Morgunblaðið - 27.08.2019, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2019 Ford F-350 Platinum
Litur: Magma red, svartur að innan.
6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque.
FX4 off-road pakki, upphituð/loftkæld sæti,
heithúðaður pallur, fjarstart, trappa í hlera, airbag í
belti í aftursæti
VERÐ
11.390.000 m.vsk
2019 Ram Limited 3500 35”
Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal
Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000
pund! Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti,
hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki.
35” dekk.
VERÐ
11.395.000 m.vsk
2019 F-350 Limited 35” breyttur
Litur: Perluhvítur, “cocoa” að innan. 6,7L Diesel, 450
Hö, 925 ft of torque. Breyttur með 35” dekk, 20”
felgur og brettakanta. Með FX4 off-road pakka, top-
pljós (ekki á mynd), upphituð/loftkæld sæti, heithúð-
aðan pall, fjarstart, auka bakkmyndavél fyrir camper
eða trailer, trappa í hlera og airbag í belti í aftursæti.
VERÐ
12.490.000 m.vsk
2019 Chrysler Pacifica Hybrid
Limited
Glæsilegur 7 manna bíll. Einn með öllu, t.d. hita/
kæling í sætum, glerþak, leðursæti, bakkmyndavél,
Dvd spilari, Harman Kardon hljómflutningskerfi o.fl.
o.fl. 3,6 L Hybrid.
VERÐ
7.990.000 m.vsk
Once Upon a Time in Hollywood 1 2
Good Boys Ný Ný
Dora and the Lost City of Gold Ný Ný
The Lion King 2 6
Héraðið 3 2
Angry Birds 2 bíómyndin 4 3
Toy Story 4 6 10
Fast & Furious: Hobbs & Shaw 5 4
Scary Stories to Tell in the Dark 7 3
Spider-man: Far From Home 8 8
Bíólistinn 23.–25. ágúst 2019
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Bíóaðsókn helgarinnar
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Ógnarstórar teikningar með furðu-
verum í bland við hversdagslegar
andstæður og þungir skúlptúrar
sem sameina tákn úr náttúrunni og
yfirnáttúrunni er það sem tekur á
móti manni í Hverfisgalleríi á
Hverfisgötu um þessar mundir þar
sem samsýning listamannanna
Matthíasar Rúnars Sigurðssonar
og Sigurðar Ámundasonar, Val-
heimur, hefur verið frá því hún var
opnuð á menningarnótt.
Þrátt fyrir að listamennirnir
tveir hafi óvænt verið leiddir sam-
an tala verk þeirra vel saman, enda
sækja þeir báðir innblástur í epísk-
ar frásagnarhefðir, furðuheima og
goðsagnir. Segja þeir að þrátt fyrir
að verkin setji nokkurn ramma sé
áhorfandanum sett í sjálfsvald að
túlka verkin og upplifa eigin til-
finningu fyrir þeim.
Gamlir vinir
„Við erum gamlir vinir, en svo
var það Sigga, [Sigríður L. Gunn-
arsdóttir eigandi Hverfisgallerís],
sem hafði samband við okkur,“ segir
Matthías og Rúnar samsinnir. Á
gólfinu er stór steinstöpull, og ofan
á honum situr skúlptúr eftir Matt-
hías, skorinn út í stein. Hrafnshöfuð
og mannshöfuð flæða saman og seg-
ir Matthías, spurður um verkið: „Ég
byrjaði á því að mig langaði að gera
fugl. Svo leiðir eitt af öðru og mað-
ur byrjar að skissa niður og þá
koma fleiri hugmyndir. Og svo ger-
ist þetta svolítið líka á meðan ég er
að vinna í verkinu.“
Verkið var hann fjóra mánuði að
vinna og eru verkfærin slípirokkur,
fræsari, hamar og meitill.
Eins og áður segir eru teikningar
Sigurðar stórar og íburðarmiklar.
Margt í gangi á hverri mynd og í
myndunum blandast oft saman
margar aðstæður, sem virðast
kannski í fyrstu óskyldar. Tröll-
kallar í bland við skíðamenn og
fleira í þeim dúr.
Sigurður segist ekki byrja með
neina skissu þegar hann hefst handa
við verkin, en að sama pæling sé
alltaf undirliggjandi í verkunum.
Segir hann aðspurður það auðvitað
geta verið ógnvekjandi að byrja á
svona stóru verki án undanfarandi
uppdráttar, sem dæmi tók það hann
sex mánuði að vinna stærsta verkið
sem til sýnis er á sýningunni, en
Meitillinn mætir
kúlupennanum
Valheimur nefnist nýopnuð samsýning í Hverfisgalleríi
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Vinir Matthías og Sigurður á sýningu sinni í Hverfisgalleríi sem opnuð var á Menningarnótt, 24. ágúst.
segir: „Ég myndi ekki nenna að
teikna þetta ef ég byrjaði á því að
skissa. Þetta kemur bara óvænt.
Það er ekkert fyrirfram ákveðið.“
Kúlupenni og trélitir eru verkfæri
Sigurðar, og finnst honum þau mest
heillandi. Enda kann hann ekkert að
mála, eins og hann orðar það sjálf-
ur.
