Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2019
LÍFSSTÍLL
Fáir garðar eru jafn fallegir oggarðurinn þeirra. Svo virðistsem hvert strá sé á sínum stað
og grasflötin er eins og á bestu pútt-
völlum; grasið fagurgrænt og snögg-
klippt, enda slegið vikulega. Blóm,
tré og jurtir fylla garðinn, sem þó er
ekki yfirhlaðinn, en yfir sex hundruð
tegundir jurta má þar finna. Sumar
plöntur eru eins og af öðrum heimi en
einnig má finna hefðbundnar plöntur
eins og rósir og bláklukku, svo eitt-
hvað sé nefnt. Vínberjaklasar hanga
á grein í garðskálanum og berja-
runnar, peru- og eplatré vaxa í garð-
inum og bera ávöxt þegar vel viðrar.
„Við höfum búið hér í fimmtíu ár
núna um verslunarmannahelgina,“
segir Sigrún Andrésdóttir tónlistar-
kennari. „Við fluttum inn 2. ágúst
1969, en við byggðum húsið alveg frá
grunni,“ segir eiginmaður hennar,
Sigurður Þórðarson verkfræðingur.
Hjónin urðu bæði áttræð á árinu og
njóta nú efri áranna við garðrækt og
söng eftir langa starfsævi.
Alin upp við garðækt
Hjónin segjast ekki hafa byrjað strax
að huga að garðinum fyrstu árin í
húsinu. „Þetta var bara gras og hekk
í kring til að byrja með; við höfðum
ekki ráð á neinu öðru,“ segir Sigrún.
Hún segist hafa haft áhuga á
garðrækt frá blautu barnsbeini. „Ég
ólst upp í fallegum verðlaunagarði
hjá foreldrum mínum á Skeggjagötu
og hér í garðinum eru nokkrar
plöntur þaðan. Ég var alltaf í garð-
yrkju sem unglingur,“ segir hún.
Sigurður segist einnig snemma
hafa smitast af áhuganum. „Ég hafði
alltaf gaman af ræktun,“ segir hann.
Hjónin ganga með blaðamanni um
garðinn sinn sem þau sýna með
stolti, enda liggur að baki fimmtíu
ára natni og vinna. Þau segjast ekki
hafa hugmynd um hvað þau eyði
miklum tíma í garðinum daglega.
„Þetta gæti verið svona álíka langur
tími eins og golfari eyðir í 18 holu
golfhring á dag,“ segir Sigurður og
hlær. Þau fara sjálf reglulega í garð-
inn til að snyrta og dytta að plöntum,
slá og reyta arfa og þiggja þau sjald-
an hjálp, nema að síðustu árin hafa
Hjónin Sigurður og Sigrún hafa búið allan sinn búskap á Markarflötinni í Garðabæ og átt ómældar gleðistundir í garðinum sem þau sinna af alúð.
Morgunblaðið/Ásdís
Að rækta garðinn sinn í hálfa öld
Hjónin Sigurður
Þórðarson og Sigrún
Andrésdóttir hófu bú-
skap fyrir hálfri öld í
húsi á Markarflöt í
Garðabæ. Þau byrjuðu
fljótt að vinna í garð-
inum, sem er í dag
sannkölluð paradís.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Í garðinum eru yfir 600 tegundir plantna og skráir Sigrún þær allar í tölvu.
Bóndarósir blómstra fallega á Markarflötinni.
Hjartablóm vaxa í garði Sigrúnar og Sigurðar.
Falleg meyjarrós.
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com