Morgunblaðið - 01.08.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.08.2019, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Víkingur R. og Breiðablik mættust í Pepsi-deild karla á Víkingsvelli sl. mánudagskvöld þar sem heima- menn unnu frækinn sigur, 3:2. Búið er að greina frá leiknum sjálfum í blaðinu og verða úrslitin því ekki tíunduð í þaula. Hér skal hins veg- ar aðeins farið í ættfræðina og greint frá skemmtilegum tengslum leikmanna liðanna, þeirra Elfars Freys Helgasonar, varnarmanns í Breiðabliki, og Guðmundar Andra Tryggvasonar, sóknarmanns Vík- inga. „Hann gladdi afa sinn“ Faðir Elfars er Helgi Helgason, sem á árum áður lék í vörninni hjá bæði Blikum og Víkingum, betur þekktur sem Basli, og móðurafi Guðmundar Andra er Gunnlaugur, bróðir Helga, sem einnig var varnarmaður í knattspyrnu á sínum yngri árum og lék alla tíð með Breiðabliki. Móðir Guðmundar er Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir, sem lék knattspyrnu með Breiðabliki, og faðir hans er Tryggvi Guðmunds- son, er lék með ÍBV, KR og fleiri félögum. Foreldrarnir bæði marka- hrókar á árum áður og Guðmundur því með margföld fótboltagen. Að sjálfsögðu mættu bræðurnir á völlinn í Víkina til að sjá afkom- endur sína spila. Ekki fór svo að frændurnir mættust því Elfar var á bekknum allan tímann og kom ekki inn á, enda hefur hann verið að glíma við smávægileg meiðsl. Hins vegar fór Guðmundur á kostum, lagði upp fyrsta markið og skoraði hin tvö. Var valinn besti ungi leik- maður 14. umferðar í Morgun- blaðinu í gær. „Það var gaman að sjá strákinn skora. Hann gladdi afa sinn svaka- lega mikið,“ segir Gunnlaugur um markaskorarann og dóttursoninn. Þegar slegið var á þráðinn til Helga að leik loknum sagðist hann alveg vera búinn að jafna sig, verra hefði verið að sjá ekki Elfar spila og þá frændur mætast fyrir alvöru. „Maður getur sagt í gamni að hefði Elfar spilað þá hefði hann lík- lega aldrei látið frænda sinn skora tvö mörk. En það var allan tímann alveg ljóst að það var ekki hægt að tapa þessum leik,“ segir Helgi, léttur í bragði, en hann lék eins og áður segir bæði með Breiðabliki og Víkingi. „Blikarnir vinna bara næst,“ bætir Helgi við en liðin mætast aftur í bikarnum 15. ágúst nk. Mættust fyrir 43 árum Leikurinn í vikunni er einnig áhugaverður fyrir þær sakir að rétt 43 ár eru liðin síðan Helgi og Gunnlaugur mættust í efstu deild með sömu liðum, þ.e. Breiðabliki og Víkingi. Í Morgunblaðinu 16. júní 1976 birtist meðfylgjandi mynd af þeim bræðrum með frétt um leikinn á Laugardalsvellinum, sem Ágúst Ingi Jónsson blaðamað- ur skrifaði. Unnu Víkingar þann leik 1:0. Þá lék Helgi í vörn Vík- inga en Gunnlaugur í vörn Blika. „Ég man vel eftir þessum leik,“ rifjar Helgi upp, „ég hafði þá yfir- gefið Breiðablik og við bræðurnir mættumst. Ég var fjögur ár í Vík- ingi en áður höfðum við spilað sam- an í vörn Blikanna sem miðverðir, fjarkinn og fimman. Ég kom síðan heim aftur í Kópavoginn og við spiluðum saman einhver ár þar til við enduðum ferilinn báðir í Augnabliki,“ segir Helgi. Gunnlaugur rifjar upp að erfitt hafi verið að kyngja félagaskiptum Helga yfir í Víking. „Á þessum tíma var sjaldgæft að leikmenn skiptu um lið. Það var rétt svo að maður byði honum í afmæli þarna á eftir,“ segir Gunnlaugur og hlær. Öll börnin með Breiðabliki Þegar fjölskyldan hittist er lítið talað um annað en knattspyrnu. Gunnlaugur á þrjár dætur; Hrafn- hildi, Helgu og Hlín. Allar spiluðu þær með Breiðabliki og Hrafnhild- ur lék einnig með KR. „Síðan á ég barnabörn sem spila með KR, Val og Víkingi, þannig að þetta hefur dreifst ágætlega,“ segir Gunn- laugur. Dóttir Helga, Melkorka, lék sömuleiðis lengst af með Breiðabliki en seinna með Stjörn- unni. Ættartengslin eru fleiri af þessu tilefni þegar farið er að rifja upp 43 ára frétt úr Mogganum. Tengdadóttir Helga og kona Elf- ars, Harpa Sif Gísladóttir, er bróð- urdóttir Ágústs Inga, blaðamanns og félaga þeirra bræðra. „Þetta er því allt komið í eina hringavitleysu,“ segir Basli að end- ingu og hlær. Það var ekki hægt að tapa  Bræðurnir Helgi og Gunnlaugur Helgasynir fylgdust grannt með leik Víkinga og Breiðabliks  Léku áður með liðunum  Helgi á son í vörn Blika og Gunnlaugur dótturson í sókn Víkinga Morgunblaðið/Arnþór Frændur Saman á góðri stund fyrir leik Víkinga og Breiðabliks í vikunni, f.v. Gunnlaugur Helgason, Guðmundur Andri Tryggvason, Elfar Freyr Helgason og Helgi Helgason. Elfar settist síðan á bekkinn og lék ekki að þessu sinni. Guðmundur Andri fór hins vegar á kostum, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Hárprúðir Gunnlaugur Helgason (t.v.) og Helgi Helgason mættust í leik í efstu deild 1976 er Gunnlaugur lék með Breiðabliki og Helgi með Víkingi. Fyrir 43 árum Úrklippa úr íþróttasíðu Morgunblaðsins 16. júní 1976 þegar sagt var frá leik Breiðabliks og Víkings. Ágúst Ingi Jónsson skrifaði fréttina. Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.