Morgunblaðið - 01.08.2019, Page 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
HA
PPATALA
•
D
AGSINS
ER
•64
TIL HAMINGJU – ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA!
Farðu inn ámbl.is/fimmtudagur, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna.
Vinningshafi verður dreginn út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið.
Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna.
Það er fallegt heiti, Vellan-katla, sem Þórður SævarJónsson hefur valið á aðraljóðabók sína. Eins og
skáldið skýrir með vísun í upphafi
bókar í orðabók, þá er þetta sérnafn
á vík í norðausturhorni Þingvalla-
vatns, og þýðir vatnsólga. Þetta orð,
og staður í vatninu, hefur heillað mig
síðan ég hóf að kasta flugum fyrir sil-
ungana í vatninu og rakst fyrst á það
á korti en þarna vellur neðanjarðar-
flaumur undan hrauninu og inn í
vatnið; og það er gott heiti á bók með
ljóðum sem mörg eru sótt í náttúruna
og krafta hennar.
Fyrri ljóðabók Þórðar Sævars,
Blágil, kom í útgáfuröð Meðgöngu-
ljóða fyrir fjórum árum og vakti at-
hygli mína fyrir þroskaða myndvísi
og persónuleg og oft hnyttin nátt-
úruljóð, auk þess sem skáldið vann
nokkuð með konkretljóð, sem felast í
því að myndgera umfjöllunarefnin
með stöfum, orðum og prenttáknum
á síðunum.
Í fyrri bókinni mátti sjá nokkur
áhrif frá ljóðagerð Gyrðis Elíassonar,
sem er ekkert skrýtið að sjá hjá ungu
skáldi því verk Gyrðis hafa verið svo
sterk og áhrifamikil á síðustu þremur
áratugum að ung skáld hafa varla
getað komist hjá því að verða fyrir
einhverjum áhrifum. Þá unnu þeir
Gyrðir og Sigurlaugur bróðir hans
nokkuð með konkretljóð í bókum sín-
um á níunda áratugnum, og voru lík-
lega mest áberandi fulltrúar slíkrar
nálgunar á þeim tíma, en Óskar Árni
Óskarsson síðar og í Vellankötlu er
ljóð sem óneitanlega minnir á hans
verk með þeim hætti, „Ábending“
heitir það og hljómar svo:
sjáðu
ástin mín!
Það er stjörnubjart á hægri hönd.
Efst á síðunni til hægri er síðan
þyrping stjarna.
Þórður Sævar hefur ekki bara ver-
ið undir sýnilegum áhrifum frá ljóð-
um Gyrðis, og það má vissulega sjá
líka í nýju bókinni, því hann hefur
fetað í fótspor hans hvað varðar
þýðingar á verkum bandaríska
skáldsins og sagnahöfundarins
Richards Brautigan, en í fyrra komu
út fyrirtaks þýðingar Þórðar á tveim-
ur bókum hans.
Og Þórður vottar fyrirmyndinni
virðingu sína með örstuttu ljóði,
„Dumbungi“, sem er „til Gyrðis“:
hundakofinn
skýjakljúfur
Þannig er einmitt galdurinn í
næmum ljóðheimi Gyrðis, í dumb-
ungi getur hundakofi breyst í skýja-
kljúf – og það er
áhugavert að sjá
yngra skáldið
vinna hér í þess-
ari annarri bók
sinni á persónu-
legan hátt á svip-
uðum slóðum. Í
bókinni eru á
fimmta tug ljóða.
Í því fyrsta, „Vað“, er strax gefin til-
finning fyrir eyðandi áhrifum náttúr-
unnar. Ljóðmælandinn dýfir þar
ökklanum ofurvarlega undir vatns-
yfirborð og „hann ryðgar / sam-
stundis / (líkt og akkeri / sem legið
hefur / mannsaldur / á ómælisdýpi) /
segir skilið / við fótlegginn / og þyrlar
upp bláleitri botnleðju.“
Áhrif náttúruaflanna á daglegt líf
manna á Íslandi birtast líka í þremur
ljóðum sem kallast „Frostavetur“.
