Morgunblaðið - 01.08.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 01.08.2019, Síða 18
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að lífskjarasamningunum verði sagt upp við fyrri endurskoðun haustið 2020 ef verslunin skili ekki gengisstyrkingu með verðlækkun. „Það hefur gerst í tveimur síðustu kjarasamningum að verkalýðsfor- ystan hefur ekki haft bein í nefinu til að segja upp samningum, heldur sett af stað leikrit. Ný forysta mun hins vegar ekki hika við að segja upp samningum ef forsendurnar halda ekki,“ segir Ragnar Þór. Tilefnið er sú niðurstaða VR að birgjar og heildsalar hafa hækkað verð töluvert frá áramótum, og svo eftir undirritun kjarasamninganna í apríl, með vísan til þess að gengi krónu hafi gefið eftir. Gangi nú til baka „Nú er krónan að styrkjast og við verðum að vona að þetta gangi til baka. Að öðrum kosti eru ekki miklar líkur á að samningarnir haldi, þótt maður voni það að sjálf- sögðu. Við fylgjumst vel með og vit- um nákvæmlega hverjir hafa hækk- að og hversu mikið. Við vitum líka við hverju er að búast þegar verð- lagseftirlit ASÍ fer af stað inn í dag- vöruverslanirnar.“ Yrði meiri skaði „Það verður miklu meiri skaði fyrir verslunina, og samfélagið allt, ef samningum verður sagt upp á næsta ári. Ef forsendur eru ekki til staðar verður þeim sagt upp. Punkt- ur. Það verður enda ekki farið í ein- hverja sýndarmennsku í fjölmiðlum og fundað fram á nótt hingað og þangað heldur verður samningum sagt upp ef forsendurnar eru ekki til staðar. Við gáfum eftir launahækk- anir til að ná þessum forsendum og ef við verðum vitni að því að heild- salar og framleiðendur spili ekki með, og lækki verð ekki strax með- an gengið er að styrkjast, verður samningum sagt upp. Því miður.“ Krafan að vextir lækki Ragnar Þór segir það sama gilda um vextina. Ef fjármálastofnanir skila ekki svigrúmi til vaxtalækkana til neytenda verði samningum rift. „Við höfum líka bent á að þótt vextir hafi lækkað hjá lífeyris- sjóðum og bönkum hafa þeir ekki lækkað nægilega mikið. Álagning ofan á markaðsvexti hefur aukist gríðarlega hjá lífeyrissjóðum. Vext- irnir ættu því að vera lægri, þótt þeir hafi lækkað töluvert. Það er enn þá innistæða fyrir meiri lækk- un.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að markmið lífskjarasamninganna hafi fyrst og fremst verið að auka ráðstöfunartekjur fólks. „Verðbólgan hefur þar töluverð áhrif. Það eru að sjálfsögðu fréttir að hún sé á niðurleið,“ segir Drífa. Fái stuðning við íbúðakaup Nú sé útlit fyrir að meginfor- sendur samninganna haldi. Þ.m.t. varðandi vaxtalækkanir. „Við ákváðum að veðja á vaxta- lækkun. Við mátum það svo að það væri betra fyrir skuldsett heimili. Jafnframt gæti atvinnulífið fjár- magnað launahækkanir með vaxta- lækkunum,“ segir Drífa. Spurð hvort líkur á að markmið lífskjarasamninganna náist séu orðnar meiri með lækkandi verð- bólgu segir Drífa of snemmt að segja til um það. Það muni skýrast á næsta ári og verða rætt þegar endurskoðunarákvæði kjarasamn- inga virkjast í september 2020. Rúmlega 6.700 manns eru nú skráðir á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun. Drífa telur aðspurð að talan kunni að lækka á næstu mánuðum. Niður- sveiflan verði enda skammvinn. Það muni hins vegar taka tíma að koma íbúðamarkaði í viðunandi horf. Hann hafi enda verið yfir- spenntur. Hún rifjar upp að það sé hluti af lífskjarasamningunum að koma með aðgerðir til að greiða fyrir fast- eignakaupum fyrstu kaupenda. Að- gerða í því efni sé að vænta í haust. Jafnframt hafi verið samið um framlög fyrir félagslegt húsnæði. Krefjast verðlækkana  Formaður VR segir kjarasamningum ella verða rift Drífa Snædal Ragnar Þór Ingólfsson 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 eftir þrátt fyrir áföll á fyrri hluta árs, til dæmis út af falli WOW air. „Nú er krónan að styrkjast og að öðru óbreyttu ætti það að leiða til þess að verðbólgan hjaðni enn frekar. Það ætti að skila sér í aukn- um kaupmætti, sem og lækkandi vaxtastigi. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur beinlínis sagt það í yfirlýsingum sínum að ef verð- bólguhorfur versni ekki og verð- bólga haldist áfram í kringum mark- mið séu skilyrði til frekari vaxtalækkana. Slík vaxtalækkun er nauðsynleg til að slaka á aðhaldi og tryggja lækkun raunvaxta nú þegar það er slaki í hagkerfinu. Lækkun vaxta myndi auka ráðstöfunartekjur heimila og fyrirtækja í landinu,“ seg- ir Ásdís, sem væntir frekari vaxta- lækkana á næstu vaxtaákvörðunar- fundum í Seðlabankanum. „Ef verðbólga helst í kringum verðbólgumarkmið og verðbólgu- væntingar einnig verður illskiljan- legt ef Seðlabankinn lækkar ekki áfram vexti. Því er spáð að hagvöxt- ur verði í besta falli enginn, atvinnu- leysi fari vaxandi og að talsverður slaki sé fram undan en við slík skil- yrði er mikilvægt að unnt sé að lækka vexti og slaka á háu raun- vaxtaraðhaldi bankans.