Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Side 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2019 Þ að er þungt yfir miðborg Reykjavíkur þegar ég nálg- ast Þjóðleikhúsið. Grámygluleg rigningarskýin sæma tilkomumikilli hamarsbyggingunni vel, en við inngang hennar stendur Ari Matthíasson þjóðleik- hússtjóri og heilsar léttur í bragði. Leikhúsið er í sumarfríi, svo gangar þess eru auðir. Á meðan við göngum niður á kaffistofu til að ná okkur í kaffibolla segir Ari mér frá umfangsmiklum framkvæmdunum sem eru í gangi á Hverfisgötu, beint fyrir utan leikhúsið. „Þeir segjast ætla að verða búnir um miðjan næsta mánuð,“ segir Ari. Vantrúin í rödd hans leynir sér ekki. „Ég vona bara að þeir verði búnir áður en við frumsýnum í september.“ Við höldum inn á skrifstofu Ara og setjumst í stóla við lágt borð. Út um gluggann sést bakhlið Safnahússins og inn berast drunur frá framkvæmdunum á Hverfisgötu. Óreglusöm æska Ari ólst að mestu leyti upp í Vesturbæ Reykjavíkur með stórri fjölskyldu. Hann segist að mörgu leyti hafa farið hefðbundna vesturbæjarleið í gegnum sín yngri ár; hann gekk í Melaskóla og Hagaskóla, stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og hélt með KR. Hann segir þó aðstæður hafa verið bágar á köflum. „Foreldrar mínir voru frábærlega gáfað og listtengt fólk,“ segir Ari. „Móðir mín skrifaði mikið af skáldsögum, bæði fyrir börn og fullorðna, og þýddi mikið. Pabbi minn var líka frábær gáfumaður en þau voru bæði frekar óreglusöm og drukku tals- vert mikið. Það var talsverð óregla á heimilinu og það má segja að þau hafi ekki náð sínu besta út úr lífinu. Að drykkjuskapurinn hafi farið með möguleikana. Á þessum tíma var að mörgu leyti skömm yfir þessu öllu saman. Þau fóru aldrei í meðferð og gerðu aldrei neitt í sínum málum,“ segir Ari, en foreldrar hans létust bæði fyrir aldur fram, móðir hans 53 ára og faðir hans 63 ára. „Það má segja að það hafi verið óregla þeirra sem klippti aftan af ævinni hjá þeim,“ bætir hann við. Ari segist engu að síður aldrei hafa upplifað sig óhamingju- saman í æsku og ekki þurft að líða fyrir óregluna á heimilinu. „Mér gekk vel í skóla, var mikið í íþróttum og átti marga vini. Ég veit að foreldrar mínir elskuðu mig mjög mikið og gerðu allt fyrir mig sem þau gátu, en ég hugsa að að einhverju leyti hafi það haft áhrif á mann að þurfa alla tíð að berjast fyrir öllu sínu.“ Ari þagnar um stund og fær sér kaffisopa. „Það er merkilegur og fallegur hlutur að strákur úr félagslegri leiguíbúð og að mörgu leyti frá óreglusömu heimili skuli hafa náð miklum per- sónulegum árangri í lífinu,“ segir hann loks. „Það lýsir kannski fegurðinni og gæðunum í íslensku samfélagi.“ Sótti um í Kvennó Ari hefur frá unga aldri verið staðfastur í skoðunum og jafnvel ádeilugjarn. Þrettán ára efndi hann til málþings í efnafræðistofu Hagaskóla þar sem hann rökræddi við prest úr Neskirkju um fermingar, en Ari var eini nemandinn í sínum árgangi sem fermdist ekki. „Ég hef alltaf verið þannig að mér finnst eins og ég þurfi að taka „debatið“. Ég er þannig samansettur,“ segir Ari. „Ég ber mikla virðingu fyrir prestunum í Neskirkju og finnst þeir frábærir og gáfaðir menn að hafa nennt þessu. Þær skoð- anir sem maður hefur í gegnum lífið hafa gott af því að herðast í eldi umræðunnar. Stundum verða þær sterkari og skarpari og stundum sveigjast þær af leið og breytast. Þannig á það að vera.“ Ari hélt uppteknum hætti þegar kom að vali á menntaskóla, en hann sótti um inngöngu í báðum miðbæjarskólunum. „Mér fannst það algjörlega fráleitt að það væri skóli sem héti Kvennaskólinn og þess vegna sótti ég um inngöngu í Kvenna- skólann í Reykjavík,“ segir Ari. „Ég fór og hitti skólameistara Kvennaskólans og ræddi aðeins við hann og krafðist þess að þetta yrði tekið til greina og það yrði bannað að mismuna.“ Engu að síður ákvað Ari að ganga í Menntaskólann í Reykjavík. Eina raunverulega prófið Að loknu námi í MR og stutta viðveru í bókmenntafræði og ís- lensku í Háskóla Íslands hóf Ari nám við Leiklistarskólann, sem hann útskrifaðist úr árið 1991. „Um tíu ára skeið lék ég gríðarlega mikið,“ segir Ari, en auk þess að vera fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu lék hann með fjölda leikhópa, leikstýrði, lék í kvikmyndum og hljóðsetti. „Svo var ég náttúrlega með fjölskyldu,“ bætir hann við. Ari og eig- inkona hans, Gígja Tryggvadóttir, eignuðust tvær dætur meðan Ari var enn nemandi í Leiklistarskólanum. „Leigumarkaðurinn var býsna ótryggur á þessum tíma, þann- ig að við fluttum næstum árlega og ég fór ekki í sumarfrí í mörg ár því maður þurfti alltaf að reyna að þéna pening á sumrin,“ segir Ari. „Ég er meira að segja með skipstjórnarréttindi og at- vinnuréttindi á sjó, sem eru í raun eina raunverulega prófið sem ég er með,“ bætir hann við og hlær. „Þannig að maður hefur þurft að hafa fyrir þessu og það er bara allt í lagi.