Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019 ✝ Þórir Helgasonfæddist í Reykjavík 15. febr- úar 1932. Hann lést 27. júlí 2019. Foreldrar hans voru Sesselja Þ.G. Vilhjálmsdóttir list- málari, f. 26.12. 1897, d. 17.10. 1978, og Helgi Bjarnason trésmið- ur, f. 24.5. 1892, d. 7.10. 1988. Bróðir hans var Hall- grímur Helgason smiður, f. 24.1. 1929, d. 9.6. 2009. Hinn 2. ágúst 1955 giftist Þór- ir Auði Jónsdóttur, f. 29.4. 1933, yfirflugfreyju og síðar læknarit- ara. Foreldrar hennar voru Klara Bramm húsfreyja, f. 24.7. 1905, d. 29.4. 2008, og Jón Helgason kaupmaður, f. 22.9. 1904, d. 17.5. 1973. Börn Þóris og Auðar eru: 1) Hilda Klara, f. 19.2. 1956, læknir, maki Bogi Þórir ólst upp í Skerjafirði en flutti síðan ásamt fjölskyldu sinni á Bollagötu í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952 og embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1959. Þórir hlaut almennt lækningaleyfi 29. apríl 1961 og sérfræðingsleyfi í lyflækn- ingum, sérstaklega efna- skiptasjúkdómum, 29. desember 1966. Þórir sótti sérnám til Bretlands frá 1961-1966, m.a. á Ruchill Hospital í Glasgow, Bolt- on Royal Infirmary í Bolton í Lancashire, Northern General Hospital í Edinborg og Aber- deen General Hospital – Diabe- tic Clinic lyflækningadeild. Þór- ir starfaði á Landspítala, lyflækningadeild, frá árinu 1966. Hann stofnaði göngudeild sykursjúkra við Landspítalann árið 1974 og var yfirlæknir þar frá upphafi til starfsloka árið 1998. Hann var einnig dósent í innkirtlasjúkdómum við lækna- deild Háskóla Íslands um sex ára skeið. Síðan prófdómari við embættispróf í lyflæknisfræði við Háskóla Íslands. Þórir var formaður félags læknanema 1957-58. Gjaldkeri Félags lyf- lækna 1967-68. Varaformaður Samtaka sykursjúkra í Reykja- vík frá stofnun þeirra árið 1971- 1980. Hann var í stjórn Styrkt- arsjóðs lækna 1976-80 og í stjórn Vísindasjóðs Landspít- alans og Rannsóknarstofu Há- skólans við Barónsstíg 1978-80. Þórir var brautryðjandi í með- ferð sykursjúkra á Íslandi. Eftir hann liggur fjöldi vísindagreina sem birtar hafa verið í inn- lendum og erlendum tímaritum, einkum byggðra á rannsóknum hans á orsökum og eðli syk- ursýki. Þórir var kjörinn heiðursfélagi Samtaka syk- ursjúkra í Reykjavík árið 1981. Hann hlaut heiðursdoktors- nafnbót frá Háskóla Íslands árið 1998 fyrir framlag sitt til alþjóð- legrar þekkingar og framfara á sviði sykursýki. Útför Þóris fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 6. ágúst 2019, klukkan 13. Andersen læknir. Börn þeirra Þórir, f. 31.8. 1983, tón- listarmaður og frumkvöðull, unn- usta Jarþrúður Karlsdóttir. Anna Guðrún, f. 2.11. 1986, ritstjóri. Tómas, f. 4.10. 1989, læknir, unn- usta Annie Toulm- in. 2) Anna Sess- elja, f. 14.2. 1958, læknir, fyrrv. sambýlism. Ian Cameron iðn- hönnuður. Barn þeirra er Þor- steinn, f. 31.8. 1991, BA í ljós- myndun, mastersnemi í umhverfisvernd. 3) Helga, f. 15.7. 1968, lögfræðingur, maki Theodór Jóhannsson sjúkra- þjálfari. Börn þeirra Auður Kat- arína, f. 9.11. 1998, nemi í hug- búnaðarverkfræði, Kolbeinn, f. 25.8. 2000, nýstúdent, Lilja Dórótea, f. 5.9. 