Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 Með djúpar ræt- ur í íslensku sjávar- plássi varð Þor- steinn Ingi heimsmaður í veröld vísindanna, leiðtogi sem opnaði hérlendum rannsóknum fjölmargar dyr að alþjóðlegu samstarfi. Vegferðin frá Vestmannaeyjum til eins virt- asta háskóla Evrópu, frá sam- félagi sjómanna til alheimsorku- verðlauna úr hendi forseta Rússlands var í raun ævintýri um hvernig gáfur og atorka geta skil- að Eyjastrák í æðsta sess á vett- vangi vísindanna; dæmisaga um að Íslendingar geta sannarlega gert sig gildandi í nýsköpun þekkingar sem gagnast getur öll- um þjóðum. Það voru forréttindi í forseta- tíð að vinna náið með Þorsteini Inga að hugðarefnum hans, fram- gangi metnaðarfullra áætlana og spinna þræði sem urðu að vef fjöl- þætts samstarfs íslenskra rann- sakenda og vísindastofnana víða um veröld. Þorsteinn skildi að sköpun vís- inda þarf trausta umgjörð en um leið að íslenskt frumkvæði gæti skipt miklu í baráttu veraldar fyr- ir eflingu hreinnar orku og gegn hrikalegum breytingum á lofts- laginu. Hann var í þeim efnum langt á undan sinni samtíð, skynj- aði sjóndeildarhringi sem öðrum voru huldir og varðaði vegi sem nú eru orðnir að fjölförnum göt- um. Við sátum oft á rökstólum í bókhlöðunni á Bessastöðum, lét- um hugarflug ráða för og í þeim samræðum fæddust margar hug- myndir sem Þorsteinn gerði að veruleika, oft með samstarfi við áhrifaríka erlenda aðila. Við sát- um saman á alþjóðlegum mál- þingum; mynduðum lið til að þjóna hagsmunum og framgangi íslenskra rannsókna og vísinda í alþjóðlegu samstarfi. Í þessum efnum var Þorsteinn engum lík- ur: hinn sókndjarfi forystumaður sem var í senn mikilhæfur leið- togi og alþýðlegur framfarasinni. Við fráfall Þorsteins Inga hef- ur Ísland misst einn sinn helsta athafnamann á akri rannsókn- anna og virtan fulltrúa í heimi vís- indanna. Við sem nutum sam- vinnunnar og félagsskaparins sem ætíð fylgdi sérhverjum fundi með Þorsteini lútum höfði í djúpri þökk og virðingu. Ég færi fjölskyldu hans ein- lægar samúðarkveðjur. Ólafur Ragnar Grímsson. Þegar Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands varð til við sameiningu Iðn- tæknistofnunar og Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins fyrir 12 árum, var Þorsteinn Ingi valinn til forystu úr hópi margra afar hæfra umsækjenda. Þor- steinn sagði oft kankvís frá því þegar Össur Skarphéðinsson, þá- verandi iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, hringdi í hann, en þá var Þorsteinn staddur á ferðalagi í Rússlandi, og sagði: „Þorsteinn, ég hringi oft í menn til að reka þá, en ég ætla að ráða þig.“ Síðan þá hafa leiðir okkar Þorsteins, og þeirra fjölmörgu starfsmanna sem mynduðu hina nýju stofnun, fléttast saman, í gegnum starf sem var honum afar kært og hann sinnti af einhug. „Sköpun, kraftur, fjölbreytni“ var yfirskrift fyrsta ársfundar Nýsköpunarmiðstöðvar en þessi yfirskrift hefði alveg eins getað verið lýsing á forstjóranum, Þorsteinn Ingi Sigfússon ✝ Þorsteinn IngiSigfússon fæddist 4. júní 1954. Hann lést 15. júlí 2019. Útför Þorsteins Inga fór fram 30. júlí 2019. ásamt hugtökum eins og áræðni, já- kvæðni og frum- kvæði, og eins og í fornbókunum var kallað; hann var drengur góður, heill og traustur. Við á Nýsköpun- armiðstöð Íslands fengum öflugan