Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2019
E
itt sinn fyrir löngu skaust bréfritari inn
í bílinn, til að ná veðurfréttum og helst
þó spám um veður næstu daga, þá
staddur í sumarlandinu.
Væntingar um veður skipta miklu á
Íslandi þótt mannskapurinn sé ónæm-
ari fyrir umhleypingum og veðurdyntum en forðum.
Til stóð að dvelja með sínum á þessum bletti næstu
daga og betra að veðrið „yrði gott“. Nú er ekki ein
skoðun á því hvenær veður telst gott. Hagsmunir
gesta á útihátíð og stangveiðimanna stangast stundum
á. Þá hefur náttúran sjálf sinn óskalista sem lýtur
hennar lögmálum. Eftir langvarandi þurrkatíð þykir
fagnaðarefni ef „hellt er úr fötu“ nokkra daga í röð. En
sú náttúrunnar nauðsyn breytir ekki ólund þess sem
ætlaði þá sömu daga í útilegu.
En fyrrnefndur vatt sér sem sagt rogginn út úr bíln-
um og á næsta mann. „Það verður hér hægfara norðan
átt næstu daga, þurrt og sólríkt,“ sagði hann, rétt eins
og hann hefði haft með það að gera að Veðurstofan
hefði breytt spá sinni til batnaðar.
Þeim sem fyrir varð, gjörkunnugum heimamanni,
sem hafði að eigin sögn átt skjól þarna í marga ættliði,
þótti lítið til koma.
„Það er undarlegt að þeir á Veðurstofunni geti ekki
haft þetta rétt.“
„Af hverju segir þú það?“
„Það er örstutt síðan kvígurnar beygðu óvænt af leið
og mjökuðu sér áleiðis ofan í dalverpið sem segir að
þær búist við útsunnan átt með töluverðri rigningu.“
Spárnar sem kvígurnar höfðu gert og birt með
stefnufestu sinni gengu því miður eftir.
Þessi saga er ekki sögð til að gera lítið úr Veðurstof-
unni og spám hennar. Þvert á móti. Sagan rifjaðist upp
þegar einn af hinum ágætu veðurfræðingum, sem birt-
ir kort og les úr þeim fyrir okkur í Ríkissjónvarpinu,
dró nýlega fram dæmi um hversu gjörólíkt veðrið
hafði reynst á mjög nálægum stöðum. Spárnar taka
sem sagt mið af landinu öllu og einstökum landshlut-
unum, þótt auðvitað horfi hver og einn eins og ósjálf-
rátt mest á hvort einstök merki á kortunum viti á gott
á þeim blettum sem eru efst á þeirra blaði.
En þá verður að muna að þótt heildarmyndin sé í
grófum dráttum rétt, sem hún er að jafnaði, er ennþá
svigrúm fyrir kvígur og aðra veðurglögga og stað-
kunnuga til að láta sitt ljós skína.
Og þeir frá Veðurstofunni eru gætnir og fjölga mjög
fyrirvörum sínum þegar horft er nokkra daga fram í
tímann og benda þá stundum á það að spám beri ekki
endilega saman þegar horft er inn í mistur fjögurra
daga framtíðar. Kvígurnar halda sér hins vegar ein-
ungis við sólarhringsspár og því er ekkert tilefni til
ágreinings í þeirra hópi.
Hvenær eru spár réttar?
En veðurspár voru aðallega nefndar núna til að koma
að öðrum spám sem kvígur líta ekki við. Kannanir um
fylgi flokka og foringja, nær og fjær, eru gild fréttaefni
og þarf ekki hásumartíð til. Og vegur fréttanna eykst
ef þær virðast bera með sér breytingar frá næstu
könnunum þar á undan.
Kannanir um fylgi og þróun þess geta sem best hafa
verið réttar þá þótt fylgi manna eða flokka í kosning-
um löngu síðar sé á öðru róli.
Stundum er sagt að kjósendur sendi sínum flokkum
„skilaboð“ í könnunum á miðju kjörtímabili. Þeir séu
sem sagt óánægðir með sitthvað og vilji að þeirra
menn lagi sinn kúrs. Og þótt sú óánægja brái ekki af
þeim og haldist til næsta kjördags þá hafi aðrir kraftar
áhrif á hvar exið lendir þegar þú ert aleinn og eins og í
einagrunarvist í kjörklefanum. Tregðulögmálið hefur
verið talið öflugt og jafnvel ráðandi, þótt margt bendi
til þess að flokkshollusta minnki fremur en hitt, og
kannski einkum vegna þess að hollusta flokka við
flokksmenn skreppur hratt saman.
En hitt er einnig til að þótt kjósandinn sé illur í garð
síns flokks er ekki víst að honum þyki einhver annar
verðskulda atbeina hans í það sinn. En því oftar sem
„óánægði“ flokksmaðurinn gengur þannig stemmdur
á kjörstað því meiri verður hættan á að „hann bili“.
En annar veruleiki getur einnig haft áhrif. Flokkur-
inn getur tekið sig á. Því þótt nú sé í tísku að tala um
„popúlista“ sem séu tímabundin aðskotadýr inn í hvít-
þvegin stjórnmálin, þá er sú mynd ekki trúverðug.
Ósyndir í ermasundi
Það er langt síðan ímyndarfræðingar tóku stjórnmála-
menn að sér og nú borga skattgreiðendur nauðbeygð-
ir fyrir þá þjónustu. Það eru næstum því fjörutíu ár
síðan Framsóknarflokkurinn sendi alla sína frambjóð-
endur í „litgreiningu“ en það orð hafði heyrst fyrst
örfáum árum fyrr. Eysteinn Jónsson á að hafa sagt að
hann hefði getað sagt þeim það frítt að þeir myndu
allir koma út grænir.