2011. Tengdafaðir minn, Þórir Helgason læknir, kom heim 1966 úr sérnámi og breytti horfum ís- lenskra sykursýkisjúklinga. Hann trúði því að hægt væri að koma í veg fyrir fylgikvilla sykursýki með því að halda blóðsykrinum nálægt eðlilegum gildum og að sykursýk- isjúklingunum ætti að fylgja eftir ævilangt á göngudeild háskóla- sjúkrahúss. Það sem Þórir tók að sér sótti hann af staðfestu, elju og þraut- seigju, og gaf oft lítið eftir. Hann hafði líka sterka réttlætiskennd. Eftir heimkomu barðist Þórir fyrir stofnun slíkrar deildar á Landspít- alanum. Hann tók þátt í stofnun Samtaka sykursjúkra 1971 og með þeirra hjálp komst göngudeild sykursjúkra á laggirnar 1974. Þórir hafði fágaða og yfirveg- aða framkomu. Hann bjó yfir per- sónutöfrum og fallegri og kraft- mikilli rödd. Hann hafði þokkafullan sannfæringarkraft sem nýttist honum vel þegar sannfæra þurfti sjúkling um megrun eða betri stýringu á blóð- sykri. Hann var afskaplega áhugasamur um árangur sjúkling- anna og beitti hrósi á sérstaklega áhrifaríkan hátt. Árangur af bættri meðferð syk- ursýki kom fljótt fram. Sam- félagsleg áhrif af starfi deildarinn- ar mögnuðust því langflestir sjúklingar með tegund 1 sykur- sýki leituðu til deildarinnar og sömuleiðis margir með tegund 2 sykursýki, sem þá var óalgengari en hún er í dag. Þórir hafði nánast yfirnáttúru- legan hæfileika til að veðja á rétt- ar aðferðir áður en sýnt var fram á gildi þeirra með traustum klínísk- um rannsóknum. Farsæld hans byggðist á góðri dómgreind og djúpum skilningi á lífeðlis- og líf- efnafræði efnaskipta og á eðli syk- ursýki. Rannsóknir Þóris beindust að faraldsfræði sykursýki og fylgi- kvillum. Það var í rannsókn Þóris á tegund 1 sykursýki þar sem fram kom að tíðnin var óvenjuhá hjá drengjum sem fæddust í október, niðurstöður sem bentu til þess að árstíðabundnir þættir hefðu áhrif á kynfrumur foreldra eða fóstrið, og stuðluðu þannig að sykursýki seinna á ævinni. Í grein sem þeir Þórir og Magnús Jónason birtu 1981 í Lancet stungu þeir upp á því að mikil hangikjötsneysla um jólin gæti valdið sykursýkishvetjandi skemmdum í kynfrumum foreldra sykursjúkra barna. Þetta voru róttækar hugmyndir um meingerð tegundar 1 sykur- sýki. Það var því Þóri mjög í mun að leita eftir frekari stuðningi fyrir þessari tilgátu. Í þeim tilgangi fór hann í samstarf við vísindamenn í Aberdeen þar sem hann hafði numið sykursýkisfræðina og setti upp rannsóknir í músum. Grein sem lýsir þessum rannsóknum birtist 1982, líka í Lancet, og studdi þá tilgátu að hangikjöt gæti haft áhrif á meingerð sykursýki. Þegar Þórir kom frá námi voru ekki allir sannfærðir um að ströng meðferð á sykursýki hefði áhrif á tíðni fylgi- kvilla. Það var ekki fyrr en 1993 að stór alþjóðleg rannsókn sýndi fram á þetta. Þrjátíu árum áður hafði Þórir beitt sér fyrir strangri með- ferð sykursýki og margir íslenskir sykursýkisjúklingar fengu áratuga forskot á bestu mögulegu meðferð sjúkdómsins. Meira: mbl.is/minningar. Bogi Andersen. Afi var svakalega stór. Þegar við vorum minni virtist það vera sökum þess hve hávaxinn og myndarlegur hann var. En síðar, þegar við loksins pössuðum í fínu inniskóna hans, þá var hann samt enn svo miklu stærri, því afi var nefnilega gæddur