og fengsælan skip- stjóra í brúna til að stýra skútunni og í hans hendur var lögð sú mikla ábyrgð að halda á ný og óviss mið. Enda var al- gengt viðkvæði hjá forstjóranum okkar fyrstu vikurnar í starfi „á markmiðum fiskar maður best“. Viðhalda þurfti því sem vel hafði verið gert og halda þétt utan um áhöfnina um borð. Þorsteinn Ingi var leiftrandi vísindamaður, með frumkvöðla- hugsun í fyrirrúmi varðandi nýjar, betri, hagkvæmari og um- hverfisvænni lausnir. Hann kom að stofnun margra sprotafyrir- tækja og var ráðgjafi fjölmargra einstaklinga, fyrirtækja og opin- berra aðila sem voru að feta nýjar slóðir varðandi orkunýtingu og nýstárlegar lausnir. Þorsteinn var mikilsvirtur í rannsóknum og flutti fjölda fyrir- lestra um tæknilega eðlisfræði, málma og endurnýjanlega orku og orkubera. Eftir Þorstein liggja fjölmargar ritrýndar greinar og nokkrar bækur, svo sem Dögun vetnisaldar – róteindin tamin og Þekkingin beisluð – Nýsköpunar- bók, sem kom út í tilefni af 60 ára afmæli hans. Þorsteinn var stoltur af upp- runa sínum, en hann var fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, úr afar sterkri og samrýmdri fjöl- skyldu. Fjölskyldumálin voru honum kær, hann talaði oft um Beggu sína, konuna í lífi hans sem hann bar ómælda ást til og virð- ingu og umhyggju fyrir, börnin þrjú Davíð, Dagrúnu og Kela, sem voru stolt hans, að ógleymd- um barnabörnunum, móður hans og systkinum. Þessi mikla vænt- umþykja og umhyggja varðandi hans nánustu endurspeglaðist í samtali hans við starfsfólk. Þor- steinn hafði alltaf tíma til að ræða við starfsfólk bæði um vinnu og persónuleg málefni og var afar umhugað um velferð fólksins síns, eins og hann kallaði starfsfólkið. Þorsteinn á stóran þátt í að skapa fjölskylduvænan og góðan starfs- anda sem ríkir á Nýsköpunarmið- stöð. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Bergþóru, barna og barnabarna um leið og við minnumst leiftrandi vísinda- manns, góðs vinnufélaga og kærs vinar. Minningin um einstakan mann mun lifa með okkur. Fyrir hönd starfsfólks Ný- sköpunarmiðstöðvar Íslands, Sigríður Ingvarsdóttir. Það var sárt að fá fréttir af andláti dr. Þorsteins Inga Sigfús- sonar. Hann var góður og öflugur samstarfsmaður. Það er þó hugg- un gegn harmi að vita að hann var nýkominn úr vel heppnaðri fjöl- skylduferð þar sem hann hafði notið hverrar stundar. Leiðir okkar Þorsteins Inga hafa legið saman með ýmsum hætti síðustu áratugina á vett- vangi nýsköpunar og orkumála. Samstarf okkar hófst árið 2003 þegar hann var valinn til að gegna formennsku í alþjóðlegu vetnis- samstarfi 20 ríkja sem sett var á fót að frumkvæði orkumálaráð- herra Bandaríkjanna. Þetta var mikill heiður fyrir Ísland og hann sjálfan. Árið 2007 var Þorsteinn Ingi svo skipaður til að gegna starfi forstjóra Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands. Stofnunin varð til við sameiningu Iðntæknistofn- unar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Það er vandasamt verkefni að byggja upp nýja stofnun á grunni ann- arra sem starfað hafa í áratugi, en með visku sinni og lipurð byggði Þorsteinn Ingi upp nýja stofnun með samstarfsfólki sínu. Þorsteinn Ingi sýndi ávallt mikið frumkvæði og mikla aðlög- unarhæfni í störfum sínum. Það sýndi sig vel í kjölfar banka- hrunsins þegar Nýsköpunarmið- stöð