Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 6
Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Líffræðingar hafa ekki fundið neinar orsakir fyrir því hvers grind- hvalavöður hafa verið að leita nærri ströndum Íslands, sér í lagi á Suð- vestur- og Vesturlandi, upp á síð- kastið. Ýmsar ágiskanir eru þó um ástæðurnar. Grindhvalir sem eru hjarðdýr, gætu verið að elta veik dýr í blindni, verið truflaðir af segulsviði jarðar eða verið að elta fæðu. Þetta segir Sverrir Daníel Halldórsson, einn þeirra líffræðinga sem, á vegum Hafrannsóknastofnunar, hafa komið að rannsóknum á grindhvalavöðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði. Þar strönduðu milli 50 og 60 hvalir sl. föstudagskvöld. Um 30 hvölum var bjargað og14 dýr drápust og var síðasta hræið urðað í fjörunni í gær. Síðast bárust fregnir af grind- hvalavöðu í höfninni í Keflavík fyrir rúmri viku. Á svipuðum tíma í fyrra fjölgaði einnig tilfellum þar sem bæði grindhvalir og andarnefjur strönduðu við Íslandsstrendur. Tilfellin árstíðabundin Edda Elísabet Magnúsdóttir sjáv- arlíffræðingur segir að það að til- fellin séu árstíðabundin bendi til þess að skýringin sé lífssögutengd, þ.e. tengist fæðu- og/eða æxlunar- tíma dýranna. Telur hún hvalavöð- urnar vera að þéttast við Suðvestur- og Vesturland sem auki líkur á að sumir hópar lendi í vandræðum. Segir hún að flest nýlegustu tilfellin verða í stórstreymi. „Þegar það er stórstreymt eru meiri líkur á að það fjari undan þeim og þegar þeir eru komnir á miklar grynningar eiga þeir einnig erfiðara með að ná áttum þar sem þeir eru aðlagaðir djúpsjó. Það er þeirra náttúrulega umhverfi. Það er ekki jafn mikið endurkast af bergmáls- púlsunum sem þeir nota í sandbotni og þess háttar sem er algengt við ströndina,“ segir Edda. „Svo er líka burðartími sem gerir þá enn ber- skjaldaðri fyrir einhverju svona. All- ur hópurinn tekur þátt í burðinum og er í kringum móðurina þegar hún er að bera og þannig geta þeir hægt og rólega farið upp í grynningarnar á þessum slóðum,“ segir hún. Hún segir að ekkert bendi til þess að hvölunum hafi fjölgað við Íslands- strendur en telur að fleiri hvalir komi saman við þennan hluta lands- ins á þessum árstíma. „Það er líklegast meginbreytingin sem við erum að sjá. Þar sem þétt- leiki grindhvala er mjög mikill ann- ars staðar í heiminum eru svona til- vik tíðari,“ segir Edda. Þéttleiki hvala líkleg ástæða  Algengara að hvalir strandi í fjörum Morgunblaðið/Alfons Grindhvalir Um 30 grindhvölum var bjargað úr fjöru við Útskálakirkju í Garði sl. föstudag. Ekki tókst að bjarga 14 dýrum sem drápust í fjörunni. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019 Lyfjalausmeðferð án þekktra aukaverkana. Bionette er hentugt tæki sem notar ljóstækni til að draga úr einkennumofnæmis- kvefs s.s. hnerra, kláða, höfuðverk, nefrennsli, nefstíflu og tárvotum augum. Bionette hentar vel gegn frjókornumúr trjám, grasi, illgresi og blómum.Myglu, gróum frá plöntum, ryki, rykmaurum, dýrumog öðrum loftbornumofnæmisvökum. HEILSAÐUVORINU lgueyðandi ljósameðferð gegn einkennum ofnæmiskvefs Fæst í apótekum Sölustaði má finna á facebook.com/bionetteisland Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is óB Ljósinu er stungið upp í nasirnar, kveikt á því og haft þangað til það slokknar (um 4mín.). Má nota tvisvar til þrisvar á dag við upphaf einkenna. Síðan eftir þörfum þegar einkenni hafa lagast. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Úlfarsárdalur er skemmtileg- asta hverfi borgarinnar. Á marg- an hátt gæti þetta líkst þorpi úti á landi, sem hefur sál og sjálfstæða menningu. Svo eru íbúar hér enn sem komið ekki fleiri en svo að maður kannast við andlit margra og fólk sem þekkist tekur tal saman á förnum vegi,“ segir Björn Ingi Björnsson formaður Íbúasamtaka Úlfarsárdals í Reykjavík. Úlfdælum fjölgar ört og sam- kvæmt nýjustu tölum eru þeir nú orðnir 2.089 en fyrir aðeins tveimur árum voru þeir 1.332. Og íbúunum fjölgar áfram því mikið er byggt um þessar mundir; sér- býli sem blokkir. Byggingar þjóta upp „Við fjölskyldan fluttum í Úlfarsárdal árið 2011 en núna