“ Áhugi á námi kviknaði í Noregi Árið 2001 leikstýrði Ari sýningu á Litlu hryllingsbúðinni í Chat Noir-leikhúsinu í Osló. Ari var einnig meðal framleiðenda sýn- ingarinnar, en honum við hlið voru fleiri góðkunnir Íslendingar á borð við Baltasar Kormák, Selmu Björnsdóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson. „Það er ýmislegt sem ég held að ég hefði gert öðruvísi hefði ég haft meiri grundvallarþekkingu á fjármálum og rekstri og stjórnun og markaðsmálum og fleira,“ rifjar Ari upp. „Þá kvikn- aði áhugi minn fyrst á að fara í MBA-nám.“ Ari skráði sig í MBA-nám í Háskólanum í Reykjavík og út- skrifaðist árið 2003. Það var ekki síðasta gráðan sem Ari átti eft- ir að bæta við sig, en hann útskrifaðist einnig með meistaragráðu í hagfræði árið 2010. Ari segir áhuga sinn á hagfræði hafa kviknað þegar hann starfaði sem framkvæmdastjóri SÁÁ, en meistaraverkefni hans var rannsókn á þjóðfélagslegri byrði áfengis- og vímuefnaneyslu. „Þessi byrði er margslungin og margþætt,“ segir Ari. „Það er ekki bara heilbrigðisþjónustan sem þessi hópur þarf að fá út af sínum sjúkdómi, sem getur orðið mjög þung byrði ef þeir fá hana ekki, en félagslegi þátturinn, ýmis sjúkdómsbyrði, ótímabær dauðsföll og afplánun dóma spila líka inn í. Svo er stór hluti af al- varlegum umferðarslysum og banaslysum tengdur þessu. Þetta er því stór málefnaflokkur,“ heldur hann áfram. Ari segir gríðarlega mikilvægt að gott aðgengi skuli vera að heilbrigðisþjónustu fyrir þá sem vilja fara í meðferð. „Eftir því sem aðgangurinn er betri, því ódýrara er að meðhöndla sjúkling- inn. Á lokasprettinum, áður en þú ferð í meðferð, ertu oft að koma þér í mesta vesenið. Þú ert að eyðileggja fjölskyldu þína, þú ert að eyðileggja fjárhag og þú ert að fara verst með heilsuna, segir Ari. „Það er hægt að taka einstakling sem er í áhættu- hegðun eða áfengis- og vímuefnaneyslu og með tiltölulega litlum inngripum og stuðningi koma viðkomandi út í samfélagið aftur,“ heldur hann áfram. „Ég trúi því að hluti af hamingju og sam- keppnishæfni Íslendinga sé hversu gott aðgengi er að áfengis- og vímuefnameðferð á Íslandi.“ Árið 2004 fór Ari sjálfur í meðferð. „Mér leið eins og ég hefði beðið skipbrot þegar ég fór í meðferð. Eins og mér hefði mistek- ist. Ég var nýbúinn að klára MBA-námið og gerði það samhliða tvöfaldri vinnu og drakk á hverjum degi. Ég var örugglega að reyna að sanna fyrir sjálfum mér að ég væri engin fyllibytta, þótt ég væri orðinn rosaleg fyllibytta,“ segir Ari. „Ég kem úr fjölskyldu þar sem er mikil óregla og kannski ein- hver skökk norm, er líklegast genetískt útsettur fyrir þessu, en fjölskyldusagan bætist þar ofan á. Mér fannst mjög gaman að drekka áfengi og gerði mikið af því. Allt of mikið. Það var mér mikið gæfuspor að hætta.“ Ari segist sérstaklega þakklátur fjölskyldu sinni fyrir stuðn- inginn sem honum var veittur. „Ég er búinn að vera giftur í 33 ár og við erum búin að vera saman síðan við vorum um tvítugt. Hún er minn besti félagi og hefur staðið með mér í gegnum allt. Ég er auðvitað leiður yfir að hafa verið svona mikil fyllibytta, þá er maður ekkert rosalega góður við fjölskylduna sína. Ég er mjög þakklátur konu minni fyrir að hafa nennt að hafa mig.“ List án aðgreiningar Í ársbyrjun 2015 tók Ari við starfi þjóðleikhússtjóra en þar áður hafði hann gegnt starfi framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins. „Ég er rosalega stoltur af því starfi sem við höfum verið að Leikhúsið svarar þörf hjá almenningi Áður en Ari Matthíasson tók við starfi Þjóðleikhússtjóra árið 2015 hafði hann átt farsælan starfsferil sem leikari, leikstjóri, ráðgjafi og framkvæmdastjóri. Þó hafa skipst á skin og skúrir í lífi hans. Ari tók á móti blaðamanni í Þjóðleikhúsinu og ræddi opinskátt um feril sinn. Pétur Magnússon petur@mbl.is ’Það er eins og samfélagsmiðlar dragi fram í okkur vonda þætti, semeru dómharka og skortur á umburðarlyndiog virðingarleysi fyrir skoðunum annarra, og það sé enginn miðill annar en leikhúsið sem geti betur svarað þessu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.