setti á laggirnar frumkvöðla- setur til að virkja sköpunarmátt þeirra sem misst höfðu vinnuna. Þá hafði stofnunin forgöngu um að koma upp frumkvöðlasetri fyr- ir skapandi greinar á Hlemmi í samvinnu við Reykjavíkurborg. Þorsteini Inga var hugleikið að efla starfsemi Nýsköpunarmið- stöðvar á landsbyggðinni og tengja starfsemi hennar við skólakerfið. Hann hafði djúpan skilning á mikilvægi þess að efla frumkvæði og nýsköpunarkraft hjá ungu fólki. Árleg nýsköpunar- keppni grunnskólanna og staf- rænar smiðjur á vegum Nýsköp- unarmiðstöðvar bera því gott vitni. Undanfarna mánuði áttum við Þorsteinn Ingi góð samtöl um verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar en líka um lífið og tilveruna. Hann var stoltur af stofnuninni sinni og notaði hvert tækifæri til að hrósa samstarfsfólki sínu. Í vor óskaði hann eftir því að fá tækifæri til að sinna brýnum verkefnum sem snúa að því að umbreyta út- blæstri stóriðjuvera í eldsneyti. Leyfið var veitt og hugðist hann nýta næstu 12 mánuði til að sinna þessu mikilvæga verkefni. Það er von mín að eftir fráfall hans verði hægt að byggja framhald verkefnisins á þeim grunni sem hann lagði. Að leiðarlokum þakka ég Þor- steini Inga fyrir framlag hans til nýsköpunar og tækniþróunar og það einstaklega góða samstarf sem hann átti við starfsfólk ráðu- neytisins. Ég sendi Bergþóru, fjölskyldu Þorsteins Inga og vin- um hans mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin um góð- an dreng mun lifa. Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri atvinnu- vega- og nýsköpunarráðu- neytisins. Það var mikil gæfa að fá að kynnast Þorsteini Inga Sigfús- syni. Hann var fyrirmynd í að laða fram það besta í fólki í gegn- um vinsemd og góðvild. Hann vildi hreyfa við veröldinni með því að hagnýta vísindalega þekkingu. Ég heyrði hann fyrst segja frá Fablab-smiðjum og hugmynda- fræði þeirra á Iðnþingi fyrir níu árum. Hann vildi setja á fót Fa- blab í Reykjavík og ég hringdi í hann og lýsti áhuga fyrir hönd FB. Þremur árum síðar ákveður borgarráð, í tengslum við dvöl borgarstjóra í Breiðholtinu, að setja upp slíka smiðju í hverfinu. Stofnað var til þríhliða samstarfs- verkefnis Reykjavíkurborgar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Fjölbrautaskólans í Breiðholti um stofnun og rekstur á staf- rænni smiðju, Fablab. Smiðjan var opnuð í Eddufelli í janúar fyr- ir fimm árum og síðar flutt í aðal- byggingu FB við Austurberg. Frá upphafi sýndi Þorsteinn Ingi smiðjunni mikinn áhuga og var formaður stýrihóps verkefn- isins á meðan það var að komast í fastan farveg. Þegar smiðjan fór undir verndarvæng skólans sat hann áfram í stýrihópnum og studdi Fablab Reykjavíkur af heilum hug. Ótalmargar hug- myndir átti Þorsteinn Ingi sem voru til þess fallnar að ýta undir nýsköpun. Þannig aflaði hann skólanum sérstaks styrks til að byggja upp rafiðnahluta Fablabs- ins, eða E-lab. Hann bauð okkur aðild að verkefni um að þróa sjálf- stýrðan öryggisbúnað í húsum. Og þegar forstöðukona Fablabs Reykjavíkur sagði frá tilraunum til að búa til steypu með bakteríum og frauðplasti var Þor- steinn Ingi afar áhugasamur. Fablabið skyldi verða lifandi vett- vangur fyrir tilraunastarfsemi. Þorsteinn Ingi var sannur leið- togi. Hann bjó til aðstæður handa fólki til að skapa og