Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 58

Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 58
JÚLÍ Kristján Jónsson kris@mbl.is Ásgeir Börkur Ás- geirsson, mið- tengiliður í HK, stóð upp úr í ein- kunnagjöf Morgunblaðsins í júlímánuði í Pepsí Max-deild karla í knattspyrnu. Ásgeir Börkur fékk 6 M í fjórum leikjum og fékk að minnsta kosti M fyrir frammistöðu sína í öllum leikjunum fjórum. Ný- liðar HK lögðu Breiðablik, KA og FH að velli í júlí og gerðu jafntefli við Stjörnuna. Þar á bæ hljóta menn að vera kampakátir yfir gengi liðins að undanförnu. „Jú, vissulega, en við gleymum okkur ekki í gleðinni. Við áttum okkur alveg á því hvernig staðan er og hvernig deildin er að spilast. Í næstu leikjum fáum við ekkert fyr- ir frammistöðuna í síðustu fjórum leikjum, eins klisjukennt og það hljómar. Við þurfum að leita leiða til að verða enn þá betri og halda þessari gleði gangandi sem lengst,“ sagði Ásgeir Börkur þegar Morg- unblaðið heyrði í honum hljóðið. Úrslitin á sumrin gilda Gekk hann í raðir HK í vetur og segist hafa vitað að hverju hann gekk. „Ég vissi vel hvaða gildi menn höfðu í HK og í hverju liðið væri gott. Ég sá þá nokkrum sinnum í fyrra og vissi að gengið væri út frá því að spila agaðan varnarleik og sækja hratt á þeim góðu sóknar- mönnum sem liðið hefur. Ég vissi því að hverju ég gekk. Þótt ekki hafi gengið vel í vetur og liðið ekki unnið marga leiki á undirbúnings- tímabilinu þá vorum við að vinna í ákveðnum þáttum á þeim tíma. Það virkar ekki alltaf meðan á því stendur en úrslitin skipta bara engu máli yfir vetrartímann. Það sem skiptir máli eru úrslitin yfir sumarið. Við höfum hægt og bít- andi bætt okkar leik,“ sagði Ásgeir. Þegar blaðamaður færir í tal góða frammistöðu hans að undanförnu vill leikmaðurinn síður dæma um eigið ágæti. „Eina sem ég get sagt er að ég hef enn þá hrikalega gam- an af þessu. Það eru forréttindi að fá að spila fótbolta í efstu deild í góðu lagi. Ég held að ég hafi notið mín ágæt- lega eins og margir liðs- félagar mínir. Við erum í því að gera hver annan betri og vonandi höldum við því bara áfram. Með fullri virðingu fyrir ykkur sem er- uð að skrifa um þetta þá skiptir það bara á endanum engu máli. Þið gerið þetta vel, þið megið eiga það, en á endanum skiptir máli hvað þjálfaranum, samherjunum, mömmu, pabba, systkinum og vinum finnst. Það eru gagnrýnisraddirnar sem ég hlusta á.“ „Þá eru vonandi allir sáttir“ Brynjar Björn Gunnarsson, þraut- reyndur mið- tengiliður, stýrir HK. Er hann dug- legur að stýra Ás- geiri Berki í rétt- ar áttir? „Ekki má held- ur gleyma því að Viktor Bjarki (Arnarsson) að- stoðarmaður Brynjars er einnig reyndur tengiliður og spilaði í háum gæðaflokki. Báðir hafa þeir helling fram að færa. Þetta snýst um að hlusta og þá skiptir engu máli hversu gamall þú ert. Þeir hafa gefið mér mörg góð ráð og haldið mér á tánum. Þeir hafa sýnt mér traust. Ég er þakk- látur fyrir það og reyni að endur- gjalda með því að standa mig inni á vellinum. Þá eru vonandi allir sáttir.