Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Side 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Side 29
21.7. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Tónlist Suðurafríski tónlistarmað- urinn Johnny Clegg lést í vikunni, en Clegg var einn af þeim fáu hvítu listamönnum sem gagnrýndu að- skilnaðarstefnu suðurafrísku ríkis- stjórnarinnar á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hvíti Zuluinn, eins og hann var gjarnan kallaður, greindist með krabbamein í brisi árið 2015, en hann er einna þekktastur fyrir lag- ið Asimbonanga, óð sinn til Nelsons Mandela, sem gefið var út þegar Mandela sat enn í fangelsi. Hvíti Zuluinn látinn AFP Johnny Clegg á tónleikum árið 2014 BÓKSALA 10.-16. JÚLÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Svört perla Liza Marklund 2 Qaanaaq Mo Malø 3 Sagas of the Icelanders 4 Sara Árelía Eydís Guðmundsdóttir 5 Independent People Halldór Laxness 6 Gullbúrið Camilla Läckberg 7 Engin málamiðlun Lee Child 8 Móðir Alejandro Palomas 9 Sumareldhús Flóru Jenny Colgan 10 Iceland in a Bag Ýmsir höfundar 1 Knife Jo Nesbø 2 Norse Mythology Neil Gaiman 3 I Owe You One Sophie Kinsella 4 Sapiens Yuval Noah Harari 5 Factfulness Hans Rosling 6 Good Omens Neil Gaiman 7 President is Missing Bill Clinton/James Patterson 8 Homo Deus Yuval Noah Harari 9 Target: Alex Cross James Patterson 10 Heroes Stephen Fry Allar bækur Erlendar bækur Þórður kakali, endurútgáfa bókarinnar, sem fyrst var gefin út árið 1988. Í henni rekur Ásgeir Jakobsson sögu Þórðar kakala eftir sögubrotum sem bókfest eru. Þórður var mikill leiðtogi og mikilvæg persóna á Sturlungaöld, sem spilaði lykilþátt í sögu þess tíma. Ásgeir Jakobsson var einstakur höfundur sem skrifaði fjölda bóka og greina sem öðlast hafa sérstöðu í íslenskum bókmenntum. Ugla gefur út. ÁHUGAVERÐAR BÆKUR Sumarið er tími lestrar, fátt nota- legra en að sitja eða liggja með góða bók án kvaða vinnu eða hvunndagsins. Þó að á stundum geti verið álíka annasamt að vera í fríi og í vinnunni þá gefst nú samt meira tóm til að lesa og jafnvel taka fram bækur sem lengi hafa verið hálflesnar á náttborðinu. Þessa stundina er ég að lesa Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason; sögu um innrás nú- tímans í íslenskt samfélag. Enn nokkrir tugir blað- síðna ólesnir. Í henni eru magn- aðar lýsingar á kulda og vosbúð. Óneitanlega sér- stök tilfinning að liggja í svitabaði á sundlaugarbakka í Kansas City, Missouri og lesa um hafís og hor. Tilvera fólksins í Segulfirði tekur stakkaskiptum þegar síldin kemur og fátæklingar fá loks borgað fyrir vinnu sína í beinhörðum pen- ingum. Ég hlakka til að lesa það sem eftir er og sjá hvernig Hall- grímur skilur við Gest hinn unga, Lása smið, Súsönnu og norska skipstjórann, svo nokkrar af fjöl- mörgum persónum þessarar stór- brotnu sögu séu nefndar. Á sundlaugarbakkanum byrjaði ég líka að lesa reyf- arann Dark places eftir Gillian Flynn. Hann gerist að nokkru í Kansas City; og oft for- vitnilegt að finna les- efni sem tengist áfangastöðum á ferðalögum. Sög- unni varð ekki lokið á stuttri dvöl í KC og óvíst hvort hún klárast, mér finnst ekki lengur skylda að ljúka bók sem byrjað er á. Svo er alveg sérkapítuli að koma í orlofshús þar sem margir eru um að draga að bækur. Kíkja