blómstra, var framar öllu styðjandi og skipti sér ekki af smáatriðum. Fablab Reykjavíkur er lifandi dæmi um árangurinn: Þessi miðstöð miðl- unar á stafrænni færni og skap- andi kennsluháttum er sótt af ungu fólki á öllum skólastigum, kennurum, frumkvöðlum, fyrir- tækjum og almenningi. Fablab Reykjavíkur er orðið að hjarta sköpunar í borginni, þökk sé Þor- steini Inga. Það hafði djúp áhrif á mig að fá að kynnast Þorsteini Inga. Ég er þakklát honum fyrir stuðninginn, tækifærin og hið frjóa samstarf. Eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldu sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Þorsteins Inga Sigfússonar. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir. Þorsteinn Ingi Sigfússon starf- aði við Háskóla Íslands í fullu starfi í tæpan aldarfjórðung, frá 1983 til 2007 er hann tók við starfi forstöðumanns Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands. Eftir það starfaði hann í hlutastarfi sem prófessor við HÍ. Honum þótti afar vænt um Háskólann sinn og vildi ávallt halda góðum tengslum. Skömmu eftir að Þorsteinn Ingi hóf störf við Raunvísinda- stofnun Háskóla Íslands árið 1983 hitti ég hann í fyrsta sinn. Ég var þá nýútskrifaður raf- magnsverkfræðingur og starfaði við þróun aðferða til að greina fjarkönnunarmyndir hjá Upplýs- inga- og merkjafræðistofu við Verkfræðistofnun Háskóla Ís- lands. Þorsteinn kom stundum í heimsókn og sýndi verkefnum mínum ætíð mikinn áhuga og spurði uppbyggilegra spurninga af innsæi. Hann var hlýr í viðmóti, örlátur að miðla af þekkingu og reynslu sinni og afar hvetjandi við ungan verkfræðing sem var að stíga sín fyrstu skref í rannsókn- um. Þorsteinn Ingi tók við starfi prófessors í eðlisfræði við Há- skóla Íslands árið 1989. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Háskólann og var m.a. for- maður stjórnar Raunvísinda- stofnunar Háskóla Íslands 1986- 1990, formaður kynningarnefnd- ar Háskóla Íslands 1990-1991, formaður stjórnar Háskólabóka- safnsins 1993-1994 og fulltrúi Há- skólans í stjórn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns við stofnun þess 1994. Þorsteinn Ingi varð forstöðumaður Verkfræði- stofnunar Háskóla Íslands 1995. Árið 1996 varð hann formaður framkvæmdastjórnar ólympíu- keppninnar í eðlisfræði sem hald- in var í Reykjavík 1998. Þá var hann annar tveggja fulltrúa Há- skóla Íslands í stjórn Keilis 2007- 2010. Ég starfaði náið með Þorsteini Inga að ýmsum málum, t.a.m. þegar hann var forstöðumaður Verkfræðistofnunar, í stjórn Keilis og í tengslum við þróun menntamála á sviði endurnýjan- legrar orku. Þorsteinn Ingi átti afar gott með að vinna með fólki og var lausnamiðaður. Hann naut víðtæks trausts innan háskóla- og vísindasamfélagsins og má nefna að eftir að hann hafði gegnt starfi formanns stjórnar Raunvísinda- stofnunar gerðist hann forstöðu- maður Verkfræðistofnunar, en þessar stofnanir voru á þeim tíma innan tveggja ólíkra deilda Há- skóla Íslands. Þorsteinn Ingi hafði einstakan hæfileika til að brúa bilið á milli raunvísinda og hagnýtingar þeirra og var ávallt opinn fyrir nýjum möguleikum á því sviði. Nýsköpun var Þorsteini alltaf hugleikin. Það var því nærtækt og ánægjulegt að hann skyldi verða fyrsti forstöðumaður Ný- sköpunarmiðstöðvar Íslands stuttu eftir að honum hlotnaðist sá heiður að vera