“ Deildin er óhemju jöfn í sumar og ekki þarf mikið til fyrir HK að berjast fyrir al- vöru um Evrópusæti eða berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Hvernig sér Ásgeir Börkur fyrir sér að deildin þróist? Stutt í hvorn enda „Ég var aldrei góður í stærð- fræði og get ekki tjáð mig um hvað gæti gerst og hvað ekki. Við vitum hvað við getum og höfum sýnt það. Í raun alveg frá byrjun að mér finnst en mér fannst við oft spila vel í upphafi móts þótt stigasöfn- unin hafi ekki sýnt það. Liðin í kringum okkur gera sitt og þetta snýst um okkur sjálfa. Ef við náum að sýna það sem við erum góðir í hef ég ekki áhyggjur,“ sagði Ásgeir en segist heldur ekki muna eftir því að liðin í efstu deild hafi áður verið svo jöfn. „Ég man ekki eftir því að á þessum tímapunkti á tíma- bilinu hafi deildin verið svona svakalega jöfn. Ég man reyndar varla hvað gerðist í gær og því get- ur vel verið að ég hafi einhvern tíma upplifað eitthvað svipað. Ég man alla vega ekki eftir því. Þetta er spennandi fyrir utan toppsætið sem KR virðist vera búið að tryggja sér. Það er stutt í 2. sætið en einnig stutt í skítinn. Við þurf- um að vera á tánum. Það er alveg klárt,“ sagði Ásgeir Börkur Ás- geirsson. 3-4-3 Lið júlímánaðar hjá Morgunblaðinu Pepsi Max-deild karla 2019 Haraldur Björnsson Stjörnunni Atli Arnarson HK Kolbeinn Birgir Finnsson Fylki Ásgeir Börkur Ásgeirsson HK Höskuldur Gunnlaugsson Breiðabliki Kristinn Freyr Sigurðsson Val Tobias Thomsen KR Marc McAusland Grindavík Sölvi Geir Ottesen Víkingi Guðmundur Andri Tryggvason Víkingi Kristinn Jónsson KR Fjöldi sem leikmaður fékk í mánuðinum5 Varamenn: Árni Snær Ólafsson, ÍA Birkir Valur Jónsson, HK Josip Zeba, Grindavík Leifur Andri Leifsson, HK Ólafur Ingi Skúlason, Fylki Valgeir Valgeirsson, HK Patrick Pedersen, Val 3 3 3 3 3 3 3 3 4 4 4 5 5 3 3 36 3 Ég hef enn þá hrika- lega gaman af þessu  Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk 6 M í fjórum leikjum HK í júlí  Segir að eldri leikmenn hafi einnig gott af því að hlusta á ráðleggingar frá þjálfurum Ásgeir Börkur Ásgeirsson » Hann er 32 ára gamall, fæddur 16. apríl 1987 og ólst upp í Fylki. » Ásgeir var í hópi hjá Fylki 2006-2007 en var síðan lánaður til Selfoss tímabilið 2007. Hann lék fyrstu leiki sína með Fylki í úrvalsdeild 2008 en var jafnframt lánaður aftur á Selfoss það ár. » Frá 2009 til 2018 lék Ásgeir með Fylki, að undanskildu hálfu ári 2013 þar sem hann lék níu leiki með Sarpsborg í norsku úr- valsdeildinni og árinu 2014 þegar hann lék 16 leiki með GAIS í sænsku B- deildinni. » Ásgeir Börkur lék 139 leiki með Fylki í efstu deild, er áttundi leikja- hæstur hjá félaginu í deildinni frá upphafi og skoraði eitt mark, gegn Stjörnunni, árið 2010. » Hann hefur nú leikið 12 leiki með HK í efstu deild og skorað eitt mark, gegn Fylki. M or gu nb la ði ð/ Á rn i S æ be rg Bestur Ásgeir Börkur