
Það sé því ekki nóg að fólk
þurfi að borga í bílastæði í
borginni ef það vill fara að
versla eða ganga annarra er-
inda, það á líka að þurfa að
borga ef það vill fara út að
borða á kvöldin.
Ein rökin fyrir þessu eru að
það sé mikið álag
vegna ásóknar í
stæði. Minnkar
álagið þá ef gjald
er tekið af bílnum í
stæðinu?
Um leið er lögð til ný gjald-
skrá þar sem gjald fyrir að
leggja er hækkað í öllum gjald-
flokkum nema einum, þar sem
það á reyndar að lækka.
Eins og fram kom í umfjöllun
Morgunblaðsins um þetta mál í
gær benti Flokkur fólksins
réttilega á að borgin væri fyrir
alla og stöðugt væri verið að
finna leiðir til að koma höggi á
bíleigendur. Aðgerðir borgar-
innar væru ósanngjarnar á
meðan ekki væri fýsilegur ann-
ar kostur.
Það mætti ætla að yfir stæði
endalaus hugmyndasamkeppni
í borginni um hvað væri hægt
að gera til að þrengja að akandi
vegfarendum og skaprauna
þeim. Þessar hugmyndir fá þá
væntanlega verðlaun vikunnar.
Enn á að þrengja
að bílnum í
miðborginni}
Blóðmjólkum bílastæðin
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
BAKSVIÐ
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Aukið aðgengi að sterum ogstaðalímyndir um hinn ful-komna líkama á internet-inu eiga stóran þátt í auk-
inni steranotkun hér á landi, en hún
hefur breyst frá því sem áður var, að
sögn Birgis Sverrissonar, fram-
kvæmdastjóra Lyfjaeftirlits Íslands.
Í vikunni var fjallað um sameig-
inlega lögregluaðgerð í Evrópu þar
sem hald var lagt á 3,8 milljónir
skammta af ólöglegum lyfjum, fals-
lyfjum og fleiri ólöglegum efnum að
því er fram kemur í tilkynningu
EUROPOL. Aðgerðin er sú stærsta
sinnar tegundar í sögunni, en hér á
landi voru tveir einstaklingar hand-
teknir og hald lagt á 1.100 ampúlur
og 11.565 steratöflur. Fram kom að
síðastliðin 20 ár hefðu viðskipti með
anabólísk efni aukist stórkostlega.
Mjög einfalt sé fyrir hvern sem hafi
vilja til að nota slík efni að verða sér
úti um þau á netinu eða ferðast til
landa þar sem sterar eru framleiddir
og gera magninnkaup.
6% karlmanna noti stera
Birgir tekur undir það sem fram
kemur í tilkynningu EUROPOL, en
Lyfjaeftirlitið fylgist með þróun
steranotkunar á Íslandi í tengslum
við líkams- og vaxtarrækt almennt,
ásamt því að sinna hinu hefðbundna
lyfjaeftirliti með íþróttamönnum.
„Líkamsrækt og íþróttir eiga mjög
margt sameiginlegt. Fólk er að reyna
að ná markmiðum sínum með lík-
amlegri getu og afköstum. Við vitum
að það er töluverð notkun í samfélag-
inu almennt. Það er talað um að 6%
karlmanna í vestrænum heimi noti
stera,“ segir Birgir, en nefnir að
þessi tala nái frá 3% og upp í 5% í
mörgum rannsóknum.
Sé litið til talna tollstjóra um
haldlagða stera og önnur ólögleg efni
má sjá að lagt hefur verið hald á tugi
þúsunda taflna árlega, hundruð
gramma af dufti og þúsundir milli-
lítra. Árið 2017 voru töflurnar um 30
þúsund. Birgir segir tölurnar misvís-
andi milli ára. Til dæmis hafi ein stór
sending frá Danmörku verið stór í
hlutfalli við heildarfjöldann. „Árið
2016 var 203 sinnum farið í að leggja
hald á efni og voru það 43.000 töflur.