Svo komu nýir taktar sem eru fyrir löngu orðnir
gamlir. Gamlir kækir koma þó upp aftur og aftur.
Jeremy Hunt, sem elt hefur Boris Johnson í leiðtoga-
slag, hefur alla kosningabaráttuna farið úr jakkanum
og með ermarnar brotnar upp. Ef myndir af Hunt eru
bornar við gamlan íslenskan krataforingja í kosninga-
ham og þess vegna við Obama forsetaframbjóðanda í
tvennum kosningum, þá voru þeir báðir með nákvæm-
lega eins uppbrot á skyrtum, upp á millimetra mælt.
Hunt hefur verið ráðherra Íhaldsflokksins lengi og
aldrei sést með uppbrettar ermar í vinnunni. Og ekki
hinir tveir og reyndar margir aðrir aldrei nema þessar
örfáu vikur fyrir kosningarnar. Ímyndarfræðingar
sögðu kosningastjórunum að þessi mynd, sem er um
það bil að verða sprenghlægileg, segði almenningi að
nú ætluðu menn að taka til hendinni. „Bretta upp
ermarnar“. Það sýnir lofsverða nýtni hjá fræðing-
unum að fá enn þá greitt margfalt tímakaup kjósand-
ans fyrir „gamla trikkið“.
Lofa nú öllu upp í ermina á sér
Síðustu áratugi hefur áróður flestra flokka, og sumir
segja allra, þótt nokkur munur sé á, snúist um að
sannfæra kjósendur um að þeirra frambjóðendur
myndu færa þeim ríkisfé á silfurfati kæmust þeir að.
Auðveldasta leiðin til þess að efna þetta loforð eftir efni
þess væri auðvitað sú að lækka skatta á þá sem greiða
skatta, enda ekkert ríkisfé til. Stjórnmálamenn hafa
aðeins úr peningum almennings að spila.
Galdur þessa algilda loforðs allra flokka er enn eldri
en uppbrettu ermarnar. Stjórnmálamenn eru sann-
færðir um og með nokkrum rétti að um hann gildi hin
óbrigðula kenning: Nonni og Gunna munu taka vel í lof-
orð um að fé verði tekið af Sigga og Beggu og fært til
Gunnu og Nonna. Og því miður virðist ætla að taka aldir
fyrir þau síðarnefndu að sjá að þessi ljúfa leið endar í
ósköpum. Aukin skattpíning á þá sem helst borga
skatta hefur jafnan leitt til þess að kakan fræga minnk-
ar. Og þá er ekki einu sinni tekið tillit til þess að veru-
legt fé þarf til að færa skattinn frá Sigga og Beggu til
Nonna og Gunnu. Það eru ráðuneytin, það eru skatt-
stofurnar og það þarf að fara í gegnum hinar og þessar
stofnanir til að greiða niður hinar og þessar sposlur. Allt
þetta er skorið af kökunni áður en henni er skipt upp á
nýtt. Og svo kemur á daginn að aukinn skattur á Sigga
og Beggu varð til þess að þau nenntu ekki lengur að
leggja dag við nótt. Og allt samanlagt varð til þess að
kakan snarminnkaði og sneiðin Jóns og Gunnu varð
minni en hún var áður en sneitt var af Sigga og Beggu.
Sannfærðir jafnaðarmenn láta sig hafa það að fá minna
í sinn hlut fyrst einhverjir aðrir fái enn minna í sinn hlut
en áður. En góður meirihluti fólks er örugglega ekki
þannig innréttaður, svo að þetta trikk verður einhvern
tíma samferða uppbrettum ermum út af sviðinu.
Hverjum getur dottið í hug að menn sem mæta með
uppbrettar ermar upp á millimetra mælt séu duglegri
en þeir sem láta ekki hafa sig í svona ómerkilegan
sýndarskap?
Sást á spilin?
Það hefur einkennt kosningar á Vesturlöndum seinustu
misseri að jafnaðarmannaflokkar hafa farið illa frá
þeim. Þetta hefur verið sláandi í stórþjóðum ESB,
Þýskalandi, Ítalíu og Frakklandi. Jafnaðarmannaflokk-
ur Hollande, forseta Frakklands, var rústaður eftir eins
kjörtímabils valdatíð hans. Það hefur tekið heldur
lengri tíma í Þýskalandi. En þar eins og í Svíþjóð eru
Kratar komnir í sögulega lægð sem ekki sér fyrir enda
á. Lengi hefur því verið haldið fram af fræðimönnum
um stjórnmál að það hafi verið hin mikla stjórnlist
Merkel kanslara sem hafi farið svona með samstarfs-
flokk hennar í ríkisstjórn.
Kanslarinn hafi skipulega fært flokka sína, Kristilegu
flokkana tvo til vinstri, upp að Krötunum með því að
hirða af þeim stefnumálin og í rauninni yfirbjóða þá.
Flokkur Merkel hafi í raun orðið vinstrisinnaðri flokkur
en tiltölulega hófsamur krataflokkurinn. Það hefur orð-
ið til þess að „sönnum vinstrimönnum“ sem áður kusu
kratana liggur við að gubba eins og Godman Sýngman í
Kristnihaldinu yfir því hvað hann átti mikið af palis-
ander. Þar sem enginn kommúnistaflokkur er til staðar
verða þeir flökruðu að færa sig yfir á flokk vinstrisinn-
aðra græningja.
Það held ég helst, sagði karlinn,
en heldur síður þó
Reykjavíkurbréf19.07.19