Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Side 6
Á félagsvefjum verður vartþverfótað þessa dagana fyr-ir myndum af fólki sem lítur kunnuglega út, en virðist í einu vet- fangi hafa elst eða yngst um marga áratugi, hafa skipt um kyn eða vaxið skegg í einni svipan. Smáforritið, sem gerir þetta kleift, nefnist FaceApp og er búið til í Rússlandi. Eftir því sem vinsældir smáfor- ritsins hafa aukist hafa efasemdir farið vaxandi og á miðvikudag krafð- ist Chuck Schumer, leiðtogi minni- hlutans í öldungadeild Bandaríkja- þings, þess að fyrirbærið yrði tekið til rannsóknar. Áhyggjur í Póllandi og Litháen Á fimmtudag lýstu stjórnvöld í Pól- landi síðan yfir því að þau hefðu haf- ið rannsókn á því hvort það varðaði við þjóðaröryggi að nota smáforritið. Sagði í yfirlýsingu á vefsíðu þess ráðuneytis, sem fer með stafræn mál í Póllandi, að verið væri að greina málið: „Ýmsir sérfræðingar hafa bent á hættur sem fylgi tak- markaðri persónuvernd notenda.“ Í kjölfarið fylgdi yfirlýsing frá að- stoðarvarnamálaráðherra Litháens um að þar í landi yrði málið tekið til rannsóknar. Smáforritið notar gervigreindar- tæknina til þess að breyta myndum notenda, bæta við nokkrum hrukk- um eða draga frá nokkur ár. For- ritið mun vera sérstaklega vinsælt hjá frægu fólki og hafa einstaklingar á borð við kanadíska tónlistarmann- inn Drake, rapparann Cardi B og körfuboltaleikmennina LeBron James og Steph Curry sett inn breyttar myndar af sér þar sem þeir virðast hafa elst um mörg ár. Hefur það ýtt undir hylli forritsins meðal almennings. Schumer skrifaði í bréfi, sem hann birti á félagsvefnum Twitter, að það væri „verulegt áhyggjuefni“ að persónulegar upplýsingar um bandaríska ríkisborgara kæmust í hendur „óvinveitts, erlends“ ríkis. Skoraði hann á bandarísku alríkis- lögregluna, FBI, og bandarísk sam- keppnisyfirvöld, FTC, að rannsaka hvort hætta væri á ferðum fyrir þjóðaröryggi og persónuvernd. „Aðsetur FaceApp í Rússlandi vekur surningar um hvernig og hve- nær fyrirtækið veiti þriðju aðilum, þar á meðal mögulega erlendum rík- isstjórnum, aðgang að upplýsingum um bandaríska ríkisborgara,“ skrif- aði Schumer í bréfi til FBI. „Það væri verulegt áhyggjuefni ef við- kvæmar persónulegar upplýsingar um bandaríska ríkisborgara yrðu veittar erlendu ríki, sem er virkt í fjandsamlegum aðgerðum gegn Bandaríkjunum á netinu,“ skrifar hann. Schumer er demókrati og hefur flokkur hans ráðlagt frambjóð- endum að fjarlægja smáforritið samstundis úr tækjum sínum. Öldrunarsían gerði útslagið Um þessar mundir er FaceApp það smáforrit sem mest er sótt á vef- svæðinu Google Play og munu not- endur vera rúmlega 100 milljónir. Smáforritinu var hleypt af stokkun- um fyrir tveimur árum og byrjaði að rjúka út fyrir alvöru þegar bætt var við öldrunarsíu og þekktir ein- staklingar fóru nota það tól til að breyta myndum af sér. FaceApp komst í vandræði fyrir tveimur árum þegar það kynnti síur, sem gerðu kleift að breyta litarafti og var boðið upp á „svarta“, „ind- verska“ og „asíska“ síu. Gagnrýn- endur héldu því fram að þetta væri rasísk nálgun og fyrirtækið brást þegar við með því að fjarlægja þess- ar síur. Framleiðandi FaceApp nefnist Wireless Lab og höfuðstöðvar þess eru í Skolkovo, sem er skammt frá Moskvu og aðsetur margra hátækni- fyrirtækja. Hefur bærinn stundum verið kallaður Kísildalur Rússlands. Wireless Lab hefur ekki svarað bréfi Schumers, en framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, Jaroslav Gont- sjarov, sagði í viðtali við blaðið Washington Post að rússnesk yfir- völd hefðu ekki aðgang að neinum gögnum notenda