Morgunblaðið - 27.08.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Reyna áfram að ná samkomulagi
Ráðherra furðar sig á hótunum bresks þingmanns um viðskiptaþvinganir vegna aukins makrílkvóta
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við höfum ekki fengið neinar
meldingar um viðskiptaþvinganir.
Það er enda ekki einstakra þing-
manna að gefa þær,“ segir Kristján
Þór Júlíusson sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra.
Greint var frá því í Morgun-
blaðinu í gær að fiskveiðinefnd Evr-
ópuþingsins muni ræða mögulegar
viðskiptaþvinganir vegna „einhliða
töku Íslands og Grænlands á makr-
íl“ á fundi hinn 4. september næst-
komandi. Kristján Freyr Helgason,
formaður samninganefndar Íslands
um deilistofna strandríkja við
Norður-Atlantshaf, upplýsti í sam-
tali við blaðið að meðal þess sem
falist gæti í slíkum viðskiptaþving-
unum væri að
loka höfnum fyrir
Íslendingum og
reyna að loka
mörkuðum fyrir
vörur.
„Ég hefði álitið
að ef menn fara
yfir þetta mál af
einhverri sann-
girni þá sé ólík-
legt að þeir fari
að grípa til slíkra óyndisúrræða.
Nær væri að eyða tíma og orku í að
ná samkomulagi eins og Íslending-
ar hafa ítrekað reynt að gera og
munu að sjálfsögðu halda áfram að
gera,“ sagði Kristján Þór sjávar-
útvegsráðherra í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Hart hefur verið deilt um makríl-
kvóta á Norður-Atlantshafi og hef-
ur Evrópusambandið lýst óánægju
með ákvarðanir Íslendinga, Græn-
lendinga og Rússa um kvótaaukn-
ingu. Chris Davies, formaður fisk-
veiðinefndar Evrópuþingsins, hefur
tjáð sig um þær ákvarðanir og sagt
þær óábyrgar.
„Mér finnst reyndar hreinlega
með ólíkindum að heyra haft eftir
þessum manni að Íslendingar
stundi óábyrga fiskveiðistjórnun.
Íslendingar eru að sjálfsögðu reiðu-
búnir að upplýsa með hvaða hætti
við höfum stundað hér veiðar með
sjálfbærum hætti.
Þegar kemur að umræðum um
sameiginlega veiðistofna þá er það
með ólíkindum að Noregur, Fær-
eyjar og Evrópusambandið meini
Íslendingum, og raunar Grænlend-
ingum líka, að taka þátt í ákvörð-
unum um úthlutun úr þessum mik-
ilvæga stofni sem makríllinn er.
Það er með öllu óréttmætt og ég
læt ekki bjóða okkur Íslendingum
það að gerð sé krafa á eitt ríki að
draga einhliða úr veiðum á sameig-
inlegum veiðistofni,“ segir Kristján
Þór Júlíusson.
Athygli vekur að í áðurnefndum
hótunum um viðskiptaþvinganir af
hendi fiskveiðinefndar Evrópu-
þingsins er aðeins vísað til Íslands
og Grænlands en ekki Rússlands,
þótt staða Rússa þyki sambærileg
við stöðu hinna landanna tveggja
hvað veiðarnar varðar. Kristján
segist aðspurður ekki vita hverju
þetta sætir og vísar á Chris Davies.
„Þetta er ágætis spurning. Hann
verður bara að svara því sjálfur,“
segir Kristján sem sjálfur bíður eft-
ir að heyra frá Davies. „Ég hef boð-
ið þessum þingmanni og formanni
fiskveiðinefndar ESB að koma til
fundar og kynna sér málstað og
röksemdir okkar. Það hefur ekkert
svar borist við því boði ennþá.“
Makríllöndun Evrópusambandið er
ósátt við makrílkvóta Íslendinga.
Kristján Þór
Júlíusson
Ásmundur Einar Daðason, félags-
og barnamálaráðherra, undirritaði í
gærmorgun breytingar á reglugerð
og munu sveitarfélög, einstaklingar
og óhagnaðardrifin félög á lands-
byggðinni fljótlega geta tekið lán hjá
Íbúðalánasjóði til húsnæðisupp-
byggingar á stöðum þar sem önnur
fjármögnun er ekki í boði. Undirrit-
unin fór fram á Drangsnesi í Stein-
grímsfirði. Vestfirðir eru dæmi um
landsvæði þar sem markaðsbrestur
veldur því að ekki er byggt íbúðar-
húsnæði þrátt fyrir mikla eftirspurn.