sæmdur alheim- sorkuverðlaununum fyrir fram- lag sitt til vetnismála. Óhætt er að segja að þar hafi verið réttur maður á réttum stað. Þorsteinn Ingi er kvaddur allt of snemma. Við Stefanía vottum Bergþóru og fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Jón Atli Benediktsson. Það var gaman að vinna með Þorsteini Inga. Hann nálgaðist viðfangsefnin á óhefðbundinn hátt og hafði unun af því að finna óvæntar og sniðugar lausnir. Frumlegur í hugsun og kryddaði gjarnan mál sitt með hnyttnum dæmisögum. Við urðum óvænt nánir sam- starfsmenn í Vísinda- og tækni- ráði fyrir ríflega áratug þegar hann varð formaður tækni- nefndar og ég formaður vísinda- nefndar. Þorsteinn var hug- myndaríkur, sveigjanlegur og ákaflega hlýr í samstarfi. Við komum úr ólíkum áttum innan akademíunnar, en áttum strax auðvelt með vinna saman og með okkur tókst traust vinátta sem ég mat mikils. Ég sé hann fyrir mér í bláu jakkafötunum, glettinn og kíminn til augnanna, hugurinn frjór og sí- starfandi. Eins og þeir sem koma miklu í verk var hann fylginn sér, ósérhlífinn og stefnufastur. Það var skemmtilegt að fylgjast með uppbyggingarstarfi hans á árun- um eftir hrun, þegar sett voru á fót alls kyns frumkvöðlasetur í bænum og úti um land. Þá var hann í sínu elementi. Stórhuga og laginn við að tengja fólk saman. Þorsteinn var eins og margir öflugir raunvísindamenn mikill húmanisti. Hann var atorkusam- ur vísindamaður og frumkvöðull, en aldrei lokaður af í sínum heimi. Hann hafði einlægan metnað fyr- ir hönd íslenskrar menningar og skarpan skilning á mikilvægi hugvísinda í allri nýsköpun, vel á undan flestum öðrum. Hann sýndi viðfangsefnum mínum ætíð mikinn áhuga og stuðning – og þannig urðu til áform um sam- starf Nýsköpunarmiðstöðvar og Árnastofnunar. Þorsteinn Ingi var einn af hin- um mikilvægu brúarsmiðum í okkar litla samfélagi og það er reiðarslag að hann skuli kveðja svo snemma. Ég votta Bergþóru og fjölskyldu þeirra Þorsteins djúpa samúð mína. Guðrún Nordal. Kveðja frá Raunvísindastofn- un Háskólans. Þorsteinn Ingi Sigfússon var ráðinn sérfræðingur við Eðlis- fræðistofu Raunvísindastofnun- ar Háskólans árið 1982. Árið 1989 varð hann prófessor við Há- skóla Íslands með rannsóknaað- stöðu á Eðlisfræðistofu en Ís- lenska járnblendifélagið kostaði stöðuna árin 1989-1994. Hann var formaður stjórnar Raunvís- indastofnunar árin 1986-1990. Árið 1987 ritstýrði hann afmæl- isriti til heiðurs Þorbirni Sigur- geirssyni prófessor, Í hlutarins eðli. Bókin er ómetanleg heimild um fyrstu ár Raunvísindastofn- unar Háskólans. Þorsteinn Ingi var formaður rannsóknarráðs Ís- lands árin 1996-1999 og stjórn- arformaður 29. Alþjóðlegu ól- ympíukeppninnar í eðlisfræði sem haldin var í Reykjavík árið 1998. Frá árinu 2007 var Þor- steinn Ingi forstjóri Nýsköpun- armiðstöðvar Íslands en hélt tengslum við Háskólann. Þorsteinn Ingi Sigfússon var lipur formaður stjórnar Raunvís- indastofnunar. Ekki veitti af á þeim tíma þar sem opinber fjár- veiting til stofnunarinnar var nánast eina fjármögnun rann- sóknanna og stundum hart bitist um hana. Þetta átti eftir að gjör- breytast enda er fjárveitingin nú einungis um þriðjungur veltu. Hann var farsæll stjórnandi, áhugasamur og hugmyndaríkur en einnig félagslyndur. Ógleym- anleg er ferð starfsmanna til Vestmannaeyja