Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 29. ágúst 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.58 125.18 124.88 Sterlingspund 152.74 153.48 153.11 Kanadadalur 94.13 94.69 94.41 Dönsk króna 18.545 18.653 18.599 Norsk króna 13.846 13.928 13.887 Sænsk króna 12.923 12.999 12.961 Svissn. franki 126.96 127.66 127.31 Japanskt jen 1.1768 1.1836 1.1802 SDR 170.82 171.84 171.33 Evra 138.31 139.09 138.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.8561 Hrávöruverð Gull 1531.85 ($/únsa) Ál 1745.0 ($/tonn) LME Hráolía 58.8 ($/fatið) Brent ● Hagnaður Festar á öðrum ársfjórð- ungi nam 550 millj- ónum króna í sam- anburði við 672 milljónir króna fyrir sama tímabil í fyrra og lækkar því um 18,2%. Hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir (EB- TIDA) nam 1,9 millj- örðum króna á öðrum ársfjórðungi í samanburði við 1,1 milljarð króna á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur Festar námu 21,4 milljörðum króna í saman- burði við 10,9 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Fjölgun félaga í samstæð- unni skýrir að mestu hækkanir á tekj- unum. Eignir Festar námu 81,4 millj- örðum króna í lok júní. Skuldirnar námu 54,8 milljörðum króna. Eigið fé nam 26,6 milljörðum króna og eiginfjárhlut- fallið því 32,7%. Sé litið til fyrri árshelm- ings þessa árs nam hagnaðurinn 601,1 milljón króna miðað við 748,1 milljón króna fyrir sama tímabil í fyrra. Tekj- urnar á fyrstu sex mánuðum þessa árs námu 39,6 milljörðum króna m.v. 18,9 á sama tíma í fyrra. Tekjur N1 á því tíma- bili námu 17.505 milljónum króna, tekjur Krónunnar 17.528 milljónum króna og tekjur Elko 4.819 milljónum króna. Hagnaður Festar 550 mkr. á 2. ársfjórðungi Uppgjör Krónan er hluti af Festi. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í myndbandi sem birt var á vef Seðlabankans í gærmorgun að von sé á mjúkri lendingu í íslensku efna- hagslífi eftir sjö til átta ára hagvöxt. Seðlabankinn lækkaði í gær vexti um 0,25 prósentur, og fylgdi þannig því vaxtalækkunarferli sem hafið er. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,5%. Samtök iðnaðarins fagna vaxta- lækkuninni á heimasíðu sinni, en þau telja að þar sem verðbólga og verðbólguvæntingar hafi haldist við verðbólgumarkmið um nokkurn tíma skapi það svigrúm fyrir Seðla- bankann til að lækka vexti til þess að hjálpa fyrirtækjum og heimilum að takast á við niðursveifluna, eins og það er orðað á vefsíðu samtak- anna. 0,2% samdráttur á árinu Í fyrrnefndu myndbandi segir Seðlabankastjóri einnig að vaxta- lækkunin komi til af því að hag- kerfið sé að hægja á sér. „Við mun- um sjá væntanlega vægan samdrátt á þessu ári í framleiðslu, sem stafar af fækkun ferðamanna,“ segir Ás- geir, en í Peningamálum, ársfjórð- ungsriti bankans, sem kom út í gær, er rætt um 0,2% samdrátt á árinu. Ásgeir segir að á sama tíma séu einnig jákvæðar fréttir á ferðinni. „Við sjáum áfram tiltölulega sterk utanríkisviðskipti og allt bendir til að við sjáum hagkerfið taka við sér á næsta ári, að einhverju leyti.“ Hann sagði að spár þær sem birt- ust í gær væru þrátt fyrir allt til- tölulega jákvæðar. „Framhaldið mun að einhverju leyti ráðast af því hvernig verðbólga þróast, hvort hún muni halda áfram að ganga niður og hvernig hagkerf- ið tekur við sér á næsta ári.