Morgunblaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 systkinum, mér og systur minni, að róa og dorga, að þekkja fugla og rata á milli eyjanna. Ég man eftir því að eitt sinn spurði ég hana hvaða þúst það væri sem bæri við himin í fjarska og hún svaraði að bragði: „Þetta er fal- legasti staður í heimi,“ þó að hún hefði verið að róa og snúið baki í það sem ég var að benda á. Mér fannst þetta skrýtið svar, nógu skrítið til að ég gleymdi því ekki. Þegar ég var fullorðinn kynntist ég henni betur og hennar sögu og fannst þá sem hún ætti skilda skáldsögu, að fólkið sem bjó á sömu slóðum ætti skilda skáld- sögu og þannig varð Hin ósýnilegu til. Sem er líka eins konar handbók um hvernig eigi að lifa af eftir kjarnorkustríð,“ segir hann og kímir. Hörkulegur veruleiki – Textinn er litaður trega. „Já, það er líka smá eftirsjá og tilfinninga- semi, en líka mynd af hörkulegum veruleika. Það er fjarlægð, því hvorki ég né lesendur bókarinnar búa við slíkar aðstæður sem lýst er, og þó að maður finni fyrir söknuði vegna liðins tíma er sú tilfinning líka blandin létti fyrir að búa ekki við þessi kjör. Það var erfitt líf og öruggleg álíka erfitt og hér, það var mikil fá- tækt og fólk náði ekki háum aldri. Á þeim tíma sem sagan gerist voru Noregur og Ísland meðal fátækustu landa Evrópu og þess sér stað í sög- unni.“ – Þú ert að sækja innblástur í líf móður þinn- ar en þetta er þó ekki hennar saga, eða hvað? „Það má lýsa því svo að ég hafi stolið ævisögu hennar og sett aðra persónu, skáldaða persónu, í hennar stað, sem gefur mér meira frelsi, fjar- lægir ákveðnar tilfinningar mínar úr frásögn- inni og gerir að verkum að ég er ekki eins bund- inn af því sem raunverulega gerðist, ekki eins bundinn af staðreyndum. Ég skrifa skáldskap.“ – Það er oft meiri sannleik að finna í skáld- skap en í staðreyndum. „Við þurfum hvort tveggja. Ég geng á teppi staðreynda sem ofið var af sagnfræðingum. Ég byggi á því. Til þess að rata í gegnum lífið þurf- um við staðreyndir, sagnfræði sem byggir á traustum heimildum, en líka listræna túlkun þeirra staðreynda. Ef tekst að flétta þetta tvennt saman í texta fullkomnar hvor þráðurinn hinn. Skáldskapur og staðreyndir eru vissulega andstæður en þau útiloka ekki hvort annað. Skáldskapurinn gerir kleift að draga sannleik- ann út úr staðreyndunum, að upplýsa og skýra, já og ljúga, til að segja hinn raunverulega sann- leika, sem við megum ekki segja upphátt.“ Fallegasti staður í heimi  Roy Jacobsen skrifaði þríleik um horfið samfélag  Hann segir að skáldskapurinn geri kleift að draga sannleikann út úr staðreyndunum, sannleika sem við megum ekki segja upphátt Morgunblaðið/Golli Heimsendir „Til þess að rata í gegnum lífið þurfum við staðreyndir, sagnfræði sem byggist á traust- um heimildum, en líka listræna túlkun þeirra staðreynda,“ segir norski rithöfundurinn Roy Jacobsen. VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Norski rithöfundurinn Roy Jacobsen er Íslend- ingum vel kunnur, eða ætti að vera það í það minnsta, enda hefur hann margvísleg tengsl við landið, hefur oft komið hingað, er fróður mjög um íslensk fornrit og kom meðal annars að þýð- ingum á þeim á norsku, aukinheldur sem skáld- saga hans um Gest Þórhallsson, söguhetju Heiðarvíga sögu, var tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Því er Jacobsens getið hér að hann var hér staddur sem gestur Bókmenntahátíðar fyrir stuttu, í þriðja sinn sem hann sækir hátíðina heim, og ræddi þá meðal annars um bókina Hin ósýnilegu, sem kom einmitt út í vor í íslenskri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Hin ósýnilegu er uppvaxtar- og þroskasaga Ingrid, stúlku sem elst upp á Barrey, smáeyju við norðvesturströnd Noregs, ásamt foreldrum sínum. Bókin er fyrsti hluti þríleiks, önnur í röðinni var Hvitt hav sem kom út 2015 og svo Rigels øyne sem kom út 2017 og segir meðal annars frá því er fangaskipinu Rigel var sökkt við Søndre Rosøya úti af Hálogalandi. Horfið samfélag Í spjallborði á hátíðinni rifjaði Jacobsen það upp að sem barn hefði hann farið með móður sinni á heimaslóðir hennar á smáey úti af Há- logalandi, og það hefði verið eins og að koma aftur í aldir, því þar var ekkert rafmagn, ekki rennandi vatn og húsakynni öll með frumstæð- asta móti. Í spjalli eftir hátíðina sagði hann að flestum strandbyggðum Noregs svipaði til Ís- landsstranda, en við Noregs eru líka eyjaklasar líkt og úti af Hálogalandi þar sem finna má grúa eyja og á eyjunum voru hús, stundum bara eitt eða tvö. „Þetta samfélag er horfið, nema hvað, og það er ekkert eftir, íbúarnir fluttu og tóku húsin með sér, tóku þau í sundur og fleyttu upp á meginlandið þar sem þau voru endurbyggð.“ – Það mætti því segja að þrátt fyrir rólynd- islegt yfirborð Hinna ósýnilegu sé hún í raun að lýsa heimsendi, heill heimur er að hverfa. „Hún er að lýsa lífinu, lífið gerist í henni. Ég kynntist þessu lífi fyrir 43 árum, það sumar sem við dvöldum þarna og ég kynntist gamalli konu sem búið hafði í 53 ár á eyjunni sem móðir mín ólst upp á. Hún kenndi okkur Velska tónlistarkonan Cate Le Bon heldur tónleika í Hljómahöll Reykjanesbæ 9. september næst- komandi. Það verður í fyrsta sinn sem hún leikur á tónleikum hér á landi, en tónleikarnir eru liður í tónleikaferð í tilefni af útkomu fimmtu hljómplötu hennar sem heitir Reward. Cate Le Bon hóf tónlistarferil sinn með því að syngja á velsku, smáskífan Edrych yn Llygaid Cef- fyl Benthyg kom út 2008, en síðustu ár hefur hún nánast eingöngu sung- ið á ensku. Hún vakti fyrst athygli fyrir samstarf við Gruff Rhys, leið- toga Super Furry Animals, en hún hitaði upp fyrir Rhys á fyrsta sóló- túr hans um Bretland. Fyrsta breiðskífa Cate le Bon, Me Oh My, kom út 2009 og Cyrk kom 2012. Í framhaldi af henni fluttist hún til Bandaríkjanna og hefur starfað þar síðan. Þar komu út plöturnar Mug Museum (2013), Crab Day (2016) og nú Reward. Síðasttalda platan er lágstemmdari en þær sem á undan komu og hefur fengið einkar lofsamlegar umsagn- ir. Tónleikar Cate Le Bon kynnir nýja breiðskífu í Hljómahöll Reykjanesbæ. Cate Le Bon til Íslands Ljósmynd/Ivana Klickovic Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. JAPANSKIR HNÍFAR Allt fyrir eldhúsið Hágæða hnífar og töskur Allir velkomnir Einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.