Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 13
Ríkisstjórn Indlands hefur afráðið að fella úr gildi
stjórnarskrárgrein um sérstöðu og sjálfstjórn Kasmír á
mótum Indlands og Pakistans. Talið er að ákvörðunin
muni valda ófriði. Indverjar hafa á allra síðustu dögum
flutt tugi þúsunda hermanna til héraðsins og ferða-
mönnum síðustu daga hefur verið gert að yfirgefa hér-
aðið. Á myndinni lýsa pakistanskir stúdentar andstöðu
sinni við ákvörðun Indverja. agas@mbl.is
AFP
Sérstaða Kasmír afnumin
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019
Verslun Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is | kemi@kemi.is
Tæki sem lesa sjálf ástand rafgeyma og
tryggja að ekki er hægt að tengja rangt.
Neistafrí og hættulaus.
STARTTÆKI
FYRIR ÖLL ÖKUTÆKI
ER RAFGEYMIRINN DAUÐUR
Mótmælin í Hong Kong færðust í
aukana í gær er þau breiddust út í
bresku nýlendunni fyrrverandi. Tók-
ust óeirðalögregla og lýðræðissinnar
á víða í ríkinu og hefur ofbeldi ekki
verið meira í Hong Kong frá því upp
úr sauð fyrir tveimur mánuðum. Í
gær skall þar á allsherjarverkfall
sem lamaði samgöngur í borginni og
flugsamgöngur einnig.
Carrie Lam ríkisstjóri ítrekaði að
hún myndi ekki láta undan mótmæl-
endum sem hún sagði grafa undan
lögum og reglu. Sagði hún að Hong
Kong væri „á barmi mjög hættulegr-
ar stöðu“. Framferði mótmælenda
vægi að „eins ríkis, tveggja kerfa“
skipulaginu, sem hefði verið við lýði í
Hong Kong frá því Kínverjar tóku
við borgríkinu úr höndum Breta árið
1997.
Mótmælendur trufluðu lestarsam-
göngur á mesta annatíma, héldu
fjölda útifunda, sátu um lögreglu-
stöðvar og fleygðu lauslegum hlutum
að þinghúsinu. Skaut lögregla tára-
gasi á mótmælendur í að minnsta
kosti 11 borgarhverfum er hún
reyndi að brjóta mómælin á bak aft-
ur og stökkva mótmælendum á
flótta. Upphafleg ástæða mótmæl-
anna var andstaða almennings við
fyrirhuguð lög sem munu heimila yf-
irvöldum að framselja menn til Kína.
Mótmælin aukast
í Hong Kong
Ofbeldi aldrei verið meira í borginni
AFP
Mótmæli Allsherjarverkfall lamaði
atvinnulíf í Hong Kong í gær.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
fordæmdi „kynþáttafordóma, hatur
og drottnunargirnd“ hvítra manna í
ávarpi í beinni sjónvarpsútsendingu í
gær vegna tveggja fjöldamorða í
Bandaríkjunum um helgina er kost-
uðu 30 manns lífið í Texas og Ohio.
Í ávarpinu krafðist Trump geð-
heilbrigðisrannsóknar á kaupendum
skotvopna og dauðarefsingar á
fjöldamorðingjum. „Geðsjúkdómar
og hatur toga í gikkinn, ekki byss-
an,“ sagði Trump en lét þó hjá líða að
lýsa stuðningi við tillögur um tak-
mörkun vopnaeignar sem liggja fyrir
þinginu. Hann sagði „hatur eiga sér
engin grið í bandarísku samfélagi.
Árás á Walmart-stórverslun í El
Paso í Texas kostaði 20 mannslíf og
níu létust í hryðjuverkaárás í borg-
inni Dayton í Ohio-ríki. Meðal ann-
ars hefur Trump verið ásakaður um
að bera einhvern skerf af ábyrgðinni.
Sagði hann í gær að „ef til vill þarf að
gera eitthvað meira“ til að afstýra
árásum sem þessum. Andstæðingar
forsetans úr röðum Demókrata-
flokksins segja Trump vera hluta
vandans og vísuðu til áróðurs hans
gegn innflytjendum og andstöðu
hans við takmörkun vopnaeignar.
