Morgunblaðið - 27.08.2019, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
• Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré
• Mikið úrval efna, áferða og lita
• Framleiðum eftir óskum hvers og eins
• Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Myndlistarmaðurinn Sara Riel hef-
ur unnið hörðum höndum að því að
mála verk framan á gömlu spenni-
stöðina við Austurbæjarskóla með
aðstoðarkonu sinni, Helgu Páleyju,
frá því snemma í ágúst og er stefnt
að verklokum um miðjan næsta
mánuð. Þá verður verkið afhjúpað
formlega.
Íbúar hverfisins kusu vegglista-
verk til framkvæmda sem er hluti
af íbúalýðræðisverkefni borgarinn-
ar, „Hverfið mitt“, og verk Söru,
„Flóra Íslands (2019)“, er sérstak-
lega gert fyrir spennistöðina og fé-
lagsmiðstöðina 100og1 með tilliti
til staðsetningar, skólastarfsins og
vegglistahefðar á veggnum, skv.
tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Verkið er samansett af plöntum
sem nemendur Austurbæjarskóla,
frá sex til sextán ára aldurs, völdu
sem sinn staðgengil og spurt var:
„Ef þú værir planta, hvaða planta
værir þú og af hverju?“
Ólíkir teiknistílar
„Krakkarnir tóku þátt í ferlinu,“
segir Sara um verkið og ferlið að
baki því. Leikur sé fólginn í því
ferli og börnin hafi mátt velja sér
hvaða plöntu sem er, innlenda
jafnt sem erlenda og þurft að út-
skýra valið. „Ég fékk frá öllum
skólanum vænan bunka af plöntu-
teikningum eftir nemendur og aft-
an á áttu þau að skrifa af hverju
þau völdu þessar plöntur,“ segir
Sara. Hún hafi skoðað teikning-
arnar og lesið yfir textann og þótt
áhugavert að vinna með svo ólíka
stíla, þ.e. teiknistíla barna á svo
ólíkum aldri. „Ég lagðist yfir þetta
og teiknaði sjálf upp þrjú plöntu-
kort með öllum þessum plöntuteg-
undum sem þau völdu,“ segir Sara
og að kortin hafi að geyma mikil
smáatriði, séu falleg og í anda
gamalla, teiknaðra plöntukorta.
„Ég fór að skoða þetta plöntu-
val, hvað þau völdu og fór mikið að
spá í það því þetta er mjög fjöl-
þjóðlegur skóli. Þau máttu velja
hvað sem er og völdu allar tegund-
irnar af sóley, gleym mér ei og allt
þetta íslenska, túndrugróðurfarið
en líka dalíur, rósir, bjöllur og lúp-
ínan er þarna líka,“ segir Sara.
Hennar spurning sé, þar af leið-
andi, hver sé flóra Íslands.
Exótískar plöntur líka með
„Þetta gróðurfar er eiginlega hjá
öllum, í görðunum okkar, við
þekkjum þessar plöntur og búum
með þeim því þær eru í görðunum.
Svo opnarðu næstu dyr og ferð inn
til okkar. Þau völdu nefnilega líka
pálmatré, kaktusa og þessar rosa-
lega exótísku plöntur sem við bú-
um öll með í rauninni. Það er
þriðja gróðurfarið og bara mjög
erlent. Við búum öll dálítið í gróð-
urhúsum þannig að „Flóra Ís-
lands“ er náttúrlega að vísa til
þess að við ættum kannski ekki að
vera alveg jafnþröngsýn á hver
flóra Íslands í rauninni er því ef
við horfum okkur nær þá er þetta
öðruvísi en hreina flóra Íslands-
plakatið hans Eggerts Péturs-
sonar,“ segir Sara.
– Þetta er þá líka pólitískt verk?
„Já, það er pólitísk spurning á
bak við þetta,“ svarar Sara, „þetta
eru mjög skýr skilaboð.“ Hún segir
verkið m.a. tengjast Útlendinga-
stofnun og hælisleitendum sem sé
vísað úr landi. „Þarna set ég öll
börnin saman í einn stóran blóm-
vönd því þannig erum við falleg-
ust.“
Eitt samfélag
„Flóra Íslands (2019)“ er ekki
eina vegglistaverk Söru sem fjallar
um fjölþjóðlegt samfélag. Verk
hennar „Fjöður“, sem prýðir gafl
fjölbýlishúss við Asparfell, er t.d.
