Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 56

Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 56
56 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 40 ára Þorsteinn fædd- ist á Hvammstanga en ólst upp í Stykkishólmi. Hann er tölvunarfræð- ingur frá HR 2014 og starfar hjá hugbúnaðar- fyrirtækinu OneSyst- ems. Hann býr í Kambaseli í Reykjavík. Eiginkona: Unnur Sigmarsdóttir frá Sauðhúsvelli undir Eyjafjöllum, f. 1979, varð fertug í gær, framhaldsskólakennari við Menntaskólann við Sund. Dóttir: Unnur Hildur, f. 2013. Byrjar í Seljaskóla í haust. Foreldrar: Hjónin Eyþór Benediktsson, fyrrverandi kennari og aðstoðar- skólastjóri, f. 1952 í Stykkishólmi, og Unn- ur Hildur Valdimarsdóttir bókavörður, f. 1953 í Reykjavík. Þau búa í Stykkishólmi. Þorsteinn Eyþórsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  HrúturMinningar úr barnæsku koma upp á yfirborðið í dag. Settu takmörk á út- gjöldin og haltu þig við það. 20. apríl - 20. maí  Naut Gættu þess að missa ekkert það út úr þér sem þér hefur verið treyst fyrir. Ekki verða mosavaxin/n á sama vinnu- staðnum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er rétti tíminn til að kynnast fólki og komast í sambönd við rétta aðila. Fyrrverandi maki skýtur upp kollinum og þú ákveður að herða upp hugann og ræða erfið mál. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hugrekki er nokkuð sem þú hefur nóg af. Vinir þínir og kunningjar sækjast eftir félagsskap þínum auk þess sem ókunnugt fólk sýnir þér mikinn áhuga. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Taktu við því sem aðrir eru svo góðir að gefa þér. Ný ástarsambönd liggja í loft- inu og þau lofa góðu. Veittu þeim hand- leiðslu sem biðja um það. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er hætt við að samskipti þín gangi ekki nógu vel í dag. Vertu umfram allt heiðarleg/ur. Vilji er allt sem þarf. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú nýtur þess að fá sendingu í pósti. Þér finnst sem einhver leyni þig einhverju. Einhver lætur þig svífa um á bleiku skýi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er í lagi að treysta sínum nánustu fyrir framtíðardraumum. Einhver þér nákominn á í vanda. Bjóddu fram að- stoð þína. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert ekki nógu harður/hörð í samskiptum við aðra og þyrftir að taka þig á og vera fastari fyrir. Samningar sem verða gerðir munu reynast traustir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er gott og blessað að æfa skrokkinn og reyna að halda honum í sem bestu formi en ekki æfa um of. Ef þú veist hvað skiptir máli veistu hvað þú átt að vernda og varðveita. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu muna að góðir vinir geta verið sam- an bæði í sorg og gleði. Þú kemst að leyndarmáli. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ættir að nota daginn til að velta fyrir þér ástarsambandi þínu. Einhver leti liggur í loftinu og það er hið besta mál. aðist versluninni Kirkjuhúsinu sem jafnframt er þjónustumiðstöð fyrir allar sóknir og kirkjur á Ís- landi. Þetta starf hefur verið mér afar dýrmætt og þar er ég enn öll- um þessum árum síðar. Starfið er fjölbreytt. Ég sinni ritstjórn út- gáfuverkefna og er þannig í sam- skiptum við höfunda, mynd- skreyta, tónlistarfólk, prófarka- lesara og verktaka í ýmsum verkefnum. Svo þarf að kynna og auglýsa og dreifa þessum verk- efnum til kirkna og til söluaðila,“ segir Edda. Skálholtsútgáfan sinn- ir þá margskonar þjónustu við kirkjur, útvegar rekstrarvörur og kirkjugripi, fræðsluefni og ýmiss konar úthendi vegna kirkju- athafna. „Þannig hef ég kynnst stórum hópi fólks sem vinnur við kirkjuna og ber hana á örmum sér. Þessi hópur er mjög stór hér á landi sem heldur utan um kirkj- una sína og allt fræðslustarf sem þar fer fram. Svo er Kirkjuhúsið verslunin mikill dýrgripur. Þar seljum við bækur og kirkjumuni og ýmislegt sem Íslendingar sækj- ast eftir á kristnum grunni,“ segir hún. Eimskip. Einna fróðlegast þótti Eddu að vera bílasendill og messagutti. „Eftir að námi lauk vann ég í tvö ár hjá Flugleiðum, við kennslu í Hafnarfirði og víðar en haustið 1985 tók ég við Skál- holtsútgáfunni sem er útgáfufélag þjóðkirkjunnar, sem síðar samein- E dda Möller fæddist 1. ágúst 1959 í Reykja- vík, yngst fimm systkina. „Lengst af bjuggum við í Bú- staðahverfinu, á Tunguvegi 26. Auðvitað mótar það krakka að vera yngst. Það var mikið keppn- isskap í systkinum mínum fjórum, þau voru dugleg að læra og dug- leg að segja frá og mamma hlýddi yfir, ég hlustaði og festi í minni! Pabbi vann mikið og við nutum