Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Boris Johnson,forsætisráð-herra Bret- lands, hefur lofað meira fé í heilbrigð- iskerfið. Verka- mannaflokkurinn hefur brugðist við með því að segja að fénu hafi þegar verið lof- að þannig að loforðið sé endur- vinnsla á óefndu loforði. Slíkt karp er kunnuglegt úr stjórnmálunum og kemur út af fyrir sig ekki á óvart. Slík um- ræða er þó enn ein áminningin um mikilvægi heilbrigðismála og þá meðal annars áminning um að ekki sé æskilegt að umræður um þau snúist aðeins um peninga. Skipulag heilbrigðiskerfisins og til dæmis þáttur ríkisrekstrar og einkarekstrar í því skiptir líka máli. Meðferð fjármunanna er ekki síður mikilvæg en fjárhæðin sjálf. En það er ekki aðeins að heil- brigðismálin séu þýðingarmikil – og raunar velferðarmálin í heild sinni – þýðing þeirra fer einnig vaxandi. Áminning um þetta kom einnig frá Bretlandi um helgina. Daniel Hannan, Evrópuþingmað- ur Íhaldsflokksins, sem er Ís- lendingum að góðu kunnur eftir að hafa stutt þá í Icesave- deilunni, ritaði grein í tilefni þess að hertoginn og hertogaynjan af Sussex lýstu því yfir að þau hygð- ust í nafni umhverfisverndar tak- marka barneignir sínar við tvo afkomendur. Hannan benti á að til að viðhalda mannfjölda þyrfti hver kona að eignast 2,1 barn, en að í Englandi og Wales færi þessi tala lækk- andi og væri komin niður í 1,7 börn á hverja konu, sem er raunar sama frjósemi og hér á landi samkvæmt Hagstofu Ís- lands. Þróunin er að sögn Hann- an svipuð víðast annars staðar og hann sagði að eftir því sem þjóð- um yxi ásmegin efnahagslega drægi úr barneignum. Þeim væri helst haldið uppi af innflytj- endum, sem reyndust heldur duglegri í þessum efnum, í sam- ræmi við hefðir í þeim löndum sem þeir kæmu frá. Hannan sagði að mannfjöldinn í heiminum mundi ná hámarki í 8,7-14 milljörðum, eftir því hvaða spár væru notaðar og eftir það færi mannkyninu að fækka. Mögulegar ástæður þeirrar tilhneigingar að fólki fækki eftir því sem efnahagur þess batnar verða ekki reifaðar hér nú en þessi staðreynd er afar þýðing- armikil fyrir umræður um vel- ferðarmál. Án efa er það rétt hjá Hannan að áhyggjur af fækkun fólks, ekki fjölgun, verður of- arlega í umræðunni hjá næstu kynslóð. Miklu skiptir í þessu sambandi að með færra vinnandi fólki en fleira fólki sem þarf á stuðningi velferðarkerfisins að halda, verður enn brýnna að finna leiðir til að reka velferðar- þjónustuna með sem hagkvæm- ustum hætti. Fólksfækkun stefnir í að verða meira vandamál en fólksfjölgun} Viðfangsefni næstu kynslóðar Ríkisútvarpiðstyður vita- skuld þriðja orku- pakkann eins og það studdi aðild- arumsókn Íslands að Evrópusam- bandinu og Icesave-samn- ingana. Ríkisútvarpið liggur einfaldlega Evrópusambands- megin í umræðunni eins og starfsmennirnir, enda er þetta stofnun „þeirra allra“ og kemur öðrum ekki við. Þess vegna kemur ekki á óvart að Ríkisútvarpið skuli nú hafa lagt sitt af mörkum í því að hindra eðlilega umræðu um þriðja orkupakkann. Það hentar Ríkisútvarpinu ekki að allar staðreyndir og allar röksemdir um pakkann komi fram. Um helgina ræddi Ríkis- útvarpið við formann dómara- félagsins, Ingibjörgu Þorsteins- dóttur, um skrif Arnars Þórs Jónssonar héraðsdómara um orkupakkann. Þau skrif hafa að stórum hluta farið fram hér í Morgunblaðinu og verið óvenju- lega vönduð, yfirveguð og upp- lýsandi. Þau hafa með öðrum orðum verið afar mikilvæg fyrir þá umræðu sem nú á sér stað. Athygli vekur að formaður dómara- félagsins segist gera greinarmun á því þegar dómari gefur „faglegt álit“ eða skrifar greinargerð og þegar hann tek- ur þátt í skoðanaskiptum „um viðkvæm málefni“. Þetta hljóm- ar óneitanlega einkennilega. Getur „faglegt álit“ ekki komið fram í nokkrum styttri grein- um, aðeins í einni langri grein- argerð? Er það líklegt? Eða liggur munurinn í því að fyrir greinargerðina er hægt að rukka háar fjárhæðir en fyrir styttri greinarnar fæst ekkert greitt? Er málflutningur for- manns dómarafélagsins með öðrum orðum liður í kjarabar- áttu dómara á kostnað tjáning- arfrelsis þeirra og innleggs þeirra til vandaðrar umræðu? Það skýtur skökku við ef dómari má ekki tjá sig opin- berlega nema gegn greiðslu. Ef sú er skoðun dómarafélagsins er fyrst ástæða til að hafa áhyggjur af dómurum og störf- um þeirra. Telur dómarafélagið að dómarar megi aðeins gefa álit gegn greiðslu?