Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 19
að sjálfsögðu upp til varnar en þegar þeir voru lentir sveif Siggi enn rétt undir rjáfri húsanna. En það var ekki aðeins á íþróttavöll- unum sem Siggi heillaði, hann varð fljótt mikils metinn innan Vals og landsliðsins. Siggi féll fyr- ir Ragnheiði Lárusdóttur sem lék með Val og landsliðinu í handbolta og hamingjan hefur alla tíð geislað af þessu flotta pari. Knattspyrnu- félagið Valur eignaðist þarna eitt sitt verðmætasta par sem gaf því- líkan ávöxt. Strákarnir þrír; Dag- ur, Sigurður og Bjarki, hafa allir átt glæstan íþróttaferil en einnig feril í starfi fyrir félagið. Það hvílir sorg yfir Hlíðarenda og á meðal fjölda íþróttamanna annarra fé- laga sem kynntust Sigga og varð- veita nú góðar minningar. Það var ánægjuleg stund sem við eldri Valsmenn áttum með KR-ingum í Fjósinu á Hlíðarenda í vor þar sem Siggi naut sín vel innan um gömlu boltafélagana. Ragnheiður var einmitt í nefndinni sem sá um framkvæmdirnar við endurbygg- ingu þessara fyrstu mannvirkja sem Valur eignaðist og getur stolt notið hinnar velheppnuðu endur- reisnar. Kvatt hefur afbragðs íþróttamaður og persónuleiki eftir erfið veikindi og hugheilar kveðj- ur og þakkir eru hér sendar. F.h. fulltrúaráðs Vals, Halldór Einarsson. Kæri vinur og félagi, við kveðj- um þig með sorg og söknuð í hjarta. En minningarnar lifa og það er svo gott að eiga þær, úti- legur með börnin, menningar- heimsóknir, utanlandsferðir, skógrækt og svo golfið. Hver vegur að heiman er vegur heim. Löng verður nóttin nöturleg og dimm. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Ragnheiður, Lárus, Dagur og Bjarki, tengdadætur og barna- börn hafa misst mikið og hugur okkar er hjá þeim. Sigurður Dagsson var drengur góður, blessuð sé minning hans. Guðbjörg og Reynir. Sumir einstaklingar rísa upp yfir aðra án þess að gera sér grein fyrir því og eru á allan hátt stærri og meiri en samferðamennirnir. Sigurður okkar Dagsson var einn af þessum einstaklingum. Þegar hann kom niður á Hlíðarenda hin síðari ár naut ég þess að fylgjast með því hvernig fólk nálgaðist hann og Ragnheiði, eiginkonu hans, og kom fram við þau. Virð- ingin og aðdáunin var augljós, á báða bóga. Mér fannst eins og einn af Bítlunum væri mættur á svæðið; rokkari fótboltans, töffar- inn sem þurfti ekki markmanns- hanska, hélt samt öllum boltum, grjótharður en samt kattliðugur og með flugheimild á milli stang- anna. Siggi Dags var ofurhetja í heimi íþróttanna og goðsögn hjá Val, þjóðhetja í augum þeirra sem muna tímana tvenna. Það mun ekki breytast á meðan við í Val varðveitum söguna um hetjurnar sem léku með hjartanu og fórnuðu sér öllum stundum fyrir félagið sitt. Það sem var einna mest heillandi við Sigga Dags var hlé- drægnin. Hann þurfti enga at- hygli, lét lítið fyrir sér fara og gaf sviðsljóð eftir til annarra eins og sannur leiðtogi. Það er ógleyman- legt þegar hann tók við meistara- flokki Vals í fótbolta á miðju tíma- bili árið 1983 þegar illa gekk, með gleðina og einfaldleikann að leið- arljósi. Og ekki síst húmorinn. Valur lék sannkallaðan fallbar- áttuleik á heimavelli undir lok tímabilsins og fyrirsögn í DV á leikdegi var eftirfarandi: „Falli Valur fellur borgin.