Hið fyrsta er þannig og kallar fram
kunnuglega mynd af barningi utan-
dyra í vetrarbyl:
á dögum sem þessum
þegar lambhúshettulausir
vegfarendur finna sig
knúna til að fara leiða
sinna afturábak en ekki
áfram fæ ég ekki varist
þeirri hugsun að einhvern
veginn svona hljóti
veðráttan í helvíti
að vera
Í nokkrum ljóðum eru dregnar
upp myndir af náttúrufyrirbærunum
sjálfum, eins og leysingum þar sem
rembihnýtt klakabönd trosna og
„þaulsetin jökulhettan bráðnar /
einsog hún leggur sig // klettabeltið /
skriðan / fjallshlíðin / hljóta sömu ör-
lög / …“
Og í öðru, „Flóð“, er ort um snjó-
flóð sem „slær eign sinni á allt / sem á
vegi þess verður // ryður / niður / við
// og breiðir út hvítan faðm sinn /
einsog þéttorfið eldvarnateppi“.
Eins og sjá má af þessum dæmum
beitir skáldið myndhverfingum og
líkingum með hugvitsamlegum hætti
í ljóðum sínum en það er eitt meg-
ineinkenni þeirra. Í nokkrum tekst
Þórður Sævar síðan á við að teikna
upp náttúrumyndir í konkretljóðum.
Í striki sem gengur lóðrétt niður síðu
og er rofið á nokkrum stöðum má sjá
steinvölu fleytt á lognkyrri tjörn; í
ljóðinu „Útsýnið frá Hornafirði“ og
er bara þessi lína „UUUUllandi jök-
ultungur“ eru u-in misstór og teikna
jökulsporðana; og „Rekaviðadrumb-
ur á rúmsjó“ er einfaldlega lóðrétt
strik til hliðar á miðri síðu, eins og
horft niður á fljótandi drumbinn á
loftmynd. Þessi konkretljóð eru mis-
vel lukkuð og þótt það megi segja að
þau styðji við náttúrumyndir og
stemningar hina ljóðanna, þá velti ég
fyrir mér hvort þau bæti nokkru við
heildina. Þau sýna ákveðinn leik, og
hnykkja á myndvísi skáldsins, en
sterkustu ljóðin byggja öll á texta-
myndum.
Á síðustu árum hafa komið út
margar áhugaverðar ljóðabækur
ungra skálda og Þórður Sævar er
hiklaust eitt það athyglisverðasta.
Það er fallegur tónn í mörgum ljóða
hans, og dregnar upp fínar myndir
og stemningar. Enn má finna fyrir
áhrifavöldum en sjálfstæðið hlýtur að
aukast og þessi fallega frágengna
bók, Vellankatla, á hrós skilið.
Ljósmynd/Saga Sig fyrir Partus
Náttúruljóð Gagnrýnandinn segir Þórð Sævar Jónsson beita „myndhverf-
ingum og líkingum með hugvitsamlegum hætti í ljóðum sínum“.
Svona hlýtur veðráttan í helvíti að vera
Ljóð
Vellankatla bbbmn
Eftir Þórð Sævar Jónsson.
Partus, 2019. Kilja, 64 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Ég er fædd og uppalin í Eyjum og
hef farið á yfir fjörutíu Þjóðhátíðir.
Ég er áhugasöm um íslenska tónlist,
er svolítill grúskari og mig einfald-
lega langaði í svona bók,“ segir Lauf-
ey Jörgensdóttir sem tók saman bók-
ina Undurfagra ævintýr sem hefur að
geyma þjóðhátíðarlög Vest-
mannaeyja og ýmsan fróðleik um
þjóðhátíðarmenningu. Laufey hugs-
aði með sér að það væri gott að geta
gripið til svona bókar þegar spurn-
ingar vöknuðu um hver hefði samið
tiltekið lag og hvenær eða annað í
þeim dúr. „Ég var á tímamótum,
hafði lengi langað til að skrifa bók og
tengdi það áhugasviði og upprun-
anum. Heimildir um þjóðhátíðarlögin
voru að tapast, höfundar og heimild-
armenn komnir vel á aldur og efla
þyrfti aðgengi ungu kynslóðarinnar
að lögunum, svo mér fannst tími til
kominn að skrásetja þennan merka
menningararf,“ segir Laufey.