þeim töfrum að geta fyllt öll rými með kærleik og góðmennsku, eiginleikum sem mögnuðu tilveru hans og allra sem þekktu hann. Það var ekki hægt annað en að líða vel í kringum afa því nærvera hans var alltaf svo hlý. Við barnabörnin fylltumst allt- af af undrun og spennu þegar við heimsóttum afa á skrifstofunni hans, þar sem hann lá í sófanum, með pípu í hendi, umkringdur bókum um öll heimsins helstu mál. Slík var þó hógværðin hans afa að þrátt fyrir aldur og afrek leið okk- ur ávallt eins og jafningjum þegar við sátum þar á tali. Oftar en ekki laumaði hann til okkar litlum fjár- sjóðum í formi frímerkja eða fornra skildinga, en best þótti okkur þó að fá af honum heillaráð. Afi lá ekki á skoðunum sínum og því mátti ætíð treysta á hrein- skilni hans og visku. Að gista hjá ömmu og afa var ævintýri líkast. Undantekninga- laust voru þá dregin fram spil og deilt í rommí, sem okkur leiddist aldrei því með afa var hver leikur skemmtilegri en sá fyrri. Þegar spilin lentu vel læddist gjarnan á afa glettnislegt bros sem skein jafnt úr augum hans sem munn- vikum. Síðar, þegar kvölda tók, þá hlökkuðum við alltaf til að heyra afa segja enn eina sögu úr bálkn- um sínum um ferðalög Trítils og Búkollu. Þannig munum við eftir afa, með spaugilegt glott við mat- arborðið, augljóslega að lauma matarbitum til hundanna þegar amma sá ekki til. Afi lagði alltaf áherslu á það fal- lega í heiminum. Gullfallegt heim- ili afa og ömmu og óaðfinnanlegur klæðaburður báru vitni um mik- ilvægi fegurðar í lífi hans. En barnsleg gleði hans yfir fyrstu snjókornum jóla og íhugul hrifn- ing hans yfir lítilli laut – ánægja hans af því öllu, jafnt stóru sem smáu, endurspeglaði hve fallega hann var sjálfur innrættur. Það er með gífurlegri sorg sem við kveðjum afa okkar í hinsta sinn, en svo lengi sem við lifum þá lifir hann enn bæði í minningum okkar og í okkur sjálfum. Barnabörn, Þórir, Anna Guðrún, Tómas, Þorsteinn, Auður Katarína, Kolbeinn, Lilja Dórótea. Það voru sannarlega forréttindi fyrir mig, nýkominn úr sérnámi árið 1981, að fá að starfa með Þóri Helgasyni, yfirlækni á Göngudeild sykursjúkra, Landspítala. Deildin hafði verið stofnuð 1974 og voru þá mörkuð tímamót því þarna hófst í fyrsta skipti skipulögð, sér- hæfð þjónusta fyrir fólk með syk- ursýki hér á landi. Óhætt er að fullyrða að þessi merki áfangi náð- ist fyrst og fremst vegna baráttu Þóris Helgasonar og Samtaka sykursjúkra. Í starfi við göngudeildina komst ég fljótt að því að þrátt fyrir slæma starfsaðstöðu náðist betri árangur í blóðsykurstjórnun en á sambærilegum deildum erlendis þar sem ég þekkti til. Þórir hafði mikinn metnað fyrir hönd sjúklinganna. Hann var óþreytandi við að fræða, leiðbeina og hvetja fólkið til þess að ná betri tökum á sykursýkinni, ekki síst með bættu mataræði og hreyf- ingu. Hann var nákvæmur og kröfuharður og enginn var glaðari en hann þegar tilætluðum árangri var náð. Þórir var óspar á að brýna fyrir bæði nemendum og kollegum mikilvægi góðrar blóð- sykurstjórnunar til þess að fyrir- byggja fylgikvilla sykursýkinnar. Ég tel að það sé ekki tilviljun að blinda og endastigsnýrnabilun vegna sykursýki hefur verið hlut- fallslega