Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019 Reykjavík til að finna ber. Ég heyri fréttir úr Kjósinni um að fólk sé farið að tína fyrst og fremst krækiber upp í sig en líka bláber. Hrútaberin sjáist og jarðarber líka. Það er ekkert eins gott og villtu íslensku jarðarberin,“ segir Sveinn Rúnar og bætir við að ekki sé mikið um þau en fólk leggist á þau t.d. í Esjunni. Sveinn Rúnar reiknar með því að berjaspretta verði góð á Suðurlandi, sérstaklega í Grafningi og þekktum berjalöndum eins og Grímsnesi. Þá megi ekki gleyma Þingvöllum og hrauninu þar. Sveinn Rúnar vill minna fólk á að hafa með sér ílát í ferðalög. Það geti verið slæmt ef fólk detti í berjamó án þess að hafa ætlað sér það og hafi þá ekkert ílát. Sem vararáðstöfun sé gott að hafa umhverfisvænan plast- poka í vasanum. ge@mbl.is ,,Ég held að það sé hreinlega að spretta út framan í okkur eitt al- besta berjaárið á vestanverðu land- inu,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður, og bæt- ir við að almennt hefjist berjatínsla ekki fyrr en í fyrsta lagi síðustu vik- una ágúst en nú megi búast við því að berjatínsla geti farið af stað um miðjan mánuðinn eða jafnvel fyrr. Sveinn Rúnar segir að úti um allt Vesturland séu krækiberin býsna vel sprottin og safarík. Með hverjum deginum sem líði í blíðunni fjölgi blá- berjunum sem séu að breytast úr grænjöxlum í stór, blá og safarík ber. „Ég var uppi í Borgafirði fyrir rúmri viku og þá voru þegar lyng- þúfur albláar af bláberjum. Það þarf ekki að fara langt frá Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Berjatíminn Berjaspretta, sérstaklega á vestanverðu landinu, virðist ætla að vera með albesta móti í ár. Tínsla gæti víða hafist í næstu viku. Berjatínsla hefst víða í næstu viku  Albesta berjaárið í uppsiglingu  Vel sprottin og safarík krækiber VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Mikið úrval varahluta í Ifor Williams kerrur og allar aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu Ifor Willams Kerrur í öllum stærðum og útfærslum Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Fyrsti eiginlegi íþróttakeppnisdagur á HM íslenska hestsins er í dag, þriðjudag. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu fer mótið fram í Karlshorst í Berlín og eru 22 hestar í íslenska landsliðinu. Í samtali við Morgunblaðið segir Berglind Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Landssambandi hestamanna- félaga, að gríðargóð stemning sé í ís- lenska hópnum og að strax nú í morg- unsárið muni íslenskir knapar byrja að sýna takta sína á þýsku braut- unum. „Í [gær] fóru fram byggingadómar kynbótahrossa,“ segir Berglind og segir sex kynbótahross hafa fylgt ís- lenska hópnum. Þá bætir hún við: „Allt fer af stað [í dag] og verður á fullu eftir það.“ Segir hún að þrír ís- lenskir knapar í fullorðinsflokki keppi í fjórgangi nú í morgunsárið, og ungmennin hefji leika eftir hádegi. Síðasta æfing í gær Bæði landsliðsknapar og hestar voru komnir á keppnissvæðið í Karls- horst fyrir helgi. Spurð hvaða ferli hestarnir hafi farið í gegnum eftir komuna til meginlandsins segir Berglind: „Þeir komu út fyrir rúmri viku. Þetta er gríðarlega langt ferða- lag.“ Útskýrir hún að að flugi loknu hafi tekið við um 700 kílómetra akst- ur til Berlínar. Á þriðjudag og mið- vikudag í síðustu viku hafi verið hvíldardagar. Létt hreyfing og þjálf- un hafi síðan tekið við, og að skipu- lagðar æfingar hafi svo verið haldnar fyrir og um helgina. „Síðasta skipu- lagða æfingin var í [gær].“ Segir hún að veður hafi leikið við menn og málleysingja og hiti verið á milli 25 og 30 gráður á celsíus. Liðsmenn hafa þó fengið að spóka sig örlítið um en á föstudagskvöld bauð íslenska sendiráðið í Berlín landsliðinu til móttöku í sendiráðinu, og kom liðið meðal annars við við hið sögufræga Brandenborgarhlið. „Allt fer af stað“ á HM íslenska hestsins í dag  Byggingadómar kynbótahrossa fóru fram í gær Í Karlshorst Knapinn Árni Björn Pálsson teymir hestinn Flaum frá Sólvangi í Þýskalandi fyrir helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.