Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
AF LJÓÐUM
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Í hnyttnum og lofsamlegum for-mála að safnbókinni Með-gönguljóð - Úrval skrifar
skáldið Sjón að eitt af undrum bók-
mennta sé að alltaf skuli ný mann-
eskja fá þá flugu í höfuðið að heim-
urinn þarfnist fleiri ljóða, og ekki
bara fleiri ljóða heldur ljóða eftir
einmitt hana
sjálfa. „En líkt
og þau vita sem
það hafa reynt er
það að yrkja ljóð
einhver gagns-
lausasta iðja sem
hugsast getur.
Þegar látið er
undan þessari
furðulegu og
óviðráðanlegu
löngun verður ekki bara til ljóð
heldur líka ljóðskáld. Það gerir at-
hæfið síst skiljanlegra,“ skrifar
Sjón. Hann hrósar aðstandendum
Meðgönguljóða síðan fyrir að hafa
„passað upp á að nokkur grömm af
nýortum ljóðum verði á vegi okkar
þegar við þurfum að bæta á okkur
ómissandi þarfleysu“. Og Sjón spá-
ir því að lokum að þegar íslensk
ljóðlist síðustu ára verði metin þá
vegi þunnar útgáfubækur þessa
hugsjónaforlags þungt.
Ljóð úr öllum 33 bókunum
Það er vissulega fengur að
þessu úrvalsriti Meðgönguljóða,
sem kom út á þriðja hundrað síðna
þykkt og innbundið í blá spjöld
fyrr á árinu, þegar dánarvottorð
útgáfunnar hafði formlega verið
gefið út.
Skáldin Valgerður Þórodds-
dóttir og Kári Tulinius stofnuðu
Meðgönguljóðaseríuna ásamt
Sveinbjörgu Bjarnadóttur árið
2012. Þau skrifuðu saman fyrstu
ljóðabókina sem þau gáfu út og sáu
Að yrkja ljóð er einhver gagns-
lausasta iðja sem hugsast getur
Ljósmynd/Gulli Már
Skáldahópur Hluti skáldanna 32 sem sömdu ljóðin í bókunum í hinni athyglisverðu útgáfuröð Meðgönguljóða.
um að ritstýra flestum bókunum á
fyrri hluta starfstíma seríunnar,
eða til ársins 2015 en þá stofnaði
Valgerður forlagið Partus sem eftir
það sá um útgáfu verkanna.
Bækur Meðgönguljóða urðu 33
og í þessu fína úrvalsriti eru birt
nokkur ljóð úr þeim öllum. Ég hef
lesið allnokkrar bókanna og notið,
enda bækurnar vel unnar og for-
vitnilegar, og frágangurinn líka
góður. En hér gefst innsýn í öll
verkin og það hversu fjölbreytileg
þau eru. Auk formála Sjóns ritar
Arngunnur Árnadóttir, skáld og
klarínettuleikari, annan, en hún gaf
sína fyrstu bók út í ritröðinni, og
eftirmálar eru líka tveir; fyrst er
upplýsandi samtal Valgerðar og
Kára um upphaf og sögu Með-
gönguljóða og þá spjalla á prenti
skáldin Kristín Svava Tómasdóttir
og Þórður Sævar Jónsson, sem rit-
stýrðu seinni hluta bókanna með
Kára, um hverja og eina hinna 33.
Og það er líka forvitnilegur lestur.
Aftast í bókinni er listi yfir
skáldin og ritstjórana sem þau
unnu með, litmyndir af kápum allra
bókanna og loks portrett af skáld-
unum í lit. Það er góð hugmynd og
myndirnar í anda skyndimynda,
hráar og flasslýstar, en sem ljós-
myndari og kennari á því sviði við-
urkenni ég fúslega að hallinn á
mörgum myndanna fór í taugarnar
á mér, hann er tilgerðarlegur og
virkar ekki. Til að halli virki í ljós-
mynd þarf að beita honum mark-
visst til að skapa spennu þar sem
meginviðfang myndarinnar er rétt
við. Þess í stað er eins og sum
skáldin séu að renna hér úr ramm-
anum – sem getur ekki hafa átt að
vera ætlunin.
Skóli í besta skilningi
Eitt af því sem aðstandendur
Meðgönguljóða gerðu svo vel var
að koma öllum skáldunum í sam-
starf við ritstjóra. Og þar á meðal
voru sannkallaðir reynsluboltar,
skáld á borð við Þórarin Eldjárn,
Lindu Vilhjálmsdóttur, Sjón, Jón
Kalman Stefánsson, Hallgrím
Helgason og Anton Helga Jónsson.