“ Eykur ráðstöfunartekjur Fram kom í kynningu á lífskjara- samningunum að vaxtalækkun stuðl- aði að lækkun húsaleigu. Spurð um þetta markmið segir Ásdís að lægri vextir hafi jákvæð áhrif á ráðstöfunartekjur heimila og þar með svigrúm til neyslu og fjár- festinga. Dregið hafi úr hækkun fasteignaverðs samhliða því sem framboð sé að aukast. Vísbendingar séu um að ekki sé lengur framboðs- skortur heldur sé jafnvægi að mynd- ast á fasteignamarkaði. Þessi þróun og lægri fjármagnskostnaður leigu- félaga geti skilað lægra leiguverði. Spurð um verðbólguhorfur segir Ásdís að ef krónan styrkist eigi það að óbreyttu að skila sér í lægra inn- flutningsverði, sem aftur eigi að leiða til lægri verðbólgu. „Horfurnar eru að öðru óbreyttu í þá átt að verðbólg- an verði við markmið á komandi misserum,“ segir Ásdís og vísar til 2,5% verðbólgumarkmiðs Seðla- banka Íslands. Ný staða á Íslandi Niðursveiflum í útflutningsgrein- um hafa jafnan fylgt gengislækkun og vaxtahækkanir á Íslandi. Ásdís segir aðspurð að nú séu fleiri útflutningsgreinar en áður. „Seðlabankinn situr á gríðarleg- um gjaldeyrisvaraforða og hrein skuldastaða þjóðarbúsins er jákvæð. Á sama tíma hafa heimili, fyrirtæki og ríkið nýtt uppsveiflu til að greiða niður skuldir. Þetta höfum við aldrei upplifað áður. Nú erum við í fyrsta skipti í hagsögunni ekki að ganga í gegnum niðursveiflu með veikingu krónunnar heldur er krónan að styrkjast þrátt fyrir að það sé slaki í efnahagslífinu og samdráttur mælist í ferðaþjónustunni. Sú staða sem nú er uppi ætti að leiða til lægra vaxta- stigs til frambúðar. Aukinn stöðug- leiki dregur auk þess úr óvissu, sem ætti til langs tíma að leiða til auk- innar fjárfestingar, innlendra og er- lendra aðila, sem hefur jákvæð áhrif á framleiðni og þar með verðmæta- sköpun á Íslandi,“ segir Ásdís. Útlit fyrir meiri stöðugleika  SA telja styrkingu krónu styðja lífskjarasamninga  Horfur séu á að verðbólgan verði kringum 2,5% Verðbólga, gengisvísitala og raunvextir Seðlabanka Íslands 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 350 300 250 200 150 100 50 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2019 Verðbólga og grunnspá SeðlabankansRaunvextir Seðlabankans og á markaði Ge ng isv ísi ta la Ve rð bó lga ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 ’20 ’21’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’22’19 Frá 1. ársfj. 2013 til 2. ársfj. 2022Frá 1. ársfj. 2013 til 2. ársfj. 2019 Brotalína sýnir eldri spá (PM 2019/1) Verðbólga Verðbólgumarkmið 4,5% 3,5% 2,5% 1,5% 5% 3% 1% Raunvextir Seðlabankans Raunvextir óverðtryggðra skuldabréfa Vextir verðtryggðra skuldabréfa Raunvextir óverðtryggðra húsnæðis lána með breytilegum vöxtum Vextir verðtryggðra húsnæðislána Heimild: Seðlabanki Íslands Verðbólga Tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs frá janúar 1990 Gengisvísitala Frá 5. janúar 1999 til 31. júlí 2019 3,1% 23,7% 177,1 110,2 Halldór Benjamín Þorbergsson Ásdís Kristjánsdóttir BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Styrking krónunnar gæti styrkt grundvöll lífskjarasamninganna með því að stuðla að verðstöðugleika og vaxandi kaupmætti. Þetta er mat Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, en tilefnið er gengisstyrkingin síðustu vikur. „Þróun undanfarinna vikna hefur verið mjög ánægjuleg og stutt vel við lífskjarasamningana sem undir- ritaðir voru í apríl. Lækkun innflutn- ingsverðlags, samhliða styrkingu krónunnar, mun eðli máls sam- kvæmt hafa þau áhrif að kaupmáttur mun vaxa á tímabilinu,“ segir Hall- dór Benjamín um þróunina. Gengið aftur á uppleið Samningarnir voru undirritaðir tæpri viku eftir gjaldþrot WOW air. Gengi krónu gaf í kjölfarið eftir en hefur styrkst síðustu vikur og er nú á svipuðum slóðum og þegar samn- ingarnir voru undirritaðir. Markmið þeirra var meðal annars að stuðla að vaxtalækkun og auka þannig ráðstöfunartekjur heimila með íbúðaskuldir, ásamt því að auð- velda fyrirtækjum að standa undir launahækkunum á tímabilinu. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs Samtaka at- vinnulífsins, segir það endurspegla sterka stöðu þjóðarbúsins að gengi krónu skuli ekki hafa gefið verulega PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.