Morgunblaðið - 01.08.2019, Page 43

Morgunblaðið - 01.08.2019, Page 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 ✝ Sigríður ÓlínaMarinósdóttir fæddist í Reykjavík 6. október 1932. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Fossheimum 23. júlí 2019. Hún var dóttir hjónanna Marinós Breiðfjörð Valdi- marssonar og Guð- rúnar Guðmunds- dóttur. Sigríður ólst upp í Reykjavík en dvaldist löngum á Ströndum á sumrin. Ung fór hún í Hús- mæðraskólann í Hveragerði en flutti síðar á Selfoss og þar bjó hún til dauðadags. Sigríður var tvígift. Fyrri maður hennar var Einar Frímanns- son, sonur þeirra er Marinó Flekkdal, giftur Valgerði Jakobsdóttur. Seinni maður Sig- ríðar var Jóhann Jónsson frá Hofi á Eyrarbakka, börn þeirra eru Hansína Ásta, Guðbjörg, gift Sigdóri Vil- hjálmssyni, og Guðmundur Rúnar, giftur Sigrúnu Þórðar- dóttur. Jóhann lést 6. september 1997. Barnabörn þeirra eru 17 að tölu og barnabarnabörnin 35. Útför Sigríðar Ólínu fer fram frá Selfosskirkju í dag, 1. ágúst 2019, klukkan 14. Elsku amma mín. Orð fá því ekki lýst hversu mikið ég sakna þín. Ég er alloft búin að taka upp símann og ætla að hringja í þig þegar ég fatta að þú munt ekki svara, þá sekkur hjartað mitt og ég finn fyrir tómleika. Ég á eftir að sakna samtalanna okkar, sem voru mörg og skemmtileg. Við áttum ótrúlega vel saman og hlógum mikið. Þú varst svo glöð að ég væri söngelsk og var það ósjaldan að við brustum í söng við ýmis tækifæri. Þú fylgdist vel með öllu þínu fólki og varst afar stolt af okkur öllum. Margar af mínum dýrmætustu minningum tengjast þér og Jóa afa og var enginn staður í veröldinni jafn góður og heimili ykkar afa á Sunnuveginum. Þú varst besta amma í heimi og varst alltaf til staðar fyrir mig. Þú hafðir ein- stakt geðslag og léttustu lund sem hægt var að finna og þú lést öllum líða vel í návist þinni. Þú átt sérstakan stað í hjarta mínu, elsku amma Sirrý, og ég mun elska þig til enda veraldar. Knúsaðu afa frá mér. Þín nafna, Sigríður Björk (Sirrý). Sigríður Ólína Marinósdóttir ✝ Stefán J. Rich-ter fæddist í Reykjavík 29. september 1931. Hann lést í Flórída í Bandaríkjunum 9. júní 2019. Foreldrar hans voru Jakob H. Rich- ter, f. 17.9. 1906, d. 21.11. 1999, og Gytha Richter, f. 26.1. 1908, d. 30.11. 1989. Systkini hans eru: Sigrún, f. 14.5. 1933, d. 25.2. 1937; Krist- jana, f. 6.5. 1936; Guðmundur, f. Stefán lærði húsgagnasmíði við Iðnskólann í Reykjavík. Að námi loknu var hann í nokkur ár í siglingum á flutningaskipum áður en hann hóf störf við smíð- ar við hlið föður síns í Slipp- félaginu í Reykjavík. Á árunum 1967-1972 starfaði Stefán sem sölustjóri á einni stærstu fast- eignasölu landsins, Fasteigna- þjónustunni. Stefán fluttist bú- ferlum til Bandaríkjanna 1973 en þar starfaði hann lengstum hjá nokkrum flugfélögum, þar á meðal Austrian Airlines. Fram- an af bjó hann í New York en síðustu tvo áratugina í Flórída. Að ósk Stefáns verður hann jarðsettur í kyrrþey í Fossvogs- kirkjugarði. 1.12. 1941 og Sig- rún, f. 29.6. 1948. Stefán kvæntist Berthu Sigurð- ardóttur 2. maí 1951, þau skildu. Börn þeirra: 1) Jak- ob Helgi, f. 6.9. 1951. 2) Guðlaug, f. 13.5. 1953. 3) Gyða, f. 24.6. 