Morgunblaðið - 01.08.2019, Qupperneq 10
lausa sálgæslu og áfallahjálp í sjúkra-
skýlinu í dalnum á nóttunni. Þar geti
fólk sem líður illa fengið áheyrn vegna
vanlíðanar, t.d. depurðar, ástarsorg-
ar, sjálfsvígshugsana, kynferðisof-
beldis, áfengis- eða vímuefnavanda,
fyrri áfalla eða vegna annarra at-
burða sem fólk hefur upplifað eða orð-
ið vitni að. Í fyrra hafi sálfræðinemar
tekið þátt í Bleika fílnum, gengið um á
tjaldstæðum og spjallað við gesti um
kynferðisofbeldi og samþykki á jafn-
ingjagrunni.
Guðrún segir að 30 til 40% mála
sem komi inn á borð sálgæslunnar
séu vegna kynferðisofbeldis eða
gruns um ofbeldi og sum málin séu
endurupplifun af eldri málum.
„Við vorum með metfjölda mála
sem komu til áfallateymisins í fyrra
en kynferðismálum hefur fækkað
undanfarin ár. Á sjö árum frá 2012 til
2018 skráðum við alls 79 mál. 39% af
þeim voru kynferðisbrot eða grunur
um slík en 61% af öðrum toga,“ segir
Guðrún og bendir á að á sjö árum hafi
fjöldi skráðra kynferðisbrota verið 20.
Sum þeirra hafi verið framin annars
staðar en þolendur leitað til áfalla-
teymisins vegna þeirra.
Guðrún segir mikla áherslu lagða á
tengsl og fræðslu milli gæslumanna
og áfallateymis til að gæslan geti tek-
ist á við það sem upp komi og verið
meðvitaðri um hvað sé að gerast í
dalnum, ekki síst á nóttunni. Það sé
gott og nauðsynlegt að stilla saman
strengi til að reyna að koma í veg fyrir
ofbeldi á þjóðhátíð og beina þeim sem
fyrir því verða rétta leið.
Til að draga úr eða útrýma ofbeldi
þarf fyrst og fremst viðhorfsbreyt-
ingu hjá fólki að mati Guðrúnar sem
segir ofbeldi beitt allt árið og alls
staðar. Kynferðisbrot verði oftast á
milli tveggja einstaklinga þar sem
vitni séu ekki til staðar og annar að-
ilinn fari yfir mörk hins. Stundum
vegna þess að annar aðilinn er ofur-
ölvi og stundum vegna þess aðilar
kunna ekki samskipti.
„Sofandi samþykkir ekkert“
„Nauðgun er glæpur sem gerand-
inn einn ber ábyrgð á. Hins vegar er
aukin áhætta á slíkum glæpum meðal
ungs fólks sem kemur saman undir
áhrifum og djammar og sefur á sama
stað. Það kann ekki góðri lukku að
stýra að sofa hjá undir áhrifum, sér-
staklega hjá einhverjum sem þú ert
að hitta í fyrsta sinn. Væri ekki betra
að efla frekar stefnumótamenninguna
á útihátíðum og eiga rómantískar
stundir í stað þess að hoppa strax upp
í rúm eða tjald?“ spyr Guðrún og
ítrekar að betra sé að einstaklingar
þekki hvort annað og mörk hvor ann-
ars sem ekki sé heimilt að ganga yfir.
Samþykki sé ekki alltaf nóg. Það geti
verið til staðar en það megi draga
samþykki til baka hvenær sem er.
„Bleiki fíllinn var stofnaður í kjöl-
far druslugöngu í Eyjum 2010 sem
átak gegn kynferðisofbeldi. Markmið
hans er að fá fólk til að ræða saman og
horfast í augu við þann glæp sem
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
,,Öryggisgæsla á skemmtistöð-
um hefur aukist síðustu ár. Við
höfum bætt við starfsfólki og
dyravörðum og þjálfum þau til
að bregðast við áreitni og of-
beldi á skemmtistöðum,“ segir
Logi Helgason, eigandi Danska
barsins og fjögurra annarra
skemmtistaða sem allir eru skil-
greindir sem ofbeldislausir og
öruggir skemmtistaðir.