Ég held að aðeins sé lagt hald á
brotabrot af því sem kemur inn í
landið,“ segir Birgir. „Fjölgað hefur
þeim skiptum þar sem hald er lagt á
efni frá árinu 2008 og allt til ársins
2014. Ég held að internetið sé aðal-
sökudólgurinn þar, aukið aðgengi,“
segir hann.
– En hvaðan koma sterarnir?
„Ég hef heyrt að mikið af þessu
komi frá Kína og á Indlandi er lög-
legt að framleiða stera,“ segir Birgir.
Þá séu sterar víða framleiddir í Aust-
ur-Evrópu. „Þar er þetta mikið til bíl-
skúrsframleiðsla, en síðan hafa verið
byggðar rannsóknarstofur sem eru
nokkuð tilkomumiklar,“ segir hann.
Spurður hvort mikið af sterum sé
framleitt í Vestur-Evrópu. m.a. á Ís-
landi, segir hann að svo sé einnig.
„Það hefur verið lagt hald á tæki hér
á landi til framleiðslu, þannig að það
hefur allavega verið reynt að fram-
leiða hér,“ segir hann.
Töflurnar eru teknar við
Sterar í töfluformi eru nú orðnir
vinsælli hér á landi en sterar í
sprautuformi að sögn Birgis. Hann
segir það „ákveðið skref“ þegar fólk
hefji að sprauta sig með sterum og að
nú sé „í tísku“ fitulítill (e. lean) og
íþróttamannslegur líkami í stað þess
íturvaxtna sem margir kunna að
ímynda sér þegar þeir hugsa um
steranotendur. „Við höfum tekið vel
eftir þessu. Margir líta á þetta sem
endurheimtarlyf, sem sterar eru.
Þeir flýta fyrir endurheimt og byggja
upp vöðva hraðar eftir að þeir slitna.
Þetta fólk tekur minna og þannig að
það sé ekki áberandi, þ.e. þannig að
það sjáist ekki á fólki að það sé að
taka stera,“ segir Birgir, en steranot-
endum af þessari gerð hefur fjölgað
til muna að hans sögn. „Það eru fleiri
í töflunum, það er alveg vafalaust í
mínum huga og notkunin stingur
ekki í augu,“ segir hann, en þetta
mun almennt vera þróunin í Evrópu
og annars staðar á Vesturlöndum.
Birgir segir þetta haldast í
hendur við líkamsímynd fólks sem
það fái á samfélagsmiðlum, í auglýs-
ingum og á internetinu almennt.
Hann segir aðgengi að sterum einnig
hafa stóraukist. „Það er ekkert mál
að panta stera á internetinu. Fólk
pantar þetta bara þar sem löglegt er
að framleiða stera eða ekki og tekur
sénsinn á að þetta nái í gegn. Það er
erfitt að verða ekki fyrir áhrifum af
þessum stanslausu líkamssýningum
á netinu sem segja „þú átt að líta
svona út“,“ segir Birgir sem er þeirr-
ar skoðunar að ungt fólk þurfi að átta
sig á því að ekki sé allt sem sýnist á
internetinu.
„Það er ekki allt eðlilegt eða
náttúrulegt. Þar eru mjög óheil-
brigðar staðalímyndir. Við predikum
fyrir fólki sem vill ná árangri að það
er hægt án þess að nota ólögleg lyf,
það tekur bara lengri tíma og það er
meiri vinna á bak við það. Þótt sumir
virðist ná meiri árangri, þá eru þeir
ekki að gera það rétt,“ segir Birgir
ennfremur.
Steranotkun hefur
tekið stakkaskiptum
Sterar Í heimi líkams- og vaxtarræktar hefur steranotkun tekið breyt-
ingum. Bæði hefur hún aukist og nú er meira tekið af steratöflum.