Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Dr. Ævar Petersen fuglafræðingur
er nýkominn úr Flatey á Breiðafirði.
Þar hefur hann fylgst með fuglalífi í
samfleytt 46 sumur. Vaktaðar eru
breytingar hjá sjófuglum eins og
toppskarfi, lunda, kríu og teistu.
Einnig landfuglum eins og sandlóu,
snjótittlingi og hrossagauk.
Í sumar var byrjað að setja ljós-
rita á hrossagauka til að fá upplýs-
ingar um hvert þeir fara á veturna.
Þrátt fyrir áralangar merkingar
með fótmerkjum er ekki vitað með
vissu um ferðir þeirra. Talið er að
þeir fari til Stóra-Bretlands og
Frakklands til vetursetu. Það kemur
í ljós þegar ljósritarnir verða end-
urheimtir.
Til stóð að setja 22 ljósrita á
hrossagauka í varpi á vesturhluta
Flateyjar. Svo brá við í júní að þar
var sáralítið varp og misfórst hjá
þeim fáu fuglum sem urpu. Helsta
skýringin er sú að vegna þurrkanna
í sumar hafi fuglarnir ekki náð í æti,
því smádýrin dýpka á sér þegar er
þurrt. Svo rættist úr þegar gerði
vætu í júlí og tókst að merkja 17
hrossagauka.Verkefnið er unnið í
samvinnu Íslendinga, Breta og Kan-
adamanna.
„Varp hjá sjófuglum var virkilega
gott í sumar, sem var dálítið óvænt,“
sagði Ævar. Hann sagði að varp sjó-
fugla eins og ritu, kríu og lunda hefði
almennt ekki gengið vel í ein 15 ár
þar til nú. Þessar tegundir lifa mikið
á sandsíli. Ævar hafði ekki séð jafn
góðan varpárangur hjá kríu og lunda
í Flatey í mörg ár.
Viðkoma kríunnar mæld
Kríuvarp í Flatey dróst saman ár-
um saman vegna ætisleysis og fáir
ungar komust upp þar til í sumar.
Nú í fyrsta sinn var kríuvarpið at-
hugað sérstaklega og mælt hvað
margir ungar komust upp. Ævar
sagði mikilvægt að safna tölulegum
gögnum um viðkomu kríunnar.
Hann sagði að sjófuglastofnarnir
hefðu dregist verulega saman til
margra ára. Það mundi taka mörg ár
fyrir stofnana að byggjast upp aftur
ef varpárangur helst góður. Margar
tegundanna eru langlífar, eins og
lundi, og þess vegna þola þær tíma-
bundin áföll en ekki til langs tíma.
Sandlóa hefur staðið sig mjög vel
og stofninn í Flatey og nágrenni ver-
ið um 25 pör að jafnaði. Aðra sögu er
að segja af snjótittlingum, sem heita
sólskríkjur á sumrin. Á árunum
1980-85 urpu um 60 pör á hverju ári í
Flatey, sem var mjög þétt varp fyrir
þessa tegund. Svo fækkaði og fór al-
veg niður í átta pör. Varpið hefur að-
eins braggast og nú verpa þar um 15
pör. Ævar sagði menn hefðu tekið
eftir því að snjótittlingum hefði
fækkað mikið og eitthvað komið fyr-
ir stofninn. Ekki sé vitað hvað það
var.
Mikið hefur fækkað í toppskarfa-
varpi í kringum Flatey. Í skerinu
Klofningi var stærsta toppskarfa-
varp á landinu með allt að 900 hreið-
ur. Í sumar voru þar aðeins um 80
hreiður. Toppskarfar eiga það til að
færa sig á milli varpa og það gæti
verið skýring. Ævar sagði að betur
hefði gengið hjá dílaskarfinum á
þessum slóðum.
Gott varp hjá sjófugl-
um í Flatey í sumar
Fylgst hefur verið með fuglalífi í eynni í 46 sumur
Ljósmynd/Ævar Petersen
Hrossagaukur Þessi er bæði með fótmerki og ljósrita sem gerir kleift að
reikna út staðsetningu. Af því má ráða hvert fuglinn fer á veturna.
Miðstjórn ASÍ sendi í gær frá sér
ályktun þar sem m.a. er farið fram á
aukið gagnsæi í launum fólks og
skattgreiðslur. Þeir sem hafi meira
undir höndum séu að fá meira og
hinir tekjulágu fái minna í sinn hlut.
„Komið hefur í ljós að sú aðgerð að
leggja niður kjararáð hefur valdið
launaskriði hjá þeim hæst launuðu
hjá ríkinu. Það var engin umræða
um sanngjörn laun í tengslum við þá
aðgerð. Það kemur í sjálfu sér ekki á
óvart. Á meðan við leggjum ekki
skýrar línur í þessum málum skiptir
engu máli hverjir ákveða launin,“
segir m.a. í ályktun ASÍ.
„Einföld aðgerð eins og að breyta
því hverjir ákveða laun þeirra launa-
hæstu skilar engu réttlæti í sjálfu
sér án skýrra reglna um launa-
ákvarðanir. Tilhneigingin er alltaf sú
að þeir sem hafa meira fá meira og
þeir sem minna hafa fá minna.