“ Nýi þjálfar- inn lét engan bilbug á sér finna, stappaði í okkur stálinu og stýrði liðinu upp í 5. sæti eftir erfiða fall- baráttu. Siggi Dags var hamingju- smiður, við dýrkuðum hann og dáðum og hefðum hlaupið á vegg fyrir hetjuna okkar. Ég læt félögum hans í Íslands- meistaraliðum Vals það eftir að tí- unda afrek hans fyrir félagið og með landsliðinu en hann hefði get- að átt glæstan landsliðsferil í handbolta en kaus fótboltaskóna. Siggi Dags var hins vegar braut- ryðjandi þess að hanga lengi í loft- inu í handbolta og síðan þá hafa aðeins örfáir leikmenn leikið það eftir. Hann stökk upp vel fyrir ut- an teig og flaug og beið þar til aðr- ir lentu en þá lét hann skotið ríða af. Þessi flughæfni hans kom sér einnig sérlega vel á knattspyrnu- vellinum, eins og portúgalska stjarnan Eusebio og félagar hans komust að þegar Valur „sigraði“ Benfica á Laugardalsvellinum, 0:0, árið 1968. Við í Knattspyrnufélaginu Val kveðjum Sigga Dags með söknuði og lútum höfði fyrir okkar ást- kæra höfðingja sem snerti sálar- strengi allra sem nutu návistar hans, og þeirra hjóna, í gegnum tíðina. Siggi Dags hafði auðmýkt og heiðarleika að leiðarljósi alla tíð, innan vallar sem utan, var ein- stök fyrirmynd og ástríkur fjöl- skyldumaður og vinur. Við vottum Ragnheiði, strákunum þremur, mökum, barnabörnum og ástvin- um samúð okkar og hjálpumst að við að halda minningu heiðurs- mannsins Sigga Dags á lofti um ókomna tíð. F.h. Knattspyrnufélagsins Vals, Þorgrímur Þráinsson. Sigurður Dagsson, einn af bestu markvörðum íslenskrar knattspyrnusögu, er fallinn frá. Siggi Dags hafði yfir sér einhvern ljóma og stíl sem markmaður í þá daga þegar menn voru berhentir á milli stanganna. Þegar ungir menn fóru í markið á sparkvöllum á 7. og 8. áratugnum þá vildu þeir vera Siggi Dags eða Gordon Banks. Siggi var aðalmarkvörður sig- ursæls Valsliðs á þessum árum. Hann var hluti af sterkum hópi sem tókst m.a. á við hið frábæra Benfica-lið á Laugardalsvelli þar sem Siggi fór á kostum í markinu í sögufrægu 0-0-jafntefli fyrir framan ríflega 18.000 áhorfendur. Hann var einnig í frábæru Valsliði 1976 þegar liðið vann tvöfalt. Þar fyrir utan var Siggi einnig mjög góður handboltamaður. Hann var einfaldlega íþróttamaður af guðs náð. Siggi lék 18 landsleiki á árun- um 1966-1977 og hlaut silfurmerki KSÍ. Ég man þó Sigga hvað best sem ungan þjálfara sem tók við Valsliðinu um mitt tímabil 1983 þegar ég var að stíga mín fyrstu spor í meistaraflokki félagsins. Siggi var þá réttur maður á réttum stað með góða blöndu af kunnáttu, ákveðni og léttleika sem einkenndi Sigga Dags alla tíð. Og það er einmitt það sem maður hugsar til á þessari stundu. Fé- lagsskapurinn, vináttan og þær ljúfu stundir í sigrum og ekki síð- ur í mótlæti sem menn takast á við saman í íþróttum. Eftir þetta ár og kynnin af Sigga var alltaf ein- hver taug okkar á milli þótt sam- skiptin væru ekki mikil. Alltaf var gott að hitta Sigga á vellinum og finna hlýjuna og léttleikann. Siggi Dags var bara flottastur innan vallar sem utan. Hann var líka gæfumaður að hitta hana Ragn- heiði sína og eignast með henni þá Lárus, Dag og Bjarka. Þeirra missir er mikill og við Ella vottum þeim, barnabörnunum og öllum ástvinum okkar innilegustu sam- úð. Blessuð sé minning Sigga Dags. Guðni Bergsson, formaður KSÍ. ✝ Álfheiður Unn-arsdóttir fædd- ist 20. maí 1931 á Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð. Hún lést 22. júlí 2019 á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mos- fellsbæ. Foreldrar hennar voru Unnar Benediktsson, f. 19. maí 1894, d. 3. maí 1973, og Valgerður Elíasdóttir, f. 29. desember 1901, d. 4. maí 1991. Systir Álfheiðar er Elsa Auðbjörg, f. 24. apríl 1934 og hálfsystir samfeðra, Jó- hanna, f. 28. ágúst 1929, d. 10. október 2008. Eiginmaður Álf- heiðar er Ingólfur Jóhannsson, f. 12. maí 1923, á