Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019 Pepsi Max-deild karla ÍBV – HK .................................................. 0:1 Staðan: KR 14 10 3 1 29:14 33 Breiðablik 14 7 2 5 25:18 23 ÍA 14 6 4 4 20:16 22 Stjarnan 14 5 6 3 22:19 21 HK 15 6 3 6 19:17 21 Valur 14 6 2 6 25:21 20 Fylkir 14 5 4 5 23:25 19 FH 14 5 4 5 18:21 19 Grindavík 14 3 8 3 10:11 17 Víkingur R. 14 3 7 4 21:23 16 KA 14 5 1 8 19:22 16 ÍBV 15 1 2 12 11:35 5 Norðurlandamót U17 karla Leikið í Danmörku: Mexíkó – Ísland........................................ 1:1 Orri Óskarsson 49.  Næsti leikur er gegn Finnlandi á morg- un. England Samfélagsskjöldurinn: Manchester City – Liverpool .................. 1:1  City sigraði 6:5 eftir vítakeppni. B-deild: Millwall – Preston ................................... 1:0  Jón Daði Böðvarsson var varamaður hjá Milwall. Brentford – Birmingham ....................... 0:1  Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Brentford. Reading – Sheffield Wednesday............ 1:3  Jökull Andrésson var ekki í leikmanna- hópi Reading. Þýskaland B-deild: Darmstadt – Holstein Kiel...................... 2:0  Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn fyrir Darmstadt. C-deild: Preussen Münster – Kaiserslautern ..... 3:2  Andri Rúnar Bjarnason lék ekki með Kaiserslautern vegna meiðsla. Rússland Ural – Rostov............................................ 2:2  Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með Rostov. Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á eftir 61 mínútu og skoraði. Rubin Kazan – CSKA Moskva................ 0:1  Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn með Rubin Kazan.  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA og Arnór Sigurðsson lék fyrstu 68 mínúturnar. Zenit Pétursborg – Krasnodar .............. 1:1  Jón Guðni Fjóluson var varamaður hjá Krasnodar. Holland AZ Alkmaar – Fortuna Sittard.............. 4:0  Albert Guðmundsson var í leikbanni. Belgía Oostende – Cercle Brugge ..................... 3:1  Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyr- ir Oostende. B-deild: Lommel – Westerlo ................................. 0:2  Kolbeinn Þórðarson kom inn á hjá Lom- mel eftir 85 mínútur. Stefán Gíslason þjálf- ar liðið. Union St. Gilloise – Roeselare................ 3:0  Arnar Grétarsson þjálfar Roeselare. Danmörk Bröndby – Horsens.................................. 1:2  Hjörtur Hermannsson var varamaður hjá Bröndby. SönderjyskE – Köbenhavn..................... 1:2  Eggert Gunnþór Jónsson og Frederik Schram voru varamenn hjá S. Lyngby – AGF.......................................... 2:1  Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 69 mínúturnar fyrir AGF og skoraði. Midtjylland – AaB.................................... 1:0  Mikael Anderson kom inn á eftir 76 mín- útur. Staðan: København 4 4 0 0 9:4 12 Midtjylland 4 4 0 0 5:1 12 Brøndby 4 2 1 1 9:6 7 SønderjyskE 4 2 1 1 7:4 7 OB 4 2 0 2 9:7 6 Nordsjælland 4 2 0 2 7:5 6 Hobro 4 1 3 0 7:6 6 Horsens 4 2 0 2 5:6 6 Lyngby 4 2 0 2 5:8 6 Randers 4 1 2 1 8:7 5 AaB 4 1 1 2 4:5 4 AGF 4 0 1 3 3:6 1 Esbjerg 4 0 1 3 1:5 1 Silkeborg 4 0 0 4 3:12 0 B-deild: Vejle – Nyköbing ..................................... 2:4  Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrir Vejle og lék allan leikinn. Hvidovre – Viborg................................... 0:1  Ingvar Jónsson var ekki í leikmannahópi Viborg. