Morgunblaðið - 27.08.2019, Page 16

Morgunblaðið - 27.08.2019, Page 16
Á dögunum kom út skýrsla Orkunn- ar okkar „Skýrsla um áhrif inngöngu Íslands í Orku- samband Evrópu- sambandsins, eink- um orkupakka 3“. Skýrslan var skrifuð af átta sér- fræðingum, eins og þeir kalla sig, allir karlkyns. Hér á eftir ætla ég að nefna nokkur atriði í skýrslunni, en fyrst smá yfirlit. Markaðsvæðing Að undanförnu hefur orðið bylting um allan heim með inn- leiðingu á markaðsskipulagi í við- skiptum, en hún hófst í hinum vestræna heimshluta og hefur síðan breiðst út um alla heims- byggðina með góðum árangri. Sovétríkin gömlu liðu undir lok í samkeppninni. Kína reis upp úr öskustónni með markaðsvæðingu og kapítalisma að leiðarljósi í at- vinnu- og viðskiptaháttum, að vísu undir merkjum kommúnisma sem er ennþá þar við völd. Sama þróun hefur átt sér stað á flestum sviðum atvinnulífs á Ís- landi og sumir stjórnmálaflokkar hafa tekið hana upp í stefnuskrá sína, þ.á m. Sjálfstæðisflokk- urinn. Téð skýrsla bendir til að hag- fræðingarnir í sérfræðihópnum séu ekki á bandi markaðshyggju. Skipulag raforkumála Í hagfræði er raforka skil- greind sem vara, sem hægt er að framleiða, flytja, kaupa og selja, en viðskipti með raforku eiga sér stað m.a. á raforkumarkaði. Raforkumarkaður á Íslandi eftir orkupakka 3 og með þátt- töku allra dreifiveitna yrði með sambærilegt hlutfall af heildar- markaði og í Bretlandi, en ís- lenski markaðurinn er miklum mun minni. Með markaðsvæðingu eru fjár- munarök innleidd hvar sem við verður komið, bæði við uppbygg- ingu og rekstur raforkukerfa. Þróunin hófst í Suður-Ameríku upp úr 1980 með Chicago- drengjunum sem var hópur hag- fræðinema frá Síle við háskóla- nám í Chicago undir stjórn Mil- tons Friedmans o.fl. Hugmyndir þeirra hafa síðan breiðst til allra heimshluta. Sérstaklega hefur innleiðingin gengið vel í Evrópu en orkupakki 3 er afsprengi hennar. Sérfræðingahópurinn og skýrslan Nú ráðleggur hinn átta manna sérfræðingahópur að Íslendingar hafni orkupakka 3 og taki ekki þátt í þessari þróun. Þeir vara við og finna pakkanum allt til foráttu. Þó er málið búið að vera í undirbúningi í 10 ár og hefur hlotið umfangsmeiri skoðun en nokkurt annað sambærilegt mál. Þeir benda þó ekki á hvað yrði gert ef farið væri að þeirra ósk- um. Eitthvað yrði að gera því orkupakkar 1 og 2 komu inn í ís- lensk lög 2003 og 2009 og hefur verið starfað samkvæmt því síð- astliðin 16 ár. Þá þyrfti að bakka út úr öllu saman. Ýmislegt gæti komið til greina: Sameina Lands- virkjun og Landsnet aftur? Sam- eina Landsnet og dreifingarfyr- irtækin, þ.e. Veitur, HS-veitur, RARIK, Orkubú Vestfjarða, Norðurorku og Rafveitu Reyð- arfjarðar? Hætta við áform um raforkumarkað? Eða þá að skrúfa alveg til baka til gamla tímans, með gömlu gjaldskrár- kerfunum og tilheyr- andi? Hver veit? Tvö atriði í skýrslu sérfræðingahópsins Af mörgu er að taka en hér verður aðeins vikið að tveimur atrið- um í skýrslunni. (1) Um auðlinda- gjöld. Hvorki á Íslandi né erlendis tíðkast að innheimta auðlindagjöld af endurnýjan- legum orkulindum. Í staðinn kemur CO2 gjaldtaka á óendur- nýjanlegum orkulindum vegna mengunar á andrúmslofti við los- un á koltvísýringi og skyldum lofttegundum. Þess vegna skil ég ekki alveg hugmyndir skýrsl- unnar um auðlindagjöld á Ís- landi. Það