} Óvenjuleg kjarabarátta M ig langar til að nýta þennan stutta pistil til að segja ykkur betur frá fullnaðarsigri í dómsmálinu sem Flokkur fólksins vann fyrir hönd eldri borgara. Ástæðan er ekki síst sú að mjög margir hafa haft samband við mig og átta sig ekki á dómsorðinu. Málið hafði tapast fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en var áfrýjað til Landsréttar sem komst að öndverðri niðurstöðu. Dóms- orðið var kveðið upp föstudaginn 31. maí 2019 í máli nr. 466/2018. Sigríður Sæland Jónsdóttir (lögm. Jón Steinar Gunnlaugsson) gegn Tryggingastofnun ríkisins. Það er ástæða til að nefna hvers vegna móðir mín var fengin sem kandidat og henni stefnt fram í málinu. Um tíma var verið að skoða hvort við ættum að hafa hópmálssókn, en m.t.t. dóms Hæstaréttar í máli nr. 125/2000 frá 19. desember 2000, sem er betur þekktur sem fyrri öryrkjadómurinn, var ákveðið að fara sömu leið og þar var gert, þ.e. að finna einn aðila að málinu. Niðurstaðan myndi gilda um alla þá sem áttu sama rétt og stefnandi. Ég virði fullkomlega val lögmannsins á móður minni, háaldraðri tekjulágri konu, það tekjulágri að hún fékk gjafsókn í málinu og var tilbúin að láta tefla sér fram svo fremi hún stæði ekki í einhverju sem heilsa hennar og aldur gæfu ekki tilefni til. Með lögum nr. 116/2016 sem tóku gildi 1. janúar 2017 voru gerðar breytingar á lögum nr. 100/2007 um al- mannatryggingar og eldri bótaflokkar ellilífeyrisþega samkvæmt þeim lögum, ellilífeyrir og tekjutrygging, sameinaðir undir því fyrrnefnda. Fyrir gildistöku laga nr. 116/2016 var tekjutryggingarhluti lífeyrisgreiðslna skert- ur vegna greiðslna sem stefnandi naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Í dómi Landsréttar kom fram að eftir gild- istöku laga nr. 116/2016 hefði stefnandi átt kröfu til að fá ellilífeyri greiddan án skerð- ingar vegna greiðslna frá skyldubundnum at- innutengdum lífeyrissjóðum, allt fram til þess er lög nr. 9/2017 tóku gildi. Þessi kröfuréttindi stefnanda nytu verndar 72. gr. Stjórnarskrár- innar og þar sem þau hefðu verið gjaldfallin við gildistöku laga nr. 9/2017 yrðu þau ekki skert með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Hæstiréttur hafði engu við niðurstöðu Lands- réttar að bæta og hafnaði áfrýjunarkröfu rík- islögmanns hinn 9. júlí sl. Fullnaðarsigur. Dómskerfið og réttarríkið standa uppi sem sigurvegarar ásamt Flokki fólksins. Þess vegna er það svo að allir þeir eldri borgarar sem eiga réttindi úr lífeyrissjóðum sem hafa skert ellilífeyr- isgreiðslur vegna ólögmætra skerðinga almannatrygg- inga fyrir tímabilið janúar og febrúar 2017 fá það leiðrétt. Ég ræddi við þjónustufulltrúa TR fyrir skömmu og tjáði hún mér að markmiðið væri að greiða út samkvæmt dómsorði nú í september nk. Hins vegar er það svo að umfangið er mikið eðli málsins samkvæmt þannig að greiðslur geta hugsanlega tafist þar til í október af þeim völdum. Vil ég í lokin þakka lögmanni okkar Jóni Steinari Gunnlaugssyni og Hlyni Jónssyni fyrir frábært starf. Næsta mál er þegar komið á dagskrá. Baráttan fyrir bættum kjörum öryrkja. Inga Sæland Pistill Við unnum málið Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Það er jákvæð þróun að löndúti í heimi nýti jarðvarmameira og betur og það erákveðinn sigur fyrir okkur að jarðhitavinnsla hafi náð sér á strik í löndum eins og Keníu, Indónesíu, og Filippseyjum. Í löndum sem við höfum komið að með þróunaraðstoð, Jarðhitaskólanum og útsendri sér- fræðiþekkingu,“ segir Guðni A. Jó- hannesson orkumálastjóri. Fram kom á lista sem birtur var á vefnum Think Geoenergy að Kenía hafi ýtt Íslandi niður í 9. sæti á lista yfir lönd sem nýta jarðhita hvað mest. Þar kemur fram