Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2019 LÍFSSTÍLL tveir sterkir dóttursynir þeirra hjálpað þeim við erfiðustu verkin. „Það er mest að gera á vorin í garð- inum,“ segir Sigurður og segir að sumrin fari í að halda garðinum við. Það má með sanni segja að hjónin hafi ræktað garðinn sinn í bók- staflegri merkingu. Er með rósadellu Garðrækt, söngur og tónlist eru aðaláhugamál hjónanna og segja þau það fara vel saman; garðrækt á vorin og sumrin og tónlistin og söngurinn á veturna. Þau syngja í kór Vídalínskirkju og voru lengi í óperukórnum. Spurð um uppáhaldstré eða plöntu svarar Sigurður: „Mitt uppá- haldstré er hlynur. Ég ólst upp við að rækta hlyn alveg frá því ég var unglingur. Síðan hafa þessi tré átt hug minn allan.“ Sigrún segir rósir í uppáhaldi. „Ég er með dálítið mikla rósadellu.“ Hjónin eru mjög skipulögð og heldur Sigrún skrá yfir allar plöntur garðsins og hvar þær eru. Listinn er alltaf að breytast og þá þarf að upp- færa hann jafnóðum. Þau vita nöfnin á flestöllum plöntunum en fletta þeim annars upp í skránni. Bæði segjast hafa gaman af að lesa sér til um garðrækt. Garðurinn hefur þrisvar verið val- inn einn af fallegustu görðum Garða- bæjar, en garðar eru valdir eftir til- nefningu. „Fyrsta skiptið voru það börnin okkar þrjú sem létu vita af garð- inum; þeim fannst hann svo fal- legur,“ segir Sigrún og hlær. Græðlingur frá Færeyjum Sigrún og Sigurður taka gjarnan græðlinga þegar þau ferðast um landið og planta svo í garðinn sinn en annars kaupa þau yfirleitt litlar plöntur og leyfa þeim að vaxa upp í garðinum. Einnig fá þau oft plöntur hjá blómavinum sínum. „Í götukantinum eru meira og minna íslenskar plöntur sem við leyfum að vaxa villt. Það eru að mestu leyti plöntur sem við höfum tekið úti í móa,“ segir Sigrún. Inni í garðinum sýna þau blaða- manni plöntur með ævintýralegum nöfnum; þar má finna fingur- bjargarblóm, japanska lukt, ridd- araspora, randagras, hjartablóm, blóðbeyki, linditré, eik og Færeyja- rifs. Það síðastnefnda á sér skemmtilega sögu, en hjónin höfðu með sér græðling til landsins af bleikblómstrandi rifstegund, rúm- lega tveggja metra hárri, þegar þau voru á kórferðalagi í Færeyjum. Græðlingurinn dafnaði vel og hafa margir vinir þeirra fengið plöntur af móðurplöntunni. „Gurrý, Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, kom til okkar og fékk eina plöntu og fjölgaði henni. Nú er þessi planta komin út um allt land undir nafninu Færeyja- rifs vegna uppruna fyrsta græð- lingsins.“ Sigurður og Sigrún eru samtaka hjón og njóta þess að stunda garðrækt. Morgunblaðið/Ásdís Fingurbjargarblóm vaxa fyrir utan stofugluggann og eru eins af öðrum heimi. Garðurinn hefur þrisvar verið valinn fallegasti garður Garðabæjar og er ekki að undra. Japönsk lukt vex fallega í potti. Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.