Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 Grein Arnar Þórs Jónssonar héraðsdóm- ara um fyrirhugaða innleiðingu þriðja orkupakka Evrópu- sambandsins birtist í Mbl. 27.7. 2019. Þar setur hann sig upp á móti málinu, sem nú er til meðferðar hjá lög- gjafarvaldinu. Arnar Þór tekur fram að hann sé hér- aðsdómari, til að gera frásögn sína trúverðugri, að því er ætla verður. Ég er ekki á móti því að menn tjái sig al- mennt um hin ýmsu mál í þjóðfélag- inu, t.d. á síðum Mbl., en þarf ekki dómari að gæta sín á því að verða ekki talinn vanhæfur til dómara- starfa, ef á reyndi í málinu eða í sam- bærilegu álitaefni? Í skrifum sínum hefur dómarinn dregið fram pólitíska afstöðu sína í málinu og leggur síðan út af því með mati á óæskilegum af- leiðingum af innleiðingu þriðja orku- pakkans á Íslandi. Dómarinn vitnar eingöngu í laga- leg rök sín til stuðnings afstöðu til málefnisins. Af þeirri ástæðu þykir mér ekki úr vegi að fara aðeins yfir hin tæknilegu rök, sem mér þykir hafa skort á í um- ræðunni. Raforka Raforkuiðnaðurinn er sértækt og flókið fyrirbæri. Nokkrir erlendir ein- staklingar hafa skarað fram úr á þessu sviði og má þar til nefna Faraday, Maxwell, Edison og Tesla. Á öxlum þessara einstaklinga stöndum við nú. Vöxtur í notkun raforku í nútíma- samfélögum hefur verið órofa alveg fram á okkar daga og er ekkert lát þar á. Raforkan er orðin svo ómiss- andi að ef hún bregst þá bókstaflega hrynur samfélagið. Íslendingar hafa tekið hinni er- lendu þróun opnum örmum, byggt virkjanir og aðra innviði til að gefa öllum möguleika á að tengjast nú- tímaheimi raforkunnar. Við höfum verið svo lánsöm að landkostir bjóða upp á að vinna raforku úr endurnýj- anlegum náttúruauðlindum, stöðu- orku fallvatna og jarðvarmaorku. Raforka á Íslandi Nánast allt í tækni okkar og skipu- lagi raforkuiðnaðar hef- ur frá upphafi verið og er ennþá innflutt. Þeir rafmagnsverkfræðingar sem ég þekki hafa lært erlendis, en menntun í rafmagnsverkfræði í há- skólum hérlendis hefur staðið á brauðfótum um langt árabil. Hönnun og vinna hér á landi við raf- búnað og lagnir styðst við fyrirmæli og reglur að utan. Rannsókn- arstofnanir í raf- orkufræðum fyrirfinnast ekki hér á landi, en það er nóg til af þeim í ríkj- um Evrópusambandsins. Nú vill dómarinn að við tökum upp nýja starfshætti og ritar: „Vilji menn bjóða sig fram til starfa á löggjaf- arþingi þá ber þeim að axla ábyrgð á því að semja lagatexta. Slíkt hefur óhjákvæmilega í för með sér að við- komandi orði hugsanir sínar og setji þær fram með kjarnyrtum og skýr- um hætti.“ Þetta ætti þá einnig við um texta þriðja orkupakka. Síðan vitnar dómarinn máli sínu til stuðnings í sinn gamla prófessor, án nánari tilvísunar og án þess að hafa áður borið undir hann umrædda af- stöðu sína, svo séð verði. Ég veit bara ekki á hvaða bylgju- lengd menn eru eiginlega! Fyrir nokkrum vikum skrifaði ís- lenskur hagfræðingur blaðagrein þar sem fram kom að þeir, sem eru að æsa fólk upp á móti þriðja orkupakkanum, eru eins og unglingar sem halda sam- kvæmi og rústa öllu í íbúðinni en síðan eiga aðrir að koma og taka til á eftir. Þessa atburðarás fæ ég á tilfinn- inguna við að lesa grein dómarans. Orkupakkar Evrópusambandsins Hér er við að auka að fyrsti orku- pakki fyrir raforku var tekinn upp hjá Evrópusambandinu árið 1996. Raf- orkumarkaður var opnaður meira en áður og smám saman sköpuð skilyrði fyrir samkeppni. Annar orkupakki var tekinn í gagnið árið 2003, en með honum var neytendum raforku leyft að eiga við- skipti við hvaða raforkusala sem er og samkvæmt eigin vali. Á þeim árum var maður úr iðn- aðarráðuneytinu sendur nokkrum sinnum til Brussel sem áheyrnar- fulltrúi. Hann átti að fylgjast með málinu og leggja fram fyrirvara vegna Íslands ef þörf krefði. Ekki varð úr því enda höfðu fáir hérlendis áhuga á málinu. Ný raforkulög voru síðan tekin upp á Íslandi árið 2003 og voru ákvæði fyrsta og annars orkupakka felld inn í lögin. Þriðji orkupakki tók gildi hjá