Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019 6. ágúst 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.56 123.14 122.85 Sterlingspund 148.32 149.04 148.68 Kanadadalur 92.62 93.16 92.89 Dönsk króna 18.204 18.31 18.257 Norsk króna 13.72 13.8 13.76 Sænsk króna 12.679 12.753 12.716 Svissn. franki 124.28 124.98 124.63 Japanskt jen 1.1459 1.1527 1.1493 SDR 168.24 169.24 168.74 Evra 135.92 136.68 136.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.031 Hrávöruverð Gull 1436.05 ($/únsa) Ál 1748.5 ($/tonn) LME Hráolía 61.16 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Bandaríski tæknirisinn Google greindi frá því á mánudag að frá og með næsta ári mundi fyrirtækið kolefnisjafna send- ingar á raftækjum til viðskiptavina. Jafnramt hyggst Google nota endurunnið plast, í ein- hverju magni, í öllum vörum sínum ekki seinna en 2022. Reuters greinir frá þessu og segir út- spil Google til marks um harðnandi samkeppni á milli tæknifyrirtækja um að sýna bæði neytendum og stjórnvöld- um að þau vilji leggja sig fram við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá starfseminni. Google hefur þegar náð töluverðum árangri á þessu sviði og minkaði t.d. sótspor raftækjasend- inga um 40% á síðasta ári með því að reiða sig meira á sjóflutninga í stað flutninga með flugi. ai@mbl.is Google hyggst kolefnis- jafna vörusendingar STUTT FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Innanlandsgengi kínverska renmin- bísins veiktist á mánudag og rauf táknrænan múr þegar verð banda- ríkjadals fór yfir 7 renminbía-mark- ið. Nam gengislækkun dagsins í kringum 1,4% og hefur gjaldmiðill Kína ekki verið veikari gagnvart dalnum síðan 2008. Fréttir af veikingu renminbísins ollu titringi á verðbréfamörkuðum um allan heim og urðu til þess að helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu skarplega. Kemur lækkun gjald- miðilsins fram nokkrum dögum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti rauf vopnahlé sem gert hafði verið í tollastríði Bandaríkjanna og Kína. Lýsti forsetinn því yfir á fimmtudag að hann hygðist leggja 10% viðbót- artoll á þann kínverska innflutning sem hingað til hefði verið eirt í toll- astríðinu, samtals um 300 milljarða dala virði af ýmiss konar varningi. Japanska Topix-vísitalan veiktist um 1,8% á mánudag, MSCI-Asíuvisi- talan um 2,5%, þýska Daxið um 1,6%, franska CAC 40-vísitalan um 2% og breska FTSE 100 tapaði 2,2%. Um hádegisbil að staðartíma höfðu helstu vísitölur á Wall Street lækkað álíka mikið: Nasdaq lækkaði mest, eða um 2,6%, en Dow Jones og S&P 500 um 2% og 2,1%. Boðar ekki gott Íslenskum lesendum kann að þykja undarlegt að 1,4% gengis- lækkun hleypi öllu í háaloft en Seðla- banki Kína hefur áður lagt mikið á sig til að koma í veg fyrir að rjúfa 7 renminbía-þröskuldinn gagnvart Bandaríkjadal. Þykir til marks um róttæka stefnubreytingu að því hafi verið leyft að gerast, og jafnframt benda til að versnandi líkur séu á að farsæl lausn finnist á viðskiptadeil- um Bandaríkjanna og Kína. Það róaði ekki taugar fjárfesta að Trump brást hinn versti við veikingu renminbísins. Lét hann gremju sína í ljós á Twitter þar sem hann sakaði kínversk stjórnvöld um að veikja gjaldmiðil sinn af ásettu ráði. Seðla- banki Kína sendi aftur á móti frá sér yfirlýsingu