sjaldgæfari hér á landi en víðast annars staðar, nokkuð sem vakti athygli Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar á sínum tíma. Þórir var um margt á undan sinni samtíð bæði hvað snertir rannsóknir og meðferð. Hann var snemma á ferðinni með að með- höndla fólk sem var með forstig sykursýki (skert sykurþol) með mataræði og stundum lyfjagjöf til þess að koma í veg fyrir þróun yfir í sykursýki, nokkuð sem vart þekktist annars staðar þá, en hef- ur unnið sér sess nú á seinni árum. Þórir var einn sá fyrsti ef ekki sá fyrsti í heiminum til að benda á aukaefni í matvælum sem hugs- anlega orsök fyrir tegund 1 (insúl- ínháðri) sykursýki. Þessa tilgátu byggða á eigin rannsóknum setti hann fram í hinu virta læknatíma- riti „Lancet“ árið 1981 og síðari tíma rannsóknir hafa bent til þess að þarna geti verið um að ræða meðvirkandi umhverfisþátt. Þórir var mikill hugsuður. Ótal sinnum þegar ég kíkti inn á skrif- stofuna hans hér áður fyrr eftir erfiðan vinnudag þá var hann bú- inn að kveikja sér í pípunni sinni og gekk fram og aftur um her- bergið brjótandi heilann og kryfj- andi hin ýmsu mál til mergjar, ekki síst hinar mörgu hliðar lækn- isfræðinnar eða mannlífsins. Þetta voru góðir tímar. Við starfslok var Þórir sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við lækna- deild Háskóla Íslands fyrir fram- lag sitt til þekkingar og framfara á sviði sykursýki. Í einkalífinu var Þórir lánsam- ur maður, átti glæsilega og ynd- islega konu sem ætíð var hans stoð og stytta. Ég er þakklátur fyrir ógleymanlegar minningar frá ferðalögum þar sem við Ásta heitin nutum ljúfrar samfylgdar Þóris og Auðar. Við Anna sendum Auði og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ástráður Hreiðarsson. Þóri Helgason má kalla frum- kvöðul nútímanálgunar að sykur- sýki hér á landi. Nær 53 ár eru lið- in frá því hann kom á Land- spítalann eftir sérnám sitt og hóf framsýnar og farsælar breytingar á meðferð sykursýki. Við lækna- nemar þessara ára hrifumst af þessum flotta kennara sem talaði af hreinskilni og eldmóði um hugðarefni sitt. Sem svo oft var ekki auðvelt að koma breytingum á framfæri. Það tók 7-8 ár þar til göngudeild fyrir sykursjúka varð til á spítalanum. Fyrir þrem árum, þegar ég ræddi þetta við hann, vildi hann þó ekki dvelja um of við ýmsan fortíðarvanda. Framtíðin og framfarir komandi ára lágu mun nær huga hans og hjarta. Eitt mesta heilbrigðisvandamál samtímans er sykursýki. Týpa 1 hefst á ungum árum og varir út ævina. Stór hluti mannkyns glímir svo nú við týpu 2 vegna ofneyslu sykurefna. Fyrir aðeins hálfri öld var offita óvanaleg og sykursýki af týpu 1 algengust. Meðferðin fólst í því að nota sykurhormónið insúlín skynsamlega, reyna að fylgjast með þvag- eða blóðsykri og lág- marka fylgikvilla. Fáir læknar á Íslandi vissu mikið um hvernig meðhöndla ætti sykursýki til að hámarka lífsgæði og heilbrigði skjólstæðinganna. Með Þóri Helgasyni bárust nýir straumar, betri skilningur á eðli sjúkdóms- ins, á þörfinni fyrir virkt eftirlit gegnum sérhæfða göngudeild og að sjúklingar tækju ábyrgð á eigin heilsufari. Nýir tímar bárust inn í íslenska læknisfræði og sjúkling- arnir skildu