er- um við um stundarsakir í Graf- arholtinu hér hinum megin við dalinn. Á næstunni flytjum við í Reynisvatnsásinn í Úlfarsárdal þar sem við höfum verið að byggja. Þessi þrjú svæði teljast reyndar vera ein heild og sami borgarhlutinn,“ segir Björn sem minnist þeirra tíma þegar allar framkvæmdir í hverfinu voru stopp um lengri tíma fyrst eftir hrun. „Dalurinn var kreppuhverfi í nokkur ár; hér voru auðir grunn- ar og hálfbyggð hús sem fjár- málafyrirtækin höfðu leyst til sín og héldu hreinlega í gíslingu. Þeir hnútar hafa þó fyrir löngu verið leystir og síðustu misserin höfum við séð byggingarnar hér hreinlega þjóta upp. Hér er margt í gangi.“ Byggja skóla og íþróttamiðstöð Sumt heyfist þó seint, segir Björn Ingi, sem finnst að Reykja- víkurborg megi bregðast skjótar við ýmsum umkvörtunum og ósk- um íbúa, svo sem umferðar- málum og einföldustu innviði. „Okkur finnst slæmt að hverf- isráðin sem voru til skamms tíma hluti af stjórnkerfi borgarinnar skuli hafa verið lögð niður. Þau voru góð að því leyti að maður gat komið athugasemdum og ábendingum um það sem betur mátti fara af borgarinnar hálfu á ákveðinn og skýran farveg. Í dag er gangurinn sá að vilji maður að hagsmunamál hverfisins séu tek- inn fyrir er best að hafa beint samband við borgarfulltrúa. Án þess að hirða um að nefna nöfn eru þeir þó misjafnlega áhuga- samir um okkar mál. Einnig verð- ur að segjast að bragurinn á hlut- um er talsvert annar hér í efri byggðum borgarinnar en til dæmis í miðborginni eða Vest- urbænum. Úlfarsárdalurinn og hverfin hér í kring eru allt önnur Reykjavík.“ Flest er þó á réttri leið, segir Björn Ingi, svo sem við Dalskóla sem verði fullbyggður innan tíð- ar, að vísu tólf árum eftir að fyrstu íbúarnir fluttu á svæðið. Skúrarnir, sem hafa verið notaðir sem kennslustofur við Dalskóla síðustu ár, munu þá víkja Þá hafa framkvæmdir vegna uppbygg- ingar íþróttamannvirkja í Úlfars- árdal hafa verið boðnar út og vinna á að hefjast innan tíðar. Eftir þrjú ár eigi öll starfsemi Fram að vera komin á svæðið, þar sem verður fjölnota íþrótta- hús, stór knattspyrnuleikvangur með áhorfendastúku og fleira gott. Í sama klasa verði einnig sundlaug og frístunda- og menn- ingarmiðstöð með bókasafni. Eftirsóknarverður staður „Að öll starfsemi Fram flytj- ist hingað breytir miklu, fátt sam- einar samfélag betur en einmitt öflugt íþróttafélag. Þess vegna trúi ég að að Úlfarsárdalurinn verði mjög eftirsóknarverður til búsetu í framtíðinni. Ég tel því sennilegt að borgaryfirvöld þurfi að skipuleggja hér fleiri bygg- ingalóðir og líta aftur til fyrri áforma, en þau gerðu ráð fyrir talsvert stærri og fjölmennari byggð en nú er miðað við. Fram- tíðin er hér,“ segir Björn Ingi Björnsson. Mikið er byggt í nýjasta hverfi borgarinnar þar sem nú búa 2.089 manns Morgunblaðið/Sigurður Bogi Úlfdælingur Framtíðin er hér, segir Björn Ingi Björnsson sem hér er með hverfið sitt góða í baksýn. Allt önnur Reykjavík  Björn Ingi Björnsson fædd- ist árið 1974, Reykvíkingur að upplagi. Er hugbúnaðarsér- fræðingur og hefur starfað við upplýsingatækni í fjármála- kerfinu sl. 18 ár. Formaður Íbúasamtaka Úlfarsárdals frá sl. ári. Kvæntur Þóru Magnús- dóttur og þau eiga þrjá syni. Hver er hann? „Mér líður betur í dag, í gær var ég dauðþreyttur,“ segir Nirbhasa Ma- gee, sem lauk á laugardaginn við að taka þátt í lengsta götuhlaupi í heimi. Nirbhasa, er írskur en hefur verið búsettur í Reykjavík síðustu 6 árin og talar góða íslensku. Síðast- liðna 49 daga hefur hann verið meðal þátttakenda í Sri Chinmoy 3.100 mílna hlaupinu í New York. Hlaupararnir fá 52 daga til að ljúka þessari 4.989 km vegalengd, en New York Times hefur lýst hlaup- inu sem „Mount Everest ofur- maraþona“ og einungis hlauparar með mikla reynslu og getu í hlaup- um sem taka marga daga fá þátt- tökurétt. Átta hlauparar tóku þátt þetta árið, sjö karlar og ein kona, og hefur helmingur þeirra nú lokið keppni. Nirbhasa lauk hlaupinu á 48 dögum, níu klukkustundum, fjórum mínútum og 57 sekúndum og lenti í öðru sæti. Tók þátt í lengsta götuhlaupi í heimi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.