í stjórnartíð hans þar sem Fokker-flugvél var leigð og meira að segja farið í útsýnis- flug í henni yfir eyjarnar. Í Heimaey var öllu til tjaldað, enda var Þorsteinn Ingi mikill og stolt- ur Vestmannaeyingur. Í rannsóknum sínum fór Þor- steinn Ingi ótroðnar slóðir. Hann beitti sér fyrir samvinnu við at- vinnulífið um lausn hagnýtra verkefna, sem var vægast sagt umdeilt í akademíunni á þeim tíma. Fann hann með samstarfs- mönnum sínum hagkvæmar en jafnframt fræðilegar úrlausnir ýmissa viðfangsefna, í þeim mæli að prófessorsstaða hans var í upphafi í boði Járnblendifélags- ins. Þarna var Þorsteinn Ingi frumkvöðull á sínu sviði og ljúft er að geta þess að samvinna fræða og atvinnulífs með gagn- kvæmum ávinningi beggja er nánast óumdeild nú á tímum. Ónefnt er að Þorsteinn Ingi kom snemma á feri sínum að stofnun sprotafyrirtækja sem var sjald- gæft á þeim tíma. Nú tekur Raun- vísindastofnun þátt í allnokkrum slíkum sprotum á frumstigi. Þá var Þorsteinn Ingi stoð og stytta Braga Árnasonar, prófessors við Raunvísindastofnun, í baráttu hans fyrir vetni sem orkubera fyrir skip og bíla. Raunvísindastofnun Háskól- ans þakkar Þorsteini Inga Sigfús- syni góða samfylgd. Fyrir hönd starfsmanna og stjórnar hennar votta ég aðstandendum Þorsteins Inga einlæga samúð. Hafliði Pétur Gíslason, formaður stjórnar Raunvís- indastofnunar Háskólans. Mig setur hljóðan þegar mér berast erfið tíðindi; vinur minn og velgjörðamaður, Þorsteinn Ingi Sigfússon, er fallinn frá á besta aldri. Skyndilegt fráfall hans minnir mig óþyrmilega á að allt er í heiminum hverfult og öll erum við ekki annað en lítil peð í stóru alheimstafli, líka stórir og miklir menn sem unnið hafa þjóð sinni mikið gagn með ómetanlegu framlagi. Um framlag Þorsteins til ný- sköpunar og rannsókna hefur verið ritað og munu margir ef- laust árétta það bæði nú og síðar. Í örstuttu máli langar mig hins vegar að nefna hvernig ég mun ávallt minnast góðs vinar og við- skiptafélaga, sem jafnan var með bros á vör og glettni í augum. Hann var gamansamur, með góða nærveru og hafði lag á að sjá broslegar hliðar tilverunnar. Ég mun aldrei gleyma ferðinni sem við fórum til Þrándheims á vegum Íslenska járnblendi- félagsins sumarið 1990. Í þessari ferð lögðum við drög að nýju fræðasviði sem við kölluðum só- síómetríu. Þessa ferð – og hið nýja fræðasvið – bar mjög gjarn- an á góma þegar við hittumst og var þetta okkur endalaus upp- spretta gamansemi og hláturs. Við höfðum uppi fyrirætlanir um að skrifa um sósíómetríuna, en ekkert verður víst af því að sinni. Ég er þess þó fullviss að minn- ingin um Þorstein mun veita mér innblástur í störfum mínum, rétt eins og ráð hans og hvatning hafa reynst mér vel í starfi og leik undanfarna áratugi. Bergþóru og börnum þeirra sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur á þessari erfiðu stundu. Minningin um mikinn mann og góðan vin mun ætíð lifa. Helgi Þór Ingason prófessor. Þorsteinn Ingi var óvenjulegur maður. Einstaklega frjór og skapandi sá hann heiminn í víðu samhengi fræða og hagnýtingar. Vinátta okkar hófst fyrir áratug- um, ég hef notið hlýju þeirra hjóna og barna þeirra heima og heiman, og alltaf dáðst að örlæti hans á hugmyndir og möguleika. Það kviknaði ljós þar sem Þor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.