Ás- geirsson fékk flest M allra í deild- inni í júlí. 58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 Pepsi Max-deild kvenna Fylkir – ÍBV.............................................. 3:2 Staðan: Valur 12 11 1 0 44:8 34 Breiðablik 12 11 1 0 43:12 34 Þór/KA 12 6 2 4 24:20 20 Selfoss 12 6 1 5 15:15 19 Fylkir 12 5 1 6 15:25 16 Stjarnan 12 4 1 7 11:24 13 ÍBV 12 4 0 8 21:31 12 Keflavík 12 3 1 8 21:26 10 KR 12 3 1 8 12:25 10 HK/Víkingur 12 2 1 9 10:30 7 Inkasso-deild kvenna Þróttur R. – Haukar................................ 4:0 Rakel Sunna Hjartardóttir 18., Linda Líf Boama 51., Lauren Wade 75., Lea Björt Kristjánsdóttir 81. Staðan: Þróttur R. 11 9 0 2 42:9 27 FH 11 8 2 1 31:15 26 Tindastóll 11 6 1 4 31:24 19 Afturelding 11 5 2 4 14:14 17 Haukar 11 5 0 6 14:13 15 Augnablik 11 4 2 5 9:11 14 Grindavík 11 3 4 4 15:18 13 ÍA 11 3 3 5 11:13 12 Fjölnir 11 3 3 5 16:22 12 ÍR 11 0 1 10 3:47 1 Inkasso-deild karla Fram – Magni........................................... 4:1 Frederico Bello 54., Helgi Guðjónsson 64., 77., Alex Freyr Elísson 71. – Kristinn Þór Rósbergsson (víti) 89. Fjölnir – Afturelding .............................. 1:1 Kristófer Óskar Óskarsson 90. – Róbert Orri Þorkelsson 17. Staðan: Fjölnir 15 10 3 2 33:14 33 Þór 15 8 4 3 25:15 28 Grótta 15 7 6 2 30:21 27 Leiknir R. 15 8 1 6 27:23 25 Víkingur Ó. 15 6 5 4 16:12 23 Fram 15 7 2 6 24:23 23 Keflavík 15 6 4 5 19:17 22 Þróttur R. 15 6 3 6 31:21 21 Haukar 15 3 5 7 21:30 14 Afturelding 15 4 2 9 18:30 14 Njarðvík 15 3 1 11 15:28 10 Magni 15 2 4 9 16:41 10 2. deild karla Leiknir F. – Dalvík/Reynir...................... 2:0 Kári – Vestri ............................................. 1:0 Selfoss – ÍR............................................... 2:4 Þróttur V. – KFG ..................................... 4:0 Völsungur – Fjarðabyggð ....................... 2:2 Tindastóll – Víðir ...................................... 0:3 Staðan: Leiknir F. 14 8 4 2 27:14 28 Vestri 14 8 0 6 17:18 24 Selfoss 14 7 2 5 31:19 23 Víðir 14 7 1 6 23:18 22 Þróttur V. 14 6 4 4 23:21 22 ÍR 14 6 3 5 23:20 21 Dalvík/Reynir 14 5 6 3 20:17 21 Völsungur 14 6 3 5 18:18 21 Fjarðabyggð 14 5 4 5 23:21 19 KFG 14 5 0 9 23:32 15 Kári 14 4 2 8 24:32 14 Tindastóll 14 1 3 10 12:34 6 3. deild karla Einherji – Höttur/Huginn ....................... 0:0 Augnablik – Sindri ................................... 2:3 KF – Skallagrímur ................................... 8:1 Reynir S. – Kórdrengir............................ 0:2  Tveimur leikjum var ólokið þegar blaðið fór í prentun. Meistaradeild karla 2. umferð, seinni leikir: AIK – Maribor ................................. 3:2 (4:4)  Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður á 32. mínútu hjá AIK. Rosenborg – BATE Borisov........... 2:0 (3:2)  Willum Þór Willumsson lék ekki með BATE vegna meiðsla. HJK Helsinki – Rauða stjarnan..... 2:1 (2:3) Qarabag – Dundalk ......................... 3:0 (4:1) Köbenhavn – The New Saints........ 