Morgunblaðið - 01.08.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
Bjarni Már Magnússon ritaðigrein í Fréttablaðið í gær þar
sem hann hélt því fram að ekki
hvíldi skylda á ís-
lenska ríkinu að
heimila lagningu sæ-
strengs til Íslands og
að ríkið gæti því
ekki orðið skaða-
bótaskylt. Þessu
sjónarmiði svarar
Arnar Þór Jónsson
héraðsdómari í pistli
á Facebook þar sem
hann bendir á eft-
irfarandi
grundvallaratriði:
Í fyrsta lagi: „Semsérsamningur
gengur EES-
samningurinn framar almennum
þjóðréttarsamningum. Þetta leiðir
af almennum lögskýringarreglum.“
Í öðru lagi: „Almennar reglurþjóðaréttar eiga ekki við á sviði
Evrópuréttar sem er sérstaks eðlis
(„sui generis“). Þetta er alþekkt og
hefur verið skýrlega áréttað í dóma-
framkvæmd Evrópuréttarins.“
Í þriðja lagi: „Mikilvægt er að und-irstrika að það verður ekki Haf-
réttardómstóllinn eða slíkar alþjóð-
legar stofnanir sem munu leysa úr
ágreiningsmálum vegna EES-
samningsskuldbindinga Íslendinga,
heldur stofnanir ESB, og allir lög-
fræðingar mega vita hvernig sam-
runaferlinu hefur verið stýrt „í sam-
hengi við og í ljósi markmiðs og
tilgangs“ samninga og gerða sem
um ræðir á því réttarsviði. Þar hefur
Evrópudómstóllinn ekki látið sitt
eftir liggja, heldur rutt brautina
með „dýnamískri“ aðferðafræði.“
Með hliðsjón af þessu bendirdómarinn á að grein Bjarna
Más sé „ekki málefnalegt innlegg í
umræðu um þriðja orkupakkann“.
Arnar Þór
Jónsson
ESB ræður
niðurstöðunni
STAKSTEINAR
Bjarni Már
Magnússon
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-
SIF flaug 6.000 flugtíma fyrstu 10
árin sem hún var í notkun. Þar af
flaug hún 4.102 flugtíma í leigu-
verkefnum erlendis, eða rúmlega
68% flugtímans.
Þetta kemur fram í svari Þórdís-
ar Kolbrúnar R. Gylfadóttur dóms-
málaráðherra við fyrirspurn frá
Ingu Sæland um úthaldsdaga og
flugtíma hjá Landhelgisgæslunni.
Svarið er birt á heimasíðu Al-
þingis. „Varðandi flugtíma erlendis
á flugvélinni þá eru þeir að stórum
hluta vegna þátttöku í Frontex-
verkefnum (á Miðjarðarhafi) en
einnig var vélin í verkefnum í
Mexíkóflóa vegna mengunarslyss-
ins sem varð þar (olíuborpallurinn
Deepwater Horizon),“ segir í
svarinu. Flugtímar TF-SIF erlendis
voru flestir árið 2012, eða 671. Á
árunum tíu, þ.e. árin 2009-2018,
var TF-LÍF sú þyrla sem flaug
mest, eða 3.563 flugtíma. TF-GNÁ
flaug 3.162 tíma en aðrar þyrlur
minna.
Þá spurði þingmaðurinn einnig
hve margir árlegir úthaldsdagar
skipa Landhelgisgæslunnar hefðu
verið frá árinu 2016, sundurliðað
eftir árum og skipum. Úthalds-
dögum skipanna fjölgaði úr 393 ár-
ið 2016 í 458 árið 2018. Þessi þrjú
ár var Þór gerður út í 512 daga og
Týr í 439 daga. sisi@mbl.is
TF-SIF flaug 68% tímans erlendis
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Súðavíkurhreppur mun greiða
starfsmönnum sem eru félagsmenn
í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga ein-
greiðslu upp á 105 þúsund krónur
upp í væntanlega kjarasamninga í
dag þegar greitt verður út til
starfsmanna sveitarfélaga, annarra
en félagsmanna Starfsgreina-
sambandsins. SGS vísaði kjara-
viðræðum við sveitarfélög til rík-
issáttasemjara og hafa félög þess
gagnrýnt samninganefnd sveitarfé-
laga í málinu fyrir að banna ein-
greiðslu til starfsmanna í stétt-
arfélögum sem hafa vísað. Sumir,
t.d. Reykjavíkurborg og nú Súða-
víkurhreppur, hafa þó ákveðið að
greiða öllu starfsfólki.
Fá eingreiðslu frá Súðavíkurhreppi
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18
fös: 12-16
NÝ
SENDING
VERTU
KLÁR FYRIR
HELGINA
Kynnum 10 ára hagnaðarhlutdeild í
fyrirtækinu að lágmarki 200.000 kr.
Hagnaður greiddur út í lok hvers árs í 10 ár.
Nánari upplýsingar hjá
tinyiceland@tinyiceland.co
200.000 kr. = 1%
400.000 kr. = 2%
600.000 kr. = 4%
800.000 kr. = 5%
1.000.000 kr. = 7%
TINY ICELAND
- SKYRBARIR Í AMERÍKU
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/