nauðsynina ekki síður en læknarnir. Þetta snerist ekki bara um lækninn, heldur um að- gang að sérhæfðum hjúkrunar- fræðingum, næringarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki til að tryggja fjölþætta þjónustu. Hann gat verið ákveðinn, jafnvel harður í afstöðu sinni til þeirra sem hann taldi værukæra um eigin heilsu. Þetta var nýtt. Engin ástæða til að sætta sig við það sem var ekki nógu gott. Hann hafði einlægan og óþrjótandi áhuga á að sem best tækist til. Það gekk eftir. Nær all- ir fylgikvillar sykursýki eru nú fá- tíðari hér en í öðrum löndum. Þegar ég tók að sinna sykur- sjúkum þunguðum konum var samvinna við Þóri og teymi hans lykilatriði. Hann tók mér af alúð. Samvinnan frá kvennadeildinni tókst giftusamlega. Áratug síðar var útkoma meðgöngu hjá þessum konum með því besta sem nokk- urs staðar sást. Þannig hefur það haldist síðan hjá þeim sem tóku við af okkur. Þórir kenndi jafnan frá því hann kom á Landspítalann. Hann var dósent við læknadeild háskól- ans og lagði mikilvægan skerf til fræðanna gegnum nýjar rann- sóknir sem tengdu mataræði við mögulega tilurð sjúkdómsins. Ein mikilvæg fræðigrein og nokkrar tengdar henni vöktu alþjóðlega at- hygli og vísuðu veg til framtíðar- rannsókna annarra. Það var því við hæfi að Þórir var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við HÍ árið 1998 við starfslok sín. Þórir Helgason var brautryðj- andi í íslenskri læknisfræði. Sam- starfsfólkið minnist hlýju og góð- vildar í bland við stefnufestu, fagmennsku, víðsýni og framsýni. Ævistarf hans og líf skildu meira eftir en hjá flestum. Ég votta ást- vinum hans einlæga samkennd og kveð góðan mann. Reynir Tómas Geirsson. Þórir Helgason Við andlát Hauks föðurbróður míns leita ýmsar minn- ingar fram í hugann og allar eru þær góðar. Þær fyrstu tengjast því tímabili er hann og Ásta heitin, eiginkona hans, bjuggu um skeið í kjallaraíbúð á æskuheimili mínu í Skeiðarvogi 81. Þar var ég heimagangur og tóku þau alltaf vel á móti mér, voru mér afar góð og vega þessar stundir þungt í sjóði minninganna. Ásta lést árið 2014 og var þá harmur að Hauki Stefán Haukur Ólafsson ✝ Stefán HaukurÓlafsson fædd- ist 4. janúar 1927. Hann lést 27. júlí 2019. Útför Hauks fór fram 2. ágúst 2019. kveðinn, þau höfðu þá gengið langan veg saman og verið mjög samrýnd í blíðu og stríðu. Sem ungum dreng fannst mér ríkja ævintýraljómi yfir frænda mínum, fannst hann vera „töffari“, það fylgdi honum ferskur blær. Hann kom að ýmsum ólíkum störfum, var m.a. tollvörður, lögregluþjónn, sjó- maður og síðar á ævinni banka- starfsmaður svo dæmi séu tekin. Haukur var mér alltaf góður og minnist ég þess er ég dvaldi sjö ára gamall að vetrarlagi hjá ætt- fólki mínu í Hnausum að hann smíðaði magasleða sem hann sendi mér norður. Þessi gjöf vakti mikla gleði og sleðinn, sem gerður var af miklum hagleik, var mikið notaður. Um árabil hitti ég Hauk og Ástu sjaldan en kynnin endur- nýjuðust er við Maja fluttum á Bíldudal en þau bjuggu þá á Tálknafirði. Það var gaman að geta notið samvista við þau á ný um nokkurt skeið. Þegar við Maja fluttum til Súðavíkur voru Haukur og Ásta flutt á Hlíf á Ísa- firði og við gátum