1:0 (3:0)  Samanlögð úrslit í svigum, feitletruð lið áfram, taplið í 3. umferð Evrópudeildar. Evrópudeild karla 2. umferð, seinni leikur: Cukaricki Belgrad – Molde............. 1:3 (1:3) Svíþjóð Vittsjö – Rosengård................................. 0:0  Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn með Rosengård. Växjö – Kristianstad ............................... 2:2  Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmunds- dóttir spiluðu báðar allan leikinn með Kristianstad. Elísabet Gunnarsdóttir þjálf- ar liðið. Örebro – Djurgården.............................. 3:1  Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn með Djurgården og Ingibjörg Sigurðar- dóttir fór af velli á 86. mínútu. Guðbjörg Gunnarsdóttir er í barneignafríi. Limhamn Bunkeflo – Linköping ........... 0:4  Andrea Thorisson kom inn á sem vara- maður á 73. mínútu hjá Limhamn.  Anna Rakel Pétursdóttir kom inn á sem varamaður á 62. mínútu hjá Linköping.  Efstu lið: Rosengård 21, Gautaborg 20, Örebro 20, Linköpings 18, Vittsjö 18. B-deild: Syrianska – Öster .................................... 1:1  Nói Snæhólm Ólafsson var ónotaður varamaður hjá Syrianska. KNATTSPYRNA Ásgeir Börkur Ásgeirsson miðjumaður úr HK var besti leikmaður júlí- mánaðar í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni. Ásgeir Börkur fékk sex M í fjórum leikjum HK í júlí. Hann fékk tvisvar tvö M og tvisvar eitt M fyrir frammistöðu sína. Að loknum fjórtán umferð- um í deildinni er hann jafnframt efstur allra leikmanna í deildinni í ein- kunnagjöfinni ásamt KR-ingnum Óskari Erni Haukssyni en þeir hafa feng- ið 12 M hvor samtals á tímabilinu. Óskar var besti leikmaður júnímánaðar hjá Morgunblaðinu en besti leikmaður maímánaðar var Stefán Teitur Þórðarson úr ÍA. Hér til hliðar má sjá úrvalslið júlímánaðar, byggt á M-gjöfinni, og eins og þar má sjá voru næstir á eftir Ásgeiri Berki þeir Kolbeinn Birgir Finnsson úr Fylki og Guðmundur Andri Tryggvason úr Víkingi sem fengu fimm M hvor í fjórum leikjum í júlí. Ásgeir Börkur, Kolbeinn og Kristinn Jónsson úr KR eru allir í liðinu ann- an mánuðinn í röð. Áður höfðu Óskar Örn Hauksson og Hilmar Árni úr Stjörnunni verið valdir tvisvar en þeir voru báðir í úrvalsliðinu bæði fyrir maí og júní. Rétt er að taka fram að leikirnir Stjarnan – Breiðablik og KR – Valur, sem leiknir voru 18. og 19. júní, eru reiknaðir með júlímánuði þar sem hinir fjórir leikir 9. umferðar voru leiknir dagana 13. til 15. júlí. Öll lið deild- arinnar eru því með fjóra leiki í þessu mánaðaruppgjöri okkar. Þegar einkunnagjöfin fyrir þessar fjórar umferðir er reiknuð saman kemur í ljós að HK fékk flest M samtals í júlí, eða 28 í fjórum leikjum. KR fékk 23, Valur 22, Víkingur 22, Fylkir 19, Grindavík 19, Stjarnan 17, KA 16, ÍA 16, FH 15, Breiðablik 13 og ÍBV rak lestina með 10 M. vs@mbl.is Ásgeir Börkur er leik- maður júlímánaðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.