þess eðlis. Fjöðrin sem þar var
máluð er samsett úr fjöðrum ólíkra
fugla, farfugla og innlendra af því
að inni í byggingunni eru bæði
Íslendingar og útlendingar sem
saman mynda eina heild, sem íbúar
hússins og sem samfélag. „Ég er
alltaf að spá í staðinn og samfé-
lagið þar sem veggverkin mín fara
upp,“ útskýrir Sara. „Það er alltaf
samtal við bæði arkitektúrinn eða
rýmið og svo samfélagið.“
Að þessu sögðu má sjá að verk
Söru vekja fólk líka til umhugs-
unar um fordóma og vekja spurn-
inguna um hvenær einhver eða
eitthvað telst íslenskt. „Hvenær
verður aloe vera-plantan sem
hippamamman kom með árið 1972
að íslenskri aloe vera-plöntu? Það
eru allir með hana, afleggjara og
nota hana til að græða sig. Þetta
er góð planta,“ segir Sara. „Hve-
nær verður nýbúi íbúi? Eru
Íslendingar líka brúnir?“ bætir
hún við. Og spurningar Söru blasa
við víða um borgina því veggverk
hennar eru orðin æði mörg, m.a.
við Nýlendugötu og á SÍM-húsinu.
Frekari upplýsingar um Söru
má finna á vefsíðu hennar á slóð-
inni sarariel.com.
Ljósmyndir/Jón Halldór Jónasson
Í vinnslu Sara með gömlu spennistöðina í bakgrunni þar sem verkið er smám saman að taka á sig mynd.
Samstarf Sara að störfum með samstarfskonu sinni Helgu Páleyju.
Hver er flóra Íslands?
Sara Riel málar margslungið vegglistaverk á gömlu spennistöðina við Austurbæjarskóla
Nemendur svöruðu spurningunni „ef þú værir planta, hvaða planta værir þú og af hverju?“
Harvey Weinstein var leiddur fyrir
dómara í New York í gærmorgun
þar sem honum var kynntur vitnis-
burður leikkonunnar Önnubellu
Sciorras. Frá þessu greinir The
Guardian. Þar kemur fram að ekki
sé ljóst hvort vitnisburður Sciorras
leiði til enn einnar ákæru á hendur
honum eða hvort vitnisburðurinn
verði notaður til að sýna fram á til-
tekið hegðunarmynstur ákærða.
Weinstein hefur þegar verið
ákærður fyrir nokkrar alvarlegar
kynferðisárásir og nauðganir, en
alls hafa yfir 80 konur greint frá
því að hann hafi misboðið þeim kyn-
ferðislega á síðustu fjórum áratug-
um. Réttarhöldin yfir Weinstein
hefjast í janúar á næsta ári. Hann
hefur ávallt neitað allri sök. Yrði
hann fundinn sekur er reiknað með
að Weinstein
þyrfti að eyða því
sem eftir er æv-
innar bak við lás
og slá.
Verjendur
hans hafa gagn-
rýnt réttarhöldin
harðlega og
segja ákæruvald-
ið uppteknara af
því að sakfella
Weinstein, sama hvað það kosti, en
að leita réttlætis. Lögfræðiteymi
Weinsteins hefur óskað eftir því að
réttarhöldin fari ekki fram á Man-
hattan þar sem kviðdómendur á því
svæði séu undir mikilli pressu fjöl-
miðla og stjórnmálamanna um að
sakfella Weinstein og því litlar lík-
ur á að málsmeðferðin verði réttlát.
Weinstein leiddur fyrir dómara
Harvey
Weinstein
Bandaríska leik-
konan Scarlett
Johansson er
með hæstu laun
allra leikkvenna
vestanhafs annað
árið í röð, sam-
kvæmt úttekt
viðskiptaritsins
Forbes, það sem
af er þessu ári.
Hefur Johansson aflað sér 56 millj-
óna Bandaríkjadala eða jafnvirði
um 7,1 milljarðs króna. Er það
einkum að þakka hlutverkum í
Marvel-ofurhetjumyndum þar sem
Johansson hefur leikið Svörtu ekkj-
una. Í öðru sæti yfir launahæstu
leikkonurnar er Sofia Vergara sem
þekktust er fyrir leik sinn í sjón-
varpsþáttunum Modern Family.
Johansson og Vergara eru einu
konurnar á lista yfir tíu launahæstu
leikara og leikkonur og er sú fyrr-
nefnda í áttunda sæti þess lista,
sæti neðar en Adam Sandler.
Launahæstur allra er Dwayne
Johnson sem hefur fengið greiddar
89,4 milljónir dollara það sem af er
ári, um 11,4 milljarða króna.
Johansson launahæsta leikkonan
Scarlett Johansson