Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 46
Aðstoð í móttöku
sjúkraþjálfunar óskast
Gigtarfélag Íslands óskar eftir áreiðan-
legum einstaklingi til starfa í móttöku
sjúkraþjálfunar. Um 100% starf er að ræða.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
Helstu verkefni: Móttaka skjólstæðinga,
taka á móti greiðslum, símsvörun og
almennri aðstoð við störf sjúkraþjálfara.
Hæfniskröfur:
• Samskiptafærni, jákvætt viðmót og rík
þjónustulund
• Samviskusemi, snyrtimennska og
þagmælska
• Góð tölvukunnátta
• Góð kunnátta í ritaðri og talaðri íslensku
Umsókn ásamt ferilskrá sendist á
Emil Thoroddsen á netfangið
emilthor@gigt.is Nánari upplýsingar er að
fá í sima 863 9922. Umsóknarfrestur er til
og með 12. ágúst næstkomandi.
Gigtarfélagið
Hjúkrunarforstjóri
Capacent — leiðir til árangurs
Hraunbúðir er dvalar- og
hjúkrunarheimili fyrir aldraða í
eigu Vestmannaeyjabæjar. Á
Hraunbúðum eru 36 íbúar og
er önnur þjónusta við aldraða
íbúa í Vestmannaeyjum rekin
frá Hraunbúðum. Hraunbúðir
eru einn af stærri vinnustöðum
í Eyjum með um 50 starfsmenn
í um 30 stöðugildum.
Upplýsingar og umsókn
capacent.com/s/14189
Menntun, hæfni og reynsla:
Íslenskt hjúkrunarleyfi.
Þekking eða reynsla á sviði öldrunarhjúkrunar og/eða
stjórnunar.
Góð þekking og færni í stjórnun, starfsmannhaldi,
uppsetningu vaktarkerfa og skilum á vinnuskýrslum.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Sjálfstæði og skipulagshæfni.
Áhugi á öldrunarmálum.
·
·
·
·
·
·
·
·
·
Umsóknarfrestur
14. ágúst 2019
Helstu viðfangsefni starfsmanns eru:
Fagleg ábyrgð á þjónustu hjúkrunar- og umönnunar.
Umsjón með og ábyrgð á fjármálum, rekstri og stjórnun
hjúkrunar- og umönnunarþjónustu heimilisins.
Ábyrgð á starfsmannamálum í hjúkrun- og umönnun,
þ.m.t. ráðningum og vaktaplönum.
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum auglýsir 100 % stöðu hjúkrunarforstjóra lausa til umsóknar.
Staðan er frá 1.október 2019.
Hjúkrunarforstjóri er ábyrgur fyrir hjúkrunarþjónustu við íbúa og stjórnar faglegri þróun, rekstri og starfsmannahaldi
heimilisins á sviði hjúkrunar og umönnunar.
Grunnskólinn á Þórshöfn
óskar eftir grunnskólakennurum
til starfa á komandi skólaári
Við óskum eftir áhugasömum grunnskólakennurum sem eru skapandi í starfi. Við
leitum að fólki með margþætta reynslu og bakgrunn sem á það sameiginlegt að hafa
mikinn áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun.
Í boði eru fjölbreytt viðfangsefni, þar sem hæfileikar og frumkvæði kennarans fá notið
sín.
Okkur vantar umsjónarkennara, stærðfræðikennara, kennara í list- og verkgreinar og
íþróttakennara.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Kennsluréttindi í grunnskóla
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Þekking á upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu æskileg
• Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og drífandi og áhugasamur fyrir þróunarstarfi
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og
Kennarasambands Íslands.
Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.
Starfsfólk Grunnskólans á Þórshöfn hefur tekið virkan þátt í þróunarstarfi á síðustu
árum þar sem lögð hefur verið áhersla á þróun fjölbreyttra kennsluhátta, teymisvinnu
og á aukna lýðræðislega þátttöku nemenda í skólastarfinu. Framundan er áfram-
haldandi spennandi skólaþróun.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst og skulu umsóknir sendar rafrænt á netfangið
elias@langanesbyggd.is.
Við hlökkum til að heyra frá þér!
Langanesbyggð leitar eftir
áhugasömum grunnskólakennurum
Í Grunnskóla Þórshafnar eru 65 nemendur í
hæfilega stórum bekkjardeildum. Starfsemi
skólans einkennist af kraftmiklu og framsæknu
skólastarfi. Samhliða skólanum er rekinn tón-
listarskóli og hefð er fyrir öflugu íþróttastarfi
fyrir alla aldurshópa skólans.
Langanesbyggð er öflugt og vaxandi sveitar-
félag með spennandi framtíðarmöguleika. Á
Þórshöfn búa um 400 manns í fjölskylduvænu
umhverfi. Skólinn var endurnýjaður árið 2016
og er öll aðstaða og aðbúnaður til fyrirmyn-
dar. Nýr leikskóli verður tekin í gagnið núna í
ágúst. Gott íbúðarhúsnæði er til staðar og öll
almenn þjónusta er á Þórshöfn. Á staðnum er
gott íþróttahús og innisundlaug og stendur
Ungmennafélag Langaness fyrir öflugu íþrót-
tastarfi. Í þorpinu er mikið og fjölbreytt félagslíf.
Samgöngur eru góðar, m.a. flug fimm daga
vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri. Í næsta
nágrenni eru margar helstu náttúruperlur land-
sins og ótal spennandi útivistarmöguleikar, s.s.
fallegar gönguleiðir og stang- og skotveiði.
Langanesbyggð leitar að fólki á öllum aldri, af
báðum kynjum, með margs konar menntun og
reynslu. Í samræmi við jafnréttisáætlun Langa-
nesbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til
að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391