Kirkjubæjar- klaustri. Foreldrar hans voru Jó- hann Sigurðsson, f. 7. desember 1886, d. 14. febrúar 1935, og Jó- hanna M. Magnúsdóttir, f. 14. nóvember 1889, d. 27. desember 1975. Álfheiður og Ingólfur gengu í maí 2013, og Eva Líf, f. 18. júlí 2017. Fyrir átti Heiða Björk Louisu Lind Jóhannesdóttur, f. 29. ágúst 2006, c) Ingólfur, f. 15. október 1990, sambýliskona Val- dís Ýr Ólafsdóttir, f. 29. apríl 1989, d) Ólöf Lovísa, f. 18. júní 1992, sambýlismaður Kristófer Már Maronsson, f. 27. september 1993, dóttir þeirra er Jóna Re- bekka, f. 26. janúar 2011. Fyrir átti Jónína Þórönu Elínu Dietz, f. 9. desember 1978, maki Þor- steinn Jónsson, f. 11. mars 1976, synir þeirra eru Jón Bjartur, f. 23. september 2010, og Hlynur Bjarki, f. 13. febrúar 2013. Álfheiður flutti til Seyðis- fjarðar árið 1937 og í Hveragerði 1944. Álfheiður stundaði nám við húsmæðraskólann að Varma- landi í Borgarfirði veturinn 1948-1949. Hún vann ýmis störf um ævina fyrir utan húsmóð- urhlutverkið, meðal annars hjá fataverksmiðjunni Últíma hf., sem forstöðukona í mjólk- urbúðum Mjólkursamsölunnar og í nýlenduvöruversluninni Ás- kjöri. Síðustu starfsárin vann hún á Borgarspítalanum. Útför Álfheiðar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 6. ágúst 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. hjónaband 19. nóv- ember 1949 og hófu búskap á Frakka- stíg 19 í Reykjavík. Árið 1962 fluttu þau á Grensásveg 58 þar sem þau bjuggu til ársins 2014 er þau fluttu í öryggisíbúð að Eirhömrum í Mosfellsbæ. Börn þeirra eru 1) Unnur Valgerður, f. 15. janúar 1952, maki Guðjón Magn- ússon, f. 13. febrúar 1952. Sonur þeirra er Magnús, f. 30. júlí 1979, maki Ingibjörg Sigurbjörns- dóttir, f. 21. apríl 1979, synir þeirra eru Guðjón, f. 3. október 2008, og Dagur, f. 15. febrúar 2011. 2) Jóhann, f. 24. september 1957, maki Jónína Daníelsdóttir, f. 19. febrúar 1958. Börn þeirra eru a) Ósk, f. 30. júní 1987, d. 30. júní 1987, b) Heiða Björk, f. 26. ágúst 1988, maki Árni Gísli Bryn- leifsson, f. 10. október 1984, börn þeirra eru Ingólfur Snær, f. 8. Álfheiður tengdamóðir mín kvaddi lífið á einu sólríkasta sumri sem við hér fyrir sunnan höfum lifað. Mér finnst það táknrænt fyr- ir lífshlaup hennar. Álfheiður var fædd á Hallgeirs- stöðum í Jökulsárhlíð en flutti sex ára gömul til Seyðisfjarðar ásamt foreldrum sínum og systur. Æskuárin fyrir austan höfðu mót- andi áhrif á hana og hún minntist þeirra oft, ekki síst sumranna í tjaldi á Fjarðarheiði þar sem faðir hennar stýrði vegagerð. Sjálfsagt hefur sú dvöl og árin á Hallgeirs- stöðum gert hana að því náttúru- barni sem hún var alla tíð. Árið 1944 flutti fjölskyldan í skáldabæinn Hveragerði, sem oft var nefndur svo á þessum árum. Á heimilinu voru skáld tíðir gestir og oft tekist hart á um bókmenntir og pólitík. Seinna sagði tengda- mamma mér að oft hefði henni þótt nóg um hitann sem stundum varð í umræðunum. Álfheiður stundaði nám við húsmæðraskól- ann að Varmalandi í Borgarfirði veturinn 1948-1949 og minntist þeirrar dvalar og skólasystra sinna með mikilli hlýju. Þau Álfheiður og Ingólfur Jóhannsson frá Núpum í Ölfusi gengu í hjónaband 19. nóvember 1949. Þeirra samband hafði því varað í hartnær 70 ár þegar Álf- heiður féll frá. Álfheiður og Ing- ólfur voru einstaklega samhent hjón, glaðsinna og gestrisin og öll- um leið vel í návist þeirra. Þau voru fróðleiksfús og ferðuðust víða, bæði innanlands og utan. Til marks um áhuga þeirra á öðrum löndum og menningu þeirra, þá fóru þau meðal annars í menn- ingarferðir til Ítalíu og heimsóttu Taíland