Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019 VIÐTAL Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég var nýbúinn að lesa Mánastein eftir Sjón og uppgötvaði þá að ég vissi ekki mikið um spánsku veik- ina. Það fór að sækja á mig að gera henni einhver skil og fljótlega eftir það ákvað ég að skrifa skáldsögu sem gerist í veikinni,“ segir rithöf- undurinn og læknirinn Ari Jóhann- esson sem hefur gefið út sögulegu skáldsöguna Urðarmána. Hann seg- ir ýmislegt hafa valdið því að hann ákvað að skrifa skáldsögu um spánsku veikina. „Þegar ég fór að kynna mér atburðina komst ég að því hvað þetta var mikil dramatík og eiginlega óþrjótandi söguefni. Þrátt fyrir það eru ekki margar skáldsögur sem gerast í spánsku veikinni þannig að þetta fór að sækja á mig í vaxandi mæli.“ Dregur fortíð inn í nútíð Urðarmáni er fyrsta sögulega skáldsaga Ara en hann hefur áður gefið út skáldsöguna Lífsmörk og ljóðabókina Öskudaga. „Það sem mér finnst heillandi við sögulegar skáldsögur er að þótt þær hafi kannski gildi í sjálfu sér verður gildið ennþá meira ef maður getur dregið fortíðina inn í nútíðina.“ Ari fór ýmsar leiðir til þess. „Ég ramma söguna inn með upphafs- og lokakafla, sem gerast í náinni fram- tíð. Það á að minna lesendur á að það er ekki spurning um hvort held- ur hvenær næsti inflúensuheimsfar- aldur verður. Svo er sagan skrifuð í nútíð til að lesandanum finnist hann vera staddur í miðju atburðanna en sé ekki að lesa um eitthvað sem gerðist fyrir einni öld. Þá eru í verkinu ýmis stef sem ég held að tali beint inn í samtímann,“ skýrir Ari og bætir við: „Önnur aðal- persónan er landlæknir Íslendinga og hann er erkitýpan „hetja verður skúrkur“, nokkuð sem gerist á öll- um tímum. Hann var gáfaður og atorkusamur maður en hafði sína djöfla að draga. Það fær heilmikið pláss í sögunni hvaða djöflar það eru. Þarna eru líka átök hefðbund- inna lækninga og alþýðulækninga, viðbrögð við drepsótt, stéttaskipt- ing, valdhreyking karls gagnvart konu og margt fleira,“ segir hann. „Það mætti kannski spyrja af hverju maður sé að eyða kröftum í að skrifa skáldsögu á þessum tím- um þegar bókaáhugi og -sala minnkar ár frá ári. Að baki slíkri iðju hlýtur að liggja sú trú að þjóðin vakni um síðir upp af því áunna minnisleysi og athyglisbresti sem látlaust áreiti fjölmiðlunar samtím- ans býr til. Myndir og skilaboð birt- ast og tísta og hverfa nær jafnóðum og gefa engin færi á íhugun, hvað þá ímyndun. Ég reyni svolítið að koma með mótvægi við þetta með því að hafa textann myndrænan, ég bregð upp svipmyndum úr spánsku veikinni sem eiga að gegna því hlut- verki að tengja lesandann við sög- una en skilja samt nóg eftir handa ímyndunaraflinu,“ segir rithöfund- urinn. Læknisfræði fyrirferðarmikil Ari játar að mikil rannsóknar- vinna hafi legið að baki skrifunum. „Ég skoðaði mikið dagblöðin sem voru gefin út á þessum tíma og er reyndar með klippur úr þeim á nokkrum stöðum í sögunni. Ég kynnti mér líka talsvert lesefni um læknisfræðina á þessum tíma og þá lækna sem koma við sögu. Ég skrifa þessa sögu að vissu leyti inn- an frá; minn útgangspunktur er læknisfræði svo hún hlaut að verða dálítið fyrirferðarmikil í þessari sögu,“ segir læknirinn og bætir við að nokkuð margir læknar komi við sögu en landlæknir sé í aðal- hlutverki. „Ég kynnti mér allt það sem ég gat kynnt mér um þetta en dagblöðin gegndu mikilvægu hlut- verki og auk þess endurminningar nokkurra einstaklinga sem að hluta til fjalla um spánsku veikina og þeirra upplifun af henni. En þetta er auðvitað fyrst og fremst skáld- saga. Þótt staðreyndir séu flestar raunverulegar þá skálda ég tals- vert, kannski mest í sambandi við tvær aðalsöguhetjurnar, Arngrím landlækni og hana Ketilríði, eða Kötlu, sem er kvenhetja sögunnar.