þess efnis að veiking gjaldmiðilsins væri afleiðing vernd- arstefnu í alþjóðaviðskiptum og hækkaðra tolla á kínverskan varn- ing. Kvaðst seðlabankinn vel í stakk búinn til að halda gengi renminbísins stöðugu og á eðlilegu bili. FT greinir frá að Yi Gang, seðla- bankastjóri Kína, hafi jafnframt sagt á mánudagskvöld að stjórnvöld þar í landi hygðust ekki nota gengi ren- minbísins sem tæki til að takast á við utanaðkomandi vandamál, s.s. vegna deilna um milliríkjaviðskipti. Sagði hann að gengið myndi fá að ráðast af markaðsöflum og yrði ekki fellt til að bæta samkeppnishæfni kínverskra framleiðenda. Markaðsgreindendur virðast sum- ir eiga bágt með að trúa seðlabanka- stjóranum og benda á að í tolla- stríðinu við Bandaríkin sé Kína hér um bil orðið uppiskroppa með bandarískar vörur sem hækka mætti tolla á og veiking gjaldmiðilsins sé því einn af fáum valkostum sem kín- verskum stjórnvöldum standi til boða. Tekur marga með sér í fallinu Þá óttast sérfræðingar að ef gjald- miðill Kína heldur áfram að lækka muni það koma af stað hrinu geng- islækkana í Asíu og víðar. Áhrifanna gætti strax á mánudag og veiktist gjaldmiðlavísitala MSCI fyrir ný- markaðaslönd um allt að 0,9% sem er mesta lækkun á einum degi í tvö ár. Renminbíið tók heimsmarkaðs- verð á olíu einnig niður með sér í fall- inu, og lækkaði Brent-hráolía um 1,9%. Japanska jenið hækkaði aftur á móti um 0,4% gagnvart Banda- ríkjadal, og má skýra með því að jap- anskir fjárfestar hafi selt eignir sín- ar í Asíu og víðar og þannig aukið innstreymi fjármagns til landsis. Þá varð óróinn til þess að fjárfestar leit- uðu skjóls í gulli sem hækkaði um 1,6%. Hlutabréf lækka vegna veikara renminbís AFP Rautt Konur fylgjast með verði hlutabréfa á markaði í Peking í gær. Gjalmiðill Kína olli á mánudag skjálfta sem fannst um allan heim.  Gengisþróunin þykir til marks um minni líkur á farsælum endi á tollastríði Bandaríkjanna og Kína  Helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu skarplega Yi Gang Donald Trump Stjórn risabankans HSBC tilkynnti á sunnudag að bankastjóranum John Flint hefði verið sagt upp störfum. Flint hefur gegnt stöðunni í aðeins 18 mánuði en hann átti að baki lang- an feril hjá bankanum og gerði ekki miklar breytingar á starfseminni eft- ir að hafa tekið við stjórnartaumun- um. Wall Street Journal segir skort á róttækum aðgerðum hafa valdið áhrifafólki innan bankans vonbrigð- um og því þótt þörf á að gera gang- skör að því að styrkja bankann í æ harðari samkeppni. Hlutabréfaverð HSBC lækkaði um 14% þann tíma sem Flint var bankastjóri. Samhliða því að tilkynnt var um uppsögn Flints greindi fjármála- stjóri HSBC frá því í viðtali að til stæði að fækka starsfólki bankans um 2% en þar vinna hátt í 238 þús. manns. Á niðurskurðurinn einkum að beinast að efri lögum skipurits bankans og lækka launakostnað um allt að 4%. Noel Quinn, yfirmaður viðskipta- bankastarfsemi HSBC, mun taka við bankastjórahlutverkinu til bráða- birgða. Stjórn bankans hyggst leita nýs bankastjóra bæði innan og utan HSBC, og segir leitina get tekið allt upp í eitt ár. ai@mbl.is AFP Varfærinn John Flint þykir ekki hafa verið mjög framtakssamur í starfi. Bankastjóri HSBC rekinn  Nokkur þúsund til viðbótar á förum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.