FaceApp. Þá sagði hann blaðinu að flestar myndir væru þurrkaðar út af netþjónum fyrir- tækisins innan 48 klukkustunda frá niðurhali og þær væru ekki notaðar í neinum öðrum tilgangi, en að breyta þeim með smáforritinu. Óttinn við netnjósnir Ótti við netnjósnir er ekki nýr af nálinni og eru bandarísk yfirvöld smeyk um að erlendar ríkisstjórnir komist yfir og misnoti persónulegar upplýsingar um milljónir Banda- ríkjamanna. Mál kínverska símafyr- irtækisins Huawei er eitt dæmi um þetta. Annað er kaup kínversks fyrirtækis, sem býr til leiki fyrir snjallsíma, í maí á Grindr, sem er ein vinsælasta stefnumótasíðan fyrir samkynhneigða. Vegna þrýstings frá bandarískum stjórnvöldum hef- ur kínverska fyrirtækið sagst ætla að selja Grindr fyrir júní á næsta ári. Hermt er að bandarískir embætt- ismenn hafi óttast að reynt yrði að kúga Bandaríkjamenn, sem hefðu aðgang að leyniskjölum og notuðu stefnumótasíðuna, ef kínversk stjórnvöld krefðu fyrirtækið um upplýsingar um viðskiptavini þess. Svo virðist sem ekki sé alveg inni- stæða fyrir uppnáminu yfir FaceApp. Myndirnar sem smáfor- ritið sækir séu geymdar á netþjón- um sem bandarísk fyrirtæki reka, og ekkert hefur komið fram um tengsl fyrirtækisins við rússnesk stjórnvöld. Ein ástæðan fyrir tortryggninni í garð FaceApp var fullyrðingar um að forritið sækti allar ljósmyndir notenda og opnaði fyrir eftirlit með öllum athöfnum þeirra á netinu. Greining á forritinu sýnir að þetta á ekki við rök að styðjast, að því er fram kemur í Washington Post. Uppnám út af öldrunarappi Gripið hefur um sig æði á netinu þar sem fólk setur inn myndir af breyttri ásjónu sinni, sumir með nýjan hárlit, aðrir eins og þeir gætu litið út í ellinni. Smáforritið að baki er rússneskt og vekur það tortryggni. Karl Blöndal kbl@mbl.is Smáforritið FaceApp breytir andlitum á ljósmyndum. Forritið er rússneskt og hafa komið fram áhyggjur af mögu- legri misnostkun rúss- neskra stjórnvalda. AFP Öldungadeildarþingmaðurinn Chuck Schumer hefur farið fram á það að bandarísk samkeppnisyfirvöld og FBI rannsaki FaceApp. AFP HEIMURINN 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2019 Umræðan um hvernig farið er með upplýsingar sem not- endur láta af hendi þegar þeir nota smáforritið FaceApp hefur beint athygli að því hvernig þessum málum er al- mennt varið hjá fyrirtækjum. Bent hefur verið á að fjöldi fyrirtækja reyni að hafa heim- ildir til að nota slíkar upplýs- ingar sem víðtækastar. „Fyrirtæki vita að nánast enginn les stefnu þeirra í per- sónuverndarmálum þannig að þeir fara fram á eins víð- tækan rétt og hægt er ef það skyldi koma að gagni, jafnvel þótt þau þarfnist þeirra ekki miðað við núverandi áætl- anir,“ segir Steven Murdoch, sérfræðingur við University College í London, við breska ríkisútvarpið, BBC. Í því sambandi má nefna skilmála samskiptavefsins Twitter sem dæmi: „Með því að leggja fram, skrifa eða sýna efni á eða gegnum þjónustuna veitir þú okkur leyfi um allan heim, án takmarkana, án höf- undarréttar (með leyfi til framsals) til að nota, taka af- rit, endurgera, þróa, aðlaga, breyta, birta, senda, sýna og dreifa slíku efni í einhverjum eða öllum miðlum eða með öllum miðlunaraðferðum (sem ekki þekkjast nú eða verða þróaðar síðar).“ Þessi texti heldur áfram, en þetta brot sýnir hversu afger- andi afsal notenda getur verið á vefnum á því sem frá þeim kemur. MEÐFERÐ UPPLÝSINGA Áskilja sér allan rétt Twitter áskilur sér nánast allan rétt til efnis frá notendum. Landslag kr. 5.400 Snúrusnilld kr. 2.000 Hreðkuskálar kr. 2.900-13.500 Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.