Fulltrúar demókrata hafa brugð-
ist harkalega við ódæðisverkunum
um helgina og krafist nýrra laga um
takmörkun byssueignar. Svaraði
Trump því í gær að hann skyldi
leggja sitt af mörkum í því skyni – en
með skilyrðum. „Við verðum að vona
að þessir sorglegu atburðir tveir leiði
eitthvað gott, ef ekki stórkostlegt, af
sér,“ tísti Trump á samfélagsmiðl-
um. Búist var við að hann myndi
ávarpa þjóð sína vegna árásanna.
Breska útvarpið BBC segir að
uppástunga forsetans um aukið bak-
grunnseftirlit með kaupendum
vopna, sem repúblikanar hata, og
umbótum í málefnum innflytjenda,
sem demókratar hafa óbeit á, út-
heimti verulega þinglega og pólitíska
færni sem Trump hafi ekki sýnt að
staðaldri.
Tuttugu og eins árs hvítur maður
var handtekinn vegna skotárásar-
innar í El Paso en hann er sagður
andstæðingur innflytjenda. Er hann
talinn höfundur áróðurs á sam-
félagsmiðlum þar sem hann lýsti
árásinni sem svari við „innreið
spænskumælandi fólks“ í Texas.
Hver tilgangurinn var með árásinni í
Ohio er óljós en systir ódæðismanns-
ins var meðal þeirra níu sem þar
féllu áður en lögreglan gat tekið
hann úr umferð.
Trump sagði að koma yrði veg fyr-
ir fjöldamorð sem þessi. Saksóknar-
ar í Texas segja að litið sé á skotárás-
ina í El Paso sem staðbundið
hryðjuverk og til alvarlegrar skoð-
unar sé að saksækja morðingjann
fyrir „hatursglæpi“. agas@mbl.is
Trump fordæmir hryðjuverkin
Vill að kaupendur vopna sæti geðheilbrigðisrannsókn Demókratar vilja takmarka byssueign
AFP
El Paso Heimatilbúnir krossar og blóm til minningar um hina myrtu.
Franski frumkvöðullinn Franky Za-
pata hafði vart flogið á svifbretti
yfir Ermarsundið fyrstur manna á
sunnudag er hann lýsti því yfir að
hann vonaðist til að kynna fljúgandi
bíl fyrir árslok.
Bílinn munu 10 túrbínur knýja og
mun hver sem er eiga að stjórna
ferð hans. „Við búumst við að fá
heimild til flugtilrauna á næst-
unni,“ sagði Zapata. Í byrjun verð-
ur drægi hans 100 til 120 km en
stefnt er að því að það verði mun
lengra síðar. Það tók Zapata þrjú
ár að fullgera svifbretti sitt en ekki
tókst betur til en svo að hann missti
framan af tveimur fingrum í fyrsta
tilraunafluginu.
Flugbíll næst á dagskrá
FRAKKLAND
AFP
Flug Franky Zapata hefur ferðina á svif-
brettinu í Sangatte í Norður-Frakklandi.
Franski menn-
ingarmálaráð-
herrann Franck
Riester hefur
hvatt fyrirtæki
og almenning til
að láta af vax-
andi notkun
enskra orða og
frasa. Með þessu
segist hann vilja
gera sitt til að vernda franska
tungu, en böndin berast m.a. af
sjálfum forsetanum Emmanuel
Macron sem oft skýtur enskum orð-
tökum inn í ræður sínar.
Frakkar hafa lengi verið stoltir
af menningu sinni og máli og hafa
stöðugt reynt að verja þau vígi fyr-
ir ágangi enskunnar.
Riester birti áskorun sína á sam-
félagsvefnum Twitter í tilefni þess
að á sunnudag voru 25 ár frá því
sett voru sérstök lög um notkun
frönsku í útvarpi og sjónvarpi.
Hörð hríð var gerð að ráðherranum
og þjóðrækni hans á síðunni. Bent
var á reglulega notkun Macons og
helstu fyrirtækjaforstjóra á ensku
er þeir kynntu franskar nýjungar
og tækni. Nær væri að byrja þar en
að berja á almenningi. „Sjálfur
Macron brúkar frasa enskumæl-
andi manna,“ sagði þar m.a.
Sleppi enskum frösum
FRAKKLAND
Franck Riester