Evr- ópusambandinu árið 2009, en þar voru ákvæði um meiri opnun á mark- aði og þar með að efla raforkuteng- ingar milli einstakra ríkja til að auka afhendingaröryggi og heildar- hagkvæmni. Núna, áratug síðar, liggur fyrir vilji íslenskra stjórnvalda til að taka upp þriðja orkupakka. Niðurstaða Það er flókið mál að gera umfangs- mikið mál einfalt. Með því að afneita þriðja orku- pakka værum við að feta inn á nýjar brautir sem ég efa að sé tímabært, en innviðir okkar eru ekki nógu vel und- irbúnir eins og minnst var á hér að framan. Eins og staðan er í dag tel ég að forsendur séu ekki fyrir því að við ættum að þróa og gangsetja sér- íslenskt og heimasmíðað viðskipta- kerfi með raforku. Væntanlegir viðskiptavinir okkar þyrftu þá að læra inn á nýjar brautir í skipulagi raforkukerfa, og hvaða stórfyrirtæki erlendis mundi nenna að eltast við það? Hvaða erlendur fjárfestir mun hafa trú á því að semja um kaup á íslenskri raforku með þessum hætti? Einsýnt er að hann mundi líta á það sem áhættuþátt og krefjast á móti enn meiri lækkunar á orkuverði. Lokaorð Í grein sinni minnist dómarinn ekki á sæstreng og er það ákveðinn léttir en sæstrengur hefur ekkert með þriðja orkupakka að gera. Þar erum við sammála. Dómarinn og þriðji orkupakkinn Eftir Skúla Jóhannsson Skúli Jóhannsson »Nánast allt í tækni okkar og skipulagi raforkuiðnaðar hefur frá upphafi verið og er ennþá innflutt. Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Í vor og sumar höf- um við orðið vitni að einstæðum vandræða- gangi og jafnvel lög- brotum Rannís í með- ferð máls sem varðar Starfslaunasjóð sjálf- stætt starfandi fræði- manna (SSSF). Sjóð- urinn var stofnaður í þeim tilgangi að efla rannsóknir sjálfstæðra fræðimanna og ekki síst vegna frumkvæðis Reykjavík- urAkademíunnar, en fræðimenn hennar eru allir sjálfstætt starfandi. Sjóðurinn er ekki lögbundinn þannig að um hann gilda reglur um tilfallandi framlög og styrki ráðu- neytisins og stjórn sjóðsins er ekki stjórnvald og tekur ekki sjálfstæða ákvörðun í málum heldur er ráðgef- andi fyrir ráðuneytið, er umsagnar- aðili eins og það er kallað í Handbók mennta- og menningarráðuneytisins um stjórnsýslu, rekstur og eftirlit með sjóðum og styrkveitingum. Um starfsemi sjóðsins gilda meðal ann- ars stjórnsýslulög. Rannís er hins vegar umsýsluaðili í málinu, annast daglegan rekstur sjóðsins og er um- sagnaraðila til aðstoðar. Um SSSF gilda reglur settar af menntamálaráðherra 10. janúar og 2. maí 2013. Umsagnaraðili á síðan að hafa skýrar viðmiðanir við tillögu- gerð sína. Það segir sig sjálft að umsýsluaðili sjóðsins á að sjá til þess að úthlut- anir mæti markmiðum sjóðsstofn- unarinnar, annars er um tilhæfu- lausar peningagjafir frá ríkissjóði að ræða. Málsatvik Ný stjórn tók við málefnum sjóðs- ins á árinu 2019. Hún úthlutaði ekki í samræmi við fyrri hefðir. Þannig braut hún í úthlutun sinni: (i) 1. grein reglnanna um að styrkþegi skuli vera fræðimaður, (ii) 5. grein sem heimilar ekki að styrkur sé veittur til höfunda alþýðlegra fræði- rita, (iii) 6. grein um að styrkþegi skuli ekki vera í föstu launuðu starfi og (iv) 7. grein um framhaldsstyrki til stærri verkefna. Úthlutunin sem braut í bága við 6. grein reglnanna var á fræðasviði eins stjórnarmanna og spurning hvort hann vék af fundi þegar hún var til umræðu. Sá umsækjandi er í föstu starfi við háskóla í Þýskalandi. Þá var umsóknin sem braut í bága við 1. og 5. grein frá listamanni sem hefur hvergi í verkum sínum gefið sig út fyrir að vera fræðimaður eða sent frá sér fræðilegar afurðir. Um 7. greinina er haft eftir stjórn- armanni að framhaldsumsóknir hafi keppt við nýjar umsóknir á jafnréttisgrundvelli. Það er þó ekki eðlileg stjórnsýsla, ekki má láta um- sóknir (sem í þessu tilfelli fengu styrk á árinu 2018) keppa við nýjar umsóknir tvisvar, heldur kallar regl- an á að úthlutað sé í tveimur deild- um: deild nýrra verkefna og fram- haldsverkefna. Í svörum sjóðsstjórnarinnar við kæru sagði hún efnislega