Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019 Svíþjóð Kalmar – Hammarby .............................. 2:2  Aron Jóhannsson var varamaður hjá Hammarby. Falkenberg – Helsingborg ..................... 1:1  Daníel Hafsteinsson lék ekki með Hels- ingborg. Staða efstu liða: Malmö 18 10 7 1 29:12 37 AIK 18 11 4 3 24:11 37 Djurgården 17 10 5 2 28:12 35 Häcken 18 10 3 5 28:15 33 Hammarby 18 9 5 4 42:27 32 Gautaborg 17 8 6 3 24:14 30 Norrköping 18 7 7 4 26:19 28 B-deild: Brommapojkarna – Brage ..................... 1:2  Bjarni Mark Antonsson lék ekki með Brage vegna meiðsla. Syrianska – Trelleborg........................... 2:2  Nói Snæhólm Ólafsson var varamaður hjá Syrianska. A-deild kvenna: Kristianstad – Örebro............................. 2:0  Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmunds- dóttir léku allan leikinn hjá Kristianstad. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Djurgården – Rosengård ....................... 0:3  Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn og Guðrún Arnardóttir fyrstu 70 mín- úturnar fyrir Djurgården. Guðbjörg Gunn- arsdóttir er í barneignarfríi.  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. Limhamn Bunkeflo – Vittsjö.................. 0:3  Andrea Thorisson kom inn á eftir 87 mínútur hjá LB. Linköping – Gautaborg .......................... 1:0  Anna Rakel Pétursdóttir var varamaður hjá Linköping.  Staðan: Rosengård 24 stig, Linköping 21, Vittsjö 21, Gautaborg 20, Örebro 20, Piteå 19, Kristianstad 18, Eskilstuna 14, Växjö 12, Djurgården 9, Limhamn Bunkeflo 4, Kungsbacka 1. Noregur Strömsgodset – Bodö/Glimt .................. 1:3  Oliver Sigurjónsson kom inn á eftir 89 mínútur hjá Bodö/Glimt. Odd – Lilleström...................................... 2:1  Arnór Smárason lék fyrstu 77 mínúturn- ar með Lilleström. Tromsö – Mjöndalen ............................... 2:2  Dagur Dan Þórhallsson var varamaður hjá Mjöndalen. Vålerenga – Kristiansund ...................... 1:1  Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn og skoraði mark Vålerenga. Viking – Molde......................................... 0:2  Samúel Kári Friðjónsson lék allan leik- inn með Viking. Axel Óskar Andrésson er frá keppni vegna meiðsla. Staðan: Molde 17 11 3 3 39:16 36 Bodø/Glimt 15 10 2 3 36:24 32 Odd 16 10 2 4 24:18 32 Brann 17 8 5 4 22:16 29 Vålerenga 15 7 4 4 29:19 25 Rosenborg 16 7 4 5 21:19 25 Kristiansund 15 6 4 5 18:16 22 Haugesund 16 5 6 5 25:19 21 Viking 15 5 4 6 20:25 19 Lillestrøm 16 5 3 8 19:26 18 Mjøndalen 16 3 8 5 22:26 17 Tromsø 16 5 2 9 17:30 17 Stabæk 16 4 4 8 15:22 16 Ranheim 16 4 3 9 17:29 15 Sarpsborg 16 2 8 6 17:22 14 Strømsgodset 16 2 4 10 16:30 10 A-deild kvenna: Avaldsnes – Arna-Björnar ..................... 2:1  Kristrún Rut Antonsdóttir var ekki í leikmannahópi Avaldsnes. B-deild: Skeid – Aalesund ..................................... 0:1  Aron Elís Þrándarson, Davíð Kristján Ólafsson og Daníel Leó Grétarsson léku allan leikinn fyrir Aalesund og Hólmbert Friðjónsson kom inn á eftir 57 mínútur. Sandefjord – Tromsdalen....................... 1:0  Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn með Sandefjord. Emil Pálsson er frá keppni vegna meiðsla. Start – Kongsvinger................................ 3:1  Aron Sigurðarson lék í 90 mínútur fyrir Start og skoraði tvívegis. Jóhannes Harð- arson er þjálfari liðsins. Pólland Wisla Kraków – Górnik Zabrze............. 1:0  Adam Örn Arnarson var ekki í leik- mannahópi GZ. Ungverjaland Újpest – Puskás Academy ...................... 1:3  Aron Bjarnason kom inn á hjá Újpest á 72. mínútu. Bandaríkin Chicago Red Stars – Utah Royals.......... 2:0  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn með Utah. Portland Thorns – Sky Blue .................. 1:1  Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með Portland. Kasakstan Shakhtar Karagandy – Astana.............. 1:0  Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á eftir 68 mínútur hjá Astana. Búlgaría Tsarsko Selo – Levski Sofia ................... 