Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Síða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2019 Það er auðvelt að dást að fremsta fólki í langhlaupum eins og Lauga-vegshlaupinu, Reykjavíkurmaraþoninu og mörgum fleirum. Þettafólk hleypur oft á gífurlegum hraða sem fæstir gætu haldið uppi í nokkrar mínútur, hvað þá í fleiri klukkustundir. Þetta fólk sýnir okkur hinum hvað við gætum orðið ef við legðum bara nógu mikið á okkur. Nú, eða það sýnir okkur hvað við gætum aldrei orðið því við viljum ekki leggja svona mikið á okkur. En fólkið sem gleymist í þessu samhengi er það sem rekur lestina. Fólkið sem skráði sig fyrir löngu en komst aldrei almennilega til þess að undirbúa sig. Fólkið sem uppveðraðist eitt kvöldið og skráði sig rétt áður en skráningarfrest- urinn rann út. Fólkið sem er að ganga í gegnum krísu í einkalífinu og finnst það bara þurfa að gera eitt- hvað klikkað. Reyndir hlauparar tala oft um að lenda á vegg í langhlaupum, líkt og kraftur þeirra sé þrotinn. En þeir eru þó búnir að undirbúa sig andlega fyrir vegginn. Fólkið sem ég er að tala um veit ekkert hvað það er að fara út í. Það ætlar bara að hafa gaman. Þegar það rekst á vegginn hlýtur það að vera mjög lýjandi, draga úr því allan andlegan mátt. Þetta fólk er ekki að keppa um sæti eða að reyna að ná neinum flottum tíma. Og ef það hafði markmið um tíma er það markmið löngu farið út um gluggann þegar það lendir á veggnum. Samt heldur fólkið áfram. Það gefst ekki upp þrátt fyrir að góðar líkur séu á því að það verði búið að taka saman endamarkið þegar það loks klárar hlaupið. Þessu fólki finnst það ekki hreyfast, það bölvar sjálfu sér í sand og ösku fyrir að hafa dottið þessi vitleysa í hug en það gefst ekki upp. Fólkið langar rosalega að gefast upp, langar rosalega að stoppa og rölta restina af leiðinni. En það hættir ekki. Þetta fólk klárar það sem það byrjar á. Fyrr liggur það í rúminu næstu vikurnar en að hætta. Þetta fólk á hrós mitt skilið. Það er ekki búið að æfa mörgum sinnum í viku fyrir hlaupið, ekki búið að vakna eldsnemma á morgnana til að æfa, ekki búið að færa eina einustu fórn. Það jafnvel fékk sér nokkra bjóra kvöldið fyrir hlaupið. En hlaupið er ekki erfiðara fyrir neinn en þetta fólk. Andlega að minnsta kosti. Þetta eru hetjurnar okkar. Þau sýna okkur hvað mannshugurinn er fær um því þrátt fyrir að vera í algjöru rugli andlega þá ýta þau sjálfum sér fram á brún síns líkamlega þreks. Gleymdu hetjurnar Pistill Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is ’Fólkið langar rosalegaað gefast upp, langarrosalega að stoppa ogrölta restina af leiðinni. En það hættir ekki. Þetta fólk klárar það sem það byrjar á. Daníel Ingi Sigþórsson Stór spurning! Ég væri til í að fá Elton John. SPURNING DAGSINS Hvern myndir þú vilja fá til að syngja í afmælinu þínu? Hulda Halldóra Tryggvadóttir Beyoncé. Jón Sigmundsson Einar Selvik. Hann er norskur tón- listarmaður. Ragnheiður Halldórsdóttir Frank Ocean. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Þú gefur út lagið í fjórum útgáfum. Af hverju er það og hvert er markmiðið með hverri út- gáfu? Ég er með þessa remix-sýki. Þegar ég geri eitthvað sjálfur þá vil ég remixa það í drasl. Ég á til fleiri remix sem ég ákvað að sleppa að gefa út. Fyrsta útgáfan er poppútgáfa en restin á heima í klúbbunum. Þú kallar þetta „sad house“-tónlist. Hvað er það? Þetta er tónlistargrein sem ég er að búa til. Þetta er danshæft en er mjög þunglyndislegt og dapur undirtónn í þessu öllu saman. Þetta er eiginlega „deep house“ nema það er miklu meira sungið. Þetta er meira popp heldur en alvöru deep house-snillingar búa til. Sad house er í raun dansvænt þunglyndispopp. Mun Doddi gefa út fleiri lög á næstunni? Já, Doddi er „on a roll“. Það eru tvö lög áætluð. Ég veit ekki hvort það verði meira en ég er að vinna í tveimur lögum. Hvað verður nú um Love Guru? Love Guru kveður í haust með remix-plötu. Þaðan komu öll þessi remix í hausinn á mér. Þar með ætla ég að hætta að gefa út sem Love Guru en ég loka ekkert á að spila einhvers staðar ef fólk vill fá mig í það. Annars var bara komið gott af tónlist frá honum. Hvað er í gangi hjá Dodda litla? Ég var að klára Grínland, hlaðvarpsþættina mína. Fyrir utan það er ekk- ert mikið í gangi. Ég þarf að finna mér nýja hlaðvarpsþætti til að búa til. Mun Doddi koma einhvern tímann fram? Ég geri ekki ráð fyrir því. Ég á mjög auðvelt með að koma fram sem Love Guru, klæða mig í gulan galla og hoppa um eins og hálfviti en ég veit ekk- ert hvað Doddi ætti að gera, alltaf þunglyndur og leiðinlegur. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Morgunblaðið/Hari DODDI SITUR FYRIR SVÖRUM Þunglyndur og leiðinlegur Útvarpsmaðurinn Þórður Helgi gaf nýverið út sitt fyrsta lag undir nafninu Doddi en áður hefur hann komið fram undir nafninu Love Guru. Söngkonan Una Stefánsdóttir syngur með Dodda í laginu. Langar þig í ný gleraugu! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.