þess að hafa mömmu heima á vet- urna. Mamma er og var góður kokkur og lærði ég mikið af henni, bæði að búa til góðan heimilismat en einnig að breyta uppskriftum og þróa. Mamma bjó til dæmis til pítsur löngu áður en sá matur varð almennur skyndibiti. Á sumr- in var farið í Stykkishólm að hitta ömmu og afa, í Þjórsárdalinn og víðar þar sem við systkinin fleytt- um okkur niður ársprænur og læki á vindsængum,“ rifjar Edda upp. Edda lauk landsprófi frá Rétt- arholtsskóla og fór þaðan í Menntaskólann við Sund. Þangað fóru Réttó-vinirnir líka og við tóku frábær menntaskólaár í áhyggjuleysi unglingsára, vinahóp- urinn uppátækjasamur og hver dagur ævintýri, að sögn Eddu. „Sumarið 1977 fór ég sem skipti- nemi á vegum AFS til Sviss. Þar dvaldi ég hjá svissnesk-ítalskri fjölskyldu í eitt ár. Þetta var fyrir tíma nútímasamfélagsmiðla. Sam- skiptin við fjölskyldu og vini fóru fram með bréfaskriftum og er það ómetanlegt að eiga í dag allar myndir og bréf sem ég sendi mömmu og pabba frá þessu við- burðaríka ári og sjá hvernig nýjar aðstæður og nýir vinir og um- hverfi móta og breyta og þroska. Þar lærði ég líka að elda ítalskan mat, renna á skíðum og njóta augnabliksins,“ segir hún. Eftir heimkomu kláraði Edda menntaskólann og síðan BA-próf í sagnfræði og þýsku frá HÍ. Menntaskóla- og háskólaárin var unnið með námi, meðal annars nokkur sumur við ýmis störf hjá Áhugamálin eru ýmis. „Við Ein- ar erum forfallnir sundiðkendur,“ segir Edda. „Sundhópurinn í Ás- vallalauginni er ekki bara stór heldur stórskemmtilegur! Svo er ekkert skemmtilegra en að syngja með Fríkirkjukórnum í Hafnar- firði, þrjátíu félagar í blönduðum kór sem kann að syngja og leika sér. Svo hef ég notið þeirra for- réttinda að vera sjálfboðaliði í sunnudagaskólanum í Fríkirkjunni í Hafnarfirði þó nokkuð lengi. Þangað mætir fjöldi foreldra, ömmur og afar með börnin hvern sunnudag. Þar ríkir gleði og hljómsveitin okkar leikur undir af mikilli snilld.“ Rótarýhreyfingin er enn eitt áhugamál Eddu. „Það er frábær félagsskapur, þangað mæti ég einu sinni í viku og fræðist um allt mögulegt sem ég hefði aldrei trú- að að ég gæti tjáð mig um. Þannig er Rótarý opinn háskóli! Svo eig- um við Einar annað heimili í Kjós- inni. Við vinnum mikið og eftir langan vinnudag er ekkert betra en að bregða sér í fallegustu sveit landsins og klippa nokkur tré og setja önnur niður. Af og til bregð- um við okkur út fyrir landstein- ana, síðasta vetur vorum við í skíðabrekkum í Sviss og hjóluðum síðar síki, ár og garða kringum London. Þegar við urðum fimmtug ferðuðumst við um Suður-Afríku, Víetnam, Kambódíu og víðar um Asíu svo ekki þarf að bíða eftir slíkum stórævintýrum við starfs- lok!“ „Matarklúbburinn okkar Einars samanstendur af þrennum hjónum og hefur vinátta okkar allra varað í 45 ár. Vinátta okkar Einars og Ástu systur minnar og Hauks á sér eðlilega langa sögu, og sam- verustundir dýrmætar. Börnin, tengdabörnin og barnabörnin eiga allan huga okkar. Ég hefði aldrei fyrirfram trúað því hvað það væri gaman að vera amma. Þau búa öll í Hafnarfirði eins og við Einar,“ segir Edda. „Foreldrar mínir kenndu mér og systkinum mínum jákvætt lífs- viðhorf og hef ég reynt að standa Edda Möller, framkvæmdastjóri Kirkjuhússins – Skálholtsútgáfunnar – 60 ára Fjölskyldan Kristján og Inga Rakel, Edda og Einar með Björn Andra, Einar Andri og Helga með Elísabetu Eddu. Hér var Ólöf Edda á leiðinni. Hversdagurinn stærsta ævintýrið Í afasveit Barnabörnin þrjú: Ólöf Edda, Elísabet Edda og Björn Andri. 50 ára Jónas er fæddur og uppalinn Hafnfirðingur og hef- ur búið þar alla tíð. Hann er menntaður húsasmiður og slökkviliðs- og sjúkra- flutningamaður. Hann starfar sem aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Maki: Berglind Adda Halldórsdóttir, snyrtifræðingur og eigandi Gallerí útlits, f. 1973. Synir: Halldór Ingi, f. 1995, og Kristófer Máni, f. 2002. Unnusta Halldórs er Viktoría Valdís, f. 1995. Foreldrar: Árni Ingi Guðjónsson vél- virki, f. 1941, og Lilja Bergey Guðjóns- dóttir, f. 1944, d. 2019, búsett í Hafnar- firði. Jónas Árnason Til hamingju með daginn Kristín Elma Andradóttir, Óðinn Örn Atlason, Álfheiður Björg Atla- dóttir, Hrafnhildur Sara Svein- björnsdóttir, Esja Rut Atladóttir og Iðunn Óliversdóttir héldu tomb- ólu á Silfurtorginu á Ísafirði. Þau söfnuðu saman dóti sem var til heima hjá þeim og fengu svo gefins ýmislegt sem hægt var að selja. Afraksturinn, 3.227 krónur, gáfu þau Rauða krossinum. Rauði krossinn þakkar þessum duglegu krökkum fyrir framlag sitt til mannúðarmála. Hlutavelta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.