Í tilkynningu frá félagsmálaráðu-
neytinu segir að það hafi komið fram
að bæta þurfi aðgengi að lánsfjár-
magni á landsbyggðinni til að bregð-
ast við húsnæðisvanda og stöðnun í
húsbyggingum sem þar ríkir. Fjár-
mögnunin sé háð því að um nýbygg-
ingar sé að ræða og hún sé aðeins í
boði þar sem opinber húsnæðisáætl-
un, staðfest af Íbúðalánasjóði, sýni
að skortur sé á húsnæði af því tagi
sem byggja á. Til að geta fengið
áðurnefnd lán er sett það skilyrði að
lántaki sýni fram á að hann fái ekki
lán hjá öðrum lánastofnunum eða fái
einungis lán á verulega hærri kjör-
um en almennt bjóðast á öðrum
markaðssvæðum.
Markmið lánveitinganna er að
tryggja eðlilega fjölgun íbúða á þess-
um svæðum, aukið húsnæðisöryggi
óháð búsetu auk þess að stuðla að
heilbrigðum húsnæðismarkaði og
viðskiptum með íbúðarhúsnæði.
„Það liggur fyrir að á mörgum
stöðum hefur ekkert eða mjög lítið
verið byggt um árabil, þrátt fyrir að
eftirspurnin sé mikil og greiðslugeta
hjá íbúum svæðisins góð. Sveitar-
félögin hafa sérstaklega bent á skort
á viðeigandi leiguhúsnæði,“ er haft
eftir Ásmundi Einari. „Ég hlakka til
að sjá fólk komast í viðeigandi hús-
næði sem starfar og býr á þeim
svæðum sem lánaflokkurinn tekur
til.“ gudni@mbl.is
Lán til bygginga úti á landi
Félagsmálaráðherra breytti reglugerð um íbúðalán
Ljósmynd/Stjórnarráðið
Undirritun Ásmundur Einar Daða-
son skrifaði undir á Drangsnesi.
Aðalsjúkraflugvél Mýflugs rakst á
gæsager í flugtaksbruni á Reykja-
víkurflugvelli í gær. Engan um borð
sakaði, en vélin er töluvert skemmd
að sögn Leifs Hallgrímssonar, fram-
kvæmdastjóra Mýflugs.
Leifur segir að tveir sjúklingar
hafi verið um borð, en verið var að
flytja þá frá Reykjavík til Akureyr-
ar.
Flugvirkjar Mýflugs munu koma
frá Akureyri í dag til að kanna
skemmdirnar á vélinni, en þær eru
umtalsverðar. Leifur segir það mildi
að enginn hafi slasast í atvikinu.
„Það er aðalatriðið,“ segir hann.
Farþegi sem var um borð og
fylgdi eiginkonu sinni í sjúkraflugi
lýsti því við Ríkisútvarpið, sem
greindi fyrst frá, að flugvélin hefði
verið komin út á brautarenda er hún
fékk á sig högg og hristist. Flug-
mennirnir stöðvuðu vélina strax.
„Það er bara alltaf sama sagan
þegar flugvél flýgur í fuglahóp og
sérstaklega ef það eru gæsir, þær
eru svo stórar og þungar. Það er
beyglað og bogið og blóðugt og brot-
ið,“ segir Leifur. Hann býst við því
að flugvélin verði frá í einhverja
daga eða vikur vegna skemmdanna.
arnarth@mbl.is
Sjúkravél
lenti á
gæsageri
Ónothæf um tíma
vegna skemmdanna
Málverk af Geir H. Haarde, fyrrverandi for-
manni Sjálfstæðisflokksins, var afhjúpað á
laugardaginn var. Hefð er fyrir því að
Sjálfstæðisflokkurinn láti mála myndir af
fyrrverandi formönnum og eru þær á heið-
ursstað í bókastofu Valhallar. F.v. hjónin
Geir H. Haarde og Inga Jóna Þórðardóttir
og Stephen Lárus sem málaði myndina af
Geir.
Málverk af Geir H. Haarde afhjúpað
Ljósmynd/HAG