0:2  Hólmar Örn Eyjólfsson lék ekki með LS vegna meiðsla. KNATTSPYRNA GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í góðgerðamóti Nesklúbbsins, Einvíg- inu á Nesinu, sem fram fór á Nes- vellinum á frídegi verslunarmanna venju samkvæmt. Mótið var nú hald- ið í tuttugasta og þriðja sinn var afar sterkt í ár. Óvenjumargir atvinnukylfingar sem gera út erlendis sáu sér fært að vera með í ár. Eins og til dæmis Guðmundur Ágúst sem staðið hefur sig vel í ár og er búinn að vinna sér inn keppnisrétt á Áskorendamóta- röð Evrópu með frammistöðu sinni á Nordic-mótaröðinni. Guðmundur virðist vera til alls líklegur á Íslands- mótinu sem haldið verður í Graf- arholtinu, hans heimavelli. Þá gátu Ólafía Þórunn Krist- insdóttir, Guðrún Brá Björgvins- dóttir, Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson öll verið með. Lík- lega eru þau öll stödd á landinu vegna þess að Íslandsmótið í högg- leik stendur fyrir dyrum dagana 8.- 11. ágúst. Auk þeirra voru margfaldir Ís- landsmeistarar með: Ragnhildur Sigurðardóttir, Birgir Leifur Haf- þórsson og Björgvin Sigurbergsson. Öll hafa þau sigrað í Einvíginu á Nesinu í gegnum árin. Þá voru einnig með tveir sterkir kylfingar sem gjörþekkja völlinn eft- ir að hafa verið í Nesklúbbnum árum saman: Nökkvi Gunnarsson og Ólaf- ur Björn Loftsson sem átti afmæli í gær. Mótshaldið var með örlítið breyttu sniði í ár. Ekki var leikinn höggleikur um morguninn heldur mættu kylfingarnir beint í Einvígið sjálft (shoot-out). Þar datt eins og áður einn kylfingur út á hverri holu, þar til tveir börðust um sigurinn á 9. braut. Var það Birgir Leifur sem fór alla leið ásamt Guðmundi en Guð- mundur sigraði í fyrsta sinn á mótinu. Nökkvi hafnaði í 3. sæti. Leikið var í þágu Barnaspítala Hringsins en Frumherji og KEA hótel voru styrktaraðilar mótsins. Um 500 manns fylgdust með. Birgir í 2. sæti Eftirtaldir kylfingar féllu úr keppni í þessari röð: 1. hola: Ragnhildur Sigurðardóttir GR. 2. hola: Guðrún Brá Björgvinsdóttir Keili. 3. hola: Ólafur Björn Loftsson GKG. 4. hola: Haraldur Franklín Magnús GR. 5. hola: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR. 6. hola: Axel Bóasson Keili 7. hola: Björgvin Sigurbergsson Keili. 8. hola: Nökkvi Gunnarsson Nes- klúbbnum. 9. hola: Birgir Leifur Hafþórsson GKG. Guðmundur sigraði í fyrsta sinn  Einvígið á Nesinu óhemjuvel mann- að í ár  Barnaspítalinn naut góðs af Morgunblaði/Arnþór Birkisson Á Nesinu Sigurvegarinn Guðmundur Ágúst á 1. teig í gær. Á Nesinu Ólafía Þórunn er á landinu og verður með í Íslandsmótinu. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfuknattleik, og aðstoð- arþjálfarar hans, Finnur Freyr Stef- ánsson og Baldur Þór Ragnarsson, hafa valið þá 12 leikmenn sem mæta Portúgal ytra á morgun í Sines. Um er að ræða fyrsta leikinn í forkeppni fyrir undankeppni EM 2021. Ísland leikur í riðli með Portú- gal og Sviss en það lið sem vinnur riðilinn kemst í undankeppnina sjálfa sem fram fer næstu tvö tíma- bil. Sviss og Portúgal áttust við á laugardaginn í fyrsta leik riðilsins þar sem Sviss sigraði á heimavelli, 77:72. Þeir leikmenn sem skipa liðið gegn Portúgal eru: Frank Aron Booker Gunnar Ólafsson Elvar Már Friðriksson Hlynur Bæringsson Hörður Axel Vilhjálmsson Jón Axel Guðmundsson Hjálmar Stefánsson Martin Hermannsson Ólafur Ólafsson Pavel Ermolinskij Tryggvi Snær Hlinason Ægir Þór Steinarsson Ljóst hverjir mæta Portúgal Morgunblaðið/Hari Nýliði Frank Aron Booker leikur væntanlega sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands hönd á næstunni. Dagný Brynj- arsdóttir og sam- herjar í Portland Thorns misstigu sig í toppbaráttu bandarísku at- vinnumanna- deildarinnar í knattspyrnu um helgina er þær gerðu 1:1 jafntefli á heimavelli gegn botnliði Sky Blue. Þá gengur Gunn- hildi Yrsu Jónsdóttur og stöllum í Utah Royals erfiðlega þessa dagana en þær töpuðu 2:0 á útivelli gegn Chicago Red Stars. Dagný var í byrjunarliði Portland og spilaði allan leikinn. Hayley Raso kom Portland yfir af vítapunktinum í fyrri hálfleik áður en botnliðið jafn- aði metin á 69. mínútu. Dagný var svo hársbreidd frá því að hirða stigin fyrir sitt lið þegar hún skallaði bolt- ann í þverslá á 89. mínútu en inn fór boltinn ekki og lokatölur 1:1. Þá hefur lið Utah Royals nú ekki unnið í síðustu sex leikjum sínum. Gunnhildur var í byrjunarliði Utah og lék allan leikinn en Chicago fór með sigur af hólmi, 2:0, og er nú í þriðja sæti, stigi frá Portland. kristoferk@mbl.is Dagný skallaði í þverslána  Utah í lægð um þessar mundir Dagný Brynjarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.