að hún hefði „nokkurt svigrúm“ þótt regl- urnar settu henni ákveðinn ramma. Þannig virðist stjórnin telja sig yfir reglur sjóðsins hafna, en telur að eigin viðmiðanir séu þeim æðri. Hið rétta í málinu er að vísa á frá um- sóknum sem ekki uppfylla skilyrði, en ekki að taka þær til efnismeð- ferðar. Reglur sjóðsins eru í þessu efni yfir stærðarviðmiðunum sjóðs- stjórnarinnar, sem hún á einvörð- ungu að beita gagnvart gildum um- sóknum. Í stjórninni sitja þrír prófessorar við hinn háa Háskóla Íslands og má velta því fyrir sér hvort afstaða þeirra gagnvart rannsóknum á veg- um ReykjavíkurAkademíunnar skíni í gegn, en reyndir og afkastamiklir doktorar við hana fengu ekki styrki. Aftur skal minnt á að sjóðurinn var þó stofnaður til þess – en umsækj- endur eru í viðkvæmri aðstöðu til að sækja mál gagnvart stofnuninni. Hlutur Rannís Sem vörslumanni ríkissjóðs bar Rannís síðan að bregðast við í mál- inu. Tvennt liggur í augum uppi; annars vegar að Rannís bar strax í upphafi að beina því til ráðuneyt- isins að vísa ráðgjöf stjórnarinnar frá og eftir að úthlutunin hafði átt sér stað beina því til ráðuneytisins að ógilda hana og endurúthluta. Hins vegar bar Rannís mögulega að senda þær umsóknir til lögreglu sem ekki uppfylla reglurnar, enda er það áskilið að umsækjendur kynni sér þær vel og virði og skrifa þeir undir drengskaparheit í því efni. Rökstyðja má að umsækjendur sem brutu á þessu hafi reynt að svíkja fé úr ríkissjóði. Það hefði þeim þó alls ekki átt að takast því rannsóknarregla stjórnsýslulaga kallar á að stjórnin rannsaki sann- leiksgildi upplýsinga í umsóknum, sem hún gerði væntanlega ekki. Áður en úthlutunin var tilkynnt formlega fékk Rannís ábendingu um að ekki væri allt með felldu, en gerði ekkert með hana. Þá fékk Rannís stjórnsýslukæru sem hún beindi ekki til ráðuneytisins heldur til sjóðsstjórnarinnar sem er ekki stjórnvald og ekki til þess bær að fjalla um hana og braut þannig aft- ur á leiðbeiningarreglu sem segir að stjórnvald sem mál varðar ekki skuli koma máli til viðeigandi stjórnvalds. Rannís hefur raunar ekki á neinu stigi málsins leiðbeint umsækjendum um kæruleiðir. Þá hafnaði Rannís að því er virð- ist sjálft þeirri kröfu að einn um- sækjenda (aðili að málinu) fengi að- gang að umsóknum þeirra sem fengu úthlutun og minnismiðum stjórnarinnar við val á styrkþegum, þrátt fyrir skýr ákvæði stjórn- sýslulaga. Þá skal nefnt að við uppgjör styrks frá SSSF á þessu ári hafnaði Rannís að taka við afrakstri af starfi styrkþega til að sannreyna að styrk- urinn hefði verið notaður til þess sem bar og kallaði starfsmaður framvinduskýrslu formsatriði og sagði að hún yrði ekki lesin. Lokaorð Að öllu samanlögðu skýrist að Rannís hefur sennilega ekki þekk- ingu til að sinna starfi sínu sem vörsluaðili SSSF, sinnir ekki lög- boðinni leiðbeiningaskyldu og beinir málum ekki í réttan farveg, hefur ekki eftirlit með ráðgefandi stjórn, grípur ekki inn í merkingarlausa ráðgjöf stjórnar og ógildir ekki að því er virðist ólögmæta úrskurði og krefst endurúthlutunar, kærir ekki misferli til lögreglu og virðist ekki fylgjast með að fé renni til þeirra verkefna sem þeim er ætlað. Mjög aðkallandi er að rannsaka starfshætti stofnunarinnar, að minnsta kosti gagnvart SSSF, og sjá til þess að markmiðum með veitingu almannafjár sé mætt: bæði að fé renni til réttra málefna og að verkefni séu raunverulega unnin. Að öðrum kosti er sjóðurinn ónýtur og úthlutanir óréttmætar gjafir á ríkisfé. Um stjórnsýslu Rannís Eftir Hauk Arn- þórsson og Ingunni Ásdísardóttur »Rannsaka þarf starf- semi Rannís sem vörsluaðila SSSF. Stofn- unin virðist ekki valda verkefninu eins og er. Haukur Arnþórsson Haukur er stjórnsýslufræðingur og Ingunn þjóðfræðingur og formaður stjórnar ReykjavíkurAkademíunnar. Ingunn Ásdísardóttir Opið virka daga kl. 10-18, lokað laugardaga Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Fallegar vörur fyrir falleg heimili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.