heimsótt þau á ný og þau litu inn hjá okkur. Einkadóttirin Guðrún og tengda- sonurinn Tryggvi voru skammt undan ásamt afkomendum, sem er stór hópur og mannauður mik- ill. Haukur hafði um skeið um- sjón með Nausti, félagsaðstöðu íbúanna á Hlíf, og sá meðal ann- ars til þess að veitingar væru til staðar og gjarnan steikti hann kleinur sem voru góðgæti mikið. Við Maja litum stundum inn þeg- ar við vorum stödd á Ísafirði og var okkur ávallt vel tekið. Haukur var glaðsinna maður og hlýlegur, einatt með bros á vör. Þess minnast einnig systkini mín, minnast frænda af virðingu og þökk. Ég átti símtal við Hauk stuttu fyrir andlát hans. Hann var þá fluttur á Hjúkrunarheimilið Eyri og kvað allan aðbúnað þar mjög góðan en heilsan væri farin að versna. Mér finnst þetta dýr- mætt samtal, það varð okkar síð- asta því hann lést stuttu síðar í faðmi fjölskyldunnar. Að lokum vil ég þakka Hauki frænda alla góðvild og hugulsemi fyrr og síðar, hann var góður frændi og hans er saknað. Elsku Gósí, Tryggvi, kæru afkomendur og ættingjar. Ég, Maja og Sonja Lind sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hið sama gera systkini mín, Ólafur og Kristín, og fjölskyldur þeirra. Sveinbjörn Dýrmundsson. Fyrstu kynni okkar Stefáns Hauks voru þegar við unnum saman í stjórn Félags eldri borg- ara á Ísafirði undir stjórn Hall- dórs Hermannssonar og vorum skipaðir í íþróttanefnd félagsins með það markmið að koma upp púttvelli fyrir félagsmenn, en það verkefni hafði fyrri formaður Jón Þórðarson verið byrjaður að vinna að en flutti úr bænum og kláraði því ekki verkefnið. Nefndin var þannig skipuð: Björn Helgason formaður, Sjöfn Magnúsdóttir ritari og Stefán Haukur gjaldkeri. Þetta verkefni gekk upp og Félag eldri borgara afhenti Ísafjarðarbæ púttvöllinn til eignar og reksturs í júlí 2008, þá var gott að hafa góðan gjald- kera. Félag eldri borgara á Ísafirði óskaði eftir að fá afnot af kjall- arahúsnæði á Hlíf II fyrir fé- lagslega starfsemi, sem var sam- þykkt. Þar komu mikið við sögu Stef- án Haukur og Ásta kona hans við að innrétta, mála og pússa, kaupa húsgögn og áhöld. Þessi fé- lagsaðstaða fékk nafnið Naust. Stefán Haukur stýrði þessari aðstöðu í nokkur ár, hafði opið þrjá daga í viku og bauð upp á kaffi og margs konar uppákom- ur. Kynni okkar Stefáns Hauks jukust með árunum og við fórum að spila saman golf ásamt Konna Jakobs. Ég minnist sérstaklega fyrsta dagsins er við fórum saman, Konni ritaði á skorkortið fyrir okkur þrjá enda mjög vel ritfær maður eins og allir hér til þekkja. Þegar Konni las fyrir okkur töl- urnar af skorkortinu hváði ég við, þá sagði Konni: Já við spilum bara okkar golf, skráum bara höggin sem við hittum. Næst var spilað eftir golf- reglum en ekki „okkar golf“ og framfarir urðu bara ágætar. Seinna bættist svo Biggi Sveins í hópinn. Ég minnist Stefáns Hauks sem góðs vinar þessi ár sem kynni okkar stóðu. Við gerðum heilmikið saman, spiluðum boccia, púttuðum mikið og eftir að við Maja fluttum á Hlíf var stutt að skreppa milli íbúða, spjalla saman og rifja upp góðar minningar úr leik og starfi. Blessuð sé minning góðs vinar. Björn Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.