Það er löngu tímabært að mótuð
verði skýr og sanngjörn launastefna
hjá ríkinu og í stjórnum fyrirtækja,
stofnana og félagasamtaka. Festa
þarf í lög að fyrirtæki geri grein fyrir
launabili í ársreikningum og stjórn-
völd þurfa að setja skýra launastefnu
þar sem tilgreint er hvert launabilið
megi vera á milli þeirra hæst laun-
uðu og lægst launuðu.
Við þurfum að bregðast við þeirri
móðgun og augljósu stéttaskiptingu
sem birtist okkur í hvert sinn sem
skattskrár eru gerðar opinberar.
Það er ekki nóg að fordæma ofurlaun
einu sinni á ári án þess að aðhafast
nokkuð. Það er kominn tími til að-
gerða,“ segir miðstjórn ASÍ.
Álagningarskrár verði birtar
með rafrænum hætti
Hvetur miðstjórnin fulltrúa í
stjórnum, trúnaðarmenn á vinnu-
stöðum, stjórnmálafólk, starfsfólk og
stjórnendur til að ræða launamun
innan sinna fyrirtækja og stofnana
sem og innan samfélagsins alls.
Móta þurfi stefnu sem byggist á nið-
urstöðu þess samtals.
„Það er afar brýnt að allir lands-
menn greiði skatta og gjöld til sam-
félagsins óháð uppruna tekna, svo
sem arðgreiðslur úr fyrirtækjum eða
fjármagnstekjur. Upplýsingar um
slíkt þurfa að vera aðgengilegar og
gagnsæjar. Miðstjórn ASÍ hvetur
Alþingi jafnframt til að samþykkja
að birta álagningarskrár með raf-
rænum hætti, þar sem birtir eru allir
álagðir skattar, þannig að aðgengi að
þessum samfélagslega mikilvægu
upplýsingum sé tryggt,“ segir að
endingu í ályktun miðstjórnar.
Þeir sem hafa
meira fá meira
Miðstjórn ASÍ vill aukið gagnsæi í launum
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru já-
kvæðari í garð ferðamanna og ferða-
þjónustu nú en undanfarin tvö ár,
samkvæmt könnun Maskínu fyrir
höfuðborgarstofu. Jákvæðar hliðar
þjónustunnar vega alls staðar þyngra
en þær neikvæðu og karlar eru já-
kvæðari en konur.
Könnunin hefur verið framkvæmd
í maí árlega frá 2015 og var nú gerð 3.
til 28. maí sl. Svar barst frá 2.392
manns. Reynt var að ná 100 svörum
úr hverju hverfi en 250 úr miðborg-
inni. Um netkönnun var að ræða en
hringingum beitt þar sem svör vant-
aði.
Í niðurstöðum kemur meðal ann-
ars fram að 29,4% eru mjög jákvæð
gagnvart ferðamönnum á höfuðborg-
arsvæðinu og 48,7% frekar jákvæð
gagnvart þeim.
Stoltir íbúar
Tæplega 82% eru mjög eða fremur
sammála þeirri fullyrðingu að vera
stolt af því að búa í borg, þar sem vel
er tekið á móti ferðamönnum.
Meirihluti svarenda telur fjölda
ferðamanna í miðborginni vera hæfi-
legan og eru fleiri á þeirri skoðun nú
en áður. 62% íbúa miðborgarinnar
telja fjöldann hæfilegan yfir sum-
armánuðina samanborið við 54% í
fyrra. Samsvarandi tölur yfir vetr-
armánuðina eru 62% nú en 70% í
fyrra.
Um 31% íbúa Efra-Breiðholts
finnst fjöldi ferðamanna of lítill í
hverfinu yfir sumarmánuðina. Um
30% íbúa Grafarvogs eru á sama máli
varðandi sitt hverfi.
Þegar spurt var um fjölda ferða-
manna í miðborginni sögðu um 53%
íbúa Neðra-Breiðholts og Efra-
Breiðholts hann vera of mikinn, en
um 59% íbúa miðborgar, um 57%
íbúa Vesturbæjar og 64% íbúa Sel-
tjarnarness sögðu hann hæfilegan.
Um 46% svarenda segjast mjög lít-
ið verða vör við rekstur heimagist-
ingar í nágrenninu og tæplega 30%
fremur lítið. 69,2% segjast aldrei hafa
orðið fyrir ónæði vegna heimagist-
ingar og sjaldan svara tæplega 19%.
Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Vegamót Reykvíkingar telja sig jákvæða gagnvart ferðamönnum.
Aukin jákvæðni í
garð ferðamanna
Viðhorf til ferðamanna
» Um 55% svarenda segja að
fjölgun ferðamanna hafi engu
breytt um þrifnað í borginni.
» Um 53% svarenda segja að
erlendir ferðamenn sé fremur
vinsamlegir í samskiptum við
íbúa og um 31% segir þá vera
mjög vinsamlega.
» Um 70% svarenda hafa aldr-
ei orðið fyrir ónæði frá ferða-
mönnum við heimili sitt.
» Um 48% svarenda hafa
mjög lítinn áhuga á að leigja út
heimili sitt til heimagistingar
og um 24% fremur lítinn
áhuga.
TISSOTWATCHES .COM
TISSOT, INNOVATORS BY TRADITION
#ThisIsYourTime
SKARTGRIPIR&ÚR
SÍÐAN 1923
TISSOT seastar 1000
chronograph.
WATER RESISTANCE UP TO 30 BAR
(300 M / 1000 FT).