“ Um hagvaxtarhorfur í landinu segir í yfirlýsingu peningastefnu- nefndar, að þær hafi versnað þar sem útlit er fyrir að það taki ferða- þjónustuna lengri tíma að ná sér á strik eftir áföll ársins. „Verðbólga var 3,4% á öðrum fjórðungi ársins en minnkaði í 3,1% í júlí. Undir- liggjandi verðbólga hefur þróast með áþekkum hætti. Horfur eru á að verðbólga hjaðni hraðar en spáð var í maí og að hún verði komin í [2,5% verðbólgu] markmið á fyrri hluta næsta árs,“ segir í yfirlýsing- unni. Krónan hækkað um 2% Þá segir þar einnig að gengi krónunnar hafi hækkað um liðlega 2% milli funda [nefndarinnar] og gjaldeyrismarkaður hafi verið í ágætu jafnvægi. Verðbólguvænting- ar hafi minnkað frá síðasta fund og taumhald peningastefnunnar því aukist lítillega. „Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólgu- væntinga hinsvegar.“ Von á mjúkri lendingu eftir áralangt hagvaxtarskeið Morgunblaðið/Ómar Vextir Markaðsaðilar vænta 0,25 prósentna vaxtalækkunar til viðbótar fyrir lok 2019, samkvæmt könnun SÍ. Peningamál » Spáð er að hagvöxtur aukist í 2,7% árið 2021 » Störfum fækkaði á öðrum fjórðungi ársins og atvinnu- leysi jókst nokkuð. Það var að meðaltali 3,8% á fjórðungnum og hefur ekki verið meira frá árinu 2015. » Gert er ráð fyrir að verð- bólga verði komin í 2,9% á síð- asta fjórðungi ársins.  Stýrivextir lækkaðir um 0,25 % Fækkun ferðamanna ástæða samdráttar Mál fyrrverandi forstöðumanns hlutabréfa hjá Stefni, sem veitti ráð- gjöf um sölu á rútufyrirtækinu Hóp- bílum til sjóðs í eigu Landsbréfa og fjallað var um í ViðskiptaMogganum í gær, hefur verið á málaskrá emb- ættis héraðssaksóknara, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssak- sóknara getur embættið ekki að svo stöddu tjáð sig um málið, hvar það sé statt og hvort það sé til rannsóknar. Að sögn Sigríðar Bjarkar Guðjóns- dóttur, lögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er málið ekki til rannsóknar þar. Í tilkynningu frá Stefni sem barst Morgunblaðinu í gær og fram- kvæmdastjóri sjóðsins, Jökull Heið- dal Úlfsson, ritar undir, er fullyrð- ingum um þöggun hagsmuna- árekstra í starfsemi Stefnis vísað á bug og þær sagðar úr lausu lofti gripnar. Í tilkynningu Stefnis er full- yrðingum um hagsmunaárekstra þó ekki mótmælt. „Stefnir er fjármála- fyrirtæki og starfar með leyfi Fjár- málaeftirlitsins. Fjölmargar innri og ytri reglur gilda í starfsemi félagsins og leggur Stefnir mikla áherslu á reglufylgni. Vakni grunur um brot í starfsemi félagsins er þeim vísað til innri eftirlitsaðila og eftir atvikum til viðeigandi yfirvalda. Komi í ljós að hagsmunaárekstrar hafi skaðað hagsmuni viðskiptavina félagsins ber að tilkynna þeim um slíkt enda er hlutverk Stefnis að gæta hags- muna viðskiptavina sinna. Stefnir býr ekki yfir upplýsingum sem benda til þess að hagsmunir við- skiptavina hafi skaðast í starfsemi félagsins,“ segir í tilkynningu. Morgunblaðið/Eggert Hagsmunaárekstrar Sjóðurinn Stefnir er í eigu Arion banka. Málið verið á borði héraðssaksóknara  Stefnir vísar fullyrðingum um þöggun á bug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.