Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Side 17
En langtímaáhrifin urðu ekki einungis bölvun fyrir kratana. Flokksmenn kanslarans spyrja sig fyrir hvað þeirra flokkur stendur eiginlega. Það hefur orðið til þess að það opnaðist leið fyrir nýjan flokk, AfD, þótt hann sæki ekki fylgi sitt aðallega til kristilegra, því að svo merkilegt sem það er þá kom í ljós að drýgstur hluti nýrra kjósenda hans kemur úr röðum kjósenda kratanna. Þeir tapa því í allar áttir. Það minnir dálítið á að fólkið sem demókratar, Obama og síðar Hillary, sýndu fyrirlitningu bæði leynt og ljóst, sá ekki ástæðu til að fara á kjörstað fyrir þau. Þetta fólk var úrskurðað hyski af „elítunni“, (the deplorable), sem hefði ekki rænu á að fara á kjörstað. En þetta var flest venjulegt vinnandi fólk sem laun- aði hrokafullar svívirðingar og fór á fjöldafundi og kaus svo Trump í kjölfarið. Stóra spurningin er sú hvað það gerir næst. Eins máls flokkar bera dauðann í sér Farage í Bretlandi er snjall áróðursmaður. En það er dálítið flókið að flokka hann sem „populista“, því að spakvitringar í báðum stóru flokkunum, „fræða- samfélagið“ og ríkismiðillinn sögðu að það sem Farage boðaði myndi færa Bretum ólýsanlegar hörmungar. Slíkt myndu populistar aldrei boða. Þessar hörmungar voru næstum eins hrikalegar og höfnun Icesave fyrir Íslendinga og reyndist eins og frægt er ósannindi og óboðlegur áróður. En Farage mun fyrr eða síðar gjalda þess að hann er aðeins með eitt mál í farteskinu. Takist Boris John- son að standa við sín heit kippir hann fótunum undan flokki eða öllur heldur framboði Farage á einu auga- bragði. En jafnvel einarðir stuðningsmenn Borisar hafa ekki sannfæringu fyrir því að hann hafi afl eða nægilega heilsteyptan karakter til að knýja í gegn þetta mál þjóðarinnar gegn ótrúlega ósvífinni and- stöðu. Þeim sem gangast upp í því að gera lítið úr lýðræðis- fjandskap „elítunnar“ hlýtur þó að líða skringilega þegar þeir sjá hversu langt er seilst og upp á síðkastið látið glitta í hatursfullar hótanir fyrir allra augum. Ritstjórar án málfrelsis? Bréfritari var í lagadeild HÍ og þingfréttaritari Morgunblaðsins á miklum umrótartímum, og hafði ár- ið á undan verið með Þingsjárþætti fyrir Ríkisútvarp- ið, en hafði áður komið í nokkur ár að þáttargerð fyrir þá merku stofnun, einkum fyrir atbeina Haraldar Ólafssonar dagskrárstjóra, og í einu ógleymanlegu til- viki fyrir áeggjan Stefáns Jónssonar fréttamanns, sem ætti eiginlega að skrifa með stórum staf. Löngu áður hafði lærifaðir hans, Ævar R. Kvaran leikari, setti hann í nokkur hlutverk í útvarpsleikritum, en þau voru þáttur í þessari starfsemi, sem um árabil áttu óskipta athygli landsmanna. (Í tilviki bréfritara var um smá- rullur að ræða sem ekki voru eftirminnilegar fyrir neinn nema hann). Kannski urðu þessi umsvif, og þá ekki síst Útvarp Matthildur, til þess að Valgarð Briem, formaður kjörnefndar, beindi því til hans að taka þátt í prófkjöri vegna borgarstjórnarkosninga vorið 1974. Slegið var til þótt á þessum tíma stæði hugurinn ekki til þess að gera stjórnmál að ævistarfi. Til eru fleygar setningar um að stjórnmálaframi endi oftast með tragidíu. Í tilviki bréfritara var það gleðileikur frá upp- hafi til enda. Frá prófkjörinu 1974 og þar til horfið var úr stjórnmálum rúmum þrjátíu árum síðar þurfti ekki að kvarta yfir hvernig kjósendur krossuðu á kjörseðil- inn. Í september nk. verða 10 ár síðan við Haraldur Johannessen tókum við ritstjórn Morgunblaðsins. Sá tími hefur liðið hratt og hvern dag göngum við til starfs glaðbeittir og fullir af tilhlökkun. Fyrir hatt bréfritara er skrítið að heyra eða sjá raddir um að rit- stjórar Morgunblaðsins ættu ekki að skipta sér af um- ræðu dægurmála og þar með því sem snýr að stjórnmálalegri umræðu. Er þessu fólki alvara? Varla hefði Bjarni Benediktsson (eldri) haft mikinn skilning á slíku hjali, en hann hvarf úr ráðherrastól í ritstjóra- stól Morgunblaðsins og gegndi áfram þingmennsku og flutti sig svo úr ritstjórastól yfir í ráðherrastól þremur árum síðar, en sat áfram í stjórn Árvakurs, útgáfu- félags Morgunblaðsins. Slík blanda ritstjórnar og stjórnmála myndi ekki tíðkuð í dag, en það voru aðrir tímar og Bjarna fór hún vel og samdóma álit að bæði, Bjarni og blað, hafi notið góðs af. Guttormur Guttormur J. Guttormsson var merkilegt íslenskt skáld og orti margt eftirminnilegt. Bréfritari vildi ekki skipa sæti þess sem Guttormur J. yrkir þannig um: „Þú leyndir þinni skoðun á landsmálum og trú og lézt ei getið sannfæringar þinnar. Í bindindi var enginn eins þolgóður og þú með þagnartappa í flösku hreinskilninnar.“ Hinn 5. ágúst 1989, fyrir 30 árum réttum, afhentu afkomendur Guttorms J. Guttormssonar bréfritara eintak af ljóðabók hans. Þar var vinur minn, Maurice Eyjólfsson, í forsvari, en Guttormur var afi hans. Í dag eru þeir til sem telja ekkert að því að starfa í stjórnmálum í umboði fólksins, en vera um leið stór- stúkumenn í þeim skilningi sem hin snjalla vísa Gutt- orms lýsir. Getur ekki verið að það byggist á einhverjum mis- skilningi? Er það ekki líklegast? Það held ég helst, sagði karlinn, en heldur síður þó. Morgunblaðið/Eggert ’En Farage mun fyrr eða síðar gjalda þess að hann er aðeins með eitt mál í farteskinu. Takist Boris Johnson að standa við sín heit kippir hann fótunum undan flokki eða öllur heldur framboði Farage á einu augabragði. 21.7. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.