er ekki hægt að hefta framboð á endurnýjanlegri orku- auðlind á upptökustað til notk- unar síðar meir. Vatnið sprettur fram og rennur á endanum til sjávar. Með vatnsmiðlunum er unnt að geyma vatnsorku tíma- bundið og færa nýtingu til raforkuframleiðslu jafnvel milli árstíða. Þetta er birgðahald vatnsorkuvera. Í skýrslunni er komið eitthvert fínt nafn á þetta birgðahald og kallað auðlinda- stjórnun. Svo á að skipa auð- lindastjóra „sem sér til að fyrir- tækin stýri lónum sínum á sam- ræmdan hátt til hámörkunar öryggis notenda. Hann skal einn- ig sjá til þess að nýjar virkjanir verði byggðar í tíma áður en hætta á orkuskorti vegna slæms árferðis eykst úr hófi.“ Þessar hugmyndir, sem eru í líkingu við gamaldags áætlunarbúskap, eru svo mikið á skjön við markaðs- væðingu að ég á ekki orð. Ef ætti að fara eftir þessu þyrfti að hugsa málið alveg upp á nýtt. Loka og fara heim, sérfræðinga- hópurinn er búinn að leysa mál- ið! Eða hvað? (2) Í kafla 4 er fjallað um orku- stefnu ESB. Þar er fyrirferðar- mikil umræða um orkupakka 4, til að vara við einhverri skelfi- legri hættu af honum. Þetta er óttalegt svartnættisraus. Í 84 síðna skýrslu sakna ég umræðu um helstu vandamálin í dag í rekstri raforkumarkaða, t.d. í Bretlandi, en þeir nota aðferð uppgjörsverða (e: pay-as-clear). Hinn möguleikinn er aðferð til- boðsverða (e: pay-as-bid). Aðferð uppgjörsverða hefur ýmsa kosti, en hún hefur orðið erfiðari í vöf- um upp á síðkastið með aukinni hlutdeild endurnýjanlegrar orku á markaði. Stefnu í þessu þarf að ákveða fyrir væntanlegan mark- að á Íslandi. Einnig sakna ég þess að ekki er rætt um svæðis- skipulag (e: zonal) og punkta- skipulag (e: nodal). Við þróun á hermilíkani til langtímaathugana á vegum Landsvirkjunar árið 2003 kusum við að nota svæðis- skipulag sem byggðist á þremur vatnasvæðum, Suðvestur-, Norð- ur- og Austurlandi. Skipta mun máli hvernig þetta verður gert á Íslandi þegar þar að kemur. Eftir Skúla Jóhannsson » Að undanförnu hefur orðið bylting um all- an heim með innleiðingu á markaðsskipulagi í viðskiptum með raf- orku. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Sérfræðingahóp- urinn og skýrslan um orkupakka 3 16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 skornirthinir.is VATNSHELDIR SKÓR LYTOS TROLL JAB KID LÉTTUR GÖNGUSKÓR FYRIR KRAKKA Vatnsheldur Teygjureimar Grófur stamur sóli Verð 12.995 Stærðir 31-38 Nú þegar styttist í að Alþingi Íslendinga afgreiði s.k. þriðja orkupakka Evrópu- sambandsins er rétt að fara yfir nokkur atriði honum tengd. Engum vafa er undir- orpið að afgreiðsla pakkans er í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Afstaða almennings hefur komið fram í nokkrum könnunum og er andstaða við orkupakkann ótvíræð. Tveir stjórnmálaflokkar hafa lýst yfir andstöðu við af- greiðslu orkupakkans og hafa þannig staðið með þjóðinni. Flokk- ur fólksins tók þátt í andófi í þinginu nú í vor í rúma tvo klukkutíma og er það þakkarvert. Miðflokkurinn hefur að öðru leyti borið uppi andóf gegn afgreiðslu orkupakkans og hefur leitt fram gild rök gegn samþykki pakkans á Alþingi sem og í greinaskrifum. Miðflokkurinn hefur einnig staðið fyrir opnum fjölsóttum fundum um orkupakkann til að almenn- ingur geti kynnt sér þau gögn og rök sem safnað hefur verið saman. Það er í þágu almennings