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Meistaravellir: KR – Grindavík .......... 19.15 Kaplakriki: FH – ÍA............................. 19.15 Í KVÖLD! EYJAR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Ef einhver hefði sagt stuðnings- mönnum HK fyrir tímabilið að liðið færi upp í fimmta sæti Pepsi Max- deildarinnar í fótbolta með 1:0-sigri á ÍBV í þjóðhátíðarleik í 15. umferð- inni, hefðu sennilega fáir trúað því. Uppgangur liðsins í sumar hefur verið magnaður. HK vann aðeins einn af fyrstu átta leikjum sínum í deildinni, en hefur síðan unnið fimm af síðustu sjö og aðeins tapað einu sinni. HK hefur unnið fjóra af síð- ustu fimm og er eitt heitasta og skemmtilegasta lið deildarinnar. Frammistaða liðsins í sumar sannar að hægt sé að ná árangri, þrátt fyrir að vera með minna fjármagn en keppinautarnir. Gary Martin, fram- herji ÍBV, er með mun hærri laun en allir í liði HK. FH-liðið sem HK vann sannfærandi hinn 22. júlí er margfalt, margfalt dýrara. Sért þú með rétta blöndu af leik- mönnum, sem gefa sig alla í verk- efnið, er hægt að ná langt. Brynjar Björn Gunnarsson er að gera virki- lega góða hluti með HK og ef frá heldur sem horfir, verður hann lík- legast þjálfari ársins, þrátt fyrir að Rúnar Kristinsson sé að stinga af með KR á toppi deildarinnar. Bæði Rúnar og Brynjar hafa sýnt að fótbolti snýst ekki alltaf um að vera með dýrustu leikmennina. Hlutverk þjálfara er nú einu sinni að gera leikmenn betri og það er Brynj- ar er að gera sérstaklega vel. Ásgeir Börkur Ásgeirsson er besta dæmið. Fylkismenn höfðu ekki not fyrir Ásgeir, þrátt fyrir að hann hefði verið leiðtogi innan liðs- ins stærstan hluta feril síns. Héldu margir að það yrði skref niður á við að fara til HK, en Brynjar Björn hef- ur gert einstaklega vel í að fá það besta út úr Ásgeiri. Það hjálpar til að Brynjar var besti varnarsinnaði miðjumaður Íslands í áraraðir. Hann hefur farið vel yfir það með Ásgeiri, hvernig skal spila stöðuna rétt. HK-liðið er samansafn af heimamönnum og öðrum leik- mönnum sem ekki komust að hjá öðrum liðum í efstu deild. Þeir eiga það sameiginlegt að vera hungraðir og til í leggja sitt af mörkum fyrir fé- lagið sem hefur staðið með þeim í áraraðir, eða gefið þeim annað tæki- færi í efstu deild. Tímabilið heldur áfram að vera algjört stórslys hjá ÍBV. HK fagnaði mest á Þjóðhátíð  HK með fjóra sigra í síðustu fimm leikjum  Mikilvægara að hafa rétta leikmenn en dýra leikmenn  Sumarið stórslys hjá ÍBV sem er nánast fallið Ljósmynd/Sigfús Gunnar Í Eyjum Gary Martin er hér í góðu marktækifæri en Ásgeir Börkur Ásgeirsson kom aðvífandi og bjargaði. Rostov er enn taplaust efti fjórar umferðir í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en með því leika þeir Björn Bergmann Sigurðarson og Ragnar Sigurðsson. Ragnar lék all- an leikinn en Björn Bergmann kom inn á á 61. mínútu og hann skoraði markið sem bjargaði stigi undir lok leiks gegn Ural á útivelli, lokatölur 2:2. Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn og Arnór Sigurðarson fyrstu 68. mínúturnar er CSKA Moskva vann 0:1-útisigur á Rubin Kazan en Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn í liði heimamanna. Björn og Ragnar enn taplausir AFP Jafntefli Björn Bergmann skoraði og tryggði Rostov stig. Mark Jóns Dags Þorsteinssonar virt- ist ætla duga AGF til að vinna sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi en heima- menn í Lyngby skoruðu tvö mörk eftir hlé til að hirða stigin þrjú. Jón Dagur, sem hefur nú skorað tvö í fjórum leikjum, og félagar eru því áfram án sigurs og í 12. sæti með eitt stig. Kjartan Henry Finnbogason skor- aði einnig fyrir Vejle í B-deildinni en það dugði heldur ekki. Vejle tapaði 4:2 heima gegn Nykøbing og er enn með eitt stig eftir tvær umferðir. Íslensku mörkin dugðu ekki til Morgunblaðið/Hari Skoraði Jón Dagur hefur skorað tvö mörk í síðustu fjórum leikjum. 