Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 32
ÓMISANDI
FERÐAFÉLAGAR
rafgeymar
eða lokaðir
ý urafgeymar.
Þurrir AGM eða
sýrurafgeymar fy
tæki og rúllur.
Öflugir start rafgeymar
í mörgum stærðum.
rr
s r
AGM þu
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Klárir í bátana
Er ferðavagninn
rafmagnslaus?
Frístunda rafgeymar í miklu úrvali
Gasskynjari
Gasskynjari með rafhlöðu • 15 ára ending!
rir
Hleðslutæki.
Lithiu
m raf
hlaða
með
15 ár
a
endin
gu!
Opnunar-
tónleikar
Alþjóðlegu
tónlistar-
akademíunnar
verða í
Norðurljósum
Hörpu í kvöld
kl. 19.30.
Nemendur, undir handleiðslu
Sigurbjörns Bernharðssonar, pró-
fessors við Oberlin Conservatory,
flytja m.a. kafla úr strengjakvart-
ettum eftir Haydn og Brahms.
Jafnframt flytja Diana Adamyan
og Richard Simm nokkur vel valin
verk fyrir fiðlu og píanó. Adamyan
hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegu
Menuhin-fiðlukeppninni í fyrra að-
eins 18 ára gömul.
Verðlaunahafi á opn-
unartónleikum í kvöld
ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 218. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr
Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í
góðgerðamóti Nesklúbbsins, Ein-
víginu á Nesinu, sem fram fór á
Nesvellinum á frídegi verslunar-
manna venju samkvæmt. Var mótið
nú haldið í 23. sinn en um fimm
hundruð manns lögðu leið sína á
Nesvöllinn til að fylgjast með þessu
óvenjulega móti. »24
Guðmundur vann
sterka andstæðinga
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Velgengni nýliða HK í Pepsi Max-
deild karla í knattspyrnu heldur
áfram. Leikmenn HK héldu til Vest-
mannaeyja um helgina eins og svo
margir landsmenn. HK náði þar í
þrjú stig með því að leggja ÍBV að
velli 1:0 í fyrsta leik 15. umferðar.
HK er með 21 stig og er aðeins
tveimur stigum frá 2. sætinu. ÍBV
er hins vegar lang-
neðst í deild-
inni með 5
stig. »26
Velgengni nýliðanna í
HK heldur áfram
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Íslendingadagurinn svokallaði var
haldinn í 130. skipti í bænum Gimli
í Manitoba-fylki í Kanada í gær en
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, var heið-
ursgestur hátíðarinnar. Var hún
jafnframt fulltrúi íslenskra stjórn-
valda á sambærilegum Íslend-
ingadegi í bænum Mountain í
Norður-Dakóta en þaðan ferðaðist
Lilja til Kanada í fyrradag.
Íslendingadagurinn er haldinn af
afkomendum vesturfara eða Vest-
ur-Íslendingum, sem fluttu frá Ís-
landi til Kanada og Bandaríkjanna
á nítjándu öld. Lilja flutti í tilefni
dagsins ávarp og tók þátt í skrúð-
göngu hátíðarinnar.
Í ávarpi sínu færði Lilja Vestur-
Íslendingum kveðjur frá íslensku
þjóðinni.
Lilja kveðst vera heilluð af
menningu bæjarins.
„Það hreyfir rosalega við manni
þegar maður kemur hingað. Það er
allt bara svo íslenskt,“ segir Lilja í
samtali við Morgunblaðið en hún
kveðst vera hrærð yfir þeirri vinnu
sem vesturfarar og afkomendur
þeirra hafa lagt á sig til að við-
halda íslenskri menningu og arf-
leifð.
Eru stoltir af uppruna sínum
„Þeir rækta rætur sínar verulega
og eru mjög stoltir af uppruna sín-
um. Það er svo gaman að sjá að
hér er ungt fólk sem er að leggja
áherslu á að rækta sambandið við
Ísland og ber mjög mikla virðingu
fyrir þeim sem komu hingað fyrst,“
segir Lilja. Hún segir að mikil há-
tíðarstemning sé í bænum á Íslend-
ingadeginum og segir hann troð-
fullan af fólki hvaðanæva úr
fylkinu. Flugeldum hafi verið skot-
ið upp og boðið hafi verið upp á
ýmsa viðburði alla helgina. Í Gimli
heimsótti Lilja til að mynda
víkingaþorp, íslenskt menning-
arsafn og sýningu tileinkaða ís-
lenskri list en hún segir að auk
þess séu víða um bæinn skilti með
íslenskum orðum og enskum merk-
ingum þeirra. Segir hún að margir
íbúar bæjarins tali einhverja ís-
lensku.
„Hér er bara hörkuduglegt fólk
sem leggur mikið á sig til að við-
halda íslenskri arfleifð og er stolt
af uppruna sínum og fólkinu sínu.
Mér finnst þetta æðislegt,“ segir
hún og bætir við að rík áhersla sé í
bænum á gott samstarfi við Ísland.
Lilja segir það hafa komið
skemmtilega á óvart þegar innfædd
kona að nafni Signý Þorsteinsson
tók á móti henni á listasýningunni.
„Þetta var ótrúlega fyndið því dótt-
ir mín heitir Signý og pabbi minn
er Þorsteinsson. Þetta er ótrúlega
sérstakt. Þetta er bara fólkið okk-
ar,“ segir hún og bætir við að hún
sé nú komin á bólakaf í sögu vest-
urfara.
Ljósmynd/Leif Norman
Nöfnur Lilja Alfreðsdóttir heimsækir Lilju Arnason, 95 ára Vestur-Íslending og fyrrverandi fjallkonu á hátíðinni.
Menntamálaráðherra
heilluð af vesturförum
Lilja Alfreðsdóttir heiðursgestur á Íslendingadegi