Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 6. Á G Ú S T 2 0 1 9 Stofnað 1913  182. tölublað  107. árgangur  SKEMMTILEG- ASTA HVERFI BORGARINNAR SEX FRÁ ÍSLANDI TÓNLIST OG GLEÐI Á GRANDA HEIMSLEIKAR Í CROSSFIT 10 INNIPÚKINN 29ÚLFARSÁRDALUR 6 Jarðvarmanýting » Ísland er í níunda sæti yfir lönd sem nýta jarðvarma mest. » Kenía hefur tekið fram úr Ís- landi. » Fyrir ofan eru meðal annars Indónesía og Filippseyjar. „Að mínu mati hefur vinna við rammaáætlun bæði hallast of mikið á náttúruverndarhliðina og lítið tillit tekið til samfélagslegra og efnahags- legra þátta.“ Þetta segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri sem segir að áfram eigi að þróa á Íslandi jarðhita og vatnsafl með skynsam- legum hætti. „Til þess að geta haldið áfram að sinna sérfræðivinnu og að- stoða erlend ríki þurfum við að hafa ferska reynslu af uppbyggingu jarð- hitavirkjana og sérfræðinga sem haft hafa verkefni hér heima, núna sneyðist um þessi verkefni og inn- lendi markaðurinn er að dragast saman,“ segir hann í tilefni af því að Kenía tók nýverið fram úr Íslandi á lista yfir þau lönd sem nýta jarð- varma mest. Segir hann það ákveðinn sigur fyr- ir Íslendinga að jarðhitavinnsla hafi náð sér á strik í löndum eins og Ken- íu og Indónesíu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS orku, tekur í svipaðan streng og seg- ir: „Ég get ekki tekið undir þau sjón- armið að ekki eigi að virkja meira, að því sögðu að það snúist ekki bara um að virkja heldur að mæta þörfum samfélagsins.“ Vilja ekki virkja minna  Kenía tekur fram úr Íslandi þegar kemur að jarðvarmanýtingu  Orkumála- stjóri segir að áfram eigi að þróa jarðhita og vatnsafl með skynsamlegum hætti MKenía komin ofar Íslandi í … »14 AFP Texas Fólk syrgir utan við Wal- mart-verslunina þar sem 20 létu lífið. Donald Trump Bandaríkjaforseti krafðist geðheilbrigðisrannsóknar á kaupendum skotvopna og dauða- refsingar á fjöldamorðingjum í ávarpi í beinni sjónvarpsútsendingu í gær. Ávarpið hélt hann vegna tveggja fjöldamorða sem áttu sér stað í ríkj- unum Texas og Ohio um helgina, en árásirnar tvær kostuðu samanlagt 30 manns lífið. „Geðsjúkdómar og hatur toga í gikkinn, ekki byssan,“ var á meðal þess sem Trump sagði í ávarpinu en lét hjá líða að lýsa stuðningi við til- lögur um takmörkun vopnaeignar sem liggja fyrir þinginu. Andstæðingar forsetans úr röðum Demókrataflokksins sögðu Trump vera hluta vandans sem upp er kom- inn og vísuðu til áróðurs hans gegn innflytjendum og andstöðu við tak- mörkun vopnaeignar. Árásarmaðurinn í El Paso í Texas var tuttugu og eins árs og er sagður vera andstæðingur innflytjenda. Er hann talinn höfundur áróðurs á sam- félagsmiðlum þar sem hann lýsti árásinni sem svari við „innreið spænskumælandi fólks“ í Texas. »13 Geðsjúkdómar togi í gikkinn  Trump fordæmdi kynþáttafordóma og drottnunargirnd Sannkölluð mannmergð var á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum sem var haldin með pomp og prakt um helgina. „Þetta var draumi líkast,“ segir tals- maður þjóðhátíðarnefndar. Í brekkusöngnum á sunnudagskvöldið voru tólf til þrettán þúsund söngþyrstir einstaklingar samankomnir. Reykjavík var tómleg þessa helgina en borg- arbúar, líkt og aðrir, flykktust á hátíðir sem haldnar voru víða um land. »4 Þrettán þúsund manns komu saman í Herjólfsdal Morgunblaðið/Óskar Friðriksson Þjóðhátíðin í Heimaey um verslunarmannahelgina  Umhverfis- stofnun hefur heimilað inn- flutning á risa- maurum frá Brasilíu til að sýna í Fjöl- skyldu- og hús- dýragarðinum og heimilaði enn fremur innflutn- ing á allt að tutt- ugu milljón ránmítlum á ári til tíu ára. Eru mítlarnir ætlaðir til sölu sem lífrænar varnir í gróðurhúsum og garðplöntustöðvum. Stofnunin synjaði hins vegar um- sóknaraðila um leyfi til innflutn- ings á milljón smáostrum frá norð- urströnd Spánar, þær áttu að fara í áframræktun í Skjálfandaflóa. »2 Mega flytja inn tutt- ugu milljón ránmítla Brasilískur risamaur. Grindhvalavöður hafa leitað nærri ströndum Íslands á Suðvestur- og Vesturlandi í auknum mæli upp á síð- kastið en á milli 50 og 60 hvalir strönduðu í fjörunni við Útskála- kirkju í Garði á föstudaginn var. Ekki er vitað um ástæður þessarar hegð- unar sem virðist árstíðabundin en líf- fræðingar eru með ýmsar kenningar um það hvers vegna hvalirnir leiti á land. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur telur að aukinn þéttleiki meðal grindhvala við þennan hluta landsins hafi áhrif og telur að skýringin sé lífssögutengd. „Svo er líka burðartími sem gerir þá enn berskjaldaðri fyrir einhverju svona. Allur hópurinn tekur þátt í burðinum og er í kringum móðurina þegar hún er að bera og þannig geta þeir hægt og rólega farið upp í grynn- ingarnar á þessum slóðum,“ segir hún. Sverrir Daníel Halldórsson, líf- fræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir engar skýringar hafa fundist á hegðun hvalanna. Þeir séu þó hugs- anlega að elta veik dýr í hópnum, séu truflaðir af segulsviði jarðar eða séu að elta fæðu. »6 Hvalir leita oftar nærri ströndum  Um tíu ein- staklingar höfðu samþykkt að greiða hærra verð en upp- haflega var samið um fyrir íbúð á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni (FEB) þegar Morgunblaðið heyrði í til Ell- erti B. Schram, formanni FEB, í gær. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu fyrir helgi hefur FEB þurft að krefja kaupendur íbúða í íbúða- blokk félagsins í Árskógum 1-3 í Breiðholti um að greiða hærra verð en upphaflega stóð til vegna ófyrir- séðs kostnaðarauka. Stjórn FEB fundar um málið í dag og átti fundi við einstaka kaupendur fyrir helgi. Munu fundir með kaup- endum halda áfram í dag. „Þetta er mjög erfitt, við erum að vinna í þessu og erum að gera okkar besta,“ segir Ellert sem segir FEB horfast í augu við það núna að mis- tökin hafi átt sér stað hjá félaginu. Hann segir að fólk hafi rétt á því að fara með málið fyrir dóm og skil- ur óánægju sumra en segir að slík málalok yrðu að líkum „vandræða- leg“ og „hörmuleg“. »2 Ellert B. Schram Tíu hafa samþykkt að greiða meira

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.