Skapti Örn Ólafsson, upplýs-
ingafulltrúi Samtaka ferðaþjón-
usturnar, SAF, segir að sam-
komulag um ofbeldislausa og
örugga skemmtistaði hafi verið
undirritað 2016. SAF, fyrir hönd
skemmtistaða í Reykjavík,
Reykjavíkurborg, lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu og slökkvi-
lið höfuðborgarsvæðisins stóðu
að samkomulaginu um bætt
samstarf milli þessara aðila til
að tryggja ofbeldislausa og
örugga skemmtistaði.
Logi segir að í 15 til 20 ár hafi
skemmtistaðir unnið að því að
efla öryggi gesta og því sé ekki
að leyna að tilkoma efna sem
laumað var í glas gesta hafi ver-
ið kveikjan að því að efla og gera
starfsfólk meðvitaðra um það
sem er að gerast í umhverfinu.
„Starfsfólkið á betra með að
sjá út einstaklinga sem hafa illt í
hyggju og fjarlægja þá. Við hik-
um ekki við að stoppa pör í dyr-
unum ef annar aðilinn virðist illa
áttaður og látum þann sem
fylgir viðkomandi út gera grein
fyrir sér,“ segir Logi og bætir við
að skemmtistaðir geri það sem
þeim sé ráðlagt til þess að koma
í veg fyrir að brotið sé á gestum
og starfsfólki.
Grípa inn
í aðstæður
ÖRUGGIR SKEMMTISTAÐIR
Á heimili ofbeldismannsins
Á heimil brotaþola
Í heimahúsi
Á sameiginlegu heimili
Utandyra
Annað/ekki viss
Á eða við skemmtistað
Á útihátíð
Á vinnustað
Í opinberri stofnun
Á internetinu
Í tómstundum eða íþróttastarfi
Kynferðislegt ofbeldi árið 2018 í tölum
Hvar nauðgun eða nauðgunartilraun átti sér stað
Leitað var til Stígamóta með
705 kynferðisofbeld-ismál árið 2018
Þjóðerni
ofbeldismanna
137
76
63
48
36
26
12
10
8
4
2
1
Aldur ofbeldismanna*
Karl Kona
Kyn ofbeldismanna
96%
4% Íslenskur
Frá Evrópu
Utan
Evrópu
Blandað
/óvíst
17 ára
eða yngri
18 ára
eða eldri
Uppl.
vantar
Aldur
brotaþola*
60%
39%
>11 11-13 14-17 18-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80+
82%
7,5%
Heimild: Ársskýrla Stígamóta
257
7
7972
1220
38
3 2 1
Annað: ekki viss: 62 og
upplýsingar vantar: 22
*Þegar kynferðisofbeldi var beitt í fyrsta skipti
SVIÐSLJÓS
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Árið 2018 var leitað til Stígamóta
vegna 705 kynferðisbrota, þar af voru
tíu vegna nauðgunar eða nauðgunar-
tilrauna sem áttu sér stað á útihátíð-
um. Kynferðisbrot hafa sett svartan
blett á útihátíðir en mótshaldarar,
gestir og almenningur hafa lagt sitt á
vogarskálarnar til að sporna gegn öllu
ofbeldi.
„Það er eðlilegt að unglingar á
útihátíðum sem eru eftirlitslausir yfir
nótt vilji prófa mörkin sín þegar tæki-
færi skapast og prófa ýmislegt sem
fullorðnir gera. Kynlíf er eitt af því
sem ungt fólk hugsar mikið um og á
að gera ef íslensk þjóð á að eiga ein-
hverja framtíð,“ segir Guðrún Jóns-
dóttir, talskona Stígamóta, sem bætir
við að fólk verði að geta treyst hvert
öðru. Hún segir að löngum hafi
fræðsla og forvarnir beinst að því að
kenna stúlkum sem fara á útihátíðir
hvað þær eigi að gera til að láta ekki
beita sig ofbeldi. Þannig sé hlutunum
snúið á haus í stað þess að tala við
pilta um það hvernig þeir geti passað
sig og tileinkað sér tillitsemi og virð-
ingu í samskiptum, segir Guðrún sem
bætir við að áfallateymi eigi að vera á
öllum útihátíðum og tryggt að allir
viti af þeim.
