Morgunblaðið - 01.08.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
Þórunn er
Sveinbjarnardóttir
Formaður BHM heitir Þórunn
Sveinbjarnardóttir. Rangt var farið
með föðurnafn hennar hér í blaðinu í
gær. Er beðist velvirðingar á því.
LEIÐRÉTT
Unnið er að viðgerð á ytra byrði
Akureyrarkirkju þessa dagana. Er
verið að lagfæra hana eftir
skemmdarverk sem unnið var í
ársbyrjun 2017. Þá var krotað víða
á útveggina með úðamálningu.
Ómögulegt reyndist að má um-
merkin að öllu leyti af kirkjunni.
Að sögn Ólafs Rúnars Ólafs-
sonar, formanns sóknarnefndar,
verður heildarkostnaður við við-
gerðina líklega um 20 milljónir
króna. Styrkir fengust úr jöfn-
unarsjóði sókna og frá húsafrið-
unarsjóði.
Ólafur segir framkvæmdina
hafa gengið afar vel síðustu daga
og að iðnaðarmenn hafi staðið
vaktina í blíðskaparveðri. Einhver
litamunur muni verða á ytra byrði
kirkjunnar eftir þetta fyrsta stig
framkvæmda, en nú sé hið
minnsta búið að afmá skemmd-
irnar af kirkjunni og múra yfir
þau svæði þar sem þær voru enn
sýnilegar að einhverju leyti í múr-
húðinni.
Kostar um
20 milljónir
Ljósmynd/Þorgeir
Umfangsmikil viðgerð á ytra byrði Akureyrarkirkju eftir skemmdarverk í ársbyrjun 2017
Matvælastofnun hefur beint því til
tollstjóra að stöðva innflutning á
SlimROAST Optimum-kaffi og
Prevail SlimROAST-kakói. Þetta
sagði Ingibjörg Jónsdóttir, fag-
sviðsstjóri neytendaverndar hjá
MAST við mbl.is í gær.
Vörurnar innihalda beta-
phenylethylamín sem er frammi-
stöðubætandi og telst lyf. Að lög-
um mega matvæli ekki innihalda
lyf eða lyfjavirk efni. Innflytjanda
ber, leiki grunur á því, að senda
vöruna til flokkunar hjá Lyfja-
stofnun. Ingibjörg segir augljósan
grun um það og því hafi þurft að
bera innflutning undir stofnunina.
Hún segir að að öllum líkindum
verði hald lagt á vörur af þessari
tegund í tollinum.
„Töfrakaffið“ fái
ekki tollafgreiðslu
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, lokað um helgar í sumar
lausar, þunnar aðhaldsbuxur
em slétta vel úr línunum
Þessar eru líka æði í útlöndum
þar sem efnið bindur ekki raka
Misty
Stærðir S-XXL
Verð 6.990 kr.
Saum
s
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Nýjar haustvörur streyma inn
Str.
38-58
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
LAXDAL SUMARSALAN
LÍÐUR AÐ
ÚTSÖLULOKUM
VERÐHRUN
60 -70% afsláttur
20% aukaafsláttur
af allri útsöluvöru
Kr. 6.900.-
Str. S-XXL
Ljósblátt og
dökkblátt
Gallabuxna-
leggings
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Árgerð 06/2017. Sólarsella, uppblásið
fortjald, dúkur í fortjaldi. Þrjár gashellur
og ein rafmagnshella. Bakarofn, grill og
örbylgjuofn. Stór sturta. Sofið langsum í
húsinu. Sjónvarpstenging. Lítið notað og
mjög gott hús. Ásett verð 3.150 þús.
Uppl. í síma 893 7065 eða 567 4949.
Til sölu Swift Sprite hjólhýsi
Atvinna
Allt um sjávarútveg