Goðsagnareðlið umlykjandi
Spurður hvort hann teikni upp sín
verk áður en hann hefst handa með
meitilinn segir Matthías að allur
gangur sé á því. Stundum teikni
hann eitthvað upp á blað og stund-
um ekki. Stundum teikni hann jafn-
vel á steininn áður en hann heggur í
hann.
Það sem sameinar verk lista-
mannanna tveggja eru meðal annars
vísanir í goðsögur, og segja þeir að
þrátt fyrir að engar beinar vísanir
séu í slíkar sögur séu þær alltaf
undirliggjandi. Goðsagnaeðlið sé
alltumlykjandi. Nefnir Sigurður í
þessu dæmi hinn látna bandaríska
bókmenntaprófessor Joseph Camp-
bell. „Hann talaði mikið um mýtur
og hvernig þær geta hjálpað fólki að
setja sig í hlutverk goðsagnaper-
sóna.“ Bendir hann í sömu andrá á
persónur í teikningum sínum og
skýtur Matthías inn í: „Það er engin
mjög skýr merking á bak við verk-
in. Það er bara undir þér komið sem
áhorfandi hvað þú sérð. Það er bara
ein saga sem hægt er að segja, það
er saga áhorfandans.“
Segja þeir að það sem mest áhrif
hafi á sköpunina sé líðanin „þann
daginn“.
Hlustaði aldrei á kennarann
Listamennirnir tveir kynntust í
Listaháskóla Íslands, þar sem þeir
voru við nám og segir Matthías,
spurður um sinn listabakgrunn:
„Ég hjó fyrst í stein 2010. Síðan
fór ég í Listaháskólann og þar hjó
ég ekki mikið í stein. Ég var meira
bara að einbeita mér að teikningu.
En eftir að ég klára listaháskólann
2013 fór ég að höggva meira í
stein, og frá því upp úr 2016 er ég
búinn að einbeita mér mest að
því.“
Spurður hvort stefnan sé þar
með sett á höggmyndalistina kveð-
ur Matthías já við og segir að
stefnan sé að gera stærri úti-
listaverk. Segist hann sem dæmi
hafa unnið eitt slíkt í Hveragerði í
sumar og segir: „Ég væri til í að
gera stórar styttur.“
Aðspurður segist Sigurður ætíð
hafa ætlað sér að fara í kvik-
myndagerð, en teikning hafi hins
vegar alltaf átt hug hans og hjarta.
„Í Hagaskóla og FB var ég aldrei
að hlusta á kennarann, ég var allt-
af bara að teikna. Ég sé ekkert eft-
ir því í dag,“ segir hann við og
hlær. „Það var alltaf auðveldara að
teikna en að fá fólk til þess að leika
í kvikmyndum hjá mér.“
Virðist þó kvikmyndaáhuginn
skína í gegn í teikningum Sigurðar,
enda mikið í gangi á hverri mynd,
margir karakterar og sterkar sen-
ur. Segist hann sækja innblástur í
kvikmyndir, „og svo hlusta ég mik-
ið á óperu, og sæki sem dæmi „ele-
ment“ í það.“
Líkt og Matthías hefur Sigurður
ekki í hyggju að minnka verkin.
„Ég mun alltaf gera svona stórar
teikningar.“ Segist hann þó einnig
hafa áhuga á annars konar list,
„mig langar líka að gera stutt-
myndir eða gjörninga. En ég verð
alltaf með teikningu í gangi.“
Mímir Skúlptúr eftir Matthías úr
grágrýti, stærð 28 x 28 x 35 cm.
Magi Verk eftir Sigurð, trélitir og
kúlupenni á pappír, 150 x 150 cm.
Pétur Rúnar
Heimisson hefur
verið ráðinn
markaðsstjóri
Borgarleikhúss-
ins. Pétur hefur
undanfarin ár
starfað hjá Nova,
fyrst sem rekstr-
arstjóri verslana
og síðar sem
verkefnastjóri í
markaðsdeild og áður starfaði hann
hjá auglýsingastofunum Pipar/
TBWA og Hvíta húsinu.
Pétur Rúnar er með BS-próf í
sálfræði með markaðsfræði sem
aukagrein frá Háskóla Íslands.
Nýr markaðsstjóri
Borgarleikhússins
Pétur Rúnar
Heimisson
Í tilefni af 200
ára fæðing-
arafmæli Jóns
Árnasonar, þjóð-
sagnasafnara og
landsbókavarð-
ar, hefur bók-
menntamerking
verið sett á Lauf-
ásveg 5, húsið
sem Jón og eig-
inkona hans byggðu og bjuggu í til
æviloka. Hefur húsið stundum verið
nefnt Jónshús. Jón var frumkvöðull
í söfnun þjóðsagna og hóf það starf
sitt árið 1845 með Magnúsi Gríms-
syni og árið 1852 kom út safn
þeirra Íslenzk ævintýri.
Bókmenntamerk-
ing á Jónshúsi
Jón Árnason