í hillurnar og skoða hvort eitthvað sé nýtt, hver skyldi nú hafa komið með það sem við blasir. Sumir skilja oftast eftir sögu- legar skáldsögur, aðrir komu með kassa af glæpasögum og skutluðu upp í hillu, enn aðrir leggja með sér skvísusögur. Og svo er auðvitað hillan með ljóðunum, þjóðlega fróðleiknum, Sturlungu og Stríði og friði, úr henni verður kannski tekin bók næst. ANNA KRISTÍN ER AÐ LESA Sumarið er tími lestrar Anna Kristín Jónsdóttir er frétta- maður á Ríkis- útvarpinu. Í skáldsögunni American Gods þræðir Gaiman saman goðsagnir og guði hvaðanæva úr heiminum í æsispennandi og áhugaverða at- burðarás í Bandaríkjum nú- tímans. Samnefndir sjónvarpsþættir, byggðir á skáldsögunni, fjalla um mann að nafni Shadow Moon sem kemst í kynni við hinn hispurs- lausa Mr. Wednesday, sem er eng- inn annar en goðið Óðinn. Óðinn og hinir gömlu guðirnir lýsa yfir stríði við nýju guðina sem eru persónugervingar hnattvæð- ingar, tækni og fjölmiðla, svo eitt- hvað sé nefnt. Þáttunum hefur verið vel tekið, en önnur sería þeirra var frum- sýnd síðastliðinn mars og hafa framleiðendur tilkynnt að þriðja sería American Gods sé í bígerð. Gamlir guðir gegn nýjum Í American Gods lýsir Óðinn yfir stríði gegn hnattvæðingu og tækni. AFP Kvikmyndin Stardust var frum- sýnd árið 2007 og fjallar um ungan mann, að nafni Trist- an, sem ferðast frá litlum bæ í Bretlandi til kon- ungdæmisins Stormhold og lendir í ýmsum ævintýrum. Kvikmyndin er byggð á samnefndri sögu Gaimans og er töluvert frábrugðin öðrum verkum hans í efni og stíl. Framleiðendur myndarinnar sögðust hafa fengið innblástur frá mynd- unum The Princess Bride og Midnight Run, og aðlaga sögu Gaimans frjálslega, frekar en að fylgja henni ít- arlega. Í viðtölum hefur Gaiman beðið aðdáendur að reyna að verða ekki fyrir von- brigðum yfir að myndin sé frábrugðin bókinni. Frjálsleg aðlögun ÞARF AÐ SÓTTHREINSA ? HALAMID - blandast í vatn. Allsstaðar þar sem hreinlætis er þörf er Halamid® sótthreinsiduftið lausnin fyrir þig. Með notkun efnisins losnar þú við bakteríur,veirur og aðra óværu. Hreinlætið byrjar alltaf í stíum og því þarf að vanda til verka í upphafi og nota réttu efnin. Því fleiri skepnur því meiri hætta á sjúkdómum. STALDREN - dregur í sig raka. Bylting í sóttvörnum. Staldren er notað til að bera undir allan búfénað og er efnið skaðlaust mönnum og dýrum en drepur bakteríur. Þurrkar vel, eyðir lykt og bindur ammoníak. Virkar mjög vel gegn útbreiðslu á slefsýki og hentar því vel fyrir sauðburð og minnkar einnig júgurbólgur. Hentar einnig vel í hesthús með öðrum undirburði. Mjög gott í gluggakistur þar sem efnið drepur flugur. HJÁ FÓÐURBLÖNDUNNI FÆRÐ ÞÚ VIRKILEGA GÓÐ EFNI TIL SÓTTHREINSUNAR. GERÐU HREINT HJÁ ÞÍNUM DÝRUM. Skoðaðu nánar á www.fodur.is - sendum um allt land 10 kg 25 kg 100 gr 1 kg 6 kg Kvikmyndin Coraline er „stop motion“-mynd byggð á sam- nefndri verðlaunaskáldsögu Gai- mans. Sagan fjallar um hina ungu og gáfuðu Coraline sem finnur göng yfir í annan heim þar sem erfiði og óánægja raunveruleikans eru fyrir bí. Þar býr önnur útgáfa af mömmu hennar sem býður henni að búa með sér að eilífu, en þegar Coraline neitar kemst hún að því að raunveruleikinn er töluvert ásættanlegri. Í öðrum heimi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.