að framleiðsla orku með jarðvarma í heiminum náði 14.900 megavöttum í síðasta mánuði. Guðni segir að Indónesía sé með margfalda orkugetu á við Ísland varðandi jarðhita og ekkert óeðlilegt að þeir fari fram úr í jarðvarma- vinnslu. Fersk reynsla nauðsynleg ,,Til þess að geta haldið áfram að sinna sérfræðivinnu og aðstoða erlend ríki þurfum við að hafa ferska reynslu af uppbyggingu jarð- hitavirkjana og sérfræðinga sem haft hafa verkefni hér heima. Núna sneyðist um þessi verkefni og inn- lendi markaðurinn er að dragast saman,“ segir Guðni sem hefur áhyggjur ef ekkert verður að gert. Hætta sé á að með tímanum verði ekki hægt að veita eins markvissa þróunaraðstoð og nú er gert og draga þurfi úr sölu á útfluttri sér- fræðiþekkingu jarðhitasérfræðinga. Guðni segir að Íslendingar eigi að halda áfram að þróa jarðhita og vatnsafl á landinu með skyn- samlegum hætti. Það þurfi að skoða miklu betur áform um friðlýsingar stórs hluta landsins með tilliti til þess að Íslendingar hafi miklu hlutverki að gegna í loftslagsmálum. Þá þurfi að tryggja afkomu landsmanna til framtíðar og orkutengdur iðnaður sé eitt af þeim gefnu tækifærum sem Íslendingar hafi í hendi. Það sé í rauninni ekki hægt að sjá margt ann- að í atvinnulífinu sem hafi sömu vaxt- armöguleika. ,,Að mínu mati hefur vinna við rammáætlun bæði hallast of mikið á náttúruverndarhliðina og lítið tillit tekið til samfélagslegra og efnahags- legra þátta. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS orku, segir mikla þróun í jarð- varmanýtingu víða um heim og kapp- kostað sé að nýta hreinar orkulindir til orkuframleiðslu en á Íslandi hafi aukningin verið tiltölulega lítil und- anfarin ár. ,, Ég get ekki tekið undir þau sjónarmið að ekki eigi að virkja meira, að því sögðu að það snúist ekki bara um að virkja heldur að mæta þörfum samfélagsins. Við höf- um tvo góða kosti, jarðvarma, vatns- orku og þriðja kostinn, vindorku sem er að stimpla sig inn,“ segir Ásgeir og bendir á að Ísland hafi fleiri kosti en mörg önnur lönd til að virkja end- urnýjanlega orku. Það séu ekki nema 10 til 12 lönd í heiminum sem hafi auðlindir til að virkja jarðhita til nýt- ingar hreinnar orku á meðan óhrein orka þurfi að minnka ,,Hér á landi höfum við ekki framleitt óhreina orku í seinni tíð nema sem snýr að varaafli t.d. þegar lína brestur eða ekki er til nóg raf- magn. Í þeim tilfellum notum við olíu sem við eigum ekki að gera. Við get- um útrýmt því með styrkingu orku- kerfisins þ.e.a.s. með aukinni fram- leiðslu þar sem jarðvarminn kemur sterkur inn og með öflugra flutnings- og dreifikerfi,“ segir Ásgeir sem seg- ir það hlutverk allra og hafa sem minnst áhrif á umhverfið en gæta á sama tíma hagsmuna landsmanna. Kenía orðin framar Íslandi í jarðhitanýtingu 549 755 763 944 951 1.005 1.347 1.868 1.948 3.653 Framleiðslugeta í megavöttum í júlí 2019 14.900 MW er heildar framleiðslu- geta jarðvarmaorku á heimsvísu Japan Ísland Kenía Ítalía Mexíkó Nýja- Sjáland Tyrkland Filipps- eyjar Indónesía Banda- ríkin Þar af er hlutdeild Íslands 5% 5% Heimild: thinkgeoenergy.com Tíu efstu lönd í nýtingu jarðvarma Guðmundur Þóroddsson, stjórn- arformaður Reykjavík Geother- mal, sem starfar í Eþíópíu, Mexíkó og Karíbahafinu segir Keníu halda áfram að nýta jarð- hita á meðan Íslendingar séu nánast hættir nýjum virkjunum. Það sé nánast ómögulegt að nýta hann eða aðrar orkulindir vegna harðrar andstöðu hópa sem berjast gegn alþjóðavæð- ingu og/eða umhvefisvernd. ,,Það eru lög og reglur um framkvæmdir. Þeim hefur verið snúið upp í andhverfu sína þann- ig að þau hindra eðlileg verkefni og valda fyrirtækjum og fólki skaða. Að nýta jarðvarma telst umhverfisvænt alls staðar ann- ars staðar en á Íslandi,“ segir Guðmundur og bætir við að jarð- varmi sé á engan hátt hættu- legur og möguleikarnir enda- lausir. Hann segist skilja að einhverjum þyki landslag fallegt og mótmælum sé hreyft við því en baráttan sé óheiðarleg. Óheiðarleg barátta NÝTING JARÐHITA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.