Nú aðgengilegt á Spotify
„Ég tók þetta saman og hug-
myndin er alfarið mín. Þegar ég frétti
að Tómas Hermannsson á Sögum út-
gáfu væri barnabarn Árna úr Eyjum,
sem samdi alla fyrstu þjóðhátíðar-
textana, hafði ég samband við hann
og með okkur tókst gott samstarf.“
Laufey leitaði einnig til Hafsteins
Guðfinnssonar, tengdasonar Odd-
geirs Kristjánssonar, enda segir hún
engan fróðari um lög Oddgeirs en
hann. Jónatan Garðarsson skrifaði
formála og Skapti Örn Ólafsson skrif-
aði ágrip af sögu Þjóðhátíðar.
Þjóðhátíðarlögunum er raðað í
tímaröð í bókinni og má finna texta
þeirra auk hljóma og gítargripa.
Laufey tók viðtöl við höfunda og flytj-
endur margra þjóðhátíðarlaganna
svo skemmtilegur texti fylgir hverju
lagi fyrir sig.
Layfey nefnir að bókin sé nýstár-
leg að því leyti lagatextunum fylgi
kóðar frá tónlistarveitunni Spotify
sem hægt er að skanna með síman-
um. Þannig má auðveldlega finna og
hlusta á lögin. Upptökur af nokkrum
þeirra hafa ekki verið aðgengilegar
og Laufey lýsir því hvernig hún hafi
safnað saman útgáfum héðan og það-
an og fengið leyfi til þess að birta þær
á Spotify. „Það var hvergi hægt að
hlusta á þjóðhátíðarlögin í tímaröð á
einum stað og það var kominn tími á
það,“ segir hún.
Laufey bendir á að þrátt fyrir að
Þjóðhátíð sé aðeins þrjár nætur geti
bókin nýst allan ársins hring. „Bókin
er hugsuð sem stofustáss heima við
en það er alltaf gott að eiga auka-
eintak í tjaldinu,“ segir hún.
Færir menningararfinn nær
Þjóðhátíðarlögin eiga sér langa
sögu. Oddgeir Kristjánsson samdi öll
fyrstu þjóðhátíðarlögin frá 1933-1968
við texta Ása í Bæ, Árna úr Eyjum og
Lofts Guðmundssonar, að einu lagi
undanskildu. Eftir það var haldin
formleg kosning um þjóðhátíðarlag
ár hvert. Í seinni tíð hefur þekktur
höfundur jafnan verið valinn til þess
að semja lagið.
Titill bókarinnar vísar í texta lags-
ins Ágústnótt eftir Oddgeir og Árna
úr Eyjum frá 1937, sem er meðal
fyrstu þjóðhátíðarlaganna. Það lag
má nú finna í mismunandi útgáfum á
Spotify með því að nýta símakóðana
sem fylgja bókinni.
„Tilgangurinn er að færa þennan
menningararf nær okkur og lyfta
honum upp,“ segir Laufey. Hún seg-
ist vona að Vestmannaeyingar og
unnendur Þjóðhátíðar taki vel við sér.
„Eyjalögin eru ekki bara Eyjalög
lengur; þau eru sungin um allt land.
Það má segja að þetta sé orðin þjóð-
areign,“ segir hún.
Bókin Undurfagra ævintýr var
unnin í samstarfi við Sögur útgáfu,
með samþykki ÍBV og Vestmanna-
eyjabæjar, í tilefni af 100 ára kaup-
staðarafmæli Vestmannaeyjabæjar
og 145 ára afmæli Þjóðhátíðar.
Lagasmiðir Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ sömdu mörg þjóðhátíðarlög.
Útgáfa Laufey Jörgensdóttir
tók saman Undurfagra ævintýr.
Skrásetur merkan menningararf
Laufey Jörgensdóttir gefur út bókina Undurfagra ævintýr Hefur tekið saman þjóðhátíðarlög og
umfjöllun um þjóðhátíðarmenningu Vestmannaeyja „Það má segja að þetta sé orðin þjóðareign“