0:1 Bjarni Gunnarsson 47. I Gul spjöldVíðir Þorvarðarson og Sig- urður Arnar Magnússon (ÍBV), Atli Arnarson, Leifur Andri Leifsson og Hörður Árnason (HK). Dómari: Helgi M. Jónasson, 8. Áhorfendur: 1.597. ÍBV – HK 0:1 M Hörður Árnason (HK) Arnar Freyr Ólafsson (HK) Leifur Andri Leifsson (HK) Bjarni Gunnarsson (HK) Arnþór Ari Atlason (HK) Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK) Matt Garner (ÍBV) Sindri Björnsson (ÍBV) Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Rosengård, lið Glódísar Perlu Viggósdóttir, er í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir ellefu umferðir. Liðið vann úti- sigur á Íslendingaliðinu Djurgården, 3:0, í gær. Lisa Marie Utland skor- aði tvívegis fyrir gestina og Anam Imo einu sinni og er Rosengård nú með 24 stig í deildinni enda aðeins búið að tapa einum deildarleik í sum- ar. Glódís lék allan leikinn en í liði Djurgården lék Ingibjörg Sigurð- ardóttir allan leikinn og Guðrún Arnardóttir fyrstu 70 mínúturnar. Guðbjörg Gunnarsdóttir er farin í barneignarfrí hjá Djurgården sem situr í 10. sæti með níu stig, fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Kristianstad, undir stjórn El- ísabetar Gunnarsdóttur, vann 2:0- heimasigur á Örebro en þær Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmunds- dóttir léku allan leikinn fyrir Kristi- anstad. Evelina Duljan skoraði bæði mörk liðsins sem situr í 7. sæti með 18 stig. Anna Rakel Pétursdóttir og stöllur í Linköp- ing eru í öðru sæti eftir 1:0- sigur á heimavelli gegn Gautaborg en Stina Blackstenius skoraði sigurmark leiksins. Anna Rakel kom ekki við sögu í gær en hún sat allan tímann á vara- mannabekknum. Andrea Thorisson kom svo lítið við sögu í 3:0-tapi Lim- hamn Bunkeflo gegn Vittsjö á heimavelli en Andrea kom inn á 87. mínútu. Andrea og liðsfélagar henn- ar sitja í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig en liðið er nú búið að tapa sex leikjum í röð og er fimm stigum frá öruggu sæti. Glódís og stöllur á toppnum í Svíþjóð  Tvö Íslendingalið í fallbaráttu Glódís Perla Viggósdóttir Björn Berg Bryde, varnarmaður HK, fór meiddur af velli á 54. mín- útu í leiknum gegn ÍBV í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í Vest- mannaeyjum á laugardaginn var. Björn fann til eftir að hafa reynt langa sendingu fram völlinn og þurfti Alexander Freyr Sindrason að leysa hann af hólmi. Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Björn væntanlega vera tognaður í læri. „Ég er þokkalegur eins og er. Ég er ekki búinn að fara í neina nánari skoðun, en þetta er líklegast togn- un,“ sagði Björn. „Ég þori ekki að segja hvað ég verð lengi frá, áður en ég læt kíkja betur á þetta, en lík- legast verður þetta eitthvert vesen. Ég tók langa sendingu og fann smell í lærinu. Ég fann það um leið að ég gæti ekki spilað á þessu og þá var það eina í stöðunni að fara af velli,“ bætti hann við. HK mætir toppliði KR í Kórnum næstkomandi sunnudag og er ólík- legt að Björn verði klár í slaginn. jo- hanningi@mbl.is Björn líklegast tognaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.