Markmið útgáfunnar var frá byrjun
að gefa út stuttar ljóðabækur eftir
unga eða nýja höfunda. Og fyrir
listamenn sem eru að taka sín
fyrstu skref er þriðja augað gríðar-
lega mikilvægt; gagnrýninn yfir-
lestur og góð ráð sem reynslumikl-
ir kollegar búa yfir geta verið
ómetanleg, en er nokkuð sem hefur
iðulega ekki verið lögð nægjanleg
rækt við hér á landi. Er samt al-
gjörlega nauðsynlegt. Eins og Arn-
gunnur skrifar réttilega: „Að lista-
menn þurfi félagsskap til að spegla
sig í er ekkert nýtt. List verður
sjaldnast til í einangrun. Og einna
helst á fyrstu stigum ferilsins
þarfnast listamaður þess að geta
speglað sig í og lært af öðrum, ver-
ið sammála eða ósammála í nær-
andi og opnu umhverfi. Ekki síst
fyrir þessar sakir eru Meðgöngu-
ljóð mér og eflaust mörgum sem að
þeim hafa komið afar kær. Sam-
félag á borð við Meðgönguljóð er
skóli í besta skilningi þess orðs …“
Konur markvisst
í meirihluta
Hér var því um að ræða eins
konar uppeldisstofnun ungskálda,
sem byggð var á metnaði og hug-
sjónum um að aðstoða ung skáld
við að koma skrifum sínum á fram-
færi, en forvitnilegt er að lesa lýs-
ingar á því þegar útgefendur og
skáld sátu heilu dagana og saum-
uðu fyrstu útgáfubækurnar saman.
Tuttugu og eitt skáldanna sem
gáfu út í seríunni eru konur og var
það snjöll og meðvituð ákvörðun að
þær væru í meirihluta, sem Kári
rifjar upp að hafi ekki kætt alla.
Hann var eitt sinn á kaffihúsi er að
honum kom karl nokkur og vildi
láta hann fá handrit. „Meðan hann
var að gransa eftir því í töskunni
spurði hann hve fljótt ég héldi að
bókin gæti komið út. Ég svaraði að
það yrði að bíða allavega þangað til
tvær konur myndu gefa út bækur.
Skáldkarlinn lokaði töskunni sinni
og fór.“
Einnig er athyglisvert að sjá
Valgerði útskýra stofnun útgáfu-
raðarinnar sem pólitíska ákvörðun.
Þau vildu bæta aðgengi að ódýrum
en vönduðum ljóðabókum í versl-
unum, styðja við útgáfu skálda
undir þrítugu, aðstoða skáldin með
aðgengi að stuðningskerfi, bregðast
við kynjahallanum í útgáfunni og
stuðla að auknum fjölbreytileika.
Þá er hún svekkt yfir því sem hún
kallar „áhugaleysi styrkjaumhverf-
isins“.
Þeim sem fyrir hafa verið í
pontu finnst ekki alltaf auðvelt þeg-
ar aðrir troða sér þar að eins og
sést á þeim orðum Valgerðar að
henni hafi þótt svekkjandi að fá þá
gagnrýni frá fyrri grasrótar-
útgáfum „að við værum ekki nægi-
lega pönkuð“. Slík viðbrögð má þó
kalla klassísk, meðlimir listhreyf-
inga reyna svo oft að sparka í þá
sem þeim finnst þeim stafa ógn af;
sem vinna að sköpuninni með öðr-
um hætti. Meðgönguljóðaröðin á
einmitt hrós skilið fyrir fjölbreyti-
leikann í verkum ungskáldanna,
sem er alltaf faglega fram settur.
Kári segir þau hafa gengið inn
í holu í bókmenntalandslaginu, fulla
af braki, sem hafi myndast þegar
Nýhil, sem var önnur grasrótar-
útgáfa, lagði upp laupana veturinn
2010-11. Hann segir þau hafa verið
krítísk á það hvernig Nýhil hafði
starfað. Mest sjokkerandi fannst
þeim hversu fáar konur höfðu gefið
út undir þeirra merkjum; af rétt
rúmlega 60 bókum útgáfunnar voru
konur höfundar aðeins sjö.
Gott safnrit samtímaljóða
Eins og fyrr segir hafði ég les-
ið hluta útgáfubókanna en þetta úr-
valsrit gefur fyrirtaks yfirsýn yfir
hvers konar verk er um að ræða,
og birt eru mörg fín og fjöl-
breytileg ljóð þar sem viðfangs-
efnin og nálgunin eru furðu marg-
breytileg. Þetta er því gott safnrit
verka íslenskra ungskálda á þeim
áratug sem er að líða. Ég hvet les-
endur til að ná sér í eintak, lesa og
kynna sér forvitnilegt úrvalið og
læt nægja að nefna í lokin eitt
skáldanna, og það yngsta, Maríu
Ramos, en þetta stutta ljóð hennar,
„Tabula Rasa“, er um blaðið óskrif-
aða og hvíta sem ritverkin birtast á
en það er úr bókinni Salt sem kom
út í fyrra:
þar til allt
í einu
hún tekur upp
pennann og
skrifar söguna
á sjálfa sig.
»Hér var því um aðræða eins konar
uppeldisstofnun ung-
skálda, sem byggð var á
metnaði og hugsjónum
um að aðstoða ung skáld
við að koma skrifum sín-
um á framfæri.
Kári
Tulinius
Valgerður
Þóroddsdóttir
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
MÁLA
Í SUMAR?
VITRETEX á steininn.
HJÖRVI á járn og klæðningar.