að mál jafn flókin og OP3 sem hafa svo mikil áhrif til langrar framtíðar séu kynnt vel. Mjög hefur skort á þátttöku fjölmiðla í að kynna orkupakka- málið með skipulögðum hætti þó ekki megi setja alla undir sama ljós. Mjög athyglisvert er að af þeim 16 milljónum sem utanrík- isráðherra hefur eytt í undirbún- ing málsins hefur ekki ein króna farið í kynningu ef marka má svar ráðherrans við þinglegri fyrir- spurn undirritaðs. Rúmar átta milljónir fóru í skýrslu og hing- aðkomu prof. dr. Baudenbachers sem hingað kom í vor í þeim tilgangi einum að því er virðist að hræða Íslendinga til fylgilags við orku- pakkann. Rétt tæpar átta milljónir fóru í innlenda lögfræði- aðstoð, þar af um helmingur til tveggja virtra fræðimanna sem ítrekað hefur verið gert af hálfu ráðuneytisins að skýra niðurstöður sín- ar til að gera þær ráðherra þóknanlegri. Ein og hálf milljón fór síðan til starfandi hér- aðsdómara og dósents. Ekki hafa verið gerðar athugasemdir við greinargerð dómarans/dósentsins né þáttöku hans í umræðu um OP3. Það hefur hins vegar sérstak- lega verið til tekið af stuðnings- fólki OP3 að annar héraðsdómari tók til máls og færði fram rík rök fyrir að hafna pakkanum. Það gerði hann ótilknúinn án þókn- unar, af áhuga fyrir málefninu og til að bæta í umræðuna um málið. Einu laun þessa héraðsdómara hafa fólgist í köpuryrðum og þöggunartilburðum þeirra sem samþykkja vilja OP3, sama hvað. Það er í þágu almennings að mál jafn flókin og OP3 sem hafa svo mikil áhrif til langrar framtíðar séu kynnt með markvissum og hlutlægum hætti. Mjög hefur skort á þátttöku fjölmiðla í að kynna orkupakka- málið með skipulögðum hætti þó ekki megi setja alla undir sama ljós. Einkum hefur ríkisfréttastof- an brugðist hlutverki sínu. Það er m.a. eftirtektarvert að fyrsta um- fjöllun ríkisfréttastofunnar um fjöldasamtökin Orkuna okkar sem andæft hefur OP3 misserum sam- an fór í loftið fyrir viku. Ein um- fjöllun að sjálfsögðu, síðan ekki söguna meir. Það er í sjálfu sér athugunarefni að RUV bregðist þannig lýðræðislegri og lögmæltri skyldu sinni. Önnur spurning er til hvers við rekum slíkan fjölmiðil fyrir almannafé ef hann efnir ekki lögmæltar skyldur sínar. Samkvæmt nýlegri könnun eru tveir þriðju hlutar þjóðarinnar á móti OP3. Þrátt fyrir það eru þeir sem taka svari þessa meirihluta sakaðir um andlýðræðislega til- burði. Hér snýr eitthvað á haus. Nú í lok ágúst mun fara fram loka- umræðan um OP3. Þar verða rök fyrir að hafna pakkanum bæði ný- fengin og áður framkomin sett fram af hálfu Miðflokksmanna. Ég hvet almenning, kjósendur, til að fylgjast vel með umræðunni. Ég hvet almenning til að fylgjast með hvernig kjörnir fulltrúar stjórnarflokkanna svara ákalli kjósenda sinna um að hafna OP3 og senda hann Sameiginlegu EES-nefndinni. Ég hvet almenn- ing til að gaumgæfa hvernig þing- menn stjórnarliðsins fara á svig við samþykktir stofnana flokka sinna. Ég hvet almenning að síð- ustu til að fylgjast vel með því hverjir standa vörð um vilja þjóð- arinnar í orkupakkamálinu. Vilji þjóðar Eftir Þorstein Sæmundsson » Samkvæmt nýlegri könnun eru tveir þriðju hlutar þjóð- arinnar á móti OP3. Þrátt fyrir það eru þeir sem taka svari þessa meirihluta sakaðir um andlýðræðislega til- burði. Þorsteinn Sæmundsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.