1955. 4) Bryndís Sigrún, f. 8.11. 1957. 5) Bertha, f. 8.1. 1959. 6) Stefán, f. 6.9. 1960. 7) Guðrún Sigurlaug, f. 7.10. 1962. Kynni okkar Stefáns voru með nokkuð sérstæðum hætti. Við ól- umst upp vestast í Vesturbænum og lékum okkur þar saman. Leyfi- legt var að fara niður í fjöru og upp á Ufsaklett, en bannað að fara vestar, þar sem öskuhaugar höf- uðborgarinnar voru. Bara full- orðnir máttu gramsa í haugunum, og bar þar hæst Pétur heiðurs- mann Hoffmann, sem eitt sinn fann þar fálkaorðu, sem frægt varð. Svo leið blessaður tíminn og við Stefán lifðum lífinu hvor á sínum báti. En 40 árum síðar lágu leiðir okkar aftur saman. Þá hafði ég bú- ið í nokkur ár í Flórída, þegar Stef- án birtist þar einn góðan veðurdag sem svæðisstjóri Flugfélags Aust- urríkis. Tókum við upp þráðinn og eyddum saman mörgum góðum stundum. Meðal annars hittumst við í mörg ár mánaðarlega í hádeg- ismat, alltaf á sama vertshúsinu og sátum alltaf við sama borðið. Spjölluðum um heima og geima og drukkum eina flösku af sömu vín- tegund í hvert sinn. Við vorum tveir fastheldnir karlar. Eftir að ég varð ekkjumaður og flutti til Georgíu hófst nýr þáttur í samskiptum okkar. Hann má kalla ferðatímabilið. Stefán var ein af þessum persónum sem haldnar eru óstöðvandi löngun til að ferðast og sjá nýja hluti. Ég er honum óendanlega þakklátur fyr- ir að hafa smitað mig af þessari ferðabakteríu á gamals aldri. Við fórum saman í fjölda ferða á síðastliðnum fjórum árum. Marg- ar þeirra voru ökuferðir um Flór- ída og Georgíu. Stefán skipulagði þær í smáatriðum, og við yfirgáf- um hraðbrautirnar en ókum um sveitir og litla bæi. Allt var þar fullt af sögustöðum, minnismerkj- um og öðru fróðlegu. Stefán sat í farþegasætinu með kortið í kjölt- unni en ég ók. Sagði ég í gamni, að hann væri sérfræðingur í sveita- vegum. En við fórum einnig í meirihátt- ar ferðir. Ein var sigling á lúxus- lystiskipi frá Flórída út um allar eyjar í Karíbahafi með endastöð í New Orleans. Hafði Stefán farið í margar slíkar og gat útskýrt alla hluti fyrir mér, nýgræðingnum. Stærsta ferð okkar var svo farin í fyrra, hringferð um ættlandið, Ís- land. Við sögðum í gamni að það væri kveðjuferðin. Leigðum við góðan ferðabíl, sem ég ók, en aftur sat Stefán með kortin á hnjánum og gaf landslaginu nöfn. Hann var ótrúlega fróður um land og sögu. Við ókum ekki eingöngu hring- veginn, heldur þræddum við líka alla Vestfirðina og Strandir. Var þetta hin mesta ævintýraferð. Nokkrir ættingjar og vinir höfðu áhyggjur af þessu brölti okkar. Voru ekki vissir um að tveir gamlingjar hefðu þrek og þrótt til að fara í þessa 12 daga hringferð. Ein amerísk vinkona sagði við mig: „Er fjölskylda þín samþykk þessu?“ En við Stefán stóðum í stykkinu og vorum báðir himinlif- andi með framtakið. Nú er hann lagður af stað í ferð- ina yfir móðuna miklu. Ég óska honum velfarnaðar og þakka fyrir góðar samverustundir og kynni. Ættingjum hans og vinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þórir S. Gröndal. Stefán J. Richter Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi, tengdafaðir og tengdasonur, ÓLAFUR SIGURÐARSON vélfræðingur, Jörfagrund 24, Reykjavík, lést 17. júlí á líknardeild Landspítalans. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landspítalans fyrir umönnun og góðan stuðning. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ellen Inga Einarsdóttir Anný Margrét Ólafsdóttir Jórunn Sólveig Ólafsdóttir Sigríður Margrét Ólafsdóttir Helen María Ólafsdóttir og barnabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÖNNU SIGRÍÐAR HOFSDAL KARLSDÓTTUR, Geitastekk 6, Reykjavik. Magnús L. Sveinsson Ágúst Kvaran Ólöf Þorsteinsdóttir Sveinn Magnússon Sólveig Magnúsdóttir Einar Magnús Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Þökkum auðsýndan hlýhug og vináttu vegna andláts föður okkar og tengdaföður, ÓLAFS MARÍUSSONAR, fv. kaupmanns. Einnig viljum við þakka starfsfólki Ölduhrauns Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir góða umönnun. Jón Magni Ólafsson Sigríður Hrefna Magnúsdóttir Rannveig Sturlaugsdóttir Símon Ólafsson María Júlía Alfreðsdóttir Hanna Ólafsdóttir Einar Olgeir Gíslason og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐJÓNS BJÖRNS FRIÐJÓNSSONAR fjármálastjóra. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 7A á Landspítalanum Fossvogi, líknardeildar Landspítalans og dagvistar Ísafoldar fyrir góða aðstoð og umönnun. Guðbjörg Svana Runólfsdóttir Lára Gunnvör Friðjónsdóttir Atli Gunnar Eyjólfsson Birgir Örn Friðjónsson Hulda Jónsdóttir Friðjón Reynir Friðjónsson Elizabeth B. Lay barnabörn og barnabarnabarn Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, ÁRNA SIGURÐSSONAR frá Skammadal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Bæjaráss í Hveragerði fyrir kærleiksríka umönnun og hlýju. Guð veri með ykkur öllum. Guðgeir Sigurðsson Kristín Sunneva Sigurðard. Hallur Jónsson Sigurður Garðarsson Ármann Jón Garðarsson og fjölskyldur Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls yndislega eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, AÐALSTEINS FINNS ÖRNÓLFSSONAR vélfræðings, Hrafnistu Hafnarfirði, áður Gullsmára 7. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjávarhrauns á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun og hjartahlýju. Elín Eiríksdóttir Eiríkur S. Aðalsteinsson Ingibjörg Jónmundsdóttir Ingibjörg A. Sveinsdóttir Aðalsteinn V. Aðalsteinsson Birna Kristbjörnsdóttir Ragnar Aðalsteinsson Ingibjörg Jónsdóttir Margrét Aðalsteinsdóttir Steinar Magnússon Þorbjörg Aðalsteinsdóttir afabörn og langafabörn Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS B. EYDAL, Sogavegi 112. Sérstakar þakkir til starfsfólks LSH fyrir kærleik og góða umönnun. Ásgerður Ragnarsdóttir Ragna Björk Eydal Steinar Ólafsson Hjördís Eydal Hlynur Hendriksson Gunnar Páll Eydal Harpa Grímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar yndislega GUNNHILDUR VALA HANNESDÓTTIR læknir lést föstudaginn 26. júlí. Útförin verður frá Dómkirkjunni 7. ágúst klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítala. Arnar Jan Jónsson Ragnheiður Elín Þorgerður Anna Elín J. Oddsdóttir Hannes Þorsteinsson Sigrún Harðardóttir Valgerður Anna Hannesd. Agnes Nína Hannesdóttir Oddur Krummi Magnússon Jan Ólafsson Sveinbjörg Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.