og Túnis löngu áður en slíkar ferðir urðu algengar. Álf- heiður undi sér þó hvergi betur en í náttúru Íslands og tjaldútilega og fjölskylduferða í sumarbústaði víða um land er ljúft að minnast. Álfheiður var góður kokkur og mjög vandfýsin á hráefni. Köku- gerðarmeistari var hún með þeim ágætum að henni tókst meira að segja að koma ofan í mig tertu- sneið sem annars fáir hafa leikið eftir nema móðir mín heitin. Álf- heiður var mjög listræn og smekkleg. Um það vitna meðal annars kjólar og dúkar sem hún saumaði og postulínsgripir sem hún málaði. Það var gaman að fylgjast með Álfheiði vinna og yfir öllum hennar gerðum hvíldi áreynslulaus þokki. Hún var natin við börn, sýndi þeim áhuga og um- gekkst þau af virðingu og ástúð. Þess fengu barnabörnin og barna- barnabörnin að njóta í ríkum mæli. Síðustu árin bjuggu Álfheiður og Ingólfur í öryggisíbúð á Eir- hömrum í Mosfellsbæ. Þar struns- aði hún um gangana svo eftir var tekið og þrátt fyrir að vera bundin við súrefniskút gaf hún hvergi eft- ir. Þegar veikindi hennar ágerðust flutti hún á hjúkrunarheimilið Hamra þar sem hún dvaldi síðustu mánuðina. Álfheiður tengdamóðir mín var falleg kona, einlæg og hlý og engin hávaðamanneskja. En hún var dul á eigin tilfinningar, þó vel sæist á svip hennar þegar henni mislíkaði eitthvað. Hún sýndi mér ávallt mikla væntumþykju og þoldi gasprið í tengdasyninum betur en flestir aðrir. Það var gott að eiga Álfheiði að vini í nær 50 ár og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Far í friði, kæra tengda- mamma, og takk fyrir allt. Guðjón. Elsku amma Álfheiður. Ég hugsa til baka með hlýjum hug um allar þær góðu minningar sem ég á af okkur. Heimsóknirnar til ykk- ar afa á Grensásveginn eru mér mjög eftirminnilegar. Þegar ég bjó í Fossvoginum á námsárum mínum í háskólanum kom ég reglulega í mat til ykkar og fékk að velja hvað yrði í matinn, siginn fiskur var yfirleitt efst á óskalist- anum. Í fyrstu þótti það skemmti- legt þar sem mörg ár voru liðin síðan svoleiðis matur var á borð- um hjá ykkur, en eftir nokkur skipti kom beiðni um að hafa eitt- hvað annað en siginn fisk þar sem þið voruð búin að fá nóg af honum í bili. Að hugsa um síðasta skiptið sem við hittumst fær mig alltaf til að brosa, en þann dag heimsóttum við pabbi þig að Hlaðhömrum. Þú sast frammi í setustofu, varst í svo góðu skapi, hlóst mikið þó svo þú værir búin að gleyma hverjir við vorum. Við feðgar rifjum reglu- lega upp þessa samverustund okkar með bros á vör og höfum eftir þér þessar gullnu setningar sem þú sagðir við okkur: „Þekkist þið? Eruð þið vinir?“ – „Þið eruð svo skemmtilegir,“ sagðir þú hlæj- andi og tókst um höndina á mér og við brostum hvort til annars. Hvíldu í friði. Ingólfur Jóhannsson. Ég er svo heppin að eiga marg- ar góðar minningar um ömmu Álf- heiði og ómögulegt er að ætla að reyna að fara yfir þær allar í örfá- um orðum. Ég ætla þó að reyna að stikla á stóru og fara yfir nokkrar minningar frá þessum 27 árum sem við amma lifðum saman. Þegar ég var lítil gistum við iðu- lega á Grensásveginum hjá afa og ömmu. Það var alltaf góður matur á boðstólum og amma bjó til heimsins bestu kæfu sem engum hefur tekist að gera jafn góða og hún gerði. Frá því ég man fyrst eftir ömmu man ég eftir henni leggja kapal. Hún var alltaf með spilin sín á eldhúsborðinu og lagði kapal fram á síðasta árið sitt og ég er nokkuð viss um að hún sé byrjuð á því aftur núna. Þegar ég var unglingur minnist ég þess að amma og afi studdu okkur systkinin í íþróttum og komu oft að horfa á okkur keppa þegar við kepptum á mótum í Reykjavík. Einnig var það amma sem kenndi mér að keyra í Reykjavík. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig fyrstu ferðirnar við stýrið innan borgarinnar hefðu verið ef amma hefði ekki verið með mér. Á seinni árunum minnist ég fjölmargra notalegra samveru- stunda yfir svörtu kaffi og dökk- um súkkulaðirúsínum með ömmu. Amma hafði gaman af því að segja mér sögur frá því hún var ung. Hún þreyttist aldrei á að segja mér frá því þegar hún fékk að fara á hestbak og af hverju hún varð hrædd við hunda. Mér þykir vænt um að hafa fengið að heyra þessar minningar hennar eins oft og ég gerði og undanfarið ár var það ég sem fékk að segja henni þessar sögur. Alltaf virtist hún muna eftir þeim þegar við rifjuðum sögurnar upp. Það var viss léttir að fá að vita að amma hefði fengið hvíldina en jafnframt ótrúlega sárt að hún skuli ekki lengur vera meðal okk- ar. Amma var búin að vera lengi veik og undanfarið ár hafði heils- unni hrakað hratt. Ég er svo þakklát fyrir allar góðu minning- arnar sem ég á um ömmu og ég mun alltaf geyma þær hjá mér. Hvíldu í friði elsku amma. Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir. Elsku amma mín, þegar ég lít til baka á allar þær minningar sem við eigum saman brosi ég. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar afa á Grensásveginn. Mér eru sér- staklega minnisstæð þau fjöl- Álfheiður Unnarsdóttir mörgu skipti sem ég kom og dvaldi hjá ykkur afa á meðan ég æfði sund. Ég kom reglulega yfir árið frá 12 ára aldri til þess að mæta á æfingar og á sumrin dvaldi ég gjarnan í eina til tvær vikur í senn. Við áttum mörg góð kvöld yfir spilunum og spiluðum þá oftast veiðimann eða olsen ol- sen en stundum hjálpuðumst við að við að leggja kapal. Þegar ég varð eldri kom ég oftar til ykkar. Ég kom oft á sundmót í Reykjavík og æfði meira. Alltaf var mér tekið opnum örmum þegar ég kom. Eft- ir að ég eignaðist frumburðinn minn, hana Louisu, hélt ég áfram að koma til ykkar. Það var svo notalegt að vera hjá ykkur. Þú tókst þvílíku ástfóstri við litlu dömuna og má með sanni segja að sérstök bönd tengdu ykkur til hins hinsta. Minnið var farið að gefa sig undir lokin en alltaf þekktiru litla skottið þitt sem í dag er orðin ung- lingur. Elsku amma, það sem ég á eftir að sakna þín en góðu minn- ingarnar lifa og ég veit að þú verð- ur alltaf hjá okkur. Heiða Björk Jóhannsdóttir. Elsku Álfheiður amma, ég kveð þig með söknuð í hjarta, en hugga mig við að nú hefur þú fengið hvíld frá veikindunum sem drógu svo mjög úr þér síðastliðið ár. Við fjölskyldan hugsum hlýlega til allra góðu stundanna sem við höfum átt saman í gegnum árin. Ofarlega í huga eru útilegur í Skorradal, Þórsmörk og víðar, svo og utanlandsferðir, en ekki síst heimsóknir og matarboð á Grens- ásveginum hjá ykkur afa. Þar var alltaf tekið vel á móti öllum gest- komandi. Reiddur fram ljúffengur lambahryggur eða læri með öllu tilheyrandi. Yngsta kynslóðin gat alltaf átt von á súkkulaðirúsínum, ísblómi eða vínberjum. Það hefur verið dýrmætt að eiga ykkur afa að, og einstakt fyrir okkur sem yngri erum að læra af lífsviðhorfum ykkar og gildum. Í haust hefðuð þið átt sjötíu ára brúðkaupsafmæli, en slík gæfa er bæði fágæt og sérstök og til vitn- isburðar um ykkar góða og trausta samband. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku amma, minningin um þig verður alltaf með okkur. Þín Þórana, Þorsteinn og synir. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019 Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.