Fjölgun öryggismyndavéla
Dóra Björk Gunnarsdóttir, for-
maður þjóðhátíðarnefndar, segir að
nefndin fari eftir ráðleggingum sem
hún fái til þess að auka öryggi gesta á
þjóðhátíð. Öryggismyndavélum hafi
fjölgað og sjúkraskýli og þjónustan
þar sé vel merkt bæði á kortum og
með vegvísum í dalnum. Forvarna-
hópurinn Bleiki fíllinn sé áberandi
fyrir hátíðina og á henni sjálfri en
hann stendur fyrir átaki gegn kyn-
ferðisofbeldi.
Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi,
yfirmaður áfallateymis þjóðhátíðar,
segir að fagaðilar áfallateymisins séu
á bakvakt frá fimmtudagskvöldi og
fram eftir mánudegi auk þess sem
tveir starfsmenn veiti endurgjalds- nauðgun er, undirstrika mikilvægi
samþykkis í kynlífi og undirstrika það
að sá sem nauðgar ber einn ábyrgð á
nauðguninni,“ segir Drífa Þöll Arn-
ardóttir, ein af talsmönnum Bleika
fílsins. Hún segir að í samstarfi við
þjóðhátíðarnefnd sé Bleiki fíllinn
áberandi í kringum þjóðhátíðina.
Myndbandið „Sofandi samþykkir
ekkert“ verði sýnt á stóra sviðinu,
ásamt skilaboðum um að samþykki
þurfi í kynlífi. Fyrirtæki kaupi boli
eða fyrirliðabönd með Bleika fílnum
fyrir starfsfólk sitt og þeir sem vilji
geti tekið þátt í að breiða út boðskap-
inn og keypt slíkt í sportvöruverslun-
inni Axel Ó.
Vel fylgst með gestum
Halldór Kristinn, talsmaður Einn-
ar með öllu og íslensku sumarleik-
anna á Akureyri, segir viðbragðs-
áætlanir miðast við að tryggja öryggi
gesta og samstarf sé við Aflið, samtök
gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á
Akureyri. Halldór segir öllum við-
burðum lokið um miðnætti en
skemmtistaðir bæjarins séu opnir
eins og allar aðrar helgar.
Guðrún Smáradóttir, talsmaður
Neistaflugs, segir mótshaldara vera í
góðu sambandi við forvarnahópinn
„Ég á bara eitt líf“ sem einbeiti sér að
forvörnum gegn neyslu eiturlyfja og
lyfseðilsskyldra lyfja. Reiknað sé með
3.000 manns á bæjarhátíðina um
helgina. Löggæsla á svæðinu verði
efld og bætt verði við í gæsluna ef
þörf þyki. Ásgeir Guðmundsson, for-
svarmaður Innipúkans, segir fleiri ör-
yggisverði ráðna til að tryggja öryggi
gesta á Innipúkanum sem fram fari á
milli Bryggjunnar brugghúss og
Messans úti á Granda. Ásgeir segir að
vel verði fylgst með gestum og þeir
sem sýni óviðeigandi hegðun verði
umsvifalaust reknir af staðnum.
Tillitsemi og virðing í samskiptum
Áhætta að vera ungur undir áhrifum á stað þar sem viðkomandi bæði djammar og sefur Það má
draga samþykki í kynlífi til baka Allt gert til að auka öryggi hátíðagesta um verslunarmannahelgina
Morgunblaðið/Ófeigur
Útihátíð Árverkni mótshaldara, gæslumanna og gesta hefur mikið að segja
þegar fjölskyldur og vinir mæta saman á útihátíð til þess að gleðjast saman.