Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019 DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001 PUNTA PRIMA – GLÆSILEG SAMEIGN Verð frá 24.700.000 Ikr. (183.000 evrur, gengi 1evra/135Ikr.) • 2 eða 3 svefnherbergi • 2 baðherbergi • Glæsilegur sameiginlegur sundlaugargarður • Stórar svalir, þakverönd eða sér garður • Sér geymsla og stæði í bílakjallara • Stutt í ótal golfvelli • Stutt í verslanir og veitingastaði Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Landverðir í Kerlingarfjöllum stóðu erlenda ferðamenn að utanvegaakstri um helgina. Um minni háttar spjöll var að ræða, samkvæmt því sem fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Sá háttur var hafður á að ferðamennirnir voru látnir hafa kústa og hrífur og gert að lagfæra hjólförin sem komið höfðu eftir bifreið þeirra. Lögreglan á Suðurlandi er með málið til rann- sóknar. Óku utanvegar í Kerlingarfjöllum Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Síðasta keppnisdegi heimsleikanna í crossfit, sem haldnir voru í Ma- dison í Wisconsin-ríki í Bandaríkj- unum dagana 1. til 4. ágúst lauk formlega í gær og úrslit liggja fyrir. Hinn bandaríski Mathew Fraser tryggði sér efsta sætið og heimsmeistaratitilinn í aðalkeppni karla en hin ástralska Tia-Clair Toomey endaði í fyrsta sæti í að- alkeppni kvenna. Sex Íslendingar tóku þátt í að- alkeppni einstaklinga og fjórir í öðrum flokkum. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur íslensku keppendanna í aðalkeppni einstaklinga en hann hafnaði í þriðja sæti í einstakl- ingskeppni karla en hann var þriðji í mark í síðustu æfingu gær- dagsins. Annie Mist í tólfta sæti Katrín Tanja Davíðsdóttir end- aði í fjórða sæti í einstaklings keppni kvenna og Þuríður Erla Helgadóttir í tíunda sæti. Annie Mist Þórisdóttir, sem er tvöfaldur heimsmeistari í crossfit, endaði í tólfta sæti og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í tuttugasta sæti og Oddrún Eik Gylfadóttir hafnaði í 39. sæti. Hvorki Annie Mist né Ragnheiður Sara komust í gegn- um niðurskurð í keppninni í fyrra- dag og Oddrún Eik náði ekki inn fyrir hann. Eftir niðurskurðinn stóðu aðeins eftir tíu keppendur í hvorum flokki. Var þetta í fyrsta skiptið sem niðurskurður var gerður svo snemma í leikunum. Er þetta í fyrsta skiptið síðan árið 2013 sem engin íslensk kona nær verðlaunasæti. Í fyrra hafnaði Katrín Tanja í þriðja sæti og 2017 tók Annie Mist bronsið. Katrín Tanja var heimsmeistari tvö ár í röð, 2015 og 2016 og auk þess hafnaði Ragnheiður Sara í þriðja sæti bæði árin. Árið 2014 tryggði Annie Mist sér silfrið. Brynjar Ari í þriðja sæti Íslendingar í öðrum flokkum en aðalkeppni fullorðinna á heims- leikunum í ár voru fjórir talsins. Sigurður Þrastarson endaði í þriðja sæti í flokki 35 til 39 ára karla en Stefán Helgi Einarsson hafnaði í því sjötta. Brynjar Ari tryggði sér þriðja sætið í flokki 14 til15 ára drengja og Hilmar Þór Harðarson endaði í fimmta sæti í flokki karla 60 ára og eldri. Engin íslensk kona í verðlaunasæti  Björgvin varð efstur Íslendinga á heimsleikum í crossfit Þrekraunir Keppendur hafa þurft að leggja ýmislegt á sig síðastliðna daga. Sterk Íslensku keppendurnir í aðalkeppni einstaklinga á crossfit-leikunum. Sigurjón Þórsson bílstjóri, sem varð fyrir því óláni að aka olíubíl út af þjóðvegi 1 á Öxnadalsheiði þar sem hann valt, hefur ákveðið að hætta akstri stórra bíla í atvinnuskyni. Sigurjón, sem er 33 ára gamall, hefur starfað sem atvinnubílstjóri með hléum yfir 13 ára tímabil. Hann kveðst með þessari ákvörðun axla ábyrgð á mistökum sínum. Í samtali við Morgunblaðið síðastlið- inn laugardag lýsti Sigurjón slysinu en hann hafði dottað eitt augnablik með þeim afleiðingum að bifreið hans lenti utan vegar. Slysið á Öxnadalsheiðiðinni er fyrsta slysið sem Sigurjón lendir í á bílstjóraferli sínum en hann á að baki á fimmta hundrað þúsund kílómetra atvinnu- akstur í það heila. Vel hugað að starfsfólki Fram kom í viðtalinu að Sigurjón hefði unnið mikið áður en slysið varð en ekki nægilega skýrt að hann stundaði aukavinnu við leigu- bílaakstur um helgar meðfram störfum sínum hjá Olíudreifingu. Fyrst og fremst megi rekja upp- safnaða þreytu hans til þeirra starfa. Hjá Olíudreifingu sé hins vegar vel hugað að því að starfs- menn virði og haldi hvíldartíma- ákvæði svo sem reglur segi fyrir um. Þakklátur Olíudreifingu „Minn fráfarandi vinnuveitandi, Olíudreifing, bæði stjórnendur og aðrir starfsmenn, hefur stutt mig í þeim áföllum sem ég hef orðið fyrir undanfarið ár, því mun ég ekki gleyma og þakka ég þeim sam- starfið,“ segir Sigurjón sem hafði sagt starfi sínu lausu og hugðist flytja búferlum frá Akureyri til Hafnar í Hornafirði þar sem hann hafði ráðið sig í nýtt starf sem leið- beinandi við Framhaldsskóla Aust- ur-Skaftafellssýslu. Af því verður þó ekki og Sigurjón einbeitir sér nú að því langa bataferli sem fram- undan er. Hann kveðst fyrst og fremst þakklátur fyrir að hafa ekki valdið öðrum tjóni með því óhappi sem varð við veltu olíubílsins, það sé svo sannarlega kraftaverk að enginn hafi verið á ferðinni þar á þeim tíma sem það varð. Morgunblaðið/Margrét Þóra Óhapp Sigurjón Þórsson ætlar að einbeita sér að því á næstunni að ná bata. Þreytan vegna aukavinnu  Bílstjórinn hættir akstri stórra bíla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.