Morgunblaðið - 01.08.2019, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 01.08.2019, Qupperneq 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 MONACO hægindastóll. Svart PU leður. 99.900 kr. Nú 29.900 kr. CACTUS krukka með krana. 8 lítrar. 3.995 kr. Nú 1.995 kr. STOOL kollur. Svartur. Ø34x45 cm. 9.900 kr. Nú 2.900 kr. 70% 70% 75% YORKSHIRE felliborð og 2 fellistólar. 34.900 kr. Nú 14.950 kr. 57% BALL MULTI loftljós. Hvítt með 7 kúplum. Ø12 cm. 79.995 kr. Nú 19.999 kr. 50% útsölulok af ÖLLUM vörum 70%20- SUMMER sessa. 40x40 cm. 3 litir. 1.495 kr./stk. Nú 445 kr./stk. 70% 6. ágúst Tríóið Meraki kemur fram á Freyju- jazzi í Listasafni Íslands í dag kl. 17.15. Tríóið skipa Sara Mjöll Magn- úsdóttir á píanó, Rósa Guðrún Sveinsdóttir á saxófón og þver- flautu og Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló. Þær leika djasslög eftir ýmsa íslenska höfunda svo sem Einar Scheving, Inga Bjarna Skúla- son og Þorgrím Jónsson í bland við eigin verk. Meraki leikur í Lista- safni Íslands í dag FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 213. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðju- maður úr HK, var besti leikmað- urinn í úrvalsdeild karla í fótbolta í júlímánuði samkvæmt einkunna- gjöf Morgunblaðsins. „Ég hef enn þá hrikalega gaman af þessu. Ég held að ég hafi notið mín ágætlega eins og margir liðsfélagar mínir,“ segir Ásgeir Börkur en viðtal við hann og úr- valslið júlímánaðar er að finna á íþróttasíðum. »58 Hef enn þá hrikalega gaman af þessu ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Jelena Ciric býður áheyrendum í tónlistarferðalag um Serbíu í Mengi í kvöld kl. 21. Með henni leika Margrét Arnardóttir á harmonikku og Ásgeir Ásgeirsson á gítar. Í kynningu er bent á að Serbía, sem sé liggi á krossgötum austurs og vesturs, eigi sér ríka tónlistarhefð þar sem lifandi taktar, dularfullar laglínur og litríkar sögur heilli. Jelena, sem fæddist í Serbíu, hefur búið og starfað hér- lendis frá 2016 sem tónlistarkona. Hún lauk BA-gráðu í klassískum söng frá University of Toronto og mastersgráðu í rytmískri tónlist frá Berklee College of Music. Söngvar frá Serbíu Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Veðurathugunarstöðin á Hjarðar- landi í Biskupstungum er heitur reitur. Veðrið í líðandi viku – og raunar í allt sumar – hefur verið sér- staklega gott; sól og bongóblíða nán- ast upp á hvern dag. Síðastliðinn mánudag fór hitastig á Hjarðarlandi í hæstu tölu sem sést hefur á land- inu bláa á þessu sumri, en klukkan 15 þann dag mældist hitinn á kvika- silfursmælinum þar 26,5 gráður. Það er sú opinbera tala sem miðað verður við, þótt sjálfvirkur mælir hafi sýnt 0,4 gráðum hærra. Mestur hiti í ágúst 2004 Hjarðarland er langt inni í landi í uppsveitum Árnessýslu, ekki langt frá Gullfossi og Geysi, en þar inn við hálendisbrúnina gætir oft megin- landsloftslags, að sögn veðurfræð- ings. „Mánudagurinn var mollulegur að maður vissi varla hvort væri betra að vera úti eða inni í hitanum. Um miðjan daginn, þegar hitinn fór hæst, var hér mjög hægur andvari af austri og léttskýjað. Margir þætt- ir fóru saman svo hér yrði jafn hlýtt og tölur staðfesta,“ segir Kolbrún Ósk Sæmundsdóttir veðurathugunarmaður. Kolbún Ósk og Egill Jónsson eig- inmaður hennar hafa búið frá 1988 á Hjarðarlandi þar sem veðurathug- anir hafa verið gerðar frá árinu 1990. Kolbrún tók við starfi veður- athugunarmanns árið 2004, en 10. ágúst það sumar náði hitinn á Hjarðarlandi hæstu tölu sem þar hefur nokkru sinni sést; 28,5 gráð- um. „Þetta var nokkurra daga hita- bylgja sem gekk yfir landið og metin féllu víða. Tölurnar frá því á mánu- daginn eru það sem næst kemst þessu fimmtán ára gamla meti,“ segir Kolbrún Ósk. Hvorki hún né Egill vilja dæma um hvort hitabylgj- an nú tengist loftslagsbreytingum, sem aðrir kalla hamfarahlýnun af mannavöldum. Aðeins vísindamanna eða annarra sérfróðra sé að kveða upp úr með slíkt. Hinu megi þó halda til haga að góð veðrátta styðji við búskapinn á Hjarðarlandi, eins og annars staðar. Heyskapur hafi sjaldan gengið jafn vel og í sumar. Veðurathuganir fimm sinnum á sólarhring Á Hjarðarlandi er veður athugað fimm sinnum á sólarhring; klukkan 6, 9, 15, 18 og 21. Á þeim athugunum byggjast veðurlýsingarnar af stöðv- um hringinn um landið sem lesnar eru á Rás 1 tvisvar á dag. Þá eru gerðar sjálfvirkar mælingar á bæn- um á klukkustundarfresti og þær fara beint og stafrænt til veðurstof- unnar. Raunar er sjálfvirknin orðin ráðandi í athugunum á veðri og mönnuðum stöðvum hefur fækkað talsvert í seinni tíð. „Mér finnst gaman að sinna veð- urathugunum. Þú þarft að fylgjast með umhverfi þínu og veðráttu og sjálf spái ég oft – nánast ósjálfrátt – í skýjafar á himni enda er það hluti af því sem við þurfum að fylgjast með og skrá. Þar finnst mér falleg- ust vindsorfnu netjuskýin á kvöld- himninum sem stundum eru roða- slegin í sólarlaginu,“ segir Kolbrún Ósk að síðustu. Hjarðarland í hitanum  Hvergi mælst hlýrra á landinu í sumar  26,5 gráður  Heitt við hálendisbrún  Bongóblíða í Biskupstungum Morgunblaðið/Hari Sumar Kolbrún Ósk og Egill léttklædd við hitamælinn á Hjarðarlandi, en þaðan bárust heitar fréttir í vikunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.