“ Ari segir það að skrifa um fólk sem raunverulega var til að vissu leyti svolítið vandasamt. „Ég tók þann pól í hæðina varðandi Jón Trausta rithöfund, sem kemur tals- vert við sögu framan af, að halda hans nafni. Sömuleiðis heldur Gísli Sveinsson, sýslumaður í Vík í Mýr- dal, sem lokaði sínu umdæmi fyrir veikinni, nafni sínu.“ Ari segist hvorki fara illa með Gísla né Jón Trausta. „Það er eins með Þórð Thoroddsen lækni sem var eigin- lega ótrúlegur maður, hann var elstur lækna á þessum tíma en hann sinnti miklu fleiri sjúklingum en nokkur hinna. Það er engin ástæða til að breyta neinu þar.“ Ari segist þó, eftir talsverða um- hugsun, hafa ákveðið að breyta nafni landlæknis af því hann hafi tekið sér meira skáldaleyfi í skrif- unum um hann. „Ég taldi ekki ann- að réttlætanlegt en að breyta nafni hans en auðvitað sjá allir sem til þekkja að hann dregur mjög dám af Guðmundi Björnssyni sem var land- læknir á þessum tíma. Ketilríður er skálduð persóna að öllu leyti og þar af leiðir að samskipti hennar og Arngríms landlæknis, sem eru svo- lítil þungamiðja í sögunni, eru öll skálduð.“ „Þetta er nú meiri hörmungin“ Ari segist hafa byrjað að vinna að Urðarmána fyrir fjórum árum. „Góð vinkona mín, Silja Aðalsteins- dóttir, lagði mikla áherslu á það við mig að ég ætti að hafa gaman af þessu og ég reyndi það en það var nú ekki alltaf auðvelt. Sérstaklega framan af leist mér ekkert á þetta. Ég man að ég renndi yfir drögin eftir nokkra mánuði og hugsaði: Þetta er nú meiri hörmungin. Þetta verður aldrei barn í brók.“ Þá segist Ari hafa séð sjónvarps- viðtal við hinn margverðlaunaða bandaríska höfund Philip Roth í til- efni af tuttugustu skáldsögunni hans. „Það eina sem ég man úr við- talinu var það þegar hann sagðist aldrei hætta að ergja sig yfir því hvað fyrstu drögin að hverri nýrri sögu væru hörmuleg, þau bötnuðu ekkert með árunum og þetta var tuttugasta skáldsagan. Hann nefndi drögin „vomit draft“ og við það öðl- aðist orðið uppkast mun dýpri merkingu í huga mér en áður og ég hélt bara ótrauður áfram,“ segir Ari og hlær. „Ég hef lýst því yfir ég sé ekki viss um að ég leggi í enn eina skáld- sögu og líklega taki ég til við ljóðið aftur. Það er planið eins og er hvað sem úr verður. Ég er alla vega ekki hættur.“ Stef sem tala beint inn í samtímann  Ari Jóhannesson læknir gefur út sögulegu skáldsöguna Urðarmána  Segir spánsku veikina vera óþrjótandi söguefni  „Minn útgangspunktur er læknisfræði,“ segir rithöfundurinn Morgunblaðið/RAX Skáldskapur „Að baki slíkri iðju hlýtur að liggja sú trú að þjóðin vakni um síðir upp af því áunna minnisleysi og athyglisbresti sem látlaust áreiti fjölmiðl- unar samtímans býr til,“ segir rithöfundurinn Ari Jóhannesson um það að skrifa skáldsögu á tímum þar sem áhugi á bókum fer minnkandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.