Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ford F-350 Platinum Litur: Magma red, svartur að innan. 6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque. FX4 off-road pakki, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaður pallur, fjarstart, trappa í hlera, airbag í belti í aftursæti VERÐ 11.390.000 m.vsk 2019 Ram Limited 3500 35” Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. 35” dekk. VERÐ 11.395.000 m.vsk 2019 Ford F-350 Lariat 35” Litur: Ruby red/ gray, svartur að innan. 6-manna bíll. 6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque. 35” dekk. Með FX4 off-road pakka, quad beam headlights, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart, Driver altert-pakki, Trailer tow camera system og airbag í belti í aftursæti. VERÐ 10.990.000 m.vsk 2019 F-350 Limited 35” breyttur Litur: Perluhvítur, “cocoa” að innan. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque. Breyttur með 35” dekk, 20” felgur og brettakanta. Með FX4 off-road pakka, top- pljós (ekki á mynd), upphituð/loftkæld sæti, heithúð- aðan pall, fjarstart, auka bakkmyndavél fyrir camper eða trailer, trappa í hlera og airbag í belti í aftursæti. VERÐ 12.490.000 m.vsk »Hin árlega tónlistar- og gleðihátíð margra þeirra Reykvíkinga sem heima sitja um versl- unarmannahelgina, og gesta þeirra, Innipúk- inn, var haldin úti á Granda að þessu sinni. Fjöldi ólíkra listamanna tróð upp, allt frá beitt- um ungröppurum og sálarsöngvurum, að harðkjarna og ágengum rokksveitum. Líf og fjör á enn einni Innipúkahátíðinni Gleðigjafar Jónas Sigurðsson og hljómsveit hans voru meðal margra listamanna sem tróðu upp. Spjall Gestir nutu samverunnar á Grandanum. Andaktugir Fylgst með tónlistaratriðum. Hátíðargestir stigu dansinn glaðir langt fram á kvöld. Biðröð Það var hálfgerð útihátíðarstemning á Innipúkanum á ár enda haldinn að hluta utan dyra. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Tónlist á stríðstímum er yfirskrift tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld, þriðjudags- kvöld, og hefjast þeir klukkan 20.30. Flutt verður kammertónlist eftir Debussy, Poulenc og Shosta- kovich og flytjendur eru þau Ísak Ríkharðsson á fiðlu, Martina Zimm- erli á selló og Þóra Kristín Gunn- arsdóttir píanóleikari. Þá fjallar Finnur Ágúst Ingimundarson, meistaranemi í íslenskum fræðum, í texta um verkin og tímana þegar þau urðu til. Á tónleikunum verður tónlistin römmuð inn með orðum tónskáld- anna og fréttum líðandi stundar og vöngum velt yfir því hvaða áhrif tvær heimsstyrjaldir höfðu á sköp- un tónskáldanna og hvernig þeir sáu hlutverk sitt sem listamenn í sundraðri veröld. Markmiðið er að ljá tónlistar- flutningnum aukna dýpt með því að beina sjónum að uppruna tónlistar- innar, setja hana í sögulegt sam- hengi og reyna að komast inn í hug- arheim tónskáldanna. Til að færa þessar aðstæður nær okkur er tengt við atburði í samtímanum. Fjalla um og flytja stríðstímatónlist Flytjendur Tónlistarmenn og lesari. Sýning á verkum eftir þýsku listakonuna Karin Sander hefur verið opnuð í Galleríi Úthverfu á Ísafirði. Sýningunni lýkur á laugardaginn kem- ur en hún er í röð fimm stuttra sýninga sem hafa yfirskriftina Ferocious Glitter. Sýningum Peters Schmidts, Ingólfs Arnarsonar og Svövu Skúladóttur er lokið en eftir sýningu Sander verður opnuð sýning með verkum eftir Rögnu Róbertsdóttur. Sýningarstjóri er Gavin Morr- ison. Allir listamennrnir hafa tengingu við menningar- og myndlistarsögu Ísafjarðar; Sander sýndi á Ísafirði árið 1998, í Slunkaríki. Sýning á verkum Karin Sander á Ísafirði Listakonan Sander er höfundur vinningstillögu um pálmatré í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.