Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 Fæst í apótekum Nánar á icecare.is 2 töflur fyrir skemmtun 2 töflur fyrir svefn „Náttúruleg efni sem gera daginn eftir drykkju bærilegri“ Slepptu þynnkunni Í Lísu í Undralandi spyr Lísa Skíriskött- inn hvert hún eigi að fara. „Það fer eftir því hvert þú vilt fara,“ svarar kötturinn. „Ég veit það ekki,“ segir Lísa. „Þá skiptir ekki máli hvaða leið þú vel- ur,“ segir kötturinn. Stefnuleysi stjórn- valda í orkumálum er verra en Lísu, sem spyr ráða og spyr köttinn hvers kon- ar fólk hún muni hitta fari hún ákveðnar leiðir. Stjórnvöld ætla að samþykkja þriðja orkupakkann (OP3) án þess að vita hvert Ísland vill fara í orku- málum og ætla án eigin orkustefnu að skuldbinda Ísland að þjóðarrétti til að lögtaka orkustefnu ESB. Lísa spurði köttinn og fór sína leið. Stjórnvöld eru í vegferð í orku- málum án samráðs við þjóðina. Í umræðu um OP3 minnast stjórnvöld aldrei á orkustefnu ESB en lýsa því yfir að aðalmarkmiði stefnunnar verði ekki fylgt nema með samþykki Alþingis. Frá fyrstu málsgrein fyrstu orkutilskipunar ESB í OP1 hefur markmið orku- stefnu ESB verið skýrt. Það er að koma á innri raforkumarkaði ESB með samtengdum og rekstrar- samhæfðum raforkukerfum á milli ESB-ríkja. Þetta aðalmarkmið orkustefnu ESB er margítrekað í OP1, OP2 og OP3. Orkustefna ESB liggur fyrir og er hún innleidd í áföngum með orku- pökkum. Stjórnvöld og sum hags- munasamtök hafa kynnt sér orku- pakkana en kannski ekki orkustefnu ESB. Sagt er að OP3 feli í sér litla breytingu fá OP2, en gæta eigi hags- muna Íslands þegar kemur að OP4. Í umsögn hagsmunasamtaka (SI) um OP3 eru stjórnvöld brýnd að halda á lofti sérstöðu Íslands varð- andi OP4 um endurnýjanlega orku- gjafa og þurfi sú hagsmunagæsla að hefjast nú þegar. Orkustefnu ESB verður ekki breytt á innleiðingar- stigi. Þá er einungis hægt að færa rök fyrir því að innleiðingin eigi ekki að gilda um Ísland. Fyrir liggur að stór hluti OP3 gildir ekki um Ís- landi. Þrátt fyrir það ætla stjórnvöld að samþykkja OP3. OP3 er að stórum hluta tæknileg markaðslöggjöf en felur í sér grund- vallarbreytingu með Samstarfs- stofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER). Evrópuþingið telur að með OP3 sé lagður hornsteinn að innri orkumarkaði ESB. OP3 er bæði uppfærsla á OP2 og viðbót. Bæði OP2 og OP3 innhalda ESB-gerðir um raforkuviðskipti yfir landamæri og reglur innri raforkumarkaðar ESB en með OP3 er aukinn aðskiln- aður samkeppnis- og sérleyfisþátta, aukin neytendavernd og raforku- eftirlit. ESB-gerðin í OP2 um að koma á fót evrópskum hópi eftirlits- aðila með rafmagni og gasi er í OP3 orðin að ESB-gerð um stofnun ACER. Með samþykkt OP3 mun Ís- land lúta valdi enn einnar stjórn- valdsstofnunar ESB (ACER) með tilheyrandi afsali á fullveldi. Ekki nóg með það, í skjóli aukins sjálf- stæðis og einangrunar raforku- eftirlits Orkustofnunar frá íslenskri stjórnsýslu er ESB-raforkueftirliti á landsvísu plantað inn í íslenskt stjórnkerfi. Það sem meira er, að hvorki er innleiðingin í landsrétt marktæk að stórum hluta né er að finna grundvöll fyrir núver- andi orkustefnu ESB í EES-samningnum. Dæmi um innleiðingu á OP2 í landsrétt er reglugerð 284/2010 um innleiðingu á ESB-gerð um raforkuviðskipti yf- ir landamæri. Reglu- gerðin er sett með stoð í 45. gr. raforkulaga þrátt fyrir að lögin nái einungis til raforku á Íslandi, ekki millilandatenginga. Reglugerðin nær því langt út fyrir valdsvið lagaheimildarinnar. Það kemur ekki að sök því eins og segir í þingályktunartillögu um OP3 þá hefur ESB-gerð sama efnis enga þýðingu. Ástæðan; Ísland á ekki í raforkuviðskiptum yfir landamæri og lög um slík viðskipti hafa því ekk- ert gildi fyrir Ísland. Fyrsta árs laganemi sæi að innleiðingin hér er fúsk sem vonandi reynir ekki á fyrir dómstólum. Engum dettur í hug að hefji Ísland raforkuviðskipti yfir landamæri verði lagarammi þeirra viðskipta í reglugerð. Komi til þeirra þarf að lögtaka alla orku- stefnu ESB upp á nýtt til að skapa alvörulagaramma utan um þau mik- ilvægu viðskipti. Innleiðingin hér á OP2 og á OP3 er í raun ekki innleið- ing í landsrétt heldur sýnd- armennska. Þegar EES-samningurinn var undirritaður 1992 (tók gildi í árs- byrjun 1994) byggði ESB á ákveðn- um sáttmálum. Þessir sáttmálar voru Rómarsáttmálinn frá 1957, stofnsáttmáli Evrópubandalagsins (EB); „Single European Act“ 1986, sem var fyrsta meiriháttar endur- skoðun Rómarsáttmálans og hafði að markmiði stofnun innri markað- arins; og Maastricht-sáttmálinn, undirritaður 1992, sem stofnar ESB og gamla þriggja stoða kerfið, en undir fyrstu stoðinni var m.a. innri markaðurinn. Samvinna í orku- málum hefur verið einn af horn- steinum ESB frá stofnun Kola- og stálbandalagsins 1951. Í Lissabon- sáttmálanum frá 2007 setur ESB sér markmið um orkustefnu ESB sem orkusambandi er ætlað að ná. Orkusamvinna er ekki það sama og orkusamband. Líkt og með aðra ESB-sáttmála samþykktu aðild- arríkin Lissabon-sáttmálann. EFTA-ríki EES-samningsins hafa hins vegar ekki gert það. Með EES-samningnum samþykkti Ís- land að taka þátt í orkusamvinnu en ekki aðild að Orkusambandi ESB. Það felur í sér óumsamda grundvall- arbreytingu. Lísa í Undralandi fór varlega eftir að hún fór niður kanínuholuna og spurði til vegar enda ekki allt sem sýndist. Stjórnvöld gera hvorugt og ætla að grafa dýpri holu sem erfitt verður að komast upp úr. Stjórnvöld í Undralandi Eftir Eyjólf Ármannsson Eyjólfur Ármannsson » Án samráðs við þjóð- ina ætla stefnulaus stjórnvöld að skuld- binda Ísland með aðild að Orkusambandi ESB þegar EES-samning- urinn byggist á orku- samvinnu Höfundur er lögfræðingur LL.M. eyjolfur@yahoo.com Fasteignir Fyrir rúmum 10 ár- um samþykkti Alþingi að sótt yrði um aðild að Evrópusamband- inu. Þetta var gert með atkvæðum þing- manna Samfylkingar og Vinstri-grænna og var líklega skilyrði fyrir myndun vinstri- stjórnar þessara flokka af hálfu Samfylkingarinnar. Þingmenn VG greiddu atkvæði með aðildarumsókn þrátt fyrir að vera yfirlýstir andstæðingar ESB- aðildar. Í umræðunni á þessum tíma var reynt að telja þjóðinni trú um að umsóknarferlið væri aðeins viðræður og síðan gæti þjóðin tekið ákvörðun um aðild í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Annað kom þó á daginn því ESB lítur á aðildar- viðræður sem aðlögun að aðild en ekki fyrirspurn um aðild. Viðræð- urnar sigldu í strand þegar átti að fara að ræða um auðlindamál og sjávarútvegsmál sem fyrirfram var vitað að yrðu erfiðustu viðfangs- efnin. Margt hefur skýrst á þeim 10 ár- um sem liðin eru og nú dettur fáum í hug að það geti verið skynsamlegt fyrir Ísland að gerast aðili að ESB. Fjöldamörg mál koma þar til, ekki síst hegðun sambandsins gagnvart smáríkjum og þróun evrusam- starfsins sem nú virðist vera að- alvandamálið í ESB- ríkjunum fremur en lausnin á þeim. Margt bendir til þess að ESB geti liðast í sundur vegna sívaxandi til- hneigingar til miðstýr- ingar sem mikil and- staða er við og Brexit er gott dæmi um. Margt er líkt með ey- þjóðum og sjálfstæð- isvitund þeirra er sterk. Kjarninn í af- stöðu andstæðinga ESB-aðildar hér á landi hefur verið sá grundvallarásetningur að við höldum forræði yfir auðlindum okk- ar en séum ekki háð ákvörðunum annarra þjóða. Þetta á svo sann- arlega við um sjávarauðlindina sem hefur verið styrkasta undirstaða hagsældar á Íslandi. Nú stöndum við frammi fyrir annarri ákvörðun sem snertir auð- lindamálin þar sem er frekari inn- leiðing á reglugerðum ESB í orku- málum. Orkuauðlindin hefur vaxandi þýðingu fyrir efnahagslega framtíð Íslands. Á sama hátt og 2009 er nú reynt að gera lítið úr þeim hættum sem felast í frekari innleiðingu regluverks ESB í orku- málum á Íslandi. Sagt er að ein- ungis muni þær taka gildi ef lagður verði sæstrengur milli Íslands og Evrópu. En það er aðeins ein leið til að vera viss um að þetta gerist ekki og það er að hafna innleiðingu 3. orkupakkans eða að minnsta kosti fresta málinu um óákveðinn tíma. Íslendingum sjálfum er best treyst- andi til að nýta þessa og aðrar auð- lindir landsins án afskipta eða yf- irráða annarra þjóða. Á sama hátt og við erum nú vitrari um Evrópu- sambandið 10 árum eftir hina óhyggilegu umsókn um aðild þá mun tíminn aðeins vinna með okkur í þessu máli ef við tökum ekki fljót- færnislega ákvörðun. Afstaða Norðmanna og þrýstingur frá þeim ætti ekki að ráða afstöðu okkar. Þeir eru nú þegar með sæstrengi og hafa aðra hagsmuni en við. Allir stjórnmálaflokkar sem standa að núverandi ríkisstjórn eru andstæðingar aðildar að ESB. Þess vegna er undarlegt að þessir flokk- ar skuli nú vilja taka þessa áhættu. Ef aðlögun að regluverki ESB í orkumálum heldur áfram er lagn- ing sæstrengs milli Íslands og Evr- ópu aðeins tæknilegt viðfangsefni. Höfum vaðið fyrir neðan okkur og höfnum þessu. Frestur er á illu bestur Eftir Stein Jónsson »Ef aðlögun að reglu- verki ESB í orku- málum heldur áfram er lagning sæstrengs milli Íslands og Evrópu að- eins tæknilegt viðfangs- efni. Steinn Jónsson Höfundur er læknir. steinnj@lsh.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